Tíminn - 20.03.1952, Qupperneq 5
66. blað.
TÍMINN, fimmtudaginn 20. marz 1952.
5.
Fhnmtml. 20. nmrz
ERLENT YFIRLIT:
Forustan í land-
helgismálinu
í gær var stigið stórt
og merkilegt spor í sjálfstæðis
baráttu íslendinga. Með á-
kvöröuninni um stækkun frið
unarsvæðisins hefir verið
hrundið órétti, sem þjóðin hef
ir orðið að sætta sig við sein-
ustu áratugina. Með þessari
ákvörðun hefir og fjárhags-
legt sjálfstæði og afkomuör-
yggi þjcðarinnar verið stór-
um styrkt með því að treysta
þannig aðstöðu sjávarútvegs-
ins.
íslendingar hafa lengi
barist fyrir þeim rétti sínum
að fá landhelgina stækkaða.
Öllum tilmælum þeirra um
breytingar í þá átt hefir hins
vegar verið hafnað. Eftir
seinustu heimsstyrjöld hef-
ir aðstaðan til að heimta
þennan rétt stórum batnað,
því að sjálfsákvörðunarréttur
þjóðanna á þessu sviði hefir
notið vaxandi viðurkenning-
ar. Sambandsslitin við Dan-
mörku veittu og íslendingum
meira frjálsræði á sviði utan-
ríkismálanna.
í tíð nýsköpunarstjórnarinn
ar var þó ekki hafist handa
um að heimta rétt íslendinga
á sviði landhelgismálanna,
enda lagði hún mikla áherzlu
á eflingu togaraveiðanna.
Fyrsta stóra skrefið í þessum
málum eftir styrjöldina var
stigið á flokksþingi Framsókn
armanna í desember 1946, en
þar var samþykkt einróma
svohljóðandi tillaga:
„Flokksþingið beinir þeirri
eindregnu áskorun til Al-
þingis, að landhelgismál ís-
land verði tekin til gagn-
gerðar rannsóknar og virkra
aðgerða hið allra fyrsta sem
unnt er. Flokksþingið lítur
svo á, að ef sofið er á verð-
inum um þetta stóra og þýð-
ingarmikla mál, meðan
veiðitækni fleygir fram og
flestar nágrannaþjóðir okk-
ar færa út landhelgi sína og
efla landhelgisvarnir hjá
sér, séu allar horfur á, að
aflabrögð landsmanna verði
stopul og rýr innan skamms
og að nýi fiskiskipafloíinn
komi ekki að tilætluðum not
um vegna ágengni útlendra
veiðiskipa.
Flokksþingið vill í þessu
sambandi benda á eftirfar-
andi leiðir til úrbótá:
1) Samningi þeim um
fiskveiðilandhelgi við ísiand
og Færeyjar, sem gerður
var af konungum Danmerk-
ur og Stóra-Bretlands hinn
24. júní 1901, verði tafarlaust
sagt upp af íslands hálfu.
2) Alþingi setji nýja lög-
gjöf um landhelgi íslands,
þar sem hpn verði ákveðin
mun stærri en nú er, og að
landhelgisiínan verði mæld
frá ystu annesjum, svo að
allir firðir og flóar falli inn-
an hennar. Löggjöf þessi
gangi í gildi þegar uppsagn-
arfrestur samningsins frá
24. júní 1901 er liðinn.
3) Alþingi og ríkisstjórn
íslands vinni að því eftir
fremstu getu að hin nýja
landhelgislöggjöf íslend-
inga verði viðurkennd af
öðrum þjóðum“.
Hér var í fyrsta sinn borin
fram krafa af áhrifamikl-
um stjórnmálasamtökum um
Örlagaríkar innanflokksdeilur
Tekst Bevan að ná völdum í brczka
V erka inaiuiaf lokknum?
Það hefir dregið nokkuð úr
áhyggjum þeim, sem brezkir í-
haldsmenn hafa haft í sam-
bandi við óvinsældir, er kynnu
að leiða af hinum auknu álög-
um nýju fjárlaganna, að deilurn
ar hafa hárðnað innan Verka-
mannaflokksins að undanförnu.
Þær hafa ja,fnvel orðið svo harð
ar, að ýmsir eru farnir að spá
klofningi hans. Ef til klofnings
hans kæmi, myndi það fram-
lengja völd íhaldsmanna um ó-
fyrirsjáanlegan tíma. Þetta
munu foringjar Verkamanna-
flokksins líka gera sér ljóst. Þess
vegna er ólíklegt, að þeir láti
deilur sínar leiða til klofnings,
en hins vegar geta þær lamað
flokkinn og vakið ótrú á hon-
um.
Deilurnar" innan brezka
verkamannaflokksins rekja ræt
ur sínar jöfnum höndum tll per
sónulegra og skoðanalegra á-
stæðna og er erfitt að segja
um, hvor orsökin má sín meira.
Að ekki óverulegu leyti snúast
deilurnar uhi það, hver skuli
vera eftirmáður Attlees, þegar
hann lætur af formennsku
flokksins. Vinstri menn flokks-
ins fylkja sér einhuga um Bevan
sem foringjaefni, en hægri arm
urinn hefir einkum haft auga-
stað á MoiTison, en vali hans
fylgir sá ókostur, að hann er
litlu yngri én Attlee. í seinni tíð
hefir því Hugh Gaitskell oft ver
ið nefndur sem foringjaefni
hægri armsins. Opinberlega eru
þó deilurnar ekki látnar snú-
ast um þétta, heldur er dregin
fram ýmis skoðanamunur, eink
um í sambandi við utanríkis-
mál, og deiit um hann.
Bevan sniðgenginn.
Á vissan hátt má segja, að
þessar deilur, sem nú eru háðar
í Verkamánnaflokknum, hafi
byrjað, er Stafford Cripps fór
úr stjórninni. Hann hafði um
langt skeið verið talinn aðalleið
togi vinstri manna í flokknum,
ásamt Bevan. Talið er, að Staff
ord Cripps hafi gjarnan viljað
láta Bevan erfa sæti sitt sem
fjármálaráðherra og Bevan hafi
leikið hugur á því, en hann er
sagður maður kappsamur og
metnaðargjarn. Segja má líka,
að hann hafi átt rétt til þess,
þar sem hann hafði leyst starf
sitt sem heilbrigðismála- og hús
næðismálaráðherra mjög yel af
hendi og átti því kröfu til þess
að hækka í tign. Hinir íhalds-
samari menn flokksins og þó
einkum leiðtogar verkalýðsfé-
laganna, sem eru orðnir gamlir
í hettunni, höfðu hins vegar
ekki eftir frama hans. Nlður-
staðan varð því sú, að hann var
sniðgenginn sem eftirmaður
Cripps og tiltölulega lítið þekkt
ur maður, Hugh Gaitskell,
hreppti hnossið. Þeir, sem til
þekktu, töldu þá þegar víst, að
Bevan myndi láta þetta geymt
en ekki gleymt, eins og siðar
kom á daginn.
Deilan um tryggingarnar.
Fyrst eftir þetta hélt sambúð-
in í Verkamannaflokknum
nokkurn veginn snurðulaust á-
fram eða þangað til, að Gait-
skell lagði fram fyrsta fjárlaga-
frumvarp sitt á síðastl. vori.
Meðal annars, sem hann lagði
þá til, var að skerða nokkuð
sjúkratryggingarnar, er Bevan
hafði komið á. Að vísu var þar
ekki um mikla skerðingu að
ræða eða þá, að gleraugu og
gerfitennur skyldu greidd að
hálfu, en áður fengust þau end-
urgjaldslaust. Bevan hélt því
hins vegar fram, að fjárhæðin
skipti hér ekki aðalmáli, heldur
hitt, að með þessu væri skapað
fordæmi um að rýra tryggingarn
ar og myndu íhaldsmenn telja
sér það kærkomið til eftir-
breytni síðar. Hann tilkynnti
því Attlee, að hann myndi fara
úr stjórninni, ef Gaitskell tæki
ekki þessa tillögu aftur. Gait-
skell og Attlee neituðu að verða
við þessari kröfu hans, og Bev-
an og félagar hans áttu því ekki
annars kost en að fara úr stjórn
inni. Hægri menn flokksins
höfðu hér aftur höggvið i sama
knérunn og var nú sýnt, að meiri
atburðir voru í vændum.
Ádeila Bevans á víg-
búnaðaráætlunina.
Þegar Bevan gerði grein fyrir
brottför sinni úr stjórninni, var
honum það vel ljóst, að ágrem
ingurinn út af gleraugunum og
gerfitönnunum væri ekki nægi-
legur til að réttlæta hana. Hann
sá einnig, að hann yrði að skapa
sér vígstöðu til frambúðar í
valdataflinu, sem nú var að
hefjast í flokknum.*Hann kaus
að velja sér vígbúnaðarmálin.
Hann hélt því fram, að vígbún-
aðaráætlunin legði þjóðinni of-
þungar byrðar á herðar. Vígbún
aðurinn myndi leiða til kjara-
skerðingar, sem yrði vatn á
myllu kommúnista, og myndi
þannig jafnvel veikja meira
varnir gegn þeim en styrkja
þær. Hann taldi það áhrif
Bandaríkjamanna, að of geyst
væri farið í vígbúnaðarmálun-
um og Bretar mættu ekki láta
þá segja sér fyrir verkum, þótt
BiiVAN
leg. Bevan kaas sér þannig að
vera merkisberi þeirra, sem
beittu sér gegn óeðlilegri kjara
skerðingu og óeðlilegu áhrifa-
valdi Bandaríkjamanna. Hvort
tveggja átti sér hljómgrunn, og
það engu síður meðal millistétt
anna en verkamannanna, enda
verður það ekki af Bevan haft,
að hann er glöggur og snjall á-
róðursmaður. Þeir, sem bezt
þekkja til, telja stefnu hans sam
bland af tvennu, eða því, sem
hann áliti rétt, og því, sem sé
vænlegt til að afla honum for-
ustunnar í brezka verkamanna-
flokknum.
Utanríkisstefna Bevans.
Því hefir stundum verið hald-
ið fram, að Bevan standi ná-
lægt kommúnistum. Slíku fer
þó fjarri. Hann er mjög hat-
rammur gegn samstarfi við
kommúnista og notaði sér fri
sitt á siðastl. sumri til að heim-
sækja Titó, en slíkt er sama og
bannfæring í augum allra „rétt-
línu“ kommúnista. Stefna Bev-
ans og fylgismanna hans í ut-
anríktfsmálunum má í stuttu
máli lýsa þannig: Kommúnistar
stefna meira að því að ná heims
yfirráðum með áróðri en vopna
valdi. Hættan, sem stafar af
þeim, er því meira áróðurshætta
en árásarhætta. Að vísu munu
þeir beita vopnum, ef þeir telja
gott færi á því, og því eru hæfi-
legar varnir nauðsynlegar og
þess vegna var stofnun Atlants-
hafsbandalagsins nauðsynleg.
Þessar varnir eru nú þegar að
verða nógu öflugar til þess að
aftra Rússum frá árás og því
þarf ekki að verja jafnmiklu til
þeirra og ráðgert er. Alltof mik-
ill stríðsótti hefir gripið Banda
ríkjamenn og hann getur
breytzt í stríðshug, ef Bretar og
Evrópuþjóðirnar halda ekki aft
ur af þeim. Hér hafa Bretar
miklu hlutverki að gegna. Ó-
eðlilega miklum vígbúnaði fylg
ir kjaraskerðing, sem léttir
Stöðugur rekstur
iðnfyrirtækja
Síðastliðið sumar dvaldi hér
á vegum Efnahagsamvinnu-
stjórnarinnar í París amerísk
ur verkfræðingur, Theodore
H. Robinson, til þess að gera
athugun á rekstri ísl. iðnaðar
fyritækja. Svipaðar athugan-
ir höfðu verið gerðar á veg-
um ECA í öðrum löndum, er
stóðu að henni.
Robinson hefir fyrir nokkru
skrifað skýrslu um athuganir
sínar og er hún hin merkasta
á ýmsan hátt. Meðal annars
upplýsir hann, að hvað tæki
og vélar snertir, séu íslenzkar
verksmiðjur yfirleitt eins vel
búnar og bezt þekkist í Banda
ríkjunum, og ætti íslenzkur
iðnaður að því leyti að geta
verið vel samkeppnisfær. ís-
lenzkur iðnaður hafi yfirleitt
fremur of mikið en of lítið
af nýjustu framleiðslutækj-
um og vélum. Er þessi vitnis-
burður hins ameríska verk-
fræðings vissulega lofsverður
um framtak og áræði ís-
lenzkra iðnrekenda.
Hinsvegar er vitnisburður
hans ekki jafn lofsverður, þeg
ar hann ræðir um skipulagn-
ingu og vinnubrögð. Þar virð-
ist enn mörgu áfátt, ef fara
skal eftir skýrslu hans. Hér
er þess þó ekki kostur að rif ja
upp þessa gagnrýni hans, en
aðeins berit á eitt atriði, sem
er áreiðanlega mjög veiga-
mikið.
Robinson segir svo í skýrslu
sinni:
horn í siðu Bevans og óskuðu samvinna við þá væri nauðsyn-
„Eitt er það, sem stendur
hvað mest í vegi fyrir hag-
nýtingu í iðnaði, og það er sú
venja margra iðnrekenda að
ráða eins marga starfsmenn
og unnt er til þess að vinna
úr innfluttu hráefni þeirra á
sem skemmstum tíma. Afleið
ing þessa verður sú að verk-
smiðjan starfar kannske ein-
hversstaðar frá f jórum og upp
í átta mánuði á ári, en verð-
ur síðan að vera iðjulaus í
nokkra mánuði eða þangað
til meira hráefni er fyrir
hendi.
Þegar sá tími kemur að
verksmiðjan getur hafið starf
semi á nýjan leik, eru allir
eða flest allir starfsmenn
hennar búnir að ráða sig í
atvinnu annarsstaðar, og er
kommúnistum áróðurinn, og þá nauðsynlegt að byrja á því
þess vegna styrkir slikur vig-j
búnaður kommúnismann meira
en veikir hann. Bezta úrræðið
að segja upp brezka þvingun-
arsamningnum og losna þann
ig við þá hömlu, sem var á
stækkun landhelginnar. í
samræmi við þetta fluttu þeir
Hermann Jónasson og Skúli
Guðmundsson svohljóðandi
þingsályktunartillögu á Al-
þingi í janúar 1947:
„Alþingi ályktar að fela
ríkisstjórninni að segja upp
samningi þeim, sem gerður
var 1. júní 1901 milli Dan-
merður og Stóra-Bretlands
um landhelgi íislands sbr.
auglýsingu frá 28. marz
1903“.
Af hálfu ýmissa þingmanna
fékk þessi tillaga -misjafnar
undirtektir. Jóhann Hafstein
dró í efa, að uppsögn brezka
samningsins ætti að vera
fyrsta skrefið í þessu máli og
lagöi því til að tillagan yrði
oröuð á þessa leið: „Alþingi
ályktar að fela rikisstjórninni
að vinna að stækkun land-
helgi íslands". Bjarni Bene-
diktsson utanríkisráðherra
taldi einnig, að ekki væri
tímabært að ákveða uppsögn
brezka samnings þá þegar.
Niðurstaðan varð sú, að til-
laga þeirra Hermanns og
Skúla dagaði uppi.
Málinu var samt haldið
vakandi. Árið 1948 voru sett
lög um friðun landgrunnsins
er heimila útfærslu friðunar-
svæðisins, og haustið 1948 var
ákveðið að segja upp brezka
samningnum. Samkvæmt því
féll samningurinn úr gildi á
síðastliðinu hausti. Með því
féll niður sú hamla, sem
hafði hindrað stækkun friðun
arsvæðisins. í áframhaldi af
því hefir nú verið ákveðið að
stækka það samkv. friðunar-
lögunum frá 1948. Það er á-
nægjulegt spor í rétta átt, en
rangt væri þó að líta á það
sem lokaspor varöandi stækk
un landhelginnar. Hún þarf
að verða stærri, þótt ekki hafi
þótt rétt gö ganga lengra að
sinni.
gegn kommúnismanum er að
bæta lífskjörin. Einhver nauð-
synlegasta ráðstöfunin gegn út-
þennslu kommúnismans, er að
hjálpa hinum bágstöddu Asíu-
þjóðum til sjálfsbjargar og betri
lífskjara. Framlög í þá átt munu
styrkja friðinn og frelsið meira
en stóraukinn vígbúnaður.
Gegn þessu hafa andstæðing-
ar Bevans í Verkamannaflokkn
um fært þáð, að hann gerði of-
lítið úr hernaðarstyrk Sovét-
rikjanna. Þeir hafa valið sér að
kjörorði: Öryggi fyrst, því að
ella sé styrjöld boðiö heim og þá
verði ekki hægt að vinna að
bættum lífskjörum í náinni
framtíð, heldur muni lífskjör
in þá skerðast stórkostlega.
Deilan harðnar.
Það kom brátt í ljós, að fylgi
Bevans varð öllu meira en við
var búizt í fyrstu. Einkum sást
þetta á flokksþingi jafnaðar-
manna á síðastl. hausti, er hann
og fylgismenn hans báru sig-
ur úr býtum í miöstjórnarkosn-
ingunni. Hins vegar náðu þeir
ekki meirihluta i miðstjórninni,
því að verkalýösfélögin kjósa
meirihluta hennar og þar
drottna hinir gömlu verkalýðs-
leiðtogar enn. Annars var eins
(Framhald á 6. síðuJ
að æfa og kenna nýjum
starfsmönnum, með þeim af-
leiðingum að afköst og hag-
nýting verða með lægsta móti.
Það er nauðsynlegt að taka
til ákveðinna aðgerða til þess
að færa iðnrekendum heim
sanninn um það,að gæði vör-
unnar munu aukast, verð vör
unnar lækka verulegu og all-
ur viðhaldskostnaður véla og
tækja mun minnka, ef að
strangt tillit er tekið til þess
hráefnismagns, sem væntan-
legt er og verður fyrir hendi
í náinni framtíð, og ef að tala
starfsmanna er takmörkuð
við þann fjölda, sem ætla má
að geti haft stöðuga, órofna
vinnu við framleiðsluna“.
Robinson bendir hér áreið-
anlega á ágalla, sem mjög hef
ir háð og háir íslenzkum iðn-
aði. Jafnframt veldur þetta
líka óheppilegum sveiflum á
vinnumarkaðinum. Svo ó-
heppilega hefir líka oft til
tekist, að ^amdrátturinn kem
ur niður á vetrarmánuðina,
þegar minnst atvinna er við
ýmsa aðra starfrækslu.
Hér er vissulega um ágalla
að ræða, sem ráða veröur bót
íFramhald á 6. síðu.)