Tíminn - 29.04.1952, Blaðsíða 2
X.
TIIVHNN, þriðjudagmn 29. apríl 1952.
95. blað.
Dansíatiakenpni S.K.T. lohið:
,Því okkar
nóttu lík”
liðna ótta var engri
Danslagakeppni S.K.T. er lok
ið í þetta sinn. Keppninni bár-
ust sektíu og tvö lög og voru
tuttugu og átta af þeim tekin
með í keppnina, þar af sextán
í nýju dansana og tólf í gömlu
dansana, en nefnd skipuð þrem
ur mönnum, þeim Þórarni Guð-
mundssyni, Bjarna Böðvarssyni
og Árna Björnssyni, sem allir
eru kunnir hljóðfæraleikarar og
tónskáld, völdu þau lög, sem
dansgestir S.K.T. voru látnir
dæma um til úrslita, en 450
manns tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni.
Eyþór Stefánsson fékk
fyrstu verðlaun.
Eins og áður var þessari dans
lagakeppni skipt í tvær greinir
dansa, gamla og nýja. 1 gömlu
dönsunum sigraði Eyþór Stefáns
son, tónskáld, á Sauðárkróki.
Fékk hann fyrstu verðlaun fyr-
ir vals-dúett, sem hann nefnir
„Vornótt", samdi hann einnig
textann við lagið og fylgir hann
hér á eftir:
Hún:
í vornætur hlýja blænum
hugsa ég ein tH þín.
Komdu með sumar í geði,
Útvarpið
Utvarpið í dag:
Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir. 12,10—13,15
Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegis-
útvarp. 16,25 Veðurfregnir. 18,15
Framburðarkennsla í esperantó.
18.30 Dönskukennsla; II. fl. 19,00
Enskukennsla; I. fl. 19,25 Veður
fregnir. 19,30 Tónleikar (plötur).
19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir.
20.30 Erindi: Leonardo da Vinci
(Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur). 21,00 Undir ljúfum lög-
um: Carl Billich o. fl. flytja létta
klassíska tónlist. 21,30 Frá út-
löndum (Jón Magnússon frétta
stjóri). 21,45 Tónleikar (plötur).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kammertónleikar (plötur).
23,05 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Há-
degisútvarp. 15,30 Miðdegisút-
varp. 16,25 Veðurfregnir. 18,00
Frönskukennsla. 18,30 íslenzku
kennsla; I. fl. — 19,00 Þýzku-
kennsla; II. fl. 19,25 Veðurfregn
:ir. 19,30 Tónleikar (plötur).
19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: „Morgunn
iífsins“ eftir Kristmann Guð-
mundsson (höf. les) — XXIII.;
sögulok. 20,45 Tónleikar: Ball-
ettmúsik úr óperunni „Faust“
eftir Gounod (plötur). 21,00 Frá
söguþáttur: Opinber hýðing á
Austurvelli (Árni Óla ritstjóri).
21.30 Tónleikar (plötur). 21,35
Vettvangur kvenna. Frú Soffía
ingvarsdóttir les frumsaminn
sögukafla: „Kirkjugangan“. —
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 „Rakel“, saga eftir Daphne
du Maurier (Hersteinn Pálsson
ritstjóri). IV. 22,30 Tónleikar:
André Kostelanetz og hljómsv.
hans leika (plötur). 23,00 Dag-
skrárlok.
Árnað heUla
Trúlofun.
Ungfrú Þóra Þorgeirsdóttir,
Gufunesi, og Örlygur Hálfdán-
arson frá Viðey opinberuðu trú
lofun sina á sumardaginn fyrsta.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Brynhildur
Sigtryggsdóttir, kvennaskólan-
um á Blönduósi, og Jón Pálmi
Steingrímsson, bifrelðarstjóri,
Blönduósi.
komdu með sólskin og gleði,
komdu með ást til mín!
Hann:
Hugur minn hjá þér er bundinn,
hverfa við skulum í lundinn,
eiga þar fagnaðarfundinn
og fegurstu ævintýr^
Hún:
Hugur minn hjá þér er bundinn,
hverfa við skulum í lundinn,
eiga þar fagnaðarfundinn
og fegurstu ævintýr!
Önnur verðlaun í gömlu döns
unum fékk Jón Jónsson frá
Hvanná, nú á ísafirði, fyrir
„Saumakonuvalsinn“, texti við
lagið er eftir Hreiðar G. Geir-
dal og þriðju verðlaun fékk
Steingrímur Sigfússon, Patreks-
firði, fyrir valsinn „Norðurljós".
Nýju dansarnir.
Fyrstu verðlaun í nýju döns-
unum fékk Jóhannes Jóhannes-
son, Hrísateig 9, Reykjavík, fyr
ir tvísöngs-tangóinn „Það var
um nótt“. Höfundur textans yrk
ir undir dulhefninu „Tólfti
september“, en fyrra erindi
textans hljóðar svo:
Það var um nótt, — þú drapst
á dyr hjá mér —
að dyrnar opnuðust af sjálfu sér,
og inn þú komst og kveiktir ljós
hjá mér.
Ég kraup að fótum þér í hljóðri
þrá.
Þú lagðir hönd að brjósti mér
svo blítt,
að birta tók og mér varð aftur
hlýtt.
Og varir mínar villtust til þín,
— heim,
og vorsins raddir fylltu tímans
geim.
Önnur verðlaun fékk Ágúst
Pétursson, Álfatröð 3, Kópavogi
1 við Reykjavík, fyrir tangóinn
I „Æskuminning". Textinn er eft
ir J. J. og ffcr hann hér á eftir:
i
j "
Manstu gamlar æskuástar-
stundir?
Yndislegt var þá að vera til,
— í litla kofann blómabrekku
undir,
bunulækinn upp við hamragil?
! Um sumarkvöld við sátum þar
og undum,
um sólarlag í blíðum sunnan-
i Þey, —
og litla blómið, fagra, er við
fundum
í fjóluhvammi, það var
Gleym-mér-ei.
I
I Þriðju verðlaun fékk Gunnar i
| Textinn er eftir Loft Guðmunds
! Guðjónsson frá Hailgeirsey, fyr,
j ir sömbuna „Á réttardansleik“.!
; son, blaðamann. Fyrsta erindi
I textans er svona:
Á grúndinni við réttarvegginn
ganga þau í dans,
og Gunna stígur jitterbugg
en Jónki Óla-skans;
Jónki bóndi í hjáleigunni
og kaupakonan hans.
Brosljúf, ástfús borgarmær,
sem bregður ei við neitt,
ilmvatnsþvegin, uppmáluð *
og augnabrúnareitt,
og Jónki hefur rakað sig
og rauðan lubbann greitt....
Hæ-hæ og hó-hó,
tónar töfra og kalla.
Hæ-hæ og hó-hó,
hljóma klettar fjalla.
Þannig hefur Loftur ijóðið um
réttardansleikinn, en seinna
missir Jónki sína Gunnu í fang
ið á vegavinnustrák, og hefir
ekki annað eftir* en sitt rauða
hár og mánann, sem glottir
kalt við honum.
Aðrir þeir, er danslög áttu í
úrslitunum, og hlutu aukaverð-
laun voru: Stefán Þorleifsson,
hljónisveitaJ.stjóil, Reykjavík,
Svavar Benediktsson, Reykjavík
(2 lög), Helgi G. Ingimundar-
son, Reykjavík, Óskar Björns-
son, Norðfirði og Halldór Stefáns
son, Reykjavík.
Skáld hafa ekki áhuga
fyrú' dæguriögum.
í gær hafði blaðið tal af
Freymóði Jóhannssyni um dans
lagakeppnina. Sagði Freymóður,
að það væri slæmt, hve skáld
væru áhugalaus um samningu
texta við dægurlög. Væri engu
líkara en þeim fyndist þeir taka
niður fyrir sig með þeim skáld-
skap. Þó væx-i vitað mál, að fá
ljóð næðu meiri útbreiðslu en
einmitt ljóð við dægurlög, sem
lægju á allra vörum. Sagði Frey-
móður, að leitað hefði verið til
nokkurra skálda fyrir þessa
danslagakeppni, en þau hefðu
tekið dræmt í málið. Það er
sannast mála, að textar við dæg
urlög hér á landi eru hvergi
nærri eins góðir og þeir ættu að
vera. Og er nauðsynlegt að skáld
komist i skilning um það, aö
svo bezt afvenst fólk ekki góð-
um skáldskap, að einhver alúð
sé lögð við að koma honum þar
að, sem hann kann helzt að
liggja á tungu fólksins. Þessar
danslagakeppnir hafa vakiö ó-
skipta athygli um land allt.
Koma á hvei-ju ári ný lög í dags
ljósið eftir innlehda höfunda,
sem standa fyllilega á sporði er
lendum dægKflögum, jafnvel þó
að erleixdum dægurlögum sé
veitt meiri athygli hér á landi,
enda eru þau runnin úr öðrum
jarðvegi, smáþjóð löngum
hi'ifnari af því, sem hefir á sér
framandi blæ.
Þó að skáld vilji lítið sinna
dægurlögum, hefir Kristján frá
Djúpalæk ort texta við lag eftir
Svavar Benediktsson, sem fékk
aukaverðlaun í keppninn, og ber
sá texti af öðrum. Lagið heitir
„Nótt í Atlavík“ og er textinn
svona:
í Hallormsstaðaskógi
er angan engu lík
og dögg á grasi glóir,
sem gull í Atlavík.
Og fljótsins svanir sveipast
í sólarlagsins eld.
Og hlæjandi, syngjandi,
frelsinu fagnandi
fylgjumst við burtu það kveld.
Úr Hallormsstaðaskógi
ber angan enn í dag.
Og síðan hefur sungið
í sál mér þetta lag.
Því okkar liðna ótta
var engri nóttu lík.
Og ennþá lifir í minningu minni
sú mynd úr Atlavik.
Tómas, vorið ©g
vestiirfoærinn
„En sú blessuð veðurblíða
hvern dag á þessu vori“, sagði
maður nokkur, er hann mætti
kunningja sínum á götu í gær.
„Það fer varia hjá því, að fag-
urt vorkvæði um vesturbæinn
fæðist hjá Tómasi núna“.
„Það er að minnsta kosti ekki
vorinu að kenna, heldur Tómasi,
ef svo verður ekki“, svaraði
kunninginn.
HRÆRIVELIN
ER ÞEKKTASTA OG UTBREIDD-
ASTA HRÆRIVÉLIN HÉR Á
LANDI. HÚN ER MJÖG AUÐVELD
í NOTKUN, KRAFTMIKIL OG
ENDIN G ARGÓÐ.
MIÐAÐ VIÐ STÆRÐ ER HÚN
ÓDÝRASTA VÉLIN Á MARK-
AÐNUM. —
KOSTAR kr. 1173,00
MEÐ HAKKAVÉL kr. 1494.30
SENDUM GEGN POSTKROFU.
I
011« HAV
LAUGAVEG 166.
/.VV.V.V.Y/.V.V.V.V.V.* 1
W.V.W.W.V.’.VAVW.V.V.V.WiV.VAW.V.WAVVW
?
Otgerðarmenn — skipst jórar!
Norsk hamplína
I
hrátjörubikuð 7, 8 og 9 lbs. fyrirliggjandi, ennfremur
lúðuönglar og annað til lúðuveiða. 5
| Kaupfélag Hafnfiröinga \
■I í
Veiðarfæradeildin, Vesturgötu 2. Sími 9292. %
í s
Ar.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.’.W.-.W.’.V.V.’.V.'W
:
AUGLÝSING
um námskcið í meðferð traktora
Námskeið í meðferð beltatraktora verður haldið á
vegum Vélanefndar ríkisins. Námskeiðið fer fram á
Blönduósi og hefst 12. maí næstkomandi. Væntanlegir
þátttakendur sendi umsóknir til Vélanefndar ríkisins,
Búnaðarfélagshúsinu, Reykjavík.
Námskeið í meðferð heimilistraktora verður einnig
haldið á vegum Vélanefndar og Búnaðarsambands
Húnvetninga. Námskeiðið fer fram á Blönduósi og hefst
19. maí, næstkomandi. Væntanlegir þátttakendur í
þessu námskeiði gefi sig fram við formann Búnaðar-
sambandsins, Hafstein Pétursson, Gunnsteinsstöðum.
t
t
•.VAWA,.WAV.-AW.V.V.,.VV/.%mV.V.,.VAV.WW
\ Skólagarðar Reykjavíkur
5
■J starfa sem að undanförnu frá 15. maí til septemberloka,
í; fyi'ir börn á aldrinum 11—14 ára.
£ Umsóknareyðublöð liggja frammi í barna- og gagn-
l' fræðaskólum bæjarins og ber að skila umsóknum í skrif "j
stofu fræðslufulltrúa, Hafnarstræti 20, eða skrifstofu jl
bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, fyrir 6. maí n. k. jC
.VAV.V.VV.W.V.V.W.VAV.V.W.'.VV.V.V.'.V.V.WV
Kaapið Tímanii!
HAFNFIRÐINGAR!
Tíminn kostar kr. 15,C0 á mánuði. — Út-
sölumaður Þorsteinn Björnsson, Hlíðar-
braut 8, sími 9776.
Afgreiðsla TlMANS