Tíminn - 14.03.1952, Page 2
2.
TÍHÖNN, föstudáginn 14. mara 1952.
Gl’.'*biait
Og eiginmennirnir leggjast í fæð-
ingardeildina ásamt konunum
Islands
Bók, sem fjallar eingöngu um
rekkjur og rekkjuvana manna,
er komin út í New York, skrif-
uð af sagnfræðingnum Reginald
Reynolds. Ber verk hans sjálft
með sér, hve margt nytsamt er
iðulega gert í rúminu, því að
hinn mikli fjöldi neðanmáls-
greina, sem í bókinni eru, seg-
ist hann allar hafa skrifað í
rúminu — „eina staðnum, þar
sem hitastigið er ávallt nota-
legt.“
Gerði útreikninga sína á
iökin og læri sín.
Margir eru þeir, sem gert
hafa rúmið að einum þýðingar-
mesta vinnustað ^ínum. Heim-
spekingurinn Thomas Hobbes
notaði ekki aðeins lökin í rúm-
inu, heldur einnig lærin á sér,
er hann fékkst við ýmsa stærð-
fræðilega útreikninga. Riche-
lieu ferðaðist bókstaflega í rúm
inu, og hann lét brjóta niður
múra húsa, svo að hægt væri að
bera inn rúm hans, þar sem
honum þóknaðist að gista.
Mark Twain, Rousseau og Napo
leon unnu löngum í rúmi sínu,
og sama er að segja um tón-
skáldin Rossini og Puccini. Og
Gaetano Donizetti er sagður
hafa verið svo latur, að hann
skrifaði heldur lögin upp aftur
en skríða fram úr rúminu eftir
örk, sem hann missti á gólfið.
Benjamín Franklín og Disraeli.
1 þessari bók er Benjamíns
Franklíns einnig getið, en með
nokkurri vorkunnsemi. Hann
fór ekki aðeins nakinn á fætur
eldsnemma á morgnanna, og
stóð við opinn glugga til þess að
láta svalann leika um sig, held-
ur hafði hann í svefnherbergi
sínu fjórar rekkjur, sem hann
flutti sig á milli á nóttunni,
svo að honum yrði ekki of heitt.
Sömu venjur taldi Disraeli sér,
og það uppgötvaði þýzkur njósn
ari, sem lá heila nótt við skrá
argat svefnherbergis hans, e
hann var við samningagerð
Berlín.
Úívarp/ð
Útvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Kvöldvaka:: a) Sr. Sigurð
ur Einarsson flytur minningar
um Ólaf í Hvallátrum. b) Egg-
ert Stefánsson syngur lög eftir
Sigvalda Kaldalóns (plötur).
c) Upplestur (Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson rithöfundur). d) Gils
Guðmundsson ritstjóri les frá-
söguþátt: „Á útskagamiðum“
eftir Þorstein Matthíasson
skólastjóra. 22.00 Fréttir og veð-
urfregnir. — 22.10 Passíusálm-
ur (29). 22.20 Tónleikar (plötur)
23.10 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.00 Útvarpssaga barnanna:
„Vinir um veröld alla“ eftir Jo
Kristjánssonar (Róbert Arn-
finnsson leikari) — II. 20.30
Leikrit: „Sonur stjarnanna“ eft
ir Bernard Shaw, í þýðingu séra
Gunnars Árnasonar. Leikstjóri:
Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. — 22.10 Passíu-
sálmur (30. 22.20 Danslög (plöt-
ut). — 24.00 Dagskrárlok.
Arnað fieiUa
Níræður í dag.
Sigurður Þorsteinsson bóndi í
Hólsseli á Hólsfjöllum er ní-
ræður í dag. í Hólsseli hefir
hann búið 62 ár samfleytt.
Grein um Sigurð mun birtast
hér í blaðinu næstu daga.
Trúlofun.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Jarþrúður Krist •
jánsdóttir, Litla-Múla í Saur -
bæ, og Jóhann Sæmundsson,
bifreiðarstjóri á Brunná í Saur-
bæ.
Þegar vöggurnar voru
kvalatæki.
Höfundurinn furðar sig á því,
að foreldrum skuli enn í dag
takast áð koma þeirri hug-1
mynd inn hjá börnum, að það
sé hegning að láta þau hátta
snemma. Annað mál er það, að
fyrr á öldum voru vöggurnar
kvalatæki. Grískir læknar
mæltu stranglega fyrir um það,
að mæður skyldu binda hendur
ungra barna sinna, og á mið-
öldum voru börn vafin og sveip-
uð eins og múmíur, svo að þau
gátu aðeins hreyft höfuðið.
Jafnvel á átjándu öld mælti
franskur læknir svo fyrir, að
börn skyldu reyrð, ef tryggt ætti
að vera, að þau skriðu ekki á
fjórum fótum ævilangt.
Margir undarlegir siðir hafa
líka verið tengdir fæðingu
barna. Einn var sá, að eftir
barnsburðinn átti konan að
skipta um hlutverk við mann
sinn. Hann lagðist í rúmið og
sýndi gestunum hið nýfædda
barn, tók á móti gjöfum og
heillaóskum, en konan gekk að
vinnu.
Kóngurinn lagðist á sæng —
drottningin fór í striðið.
í frásögn af komu Aucassins
til kóngsins í Tórelóre kemur
fram, að konungurinn hefir orð
ið að hverfa heim úr stríði til
þess að „leggjast á sæng“. Þeg-
ar Aucassin spurði undrandi,
hvar drottningin væri, var hon
um sagt, að hún hefði farið í
stríðið og stjórnaði hersveitun-
um.
Svipaðir siðir voru ekki að-
eins í Suður-Evrópu, heldur
einnig í Kína og Suður-Amer-
íku. Og enn í dag eru fæðingar-
stofnanir í Kataloníu, þar sem
eiginmennirnir leggjast í rúm-
ið við hlið kvenna sinna, þegar
þær eru að því komnar að fæða.
Elísabet drottning var
kitluð í svefn.
Það er ekki svo ýkjalangt sið
an það varð siður, að menn
svæfu einir í rúmi. í gamla
daga hópaðist fólk saman í
sama rúm, bæði vegna kulda og
af ótta við illa anda, og loks
einnig af fátækt. Franz I.
Frakkakonungur svaf oft hjá
aðmírál sínum, Bonnivet, og
vakti það stórkostlega öfund í
garð aðmírálsins. Annar aðmír-
áll, Seymour lávarður, heim-
sótti oft Elísabetu drottningu
eftir háttatíma hennar, ásamt
svefnherbsrgisþemu hennar,
frú Ashley, og hjálpaði henni
til þess að kitla drottninguna
í svefn.
í sjúkrahúsunum.
í sjúkrahúsunum voru tíðum
fjórir og fimm í sama rúmi,
börn, karlar og konur. í sama
rúmi var ef til vill kona, sem var
að ala barn, krampasjúklingar
og taugaveikisj úklingar. Það,
var almenn skoðun, að aldrað
fólk endurnýjaði þrótt sinn með
því að hvíla hjá börnum.
Greifafrúrnar hræktu í lökin.
Fyrstu Borbónarnir í Frakk-
landi fæddust á dýnum, sem
voru svo krökar af möðkum, að
þeir hrundu niður á gólfið. Jafn
vel greifafrúr hræktu i lökin,
(Framh. á 7. síðu).
1
1 Baudouin konungur
settur á námskeið
í hirðsiðum
Óskað er efttr rúmgóðu húsnæði fyrir skjalageymslu
(Stjórnartíðindi o. fl.).
Tilboðum sé skilað til Jóns Gunnlaugssonar fulltrúa
í dómsmálaráðuneyttnu.
TaHð er, að Baudoin Belgíu-
konungur hafi fengið alvarlega
aðvörun vegna framkomu sinn-
ar í sambandi við útför Georgs
Bretakonungs, og að þess sé
krafizt, að ákveðnar varúðar-
ráðstafanir séu gerðar til að fyr
irbyggja nýja konungsdeilu í
landinu. Kröfurnar eru taldar
í þrem liðum og eru þessar:
1. Leópold fyrrverandi kon-
ungur faðir Baudoins hverfi á
brott úr landinu og hætti að
hafa náin afskipti af syni sín-
um.
2. Baudoin fái nýja ráðgjafa,
sem ekki hafi starfað við hirð
Leópolds.
3. Baudoin konungur sé þegar
settur á námskeið í hirðsiðum,
ríkisrétti og gildandi reglum um
samskipti ríkja og þjóðhöfð-
ingja.
Verwilgen einkaritari konungs
gekk fyrir nokkru á fund sendi
herra Breta í Brússel ttl þess
að mótmæla skrifum brezkra
blaða um Baudoin konung.
Afríkuför Nonna
Ilonum Nonna litla þótti orðið
tómlegt í Firöinum, svo að hann
ákvað að bregða sér til Afríku.
Og nú er hann í E1 Alamein.
Hann hefir skrifað heim, eins
og feröamenn gera, þegar þeir
kanna ókunríar slóðir, og að
da;mi annarra góðra manna hef
ir hann beðið mig að koma pistl
um sínum i Tímann.
Ég hefi mest gaman af mynt
innt hérna, skrifar Nonni —
pálmakrónum og sandölum.
Heima hafa menn ekki nema
keisarakrónur og svo þessar
rauðu og bláu krónur með á- I
ritun Magnúsar Jónssonar og
Gunnars Viðar, en þeim hætt
ir öllum til þess að falla svo
fljótt.
Hér lesa menn lika aðallega
fíkjublöð, en gráðugir þykja
mér þeir að fletta, og fuglarn- }
ir, sem í mestum metum eru
hafðir, eru tjaldsúlur. Auðvit-
að er hér dálítil spilling eins
cg annars staðar, en það eru
þá aðallega úlfaldalestir |
Pabbi Nonna.
Q PIGINAL- Q OHNEP
Höfum fyrirliggjandi nokkr-
ar ORIGINAL ODHNER
margföldunar- og samlagn-
ingarvélar.
GARÐAR GISLASON H.F.
Reykjavík.
Jörð til sölu
i
Jörðin Stekkjarbakki í Tálknafirði er til sölu. Laus til
ábúðar í næstu fardögum. Upplýsingar gefur Kaupfélag* J
Tálknafjarðar, Sveinseyri. f
Framleiðum
nú aftur
HELLU-OFNA
Af öllum stærðum.
15 ára reynsla hér á landi.
Spyrjið um verðið
h/fOFNASMIÐJAN,
liNHOlN lO - mrKIAVlir - /stAND* r
Hnefaleikamót ARMANNS
< > verður háð í íþróttahúsinu við Hálogaland föstudaginn
1> 14. marz kl. 8,30.
o
Keppendur verða 22 í 10 þyngdarflokkum.
o
o
Aðgöngumiðar fást i Hellas, hjá Lárusi Blöndal, Bóka-
i» verzlun ísafoldar og við innganginn, ef eitthvað verð-
Viðkomustaðir
strætisvagnanna
Hér eru enn tvær tillögur um
nafn á viðkomustöðum strætts-
vagnanna. Annar ttllögumaður
vill nota nafnið skiptistöð.
Hin tíllagan er komin alla
leið norðan úr Þingeyjarsýslu,1
frá fréttaritara Tímans í Mý-.
vatnssveit. Leggur hann til, að
tekið verði upp orðið stöðull,
sem er fornt orð, en lítið notað
nú oröið vegna breyttra hátta. [
Viökomustaðirnir eru stöölar,1
þar sem fólk stendur og bíður
strætisvagnanna.
ur óselt.
Mótmæla innffntn-
ingi á fullunnum
iðnaðarvörum
Félag biikksmiða í Reykja-
vík hélt nýlega aðalfund sinn
og gerði meðal annars eftir-
farandi samþykkt:
„Aðalfundur Félags blikk-
smiða í Reykjavik haldinn 21.
febr. 1952 lýsir fyllstu ó-
ánægju sinni yfir hinum tak
markalausa innflutningi,
sem á sér stað á þeim iðnað-
arvörum, sem hægt er að
framleiða í landinu sjálfu.
Fundurinn bendir á að eðli-
legt sé að hafa tolla á inn-
fluttu efni til iðnfyrirtækja
sem lægsta, jafnframt því
sem séð væri um að nægjan-
legt efni væri til í landinu,
svo að innlent vinnuafl og
þau verkfæri, sem fyrir hendi
eru, nýtist sem allra bezt. til
sem mestra hagsbóta fyrir
þjóðarheildina".
í stjórn félagsins fyrir
næsta starfsár voru kjörnir
Þórður Sveinbjörnsson for-
maður, Finnbogi Júlíusson
ritari og Magnús Magnússon
gjaldkeri.