Tíminn - 12.03.1952, Side 6
6.
TIMINN, miðvikudaginn 12. marz 1952.
59. blað.
LEIKFÉLAG
REYigAVÍKDR:
| TONY
I vahnar til lífsins
| Aðalhlutverk: Alfreð And-
| résson. Sýning fimmtudags-
| k\wld#kl. 8. Aðgöngumiðasala
1 kl. 4—7 í dag. Sími 3191.
| Brúðkaup Figaros
| Hin vinsæla ópera Mozarts,
I flutt af þýzkum leikurum og
| söngvurum.
Erna Berger,
Domgraf-Fassbannder,
Tiana Lemnitz,
Mathieu Ahiersmeyer.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
[nýja bíö
I Frasnha gamla í
heimsóhn
I Óvenjulega fyndin og j
| skemmtileg norsk mynd eft- :
i ir sögu Gabriel Scott „Tante j
| Pose“. Að skemmtanagildi i
| má líkja þessari mynd við j
| skopmyndirnar frægu: j
| Frænku Charlies og Við sem j
| vinnum eldhússtörfin.
| Aðalhlutverk:
Einar Vaage
Hans Bille
Henny Skjönberg
I' '
s Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÖl
- HAFNARFIRÐI -
Á indíánaslóðum \
Spennandi og viðburðarík- |
; ný amerísk kvikmynd í eðU- !
legum litum. §
Maureen O.IIara
Matt Donald Carey
Sýnd kl. 7.
^ ^ ^ ^ ^im^ 9184.^ ^ # # ^ ^ j
HAFNARBÍÓ)
Hœttúlegur
eiginmaður
(Woman in Hiding).
Efnismikil og spennandi, ný |
amerisk mynd, byggð á i
þekktri sögu í „Fugitive from !
Terror“. I
Ida Lupino, i
Howard Duff,
Stephen McNalIy.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
M =
g * -
{Dtvarps viðgerðir |
| Radiftvinnp«tofan i
VELTUSUNDI 1.
ífjfe
WÓDLEiKHÚSID
Gullua lillðlð
! eftir Davíð Stefánsson 1
j Sýning miðvikudag kl. 20. ;
\ Aðgöngumiðasalan opin i
[ virka daga ki. 13.15 til 20.00. i
j Sunnudaga kl. 11 til 20. — |
{ Sími 80000. |
I iAFFIPANTANIR I MIÐASÖL |
Enska knattspyrnan
(Framhald af 3. síðu.)
leik. Þetta er í 14. skipti, sem
Blackburn kemst í semi-final.
liðið hefir unnið bikárinn sex
sinnum, og annað skipti, sem
þeir mæta Newcastle. Þá
vann Newcastle 5—2.
Chelsea mætti Arsenal í
semifinal 19§0 og eftir tvo
leiki tókst Arsenal að sigra
með 2—0. Chelsea ætti því að
hafa fullan hug á að jafna
þau met nú.
t % f1'*'' '«l | 'f' . .J 4
KJELD VAAG:
HETJAN
ÓSIGRANDI
75. DAGUR
Austurbæjarbíó |
Parísarntetur
(Nuits de Paris).
j Mjög skemmtileg og opinská, [
j ný, frönsk dans- og gaman- j
j mynd, er fjallar um hið lokk i
j andi næturlíf Parísar, sem j
j alla dreymir um að kynnast. j
j — Myndin er með ensku tali j
j og dönskum skýringum.
j Aðalhlutverk:
Bernardbræður.
j Þetta er myndin, sem sleg j
j ið hefir öll met í aðsókn, þar j
j sem hún hefir verið sýnd. j
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl 5, 7 og 9.
(TJARNARBÍój
j Ástir, söngur og sól \
j (Kárlek, solskin och sáng) j
j Létt og fjörug sænsk j
j skemmtimynd ,um ástir, söng j
j og sól.
j Bergur Jónssou |
I !
§ Málaflutningsskrifstofa !
| Laugaveg 65. Sími 5833 I
Heima: Vitastíg 14
1 ELDURINN (
c E
| gerir ekki boð á undan sér. |
| Þeir, sem eru hyggnir, |
tryggja strax hjá
I SAMVINNUTRYGGINGUM I
Aðalhlutverk:
Ake Söderblom
Bengdt Logardt
Anne Marie AAröe
Sýnd kl. 5, 7 og 9
GAMLA BÍÓj
LjóS ot) lag
(Words and Music).
Amerísk dans- og söngva- j
i mynd í litum um sönglaga- j
j höfundana Rodgers og Hart. j
j í myndinni leika, dansa og i
j syngja:
Mickey Rooney,
June Allyson,
Perry Como,
Tom Drake,
Gene Kelly,
Vera Eilen o. fl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Ewipimumniimmnnmuinnimmmnmnminnni
...v
TRIPOLI-BÍÓj
Á flótta
(He Ran All The Way).
j Afar spennandi ný amerísk j
j sakamálamynd, byggð á sam j
j nefndri bók eftir Sam Ross. j
John Garfield,
Shelley Winters.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bajazzo
! Hin glæsilega ítalska óperu- j
; mynd verður sýnd áfram j
j vegna mikillar aðsóknar.
Sýnd kl. 7.
Sala hefst kl. 11 f. h.
1 :
s •^■■Hiiiinimimwmiii
1. deild.
Manch. U. 33 18 9 6 69-43 45
Arsenal 32 17 8 7 63-45 42
Tottenham 34 17 6 11 63-47 40
Portsm 32 17 6 9 55-44 40
Newcastle 31 15 7 9 81-52 37
Bolton 33 14 9 10 52-51 37
Wolves 33 12 12 9 67-52 36
Preston 34 14 9 12 60-47 35
Aston Villa 33 14 7 12 56-55 35
Charlton 33 14 7 12 57-56 35
Blackpool 33 14 7 12 52-52 35
Manch. C. 32 12 10 10 50-45 34
Liverpool 33 9 16 8 44-44 34
Burnley 32 12 9 11 48-43 33
Sunderl. 33 Tl 8 14 54-53 30
Derby 33 12 6 15 54-65 30
Chelsea 31 11 5 15 41-51 27
W. Bromw. 31 8 10 13 53-63 26
Stoke 33 9 6 18 37-71 24
Middlesbro 31 9 5 17 44-73 23
Fulham 33 6 8 19 48-65 20
Huddersf. 33 6 6 21 38-69 18
2. deild.
Nottm. For 33 15 10 8 62-50 40
Leicester 33 15 8 10 66-50 38
Birmingh. 33 15 8 10 48-41 38
Sheff. W. 32 15 7 10 80-57 37
Cardiff 31 14 8 9 50-39 36
Rotherham 33 15 6 12 65-58 36
Leeds 32 14 8 10 48-45 36
Everton 33 13 9 11 50-48 35
Sheff. Utd. 32 14 5 13 70-58 33
N. County 33 14 5 14 60-54 33
Brentford 32 12 9 11 39-39 33
Southamp. 34 12 9 13 48-61 33
West Ham 33 12 8 13 51-63 32
Luton 31 10 11 10 57-54 31
Blackburn 32 14 3 15 42-47 31
Swansea 33 10 10 13 59-59 30
Barnsley 32 10 10 12 48-54 30
Bury 33 11 6 16 52-55 28
Doncaster 32 9 9 14 41-49 27
Coventry 33 11 5 17 45-65 27
Hull 33 10 6 17 48-56 26
Queens P. 33 8 10 15 42-70 26
3. deild syðri.
Plymouth 35 22 5 7 83-40 51
Reading 35 24 2 9 92-43 50
Brighton 35 22 5 8 72-44 49
Millvall 34 18 10 6 56-38 46
Norwich 35 18 8 9 63-42 44
3. deild nyrðri.
Lincoln 35 22 7 5 95-44 53
Stockport 34 19 8 7 60-26 46
Grimsby 34 20 6 8 69-38 46
Oldham 33 17 8 8 66-44 42
Erlent yfiriit
(Framhald af 5. slðu)
Eftir fráfall Lai Cho-San dró
mjög úr sjóræningjahernaðin-
um. í fyrra voru þó tvö stór far-
þegaskip rænti og nú hefir bætzt
við þriðja skipið. Sumar sagnir
herma, að sjóræningjar við Bias
Bay hafi nú fengið nýja drottn-
ingu, en aðrar, að það sé sonur
Lai Cho-San, er veiti þeim nú
forustu.
Sundruð öfl.. .
(Framhald af 4. síðu.)
meðal þjóðarinnar, er alið á
kröfum milli stétta og ein-
staklinga, loforðum um meira
kaup — minni vinnu rignir
yfir fólkið frá mönnunum,
sem telja sig þess umkomna
að stjórna málefnum þjóðar-
innar. Hugsjónin er horfin úr
stjórnmálaheimi íslendinga
að því er virðist.
Sá, sem er svo barnalegur,
að tala við fólkið í þeirri von
að þar finnist neisti af áhuga
fyrir aðkallandi vandamálum
þjóðarinnar, án þess að setja
sérhagsmuni viðkomandi
hlustenda ekki ofar, er
hvergi taUnn hæfur á lands-
málasviðinu.
Framhald
„Vér neitum því ekki, að þú ert einn af vorum dyggustu þjón-
um. En þú hefir oþarfar áhyggjur af þessum nafntogaða víkingi.
Jafnvel þótt hann kæmi hingað á fund vorn, gæti hann ekki
breytt þeirri ákvörðun, sem vér höfum tekið“.
Absalon virtist ekki jafn öruggur um það, en svaraði þó: „Það
er Valkendorf fullljóst, yðar kóngleg mekt, þar eð kóngleg mekt
liefir skriflega heitið fjórum borgurunum í Kaupmannahöfn
þessari verzlun. Fn Valkendorf hefir þegar látið gera lögformleg
skjöl, er bíða undirskriftar og staðfestingar kónglegrar mektar".
Hann rakti skjciin sundur, en konungurinn bandaði frá sér
hendinni. „Nei, Absalon — nei. Ónáðið oss ekki með þessu máli
nú. Það getur beðið morguns. Vér viljum athuga betur skilmálana,
áður en þessi skjöl verða staðfest".
Absalon hneigði sig og reyndi að leyna gremju sinni. Það hafði
verið síðasta fyrirskipun Valkendorfs, að hann léti kónglega mekt
undirrita þessi skjöl tafarlaust.
Rósenkranz og Glambek virtust lítt hlusta á orðaskiptin, en
Fétur Skram lagði mjög undir flatt. En þótt hann bæri lófann
að eyranu, heyrði hann lítið af því, sem sagt var. Nafn Magnúsar
Heinasonar hafði hann þó heyrt nefnt. Loks laut hann að konung-
inum: „Það er góður hreimur í nafni Magnúsar Heinasonar, yðar
kóngleg mekt. Hetjudáðir hans á hafinu hafa víða spurzt, og ef
ég man rétt, gat hann sér frægðarorð í Björgvin fyrir nokkrum
árum...."
„Þú manst rétt, Pétur“, svaraði konungurinn mildilega. ,Hann
ruddi heilt veitingahús og fleygði þýzkum pröngurum út um
gluggana, er þeir lítilsvirtu sjóher vorn....“
„Kóngleg mekt þarf ekki að tala svo óljóst“, sagði öldungurinn
d.iarflega. „Mér hefir verið tjáð, að hann hafi fyrst látið hendur
standa frem úr ermum, er nafn mitt var forsmáð....“
Konungurinn hleypti brúnum. Honum virtist falin sneið í orð-
vm öldungsins. í stríðinu við Svía hafði hann sjálfur hallmælt
mjög ríkismarskálki sínum, er hann taldi ekki nógu djarfan og
atkvæðamikinn. Hann kinkaði því aðeins kolli þurrlega.
Hinn gamli riddari lét þó fálæti konungsins ekki á sig fá.
Hann mælti: „Mætti ég leggja kónglegri mekt ráð, þá veitum
Magnúsi Heinasyni sæmd. Hann getur orðið kónglegri mekt og
ríkjunum til mikiis gagns“.
„Vér munum einnig hafa hann í þjónustu vorri framvegis.
En vér getum ekki daufheyrzt við þeim alvarlegu ákærum, er
koma frá þegnum vorum á Færeyjum".
„Enn hefir Valkendorf einn tjáð kónglegri mekt gang þeirra
mála“. svaraði Pétur Skram. „Jafnvel slíkum manni sem Valken-
dorf getur skjátlazt".
Absalon var orðið órótt. Kláus Glambek brosti. Líkt og öðrum
lénsmönnum var honum lítið um nákvæmni og strangleika Valk-
cndorfs gefið..Konungurinn sá glottið á vörum hans og spurði:
„Ert þú sömu skoðunar, Kláus“?
„Ég verð að gjaida jáyrði við því, yðar kónglega mekt. Magnús
Heinason hefir þjónað kónglegri mekt of vel til þess, að ekki
verði hlýtt á mál hans“.
„Og Folmer“?
„Sörnu skoðunar, yðar kónglega mekt“.
Konungurinn hió. „Magnús Heinason getur fagnað því, að
hann á marga formælendur... .og vér höfum ekki heldur haft í
huga að neita honum um að ná fundi vorum....“
Þetta varð kóngleg mekt brátt að staðfesta, því að í næstu andrá
var tUkynnt, að Magnús Heinason væri kominn og óskaði þegn-
samlegast að ná konungsfundi. Konungurinn hugsaði sig um,
en mælti síðan: „Látið hann koma inn“.
Magnús staðnæmdist við dyrnar og hneigði sig djúpt. Síðan rétti
hann úr sér og virti fyrir sér mennina. Honum varð illa við, er
hann sá yfirritarann, en í næsta vetfangi beindist athygli hans
öll að öldungnum. Fyrir tólf eða fjórtán árum hafði hann séð
þennan mann, og hann hafði aldrei getað gleymt Pétri Skram.
Kóngleg mekt veifaði til Magnúsar: „Komdu nær, Magnús,
og láttu oss heyra, hverra erinda þú ert kominn á vorn fund“,
Magnús steig feti framar og mælti: „Þegar ég sé yfirritarann
hér veit ég, að kónglegri mekt er kunnugt um erindi mitt“.
Aðalsmennirnir litu hver á annan, er þeir heyrðu þessi djarf-
mannlegu orð. En gamli sjóliðsforinginn kinkaði kolli. Þannig
áttu stríðshetjur að tala.
„Oss er kunnugt um erindi þitt“, svaraði konungurinn. „En
vér verðum að hryggja þig með því, að ákvörðun vorri um Fær-
eyjaverzlunina verður ekki breytt“.
„Leyfist mér að spyrja kónglega mekt, af hvaða orsökum ég
er sviptur verzluninni“ ?
Það kom dálítið hik á konunginn, sem sneri sér að yfirritaran-
vm. „Þú þekkir bezt kærur þegna*vorra, Absalon“, sagði hann.
,Ef vér munum rétt, þá eru kæruatriðin mörg“.
Absalon hneigði sig. „Ríkisféhirðirinn leggur mesta áherzlu á
tvö atriði, yðar kónglega mekt. Magnús Heinason hefir ekki veitt
Færeyingum þá vernd, sem hann hefir heitið, og í öðru lagi hefir
skip frá Hamborg orðið að forða Færeyingum frá fiungri og alls-
leysi...."
„Já — skipstjórinn frá Hamborg", greip konungurinn fram í.
„Það er alvarleg ákæra, Magnús Henason. Hvaða varnir hefir þú
fram að færa“?
„Það er aðeins eitt að segja: Ríkisféhirðirinn hefir ekki haft
réttar spurnir af atburðunum".
„Ríkisféhirðir vor hefir ávallt réttar spurnir af öllu“. *
„Það er þeim mun hryggilegra, því að þá talar hann gegn betri
vitund í þessu máli“.
Aðalsmennirnir gripu andann á lofti, og jafnvel Pétur Skram