Tíminn - 23.04.1952, Qupperneq 4
4.
TÍMINN, miðvikudagmn 23. apríl 1952.
91. blað.
Gubm.un.clur Jónatansson, héraðsráðunautur
Búnaðarmál
Notkun áburðarskammta til til-
rauna í Húnavatnssýslum 1951
A s.l. vori komu hingað í
héraðið allmargir áburðar-
tilraunaskammtar frá Áburð-
arsölu ríkisins. Til Blönduóss
komu 50 skammtar, og sagt
var mér, að til Hvammstanga
hefðu komið 30. Áburðarsalan
sendi mér 4 skammta og verða
þetta því alls 84 skammtar.
Svo hefir til tekizt, að á þessu
hafa orðið nokkar Hálfdánar-
heimtur. Skammtar beir, er
sendir voru til Hvammstanga
komu ekki nema að litlu leyti
að tilætluðum notum. Komu
fáar af þeim til skila, þegar
ég fór að grennslast eftir þeim
á ferðum mínum í sumar.
Tiltölulega fáir þeirra munu
hafa verið teknir af bændum,
enda munu skammtarnir
hafa verið slælega auglýstir.
Skammta þá, er til Blöndu-
óss komu tók ég og skipti með
al bænda í öllum sveitum hér j
aðsins (þ.e. Austursýslurnar).|
Tóku flestir, sem ég leitaði til
fúslega við þeim, og var ætl- j
unin að fylgjast síðan með (
árangri þessara tilrauna. Skoð
aði ég svo í sumar alls 44 til- |
raunabletti hjá 26 bændum. j
Það, sem hér fer á eftir er,
byggt á því, sem mér virtist að j
lesa mætti úr tilraununum
við slíkar skoðanir. Að nokkru
leyti er höfð til hliðsjónar at-
hugun, sem ég gerði á mínu
túni. Um hana er þetta að
segja:
Ég sló blettina og vó af
þeim. Urðu niðurstöður sem
hér segir, og er þá miðað við
þurrhey af hektara.
Fosfórsýra
Kalí
á 535 hektara
á 442 hektara
N') N+PoOj+K.O N+P.jOr> N+KoO Áb.Iaust
1. tilraun 22 hestb. 45 hestb. 32 hestb. 30 hestb. 20 hestb.
2. 'tilraun 24 hestb. 43 hestb. 31 hestb. 25 hestb. 23 hestb.
3. tilraun 23 hestb. 44 hestb. 33 hestb. 28 hestb. 20 hestb.
i) í þessum tilraunum þýðir N: 75 kg. köfnunarefni á ha.,
Po05: 60 kg. fosfórsýra á ha. og K20: 60 kg. kalí á ha.
Reitir fjórða skammtsins Á það skal þó bent, að þess-
urðu fyrir nokkrum átroðn- ar tilraunir eru svo fáar, að
ingi og voru ekki slegijir. — rangt myndi að byggja á þeim
Köfnunarefni eitt saman gaf allsherjar ályktun um áburð-
þar meiri uppskeru en á hin- ' arþörf héraðsins yfirleitt. —
um tilraunastöðunum (1, 2 og Helzta ályktunin, sem af þeim
3). ; má draga er ábending um það
Af þessum tilraunum er hve brýn þörf er fyllri athug-
sýnt, að fosfórsýru- og kalí- ana og rannsókna í þessu
skortur er mjög áþreifanleg- efni. Og meðan slíkar rann-
ur, og raunar svo mikill, að sóknir eru ekki fyrir hendi er
köfnunarefni eitt virðist mjög þessi viðleitni af hálfu bænd-
áhrifalítið. | anna sjálfra hið eina, sem gef
Enginn annar vó uppsker- ur nokkrar bendingar í áttina
una af blettunum, svo að ég að viðunandi lausn. Að fleygja
get ekki lagt fram slika niður útlendum áburði fyrir
skýrslu fyrir aðra. En af þeim þær geysifjárhæðir, sem þar
44 skömmtum, sem ég hafði um ræðir, án þess að freista
tækifæri til að skoða varð þess að nokkru að fá úr því
niðurstaðan þessi: j skorið, hvað á skortir til þess
10 skammtar: Kalí og fos-' að fá fulla eftirtekju þess,
fórsýra gera ekkert gagn. 12 sem til áburðar er varið, er
skammtar: Köfnunarefni eitt áreiðanlega gálausari fjársó-
saman áhrifalaust (gagns-' un en íslenzkur landbúnaður
laust). 16 skammtar: sýndu hefir full efni á.
mjög jafna þörf fyrir kalí ogj Það skal fúslega játað, að
fosfórsýru og alltaf mjög á- þessar athuganir mínar eru
berandi skort. 4 skammtar: mjög í lausu lofti eins og eðli-
sýndu mjög ljósan kalískort. legt er. Ég gat t.d. fremur ó-
2 skammtar: augljósan fosfór víða athugað þetta í báðum
sýruskort. ! sláttum. Þá var nokkur mis-
Eins og áður er fram tekið brestur á, að unnt væri að
er þessi flokkun miðuð við bera nógu snemma á. Var
mat eitt, þar eð þess var ekki hvort tveggja, að skammt-
freistað að vega af reitunum.' arnir komu í síðasta lagi, og
Athyglisvert virtist mér og'ýmsar tafir á að koma þeim
vert ábendingar, að því minni j til bændanna. Fleira kom til,
sem vaxtaraukinn varð afjsem hér skal ekki rakið. Hið
köfnunarefni einu, því dökk- . bezta við þessa byrjun er það,
grænna varð grasið, og sló að bændur virðast allmargir
Sést af þessu, hve fjarrii
þessi hlutföll eru því, sem ís-
lenzkar tilraunir benda til,'
að hæfilegt myndi. Hér vakn- !
ar spurningin: Er ekki trúin
á gildi köfnunarefnis eins j
sem ábætis með húsdýraá- (
burði á góðum vegi með að:
raska þeim áburöarhlutföll- j
um, sem æskilegust kunna að
vera — eða er hún þegar bú-
in að því? Ekki myndi það ó-
merk lausn þessara mála, ef
unnt yrði að svara því.
Guðmundur Jósafatsson
frá Brandsstöðum.
Athugasemd ritstjóra.
Blaðið hefir fengið þær upp
lýsingar hjá Áburðarsölu rík-
isins, að tilraunapakkar
muni sendir á útsölustaði á-
burðar eins og á s.l. vori. Ætl-
unin var að afgreiða þá ein-
göngu samkvæmt pöntunum,
en mörg af stærstu landbún-
aðarhéruðunum hafa ekki
beðið um einn pakka. Er því
engin trygging fyrir því, að
hæfilega mörgum skömmtum
verði dreift út um landsbyggð
ina.
Ástæða er til að hvetja
bændur til að taka upp áburð
artilraunir og gera að föstum
lið í búrekstrinum. Reynslan
hefir sýnt, að athugull bóndi
getur mikið af þeim lært og
með því sparað fé og aukið af-
rakstur búsins.
jafnvel á það blágrænum
blæ^) Virtist mjög áberandi,
hafa vaknað til meðvitund-
ar um, að þess sé brýn þörf að
að liturinn á þeim blettinum, eignast einhverja heima-
sem allar tegundirnar fékk, jfengna þekkingu á því sem
var miklum mun eðlilegri og hér er um að ræða. Af þeim
grösin hraustlegri útlits. I áhuga vænti ég nokkurs,
1. Það virðist ótvírætt, að enda ekki vonlaust, að hann
köfnunarefni eitt svari mikl-1 yrði drýgri á metunum en
um mun sjaldnar arði en al-
mennt er trúað.
2. Talsvert algengt virðist,
að skortur á kalí og fosfór-
sýru sé nokkurn veginn jafn
í ræktunarlöndum um hérað-
ið, væru umræddar niðurstöð-
ur skoðaðar sem heildarmynd
þess.
3. Tilfinnanlegur skortur á
aðeins öðru þessara efna virð-
ist ekki eins algengur, en
finnst þó svo að ekki verður
um; villst.
grunað myndi að óreyndu.
AÖ endingu þetta: Heildar-
verðmæti tilbúin áburðar, er
fluttist til Blönduóss og
Hvammstanga á s.l. vori var
tæpar 700.000,00 krónur. Sé
gert ráð fyrir áburðarmagni
á hektara í hreinum efnum
sem hér segir: 70 kg. köfnun-
arefni+60 kg. fosfórsýra+70
kg. kalí, hefði umrætt áburð-
armagn enzt sem hér segir:
Köfnunarefni á 1434 hektara
Eftir Olyinpfu-
leikina
(Framhald af 3. síðu.)
að fá fjöldann með, þá koma
afreksmennirnir af sjálfu sér.
Og þó það sé alveg rétt, að
met og góð afrek, séu ekkert
aðalatriði við iðkun íþrótta
— heldur sú hollusta, sem það
gefur viðkomandi — þá hefir
þó góð frammistaða á erlend
um vettvangi sína miklu þýð
inu — íþróttamenn hverrar
þjóöar vitna um menningar-
legan þroska eða vanþroska.
Ef þjóðirnar hafa vanrækt
líkamsuppeldi æskunnar, þá
siglir önnur hnignun í kjöl-
fariö.
Ólympíuleikirnir eru ekki að
eins ætlaðir þjóðunum til að
bera sig saman á þeim vett-
vangi menningarlífsins, sem
snýr einkum að líkamsrækt-
inni— hinni andlegu menn-
inu er einnig ætlað þar nokk-
urt hlutverk.
Ég tel að skíðamennirnir
okkar hafi reynzt hinir ákjós
anlegustu fuiltrúar, þeir skip
uðu sér víða framarlega, þeg-
ar til úrslita kom, og þeir gáf
ust aldrei upp. En það sem
mest er um vert. Þeir telja
þessa leika ekkert takmark í-
þóttar sinnar, heldur fóru
þeir beint á skíðin, þegar þeir
fundu aftur fast land undir
fótum.
Guttomur Sigurbjörnsson
Eiríkur Einarsson héfir sent
mér eftirfarandi pistil um ör-
nefni:
„Frá því var nýlega sagt í
blöðum og útvarpi, að nokkrirj
Hveragerðisbúar hefðu farið á!
jeppa um sunnanverða Hellis- J
heiði og á Skálafell, á hjarni. J
Sagt var, að þeir hefðu farið j
upp Tröllahlíð, niður Trölladal j
og svo upp á Skálafell að vestan
verðu.
Norðvestan undir Skálafelli er
gígur í gamalli dyngju, frá því
íyrir ísöld, og heitir Trölladal-
ur og austurhlið hans, sem er
beinni og lengri en hinar hliðar
gígsins, heitir Tröllahlíð. Þetta
eru gömul örnefni og er ástæðu
laust að breyta þeim eða færa
þau á aðra dali eða aðrar hlíð-
ar. Þess má geta, að upp Trölla-
hlíð fer enginn með jeppa, en
niður í Trölladal er hægt að
velta steini og þá líka t. d. jeppa,
og ef til vill aka í honum á
hjarni að vestanverðu.
Hlíðin austan Skálafells heitir
Hverahlið og Hlíðarhorn syðst,
þar sem hún endar. Sunnan-
undir Skálafelli er allmikið slétt
lendi, er heitir Mosar, frá Hlíð-
arhorni og Selás að austan, Háa
leiti að sunnan, vestan Mosa
heitir Aur og svo Hálsar, og er
þá komið suðvestur af Skál-
felli. — Hafa þá Hvergerðingar
farið sunnan við Hlíðarhorn,
um Mosa, Aur og Hálsa og upp
á Skálafell að vestanverðu. —
Fyrir ókunnuga skipta þessi
nöfn ekki miklu máli, en fyrir
kunnuga er svona hausavíxli
ekki hægt að láta ómótmælt.
Ekki er þá eina að saka um
þetta örnefnabrengl, er þessa
jeppaferö fóru, enginn þeirra
mun vera ættaður úr Ölfusinu,
en flestir búnir að vera alllengi
i Hveragerði og ættu að þekkja
algeng örnefni þar í nágrenn-
ínu, að minnsta kosti sá þeirra,
sem er fréttaritari þar eystra.
Og ef þessi ferð hefir verið far-
in til að viða að efni í héraðs-
lýsingu Árnessýslu — myndir
eða kvikmynd — spillti ekki að
fara rétt með örnefni.
Móðurvitleysan, sem þessar
og fleiri skekkjur eru frá komn-
ar, er Islandskort Geodætisk
Institut, blað nr. 37. Þar eru
þessar viliur og margar fleiri.
Kort þetta ber með sér að það
hafi verið endurskoðað árið
1932. Á þeim árum voru menn
á ferð austur í Ölfusi, sem sögð-
ust vera að endurskoða kortið,
en voru of fínir menn til að
þiggja leiðréttingar hjá sveita-
manni, enda kom kortið óleið-
rétt út, þó að á því standi: „End
urskoðað 1932“. Á korti þessu
eru staðanöfn ýmist afbökuð, t.
d. Lákahnúkar fyrir Lakahnúk-
ar, eða færð úr stað, t. d. Tröiia-
dalur, Litla-Reykjafell o. fl.
Árbækur Ferðafélags Islands
eru og verða því frekar sem tim
ar líða gildar heimildir um ör-
nefni hér á landi, enda flestar
skrifaðar af þekkingu á þeim
svæðum, sem um er skrifað. Þó
er sú undantekning, að kafli sá,
er fjallar um Ölfusið í árbók
1936, er skrifaður af vanþekk-
ingu, og yfirfullur af skekkjum,
t. d. bls. 102, að Hjalli standi
undir suðausturhomi Skálafells.
Kaflann um Ölfusið skrifaði
Skúli Skúlason, eftir að hafa
farið eítir veginum utan úr
Selvogi upp í Hveragerði, án
þess að hitta menn að máli, en
skrifað eftir kortinu, enda er
árangurinn ef,tir því.
Þegar Árbók F. í. verður end-
urprentuð, verður þetta von-
andi leiðrétt. Jón Eyþórsson
mun hafa getið þess nýlega, í
erindi um daginn og veginn í
útvarpinu, að nú stæði til að
endurskoða Islandskortið. Er
þess þá að vænta, að þetta blað
nr. 37 verði leiðrétt.
Ég er fæddur og uppalinn á
Þóroddsstöðum í Ölfusi, og er
allkunnugur á þeim slóðum, sem
ég hef gert hér að umtalsefni,
en læt öðrum eftir að leiðrétta
þar, sem ég er ókunnugri, þó að
ég viti um skekkjur víð'ar".
Eiríkur hefir lokið máli sinu.
Starkaður.
Gerist áskrifendur að
JJímcuxum
Askrlftivrsíml Z3TS
Gal vaniseraðar
vatnsleiðslupípur
hálíur til 2ja tommu fyrirliggjandi /
Sendum gegn póstkröfu
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19 — Sími 3184.
X
t
Óskilamunir
í Vörslu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskila-
muna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lyklakyppur, veski,
budd.ur. gleraugu, barnakerrur o, fl. Eru þeir, sem
slíkum munum hafa týnt vinsamlega beðnir að gefa
sig fram í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar á Frí-
kirkjuvegi 11 næstu daga kl. 10—12 f.h. og 3—6 e.h.
til að taka við munum sínum, sem þar kunna að vera.
Þeir munir, sem ekki verður vitjaö, verða seldir á op-
inberu uppboði bráðlega.
Runnsóknarlöffreglan