Tíminn - 22.05.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.05.1952, Blaðsíða 3
114. blað. TtMINN, fimmtudagfínn 22. maí 1952. S. Fhnmiutjur í datj: 60 ára hjúskaparafmæii Bctri vélar Dráttarvélin er framleidd sem hjóla- beltis- eða hálfbeltisdráttarvél, og fæst með benzín- eða dieselmótor. Ennfrem- ur fæst hún með vökvalyftu, reimskífu, vinnudrifi og Ijósaútbúnaöi. Dráttarvél- in hefir 6 geara áfram og 2 afturábak, og getur farið með minst 1.5 km. hraða, en mest rúml. 21 km. Með FORDSON MAJOR má fá eftir- farandi tæki: Sláttuvél meö festingu milli hjóla, 1 og 2 blaða plóg, diskaplóg, tætara, hey- vagna 2 og 4 hjóla, úðara, niðursetning- arvél, upptökuvél fyrir kartöflur og róf- ur, jarðbor, og margt m. fleira. Betri bú FORÐSON búvél framtíðar mnar ALLAR LPPLlSLVGAU HJA FORD LMBOÐUJVLIiI A ISLAMII Sveinn Egilsson h.f Sími : 2976 — Reykjavík Bílasalan h.f Sími: 1649 — Akureyri KR. KRISTJÁNSSON H.F Sími: 4869 — Reykjavík Jón Olafsson, þrófastur VestfirSingar hafa lpngum verið heppnir með-presta sína o'g þá ekiu sízt Vestur-ísfii’ðing- ar. Þar hefir verið margt merkis presta á síðustu tímum og væri saza sýslunoar og svipmót á.lt annað, ef þeir hefðu þar hvergi komið við sögu. Hér verður nú með fáum orðum minnzt eins þess manns, er siðústu áratugi liefir þjónað kirkju hér vesvra. Vorið 1929 varð Holtspresta- kall í Önundarfirði laust til umsóknar. Tveir sóttu um það og kosningu hlaut ungur guð- fræðingur norðlenzkur, sem lok ið hafði embættisprófi vorið áð- ur. Það var Jón Ólafsson, sem nú er prófastur í Holti og er fimmtugur í dag. Þegar séra Jón Ólafsson tók við embætti sínu, hafði hann að ræðutexta þessi orð Páls postula úr Korintubréfinu síð- ara: „Ekki svo sem vér drottn- um yfir trú yðar, heldur erum vér samverkamenn að gleði yð- ar“. Segja má, að prestsþjónusta hans um 23 ára skeið hafi verið í samræmi við þessi orð postul- ans. Þar ber ekki mest á trú- boði ákveðinna guðfræðikenn- inga, heldur viljanum til að gleðj ast með söfnuði sínum yfir því, að mannlífið hér sé þáttur í þróunarferli, sem stefni til góðs, ef góðvild og samúð fái að móta það. Þess vegna hefir ttann jafn an lagt ríka áherzlu á það, að sameina menn í góðum vilja og fögrum bænum við kirkjugöng- ur. Hefir honum líka oft tekizt vel, og ekki sízt við jarðarfarir, að skapa hljóðláta og helga hrifningarstund, þar sem góð- vild og samúð fylla hugi manna, en það er mannbætandi að vilja vel og óska góðs, jafnt hvort sem hugsað er til látinna eða lifandi. Hér er ekki ætlunin að leggja prestum lífsreglur almennt, enda vafasamt að öllum henti sama forskriftin. En því trúi ég af fenginni reynslu, að það sé ekki ónýtt trúarlífi þjóðarinnar, ef prestar vilja gleðjast með þeim, sem trúa á lífið, án þess að krefjast þess að mega drottna yfir trú þeirra. Á þann hátt mun þjóðkirkjan íslenzka mestu hafa áorkað til að leysa þjóð sína úr viðjum efnishyggjunnar og brynja hana gegn þeirri mann- fyrirlitningu, sem einræði og kúgun byggist jafnan á. En sam fara hinni björtu gleði og lífs- skoðun, sem trúin á vaxtarskil- yrði mannsins skapar, er hvetj- andi og vekjandi tilfinning fyr- ir hinni miklu ábyrgð þess, sem uppsker eftir því, sem hann sáir, og veit að örlagaþræðir einstakl- inganna eru margvíslega sam- anslungnir. Séra Jón í Holti hefir ekki hlífzt við því, að taka þátt í málum safnaða sinna. Hann er .. nú formaður Kaupfélags Önfirð inga og hefir verið það lengi. Hann hefir verið í sveitarstjórn í 18 ár og er nú oddviti Mos- vallahrepps. Auk þessa er hann í yfirkjörstjórn, gjaldkeri sjúkra samlags og hefir lengi verið skattanefndarmaður og eru þá ekki talin ýms minniháttar nefndarstörf. Af þessu má sjá, að pi-ófastur inn vinnur að veraldlegum mál- um þegar svo ber undir. Fer þá eðlilega svo sem vænta má, er sitt sýnist hverjum, að ekki er alltaf fuilur friður í kringum forustustörfin og forustumenn- ina. En það munu sveitungar próíásts 'allir mæla, að hann sé öruggur forvígismaður, hvort ■ sem sitja skuli á friðstóli eða standa í stórmælum og jafn- framt drengilegur andstæðing- ur, sem alltaf megi treysta til heilinda. Þess vegri.a ná’st jafnan fullar sættir að enduðurri ör- ustum. . Séra Jón tók við búi í Holti j vorið 1930 og hefir búið þar síð- j an. Hann er þó veill að heilsu og j er það honum mikill bagi til J alls, en ekki sízt búsýslunnar. Hann varð brjóstveikur á skóla- árum og alltaf veill síðan. En tryggð hans við atvinnuveg feðra sinna hefir mátt sín meira, svo að hann hefir ekki viljað hverfa td rólegri heim- ilishátta. Jón Ólafsson er fæddur í Fjósatungu í Fnjóskadal 22. maí 1902. Foreldrar hans erus hjónin Guðný Árnadóttir bónda i Fífilgerði í Kaupangssveit í Eyjafirði og Ólafur Sigurðsson úr Fnjóskadal. Hann var einka barn þeirra og fluttu þau tú hans úr Fnjóskadal, þegar hann hóf búskap í Holti og haia ver- ið þar síðan. Haustið 1936 kvæntist séra Jón. Kona hans er Elísabet Ein- arsdóttir bónda á Álfadal Jó- hannessonar á Blámýrum. Hún hefir reynzt manni sínum góð kona og hefir sá ráðahagur ver ið sveitinni allri farsæld, svo sem jafnan er, ef fólk giftist vel. Þau hjón eiga 5 börn á lífi en misstu eiit. Séra Jón Ólafsson fékk að erfðum auðugar og örar tilfinn- ingar, kappsfulla lund og við- kvæma,' svo að honum cr, ekki lagið að standa hlutlaus álengd ar, þar sem mikið er í húfi. Úr menningu.æskustöðvanna dra&k hann óröfatryggð við íslenzkar svéitír, íslenzka bændastétt og íslenzkan landbúnað og hug- sjónir samvinnustefnunnar. x skóla var hann lærisveinn Har- alds prófesscrs Níelssonar og til- einkaði sér hina björtu eilífðar- trú, sem lítur á U.vei-n mann sem barn hins sama föður með sama eðli og sömu möguleika til þroska og fullkomnunar, þó að . mjög séu mislangt á veg komn- ir. Þannig búinn kom hann til starfa sinna vestra. Og það hef- ir sýnt sig, að þar kom traust- ! ur rnaður, sem ekki glataði þessu vegarnesti, þó að stundum hafi kennt tómlætis hjá þeim, sem með skyldi starfa og ekki verið átakalaust í annan tíma. En j þar sem hjartað er hlýtt, er sáttfýsin alltaf í öndvegi. Við slíka er gott að eiga leik, hvort sem lífið skipar þeim með eða móti. Enn er þess ógetið, sem séra Jón í Holti hefir unnið að frjáls um félagsstörfum. Hann hefir verið vestfirzkum templurum góður liðsmaður og var umdæm istemplar í tvö ár. Persónulega má ég minnast þess og þakka, að.fyrir hans orð gekk ég í Góð- templarastúku. Ekki þurfti ég þess með af því, að ég væri ekki bindindismaður áður, en þó á ég þar mikið að þakka, því að síðan hefi ég eignazt góða vini vegna starfa minna á því sviði, enda veit ég ekki annars stað- ar meiri liðsþörf en þar 'sem áfengismálin eru. Fátt er meira lán en að njóta samfylgdar góðra manna og naumast mun ég hafa komizt nær því að vinna gott verk en á vettvangi templara og í tengslum við þeirra störf. Því tel ég það gott prestsverk, að hafa komið mér í stúku og get þessa hér af því, (Framhald á 6. siðu.) í dag eiga hjónin Herdís Bene diktsdóttir og Jón Helgason í Húsavík sextíu ára hjúskaparaí mæli. Þau voru gefin saman 22. mai 1892,. sem þá var uppstign- ingardagur eins og nú í ár. Her- dís var tvítug en Jón 25 ára, þeg ar þau giftust. Herdís er dóttir hins þjóð- kunna manns Benedikts Jóns- sonar á Auðnum og konu hans Guðnýjar Halldórsdóttur. Jón er einnig af góðum ættum, son- ur hjónanna: Helga Jónssonar og Sigurveigar Sigurðardóttur á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal. Herdís og Jón þóttu mann- vænleg brúðhjón og fríð sýnum,! svo orð var á haft, segja gamlir menn, er til þekktu. Fyrstu sam vistarár sín bjuggu þau í Reyk- ! dælahreppi, en skorti viðunandi og öruggt jarðnæði og íluttust þess vegna laust eftir aldamótin til Húsavíkur. Þar hafa þau átt heima alla tíð síðan. Stundaði Jón trésmíðar sem aðalatvinnu en vann annars hvað sem fyrir kom, því að atvinnan við smið- arnar var ekki fullnægjandi. Þótti hann ágætur verkmaður og vinnugefinn með afbrigðum. Herdís er ein af hinum um- hyggjusömu, hljóðlátu afreks- konum íslenzkra heimila. Þau eignuðust átta börn og komu þeim öllum til manns. Börnin eru: Hörður, bóndi í Gafli í Reykdælahreppi. Jón Haukur, af greiðslumaður hjá K. Þ. i Húsa- vík. Helgi, húsgagnasmiður í Reykjavík. Bergljót, húsfreyja að Kraunastöðum í Aðaldal. Héðinri, var afgreiðslumaður hjá kaupfélaginu í Borgarnesi, dó 1950. Aðalbjörg, húsfreyja að Bergi í Húsavík. Benedikt, fram kvæmdastjóri í Húsavík. Snorri, kaupmaður í Húsavik. Dagsverk þeirra Herdísar og Jóns er orðið mikið og giftusamt. Innlegg þeirra til þjóðfélagsins er myndarlegt og mikilsvert. Þau komust, þegar ómegðin var mest, í kynni við kalda þrengingatxma, en sigruðu þá. „Lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tíða“. Á morgni lífs síns voru þau vakin af menningarlegum vor- þey, sem fór um hérað þeirra, gaf fróðleiksþrá byr undir vængi og leysti umbótaöfl úr læðingi. Frá æsku hafa þau, vegna upplags síns og uppeldis, unnað þekkingu, bókmenntum, list - um og fögrum hugsjónum og vilj að leggja góðum umbótamálum lið. Það var og er þeim mikill hamingjuauki. Kvöld þeirra er milt og hlýt-t í skjóli vandamanna. Ég samgleðst gömlu hjónun- um á 60 ára hjúskaparafmæli þeirra, 'og það munu allir gera, sem þekkja þau, og vita daginn. p.t. Reykjavík, 22. maí 1952. Karl Kristjánsson. (i <' o O <» O O o o o ! < » , o o o o : o j O I O o O o O o 'O o ' o ! o I O o •l >♦ O < > << o O o O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.