Tíminn - 16.03.1952, Síða 8

Tíminn - 16.03.1952, Síða 8
Bátar á davíðum og ailt með kyrr- •um kjörum í hinu sokkna skipi Búnaðarnámskeiði B.S. í Sandvík lýkur í dag Um þessar mundir er ærið gestkvæmt á hinu myndarlega Allnákvæmri skoðun kafara á olíuskip- inu í Seyðisfirði er að verða lokið Á morgun lýkur væntanlega skoðun á hinu sokkna olíu- skipi í Seyðisfirði. Hefir verið kafað að skipinu undanfarið tvisvar á dag og fengizt með því mikilvæg vitneskja, scm hægt er að byggja á frekari aðgerðir um björgun olíunnar úr skipinu og á því sjálfu, ef tiltækilegt þykir. Vantar skipulag á sölu grænmetis Á fundi búnaðarþings 1 gær var samþykkt tillaga allsherjar nefndar um skipulag fram- leiðslu og sölu grænmetis í land inu. Þorsteinn Sigurðsson hafði framsögu og lýsti allýtarlega erfiðleikum þeim, sem garð- yrkjuþændur eiga í vegna skipu lagsleysis í þessum efnum. Hefði það í för með sér, að þessi at- vinnugrein væri í beinni hættu á sumum stöðum en þegar væri búið að festa svo mikið fé í þessu, að ekki mætti láta skeika að sköpuðu. Hann sagði, að Sölufélag garðyrkjumanna hefði að vísu um þrjá fjórðu hluta sölunnar í sínum hönd- um en nokkrir menn stæðu þó enn utan við samtökin og yllu glundroða á markaðinum með undirþoðum og sveiflum á verð lagi. Tillagan var svohljóðandi: „Þar sem reynsla undanfar- inna ára hefir sýnt, að ekki er- nægilega gott skipulag á sölu garðávaxta, grænmetis og hvers konar gróðurhúsa fram- leiðslu, og vegna áskorana um, að Búnaöarþing hlutist til um, að, innlendir matjurtaframleið endur fái sömu stoð í lögum, til skipulagningar á framleiðslu og sölu afurða sinna, eins og mjólkur- og kjötframleiðendur hafa, skorar Búnaðarþing á Framleiðsluráð landbúnaðar- ins að vinna að því, að nýjum kafla verði, sem allra fyrst, kom ið inn í framleiðsluráðslögin, sem verði hliðstæður við kafl- ann um kjöt- og mjólkurfram- leiðslu.“ Mjólkurbú Flóa- raanna styrkir stofn un tilraunastöðv- ar að Laugardælum Á aðalfundi mjólkurbús Flóamanna var samþykkt að mjólkurbúið skyldi á þessu ári leggja fimmtíu þúsund krónur til stofnunar hinnar fyrirhuguðu tilraunastöðvar um nautgriparækt að Laugar dælum. í fjárlögum á þessu ári voru 225 þúsund krónur veittar til tilraunastöðvarinnar, og fyr- irheit gefið um sömu upphæð næsta ár. Búnaðarsamband Suður- lands, sem mun reka þessa tilraunastöð, hefir nú tekið á leigu jörð og mannvirki af Kaupfélagi Árnesinga, sem rekið hefir bú í Laugardælum, en bústofn og vélar kaupir búnaðarsambandið af kaup- félaginu. Það hefir komið í ljós, að skipið er furðulega lítið skemmt að sjá, þótt búið sé að liggja á sjávarbotni síðan í febrúar 1944, er því var sökkt með sprengjukasti frá þýzkri flugvél. Skipið sökk alveg að fram- an á einni klukkustund, og tókst allri áhöfn þess að bjarga sér, enda stóð aftur- endi skipsins upp úr til kvölds. Skipið situr á mjúk- um sandbotni, 300-400 metra frá landi. Þrátt fyrir allnákvæma skoðun hefir ekki tekizt að finna neinar skemmdir á skip inu fyrir utan rifuna á byrð- ingi, sem sjórinn hefir fallið inn um. Aðeins ein sigla hefir laskazt. Allt virðist vera með kyrr- um kjörum á þessu stóra skipi, þar sem það liggur á 44 metra dýpi. Bátar eru á davíðum, og það stendur ná kvæmlega á réttum kili. Sigl- ur eru með stögum og sigl- ingatæki utan á brúnni. Þó er ein sigla löskuð, vegna þess að bátar hafa fest í hana legufæri sín, og hafa Seyðis- fjarðarbátar týnt legufærum á þennan hátt. Gott skyggni — kafar- inn sér 4—5 metra. Skipið er ekki ryðgað, en ofan á því er lag af leir- kenndri skán, rétt eins og það sé orðið rykfallið á botn- inum af hreyfingarleysi. Kafarinn, Grímur Eystur- oy, sem farið hefir víða um skipið, segir að aðstæður séu allgóðar. Sjór er kyrr þarna og skyggni gott, eftir því sem hann á að venjast á sjávar- botni. Getur hann séð frá sér 4—5 metra. Þegar vorleysinga fer að gæta, mun skyggnið versna í sjónum svo nærri landi. Eina klukkustund að komast upp. Grímur hefir orðið að vinna gætilega að köfun þessari, sakir víra og staga, sem hvar vetna liggja um skipið, en hinn viðkvæmi köfunarútbún aður má hvergi koma við, og gæti óhapp af frví tagi gilt líf kafarans. Hann er aldrei nema hálfa klukkustund niðri við skipið í einu, og er þá eina klukkustund að kom ast aftur upp á yfirborðið. Miklar líkur eru til þess, að reynt verði að bjarga olíu úr skipinu, og ef til vill því sjálfu. Verður verkið vand- lega undirbúið, enda mikil verðmæti í húfi, þar sem hér er um að ræða tíu þúsund lesta skip, sem var með um níu þúsund lestir af olíu. l Lynde McCormick, yfirflotaforingi. Sir William Andrewes, flotaráðsforingi. McCormiok kemur til heimili Stóru-Sandvíkurbræðra. Um mánaðartíma hefir ver ið þar búnaðarnámskeið, sem Búnaðarsamband Suðurlands lielöur þar í annað sinn, og lýkur því í dag. En siðustu tvo daga hefir það verið opið öllum, og eru í Sandvík 60—70 gestir auk fjórtán nemenda á námskeiðinu. Hjalti Gestsson ráðuháútur átti í gær tal við blaðíð,. og sagði hann, að áhugi íuigra manna á Suðurlandi á |>úhað arnámi væri að aukip$C í fyrra hélt búnaðarsamh'andið í fyrsta skipti námshfeið í Sandvík, og fóru þrír af.éliefu nemendum, sem þá vory- þar, í búnaðarskóla til írékara náms í vetur. Svipað er búizt við að verði um þá,. sérn nú eru á námskeiðinu. . Veitir fræðslu, sem ékkí , er kostur á utan skóla. En auk þess sem náíhskeið in virðast stuðla að því, að hugur ungra manna beinist til lengra búnaðarnáms, veita þau mörgum ungum mönn- um verulega fræðslu, sem þeir annars ekki hafa kost á utan skóla. I Fjöldi gesta í gær og í dagi j Þessa tvo síðustu daga, sem námskeiðið er opið öllum, er koma vilja, hafa verið í Sand vík um fimmtíu bændur úr Árnes- og Rangárvallasýslum, en auk þeirra nokkrir utan- héraðsmenn. Meðal þeirra var Steingrímur Steinþórsson for sætisráðherra. Pálmi Einars- son landnámsstjóri og Árni G. Eylands stjórnarráðsfull- trúi, en í dag var von á Páli • Zóphóniassyni búnaðarmála- stjóra. yfirflotaforingi islands I dag Námskeið F.U.F. Fundurinn annað kvöld, hefst stimdvíslega kl. 8,30 í Edduhúsinu. Erindi „Saga Framsóknarflokks- ins“. Guðbrandur Magnús son, forstjóri flyiur. Aliir ungir Framsóknar- menn velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fradur F.U.F. í Reykjavík F. U. F. í Reykjavík heldur umræðufund um viðskipta- málin n. k. miðvikudagskvöld kl. 8,30 í Edduhúsinu við Lindargötu. Vonast er til að ungir Framsóknarmenn fjöl- menni á fundinn og taki með sér nýja félaga. Allt Fram- sóknarfólk velkomið. Ráðstafanir til aukinnar srajörsöln Búnaðarþing samþykkti í gær eftiríarandi tillögu beirra Baldurs Baldvinssonar og Ket- ils S. Björnssonar um smjör- sölu: „Vegna þess að vitað er, að smjöibirgðir í landinu eru mikl ar, svo að til vandræða horfir um sölu, skcgar Búnaðarþing á ríkisstjórnina, að gera ráðstaf anir til þess, að á máli þessu verði ráðin bót, t.d. með fyrir- mælum um blöndun smjörs í smjörlíki eða öðrum þeim ráð- um, sem að gagni mega verða.“ I fylgd nicð hoiium er WiIIIam Andrewes flotaforingi og fylgdarlið þeirra Lynde McCormick yfirflotaforingi Atlanzhafsbandalagsins ^ er væntanlegur hingað til lands í dag. Kemur hanti til við- ræðna við ríkisstjórn íslands og yfirmann varnarliðsins. í i för með honum er flotaráðsforingi hans sir William Andrewes og fleira föruneyti. Lynde McCormick er fædd- ur 12. ágúst 1895 í Annapolis. Hann útskrifaðist úr foringja i skóla flotans 1915, en flota- foringi var hann skipaður 1942. Hann á að baki langan starfsferil og mikla reynslu í flotanum og einnig sem kenn ari við foringjaskóla flotans. Togbátar koma til Dalvíkur í fyrrakvöld komu togbát- arnir Bjarmi með hálfa fjórðu lest, Björgvin með hálfa fjórðu lest og Hannes Hafstein með hálfa þriðju lest. í gærmorgun kom Garðar frá Rauðuvík með hálfa fjórðu lest. í síðustu heimsstyrjöld var ' hann flotaforingi á Kyrrahafs svæðinu, en síðast í styrjöld- inni stjórnaði hann orustu- skipi á Atlanzhafssvæðinu. 1945 var hann skipaður flotaráðsforingi yfir Kyrra- hafssvæðið, en síðan Sherman andaðist hefir hann veriö yfir flotaforingi Bandaríkjanna á Atlanzhafssvæðinu unz hann var skipaður yfirflótaforingi Atlanzhafsbandalagsins. Andrewes flotaforingi er brezkur, fæddur 1899 og hef- ir verið í brezka flotanum síðan 1915. Hann stjórnaði lengi herskipi á Atlanzhafi og tók þátt i innrásinni á Sikil- ey. Hann undirbjó og innrás ina í Frakkland. 1944 og 1945 var hann flotaforingi brezka Kyrrahafsflotans og síðan 1950 hefir hann stjórnað Atlanzhafsflota Breta. 140 skippund eftir 16 daga Frá fréttaritara Tím- ans á Seyðisfirði. Vélbáturinn Valþór kom í fyrradag af veiðum með 140 skippund af saltfiski, sem bát urinn hafði aflað á 16 daga netaveiðum. Fiskurinn var veiddur út af Austurlandi og var stór. Báturinn fór aftur á veiðai í gær og mun að þessu sinni reyna fyrir sér út af Súöur- landinu. Fangauppreisn á ey Um miðja síðustu viku efndu kommúnistar, sem her S.Þ. hef ir í haldi ásarnt öðrum föngum frá Norður-Kóreu á eyju einni við suðurströnd Kóreu, til upp- reisnar og réðust á meðfanga sína, sem ekki er kommúnist- ar. Varð harður bardagi áður en herinn gat stillt til friðar og féllu 12 fangar en margir særð- uðst. Nokkrir hermenn og Suð- ur-Kóreumenn særðust einnig.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.