Tíminn - 24.04.1952, Síða 2

Tíminn - 24.04.1952, Síða 2
TÍMINN, -fimmtudaginn - 24. apríl • 1952.- 92. blað. PERLON KVENSOKKAR Eigum nú aftur von á hinum vel þekktu P E R L O N - sokkum, sem ekki hafa verið fáanlegir í mörg ár sökum hinnar gífurlegu eftirspurnar frá öllum löndum. eru framleiddir í stærstu sokkaverksmiðju Evrópu í Tékkóslóvakíu Verðið er lágt miðað við gæði vörunnar. Væntum að móttaka pantanir kaupmanna hið allra fyrsta. Aðeins takmarkað magn fáanlegt. Símar Á starfssviði útvarpsáhugamanna: de TFSTíniinn Útvarpsáhugamenn hafa sam- band við vini sína um allan heim 'Á átvarpshylgjnm ræSa Miíimsim s Saitlsíii við íslendmga eg indverskar stiílkny leita sór unimsta í lapan ©g Sviss Þegar himinninn er blár og | 'tær og nóttin stjörnubjört, er loftið fullt af ósýnilegum þráð- um, sem liggja umhverfis jarð- kringluna og berast fram og aft ur á léttfleygum útvarpsbylgj- um. Stjórnendur þessara ósýni- legu sambanda eru mitt á með- al okkar. og fara sér að engu! öðslega, er þeir bíöa eftir Ijós- merkjum á gatnamótum mið- bæjarins, er vinnudegi iýkur. Þeir þurfa ekki að flýta sér, því að fyrr en varir eru þeir farn- ir að spjalla við kunningja sína, sem lifa lífinu að hálfu með hugann á útvarpsbyigjum víðernanna, þótt þeir bíði ann- ars daglega eftir hversdagsleg- j um götuljósmerkjum í Japan,! Vesturheimi eða Súdan. Kvaddur vinur í New York, heilsað upp á annan í Kína. Þessir duíarfullu menn, sem eru svo hversdagslegir í aug- um okkar, eru útvarpsáhuga- mennirnir, radíóamatörarnir, sem verja tómstundum sínum' til að eignast kunningja í loft-' inú frá sem flestum löndifm veraidarinnar. Uppi í litlu súðarherbergi á horni Óðinsgötu og Baldurs- götu, þar sem sér yfir hálfan fteykjavikurbæ, er einn af þess um vinum okkar að tala við mann austur í Hong-Kong í Kína, en er nýbúinn að kveðja j vin sinn, sem er verkfræöing-' ur í einu af úthverfum New York-borgar. Það er hádegi og himinninn blár og tær yfir Óð- insgötunni, en nóttin stjörnu- björt í Kína. Um ' ftStHAGíisijtísii ;a ®*a itnáípL: *•*» .Pt' HCl Á Ieið ut í himingeiminn. Blaðamaður frá Tímanum hafði af hendingu komizt í þennari alþjóðlega félagsskap, eftir tilvísun Einars Pálssonar, skrifstofustjóra Landssimans og Ásgeirs Magnússonar verzlunar manns, sem líka er útvarpsá- hugamaður. — Við skulum koma til Magnúsar, sagði Ás- Sýnishorn af kvittanakortum útvarpsárugamanna. Efst er kort frá Japan, síðan Túnis, þá Bermúdaeyjum og loks Kongó í Afríku. ÚtvarpLð Utvarpið í dag: (Sumardagurinn fyrsti.) 8.00 Heilsað sumri. 9.00 Morg- unfréttir. — Tónleikar (plötur). 10.10 Veöurfregnir. 11.00 Skáta- rnessa í Dómkirkjunni (séra Óskar J. Þorláksson). 12.15 Há- degisútvarp. 13.15 Frá útihá- tíð barna i Reykjavík. — Ræða: Séra Emil Björnsson. 15.00 Mið- degisútvarp. 17.00 Veðurfregn- lr. 18.30 Barnatími. 19.25 Veöur- fregnir. — 19.30 Sumarlög (plöt ur). 19.45 Auglýsingar. — 20.00 Fréttir. 20.20 Sumarvaka. 22.00 réttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 01.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Útvarpssagan: „Morgunn lífsins“ eftir Kristmann Guð- mundsson (höfundur les) — XXII. 21.00 Undir ijúfum lög- um. 21.30 Samtalsþáttur: Frú Inger Larsen taiar við íslend- inga í Danmörku (flutt af seg- ulbandi). 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22,10 „Rakel“, saga eft ir Daphne du Maurier (Her- steinn Pálsson ritstjóri) — II. 22.30 Tónleikar. 23.00 Dagskrár lok. geir strax, þegar blaðamaður- inn hitti hann, þar sem hann var að skrifa í stóreflis verzl- unarbækur í koláverzlun Sig- ! urðar Ólafssonar. Magnús er j nefnilega i loftinu núna. — Og ! svo fórum við til Magnúsar Blöndal. j Það var líka orð að sönnu, ! Magnús var í loftinu, enda þótt j „flugskilyrði" útvarpsbylgjanna væru ekki sem bezt. Marghrotin útvarpstæki. Venjulegur borgari, sem ekki hefir átt öðrum útvarpstækjum að venjast en útvarpi með tveimur eða í hæsta lagi þrem; ur skrúfum til stillingar, botn- ar ekki mikið í tilverunni, þeg- ar kemur í bækistöðvar þeirra útvarpsáhugamanna, sem láta sig það engu skipta hvoru meg- in á hnettinum líkminn er. Og ekki myncii slíkur þriggja I skrúfna útvarpsmaður fljúga! langt á öldum ljósvakáns upp á 1 eigin spýtur. Á stóru boði framan við sæti Magnúsar eru ótal tæki. Við nánari athugun og upplýsingar kemst maður að því, til hvers þau helztu þeirra eru notuð. Ferðast eftir uppiýstu hnattlíkani. Þarna er móttakarinn einna veigamestur, flatur kassi með stórum skrúfum og litlum, auk mælitækja og sjáaldra. Við hlið ina á honum er senditæki, sem Magnús hefir smíðað sjálfur að verulegu leyti, eins og flestir út- varpsáhugamenn hér 4 landi. Þá er ennfremur sérstakt áhald til að mæla bylgjulengdir og styrk j leika, morslyklar og síðast en1 ekki sízt hljóðnemi, sem talað er í, þegar um talssamband er j að ræða. Morskerfið er þó mest j notað, og er liægt að ná sam- bandi með því, þegar skilyrði eru of slæm fyrir talsamband. Undir borðinu eru ýmis kon- ar tækium bókstaílega staflað og á milli þeirra eru ótal þræð- ir og tengingar, sem Magnús breytir og stillir, þegar samtölin eða skeytasendingarnar fara fram. En ofan á sjálfum mót- takaranum er svo stórt, upp- lýst hnattlíkan, sem hægt er að snúa í hringi, eftir því, hvar á hnettinum sambandið er í það og það skiptið. Fullkomnuðu útvarpstæknina. Um allan heim eru starfandi félög útvarpsáhugamanna, sem hafa leyfi stjórnarvalda til að tala og senda skeyti sín á milli á vissum bylgjulengdum. Á fyrstu tímum útvarpstækninn- ar vcru það þessir áhugamenn, sem fullkomnuðu mjög útvarps tæknina, og þegar hinum al- ! mennu stöðvum fjölgaði, var j þessum brautryðjendum úthýst j cg þeir reknir út í yztu myrkur á lágbylgjurnar, sem þá var ekki farið að nota nema tak- markað. En áhugamennirnir fundu nýjar leiðir og þeim tókst brátt; aö gera lágbylgjurnar virkar og' eftirsóttar af öðrum, svo að þar ! höfðu þeir ekki heldur frið. Nú| hafa þeim verið afmarkaðir bás ar, aðallega á 20 og 40 metrum, og þar.er líf og fjör. í flestum löndum er það mjög takmörkunum háð, hvað þess- ir frumherjar útvarpsbylgj - anna mega segja á öldum ljós- vakans. Yfirleitt mega þeir ekki koma áleiðis skilaboðum fyrir þriðja aðila né heldur veita upp lýsingar, sem hafa viðskipta- legt fréttagildi. í Bandaríkjun- um er þó leyfilegt að taka skila boð fyrir þriðja aöila, enda er þar langsamlega mest um þessa starfsemi. Venja er sú, að þegar maður hefir í fyrsta sinn náð sam- bandi við mann í landi, sem hann ekki áður hefir haft sam band við, þá senda báðir sér- stök spjöld með viðurkenningu og staðfestingu á sambandinu. Eru notuð til þessa sérstök bréfspjöld, sem oft eru skrautleg og frumleg, enda hef- ir hver maður sitt eigið spjald með kallmerki sínu í útvarps- heiminum með stórum stöfum. Sérhver útvarpsáhugamaður hefír sérstakt kallmerki, og á íslandi byrja stafirnir alltaf á TF. Síðan er tölustafur, sem merkir landshluta, þar sem 3 táknar til dæmis Reykjavík, en loks koma svo tveir stafir, sem viðkomandi kýs sér sem ein- kennisstafi. Kallmerki Magnús ar er til dæmis TF3MB. Kort frá sem flestum löndum heims. Síðan er kapphlaupið um að safna kortum frá sem flestum og umfram allt frá sém flest- ! um löndum. Lönd í þessum skilningi eru nokkuð fleiri en í daglegu tali er talið. Þannig er til dæmis Wales sérstakt land og allar nýlendur, þótt' ekki séu sjálfstæðar, talin sér- • stök lönd. FERMINGARGJAFIRÍ Hin hagkvæmu afborgunarkj ör gera öllum kleyft að eignast bækur vorar. — Bækur íslendingasagnaútgáf- unnar eru þjóðlegustu, beztu og ó- dýrustu bækurnar. íslendingasagnaútgáfan Túngötu 7. — Símar 7508 og 81 244. j TAKIÐ EFTIR 1 VORTÍZKA Sportjakkar kr. 473,00 Biixiir kr. 257,00 Glæsilegt úrval. Fjölbreyttir litir. Allar stærðir. \ EGILL JACOBSEN H.F. J Austurstræti 9. s SUMARBL verða seld til hádegis í dag á torginu við Barnósstíg og Eiríksgötu og Vitatorgi við Hverfisgötu. HVERGI ÓDÝRARI. TORGSALAN i ! RAFVEITUS íj hjá Rafveitu Húsávikur er laus til umsóknar frá 1. •I júlí þ.á. að telja. Háspennuréttindi áskilin. Umsóknir sendist bæjarstjöranum í Húsavík. Rafveitan ietur séð jí rafveitustjóranum fyrir leiguhúsnæði. l’, Mafveila Músayíknr •jV.WoW.WAV.W.'AV.V/AW.VAWW, V.>WV A,V.'i (Framh. á 11. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.