Tíminn - 29.05.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.05.1952, Blaðsíða 1
I M i Ritstjóri: i Þórarinn Þórarinsson | Fréttaritstjórl: Jón Heigason Ótgefandi: I Framsóknarílokkurinn | Biuiiiiitiiiuinuiiiiiiiiiiiiitiiiiiimiitiimiiiiiiuiiiu imiiuimBmiiEuinmmiiiimifiiiiiiiHiiitmiiiiiiinta I Bkrtfstofur i Edduhúii Fréttasimar: 81302 Og 81303 1 AfgreiSslusími 2323 | Auglýsingasími 81300 | Prentsmiðjan Edda I utEmmmuHimumiuiiiiiiiiitiiuiuiuiiiiiiiHHiita 36. árgangur. Reykjavík, fimmtudagúin 29. maí 1952. 119. blaíú Vetrarhríð í tvo daga. Lambær komnar á fföli Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. I gær héizt enn versta vetrarveður um mikinn hluta landsins, kuldz og hvassviðri cg snjókoma, þar sem úrkomu var vart. Vegna víðtækra símabilana komu fregnir af véðrinu Norðanlands ekki Ijósar fyrr en í gær. l'm allt Norðurland var veðrið ákaflega hart ©g snjóaði þar víða töluvert. Kærðir fyrir líkams- árás og húsbrot á sveitabæ Nokkrir menn á Akureyri liafa verið kærðir fyrir Ikí- amsárás og húsbrot á Skálds stöðmn í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði aðfaranótt síðasta sunnudags og er málið í rann sókn. Tildrög rnunu vera þau að maöur nokkur á Akureyri fékk menn með sér til farar að Skáldsstöðum gerði þar húsbrot og barði bóndann til einhverra meiðsla. Konan á bænum varð ofsahrædd svo að hún lagðist í rúmið. Jörundur landar 100 tunnum á Siglufirði Frá fréttaritara Tímans á Siglufirði. í gær landaði Akureyrar- togarinn Jörundur 100 tonn- um af fiski til Hrímnis, ætl- aði togarinn að landa í Ólfs- firði, en varð . að snúa frá vegna veð'urs. í gærkvöldi kom Þorsteinn Ingólfsson inn til Siglufjarðar, en hann hefir undanfarið verið á veiðum viö Bjarnareyjar og hefir fremur tregur fiskur verið þar. Elliði er við Grænland og fiskar vel, en Hafliði sigldi til Engiands með saltfiskfarm, sem hann seldi þar í gær. NæíurlaMt að a re smu ur sujó í Þingeyjarsýslum var veðrið illt og fylgdi því geysilegt brim við ströndina og snjókoma um allt héraðið. Vaðlaheiði varð ó- fær og í veðurofsanum gekk erf- iðlega að ná í hús lambám, sem búið var að sleppa. Ekki er þó talið, að margt af lömbum hafi farizt. Á Akureyri brast stórviðrið á aðfaranótt þriðjudagsins, en olli ekki verulegu tjóni á mannvirkj um, sem vitað var um í gær- kveldi. Á háspennulínunni til Akureyrar varð samsláttur, svo að rafmagnslaust varð á Akur- eyri í hálfan sólarhring. Allvíða var búið að sleppa lambfé. Var fé frá Akureyring- um komið í Glerárdal, Svarf- dælingum í Skriðdal og Ólafs- firðingum í Hvannadal. Ekki er ennþá vitað, hvernig lambám hefir reitt af, en óttast er um,' að eitthvað af lömbum hafi fall- ið. í gærmorgun var alhvítt í sjó fram í útsveitum Eyjafjarðar og ■ snjóalag á jörð í Ólafsfirði. Akureyrartogararnir fjórir lágu allir í höfn meðan versta veðrið stóð yfir. Jörundur átti ,að landa í Ólafsfirði, en komst ekki inn fjörðinn vegna veðurs- ins. Verða Ólafsfirðingar því af aflanum og vinnunni, því að frysta átti aflann. Fer togarinn senn að búast til síldveiða. í fyrrakvöld komu átta Norð- menn til Akureyrar til gróður- í setningar, og er hætt við, að lítið j verði af því starfi, fyrr en tíð skánar. Sjö Akureyringar fara með íslenzka skógræktarfólk- inu til Noregs með Brand V. í. dag. Frá fréttaritara Tímans á Blöndnósi. Aðfaranótt þriðjudagsins, gerði aftakaveður með mik illi fannkomu í Húnavatns- sýslu. Fé var víðast búið að sleppa og fennti bæði full- orðnar kindur og lömb. — Bændur voru almennt alla nóttina við björgun sauð- j f jár og náðist það að mestu í hús. | Bílar fastir á Fagradal, fó!k nær tirakið tii byggða Tún ern víða illa kalixi á AtiNtfjörðiiin Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirð, í fyrradag og fram eftir degi í gær var hér um slóðir hic versta veður með slyddu og festi snjó á láglendi. Bifreiða umferð um Fagradal er nú alveg stöðvuö, og varð að yfirgefí tvo bíla á fjallinu. — Frarasóknarmenn í Rangárþingi styðja séra Bjarna í fyrrakvöld var fundur haldinn í fulltrúaráði Fram- sóknarfélaganna í Rangár- vallasýslu. Til umræðu var forsetakjörið. Á fundinum var eftirfarandi tillaga sam- þykkt: „Fundur í fulltrúaráði Framsóknarmanna í Rang- árvallasýslu skorar á Fram- sóknarmenn í Rangárvalla- sýsiu og annars staðar á landinu, að fylkja sér um kosningu séra Bjarna Jóns- sonar, vígslubiskups, við for sctakosningar þær, sem fram eiga að fara í næsta mánuði. UngmennaféLNjarð- víkur ræðir vernd- un tungunnar Á fundi í Ungmennafélagi Njarðvíkur, sem haldinn var í sðasta mánuði, var rætt um mál og málvernd. Urðu miklar umræður um þetta mál. Að er.dingu samþykkti fundur- inn svofellda ályktun: „Vegna dvalar erlends her- liðs í landinu er islenzk tunga í meiri hættu, að minnsta kosti hér i Gullbringusýslu, en nokkru sinni fyrr. Til að hamla á móti þess- ari hættu, heitir Ungmenna- félag Njarðvíkur á ungmenna félög og önnur menningarfé- lög í sýslunni, að taka mál þetta til meðferðar innan vé- banda sinni og vekja áhuga meðlima sinna á verndun tungunnar.“ Minnkiirinn veiðir 7 punda Iax og 9 punda urriða Úr Borgarfirði 25. maí. Hér er öll jörð óðum að grænka og skógurinn einn- ig þessa siðustu daga. Hey er yfirleitt alls staðar nóg og sumir fyrna talsvert af heyj- um. — Félagslíf heldur dauft. Þó samkomur öðru hvoru, en þær mest dans og ber þar, því miður, stundum á óhugnan- legu drykkjuslarki — öllum þeim, er ’neilbrigðri menn- ingu unna til ömunar. Carl Carlsen hefir verið hér á ferð um héraðið undan- farna daga og unnið nokkur minkagreni. Heldur virðist vera minna um mink nú held ur en stundum undanfarin ár. Segist Carlsen vera búinn að drepa yfir 3000 minka. Vinn- ur hann þar þarft og gott verk, því minkurinn er hvar- vetna hinn mesti skemmdar- vargur. — Farfuglar virðast nú óvenju fáir. Máske er það af völdum minksins. Mest seg ir Carlsen aö hafi verið um mink á Snæfellsnesi og við norðanverðan Breiðafjörð. — Muni sennilega þar í ná- grenni hafa sloppið mest af minkum úr eldisbúrum. Svo segir Carlsen minkinn duglegan, að við greni hans hafi hann fundið allt upp í 7 punda lax og 9 punda urriða, — og næstum allar tegundir fugla. Var þar ofsaveður og ófærð og aðrir bílar voru ýmist mjög lengi að komast yfir eða snéru aftur. Ferðafólkið hrakið. Ferðafólkið náði þó allt til byggða, en var sumt mjög hrakið og illa til reika. Bændur áttu erfiða daga við að smala saman lambfé, þar sem viða var búið að sleppa nokkru af því. Sauð- buröur stendur sem hæst. Tún illa kalin. Túnávinnslu var víðast hvar lokið áður en áhlaupiö kom, og eru tún víða mjög illa kalin, jafnvel svo að sjald gæft er að svo mikið kal sé í túnum hér um slóðir. Byrjað var að setja niöur í garða. Rúður brotnuðu og skekktur fuku á Patreksfirði Frá fréttarifara Tímans á Patreksfirði. Ofsarok var á Patreksfirði á þriðjudagsnóttina og urðu nokkrar skemmdir af völd- um þess, m.a. fuku tvær skekktur og brotnuðu þær mikið, og rúður brotnuðu í nokkrum húsum. Fjöldi skipa leitaði þar skjóls und- an veðrinu, sem var mikið haröara fyrir utan, voru þetta norsk, ensk og fær- eysk skip. í óveðrinu snjó- aði niður að sjávarmáli, en í gær var snjóinn að taka upp. Töluveröra Jaröhrær- inga vart á Selfossi Frá fréttaritara Tímans á Selfossi. Um ellefuleytið í fyrrakvöld fannst jarðskjálftakippur á Selfossi og um hádegið í gær varð aftur vart nokkurra jarðhræringa. Sex kippir fundust yfir dag inn og kom sá síðasti þeirra um sjöleytið í gærkvöldi. — Komu tveir snarpir kippir upp úr hádeginu, en engar skemmdir urðu, hrikti þó í húsum, en hlutir færðust ekki úr stað. Jarðskjálftakippirnir virtust koma úr norðaustri. Fcitgu Iteiðursmerlti Samviiutiitrygginga Vátryggingardeild KEA hef ir nýlega afhent fimm bifreið arstjórum í Eyjafirði heiðurs merki Samvinnutrygginga fyr ir öruggan og slysalausan akstur í fimm ár. Útför Friðgeirs Sveinssonar fer fram í dag Útför Friðgeirs SveinssPi- • ar formanns S.U.F. fer fran í dag. Hefst hún með hus kveðju að heimili hans.Lanj holtsveg 106 klukkan 9,30 Athöfnin í Fossvogskapelh hefst klukkan ellefu. Skvifstofa Framsóknar- flokksins verður lokuð all an daginn í dag vegna jarð arfararinnar. Norðlenzkur dalur uuminn á ný Horfur eru nú á því, aí Sölvadalur, sem gengur ausi ur og fram úr Eyjafirði frá. Möðruvöllum verði numinr og byggður í annað sinn. — Allir bæir þar frammi í dalr um voru komnir í eyði fyrii nokkru. Tvær húnvetnskai fjölskyldur hafa ákveðið ac flytjast þangað, önnur ii Árnastaði, sem fóru í eyð fyrir áratugum og hin í Selji, hlíð. Sölvadalur er annars grö: ugur og búsældarlegur dal ur, þar sem áður voru nokk ar allgóöar jarðir. Þak fýkur af húsi í Norðurfirði í óveðrinu Fra fréttaritara Tíma* í í Trékyllisvík. 1 óveðrinu á þriðjudagsnóit ■ ina tók þak af íbúðarhús* i Norðurfirði. Húsið er timbur • hús með bárujárnsþaki oj; fJetti óveðrið járninu af heln ingl þakjsins. Sn.^íkoma vai töluverð þar vestra og vard jörð hvít niður að sjó, en snjói • inn var að taka upp í gæi Ennnþá er jörð gróðurlaus og líta túnin mjög illa út. Ekkii mun nein teljandi vanhölti hafa crðið á skepnum í óveðr inu, enda allar kindur á húsii um nætur. Sums staðar urðu þó töluverðir erfiðleikar við að' koma féinu í hús. Talsvert het’ ir borið á fjöruskjögri í lömb- um að undanförnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.