Tíminn - 29.05.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.05.1952, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, fimmtudaginn 29. maí 1952. 119. blað. KaUlnrUvenma&ur, (A Woman of Distinction) | J Áfburða skemmtileg amer- | ísk gamanmynd með hkium | vinsælu leikurum: Rosalind Russel Ray Milland Sýnd kl. 5,15 og 9. • >3p oi NYJA BIO Ofjjarl samsœris- ! mannamut (The Fighting O’Flynn) Geysilega spennandi ný am- erísk mynd um hreysti og vígfimi, með miklum við- burðahraða, í hinum gamla góða Douglas Fairbanks stíl. Aðalhlutverk: Douglas Fairbanks jr. og Helena Carter. Sýnd kl. 5,15 og 9. BÆJARBÍÓ - HAFNARFIRÐl Drengurinn frtí Textts (Kid from Texas). Mjög spennandi og „hasar- i fengin“, ný, amerísk mynd í j eðlilegum litum. Audie Murphy. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. S Sími 9184. “*****“***r”i HAFNARBIOi Itvíta draum- tiyðjjan (Der Weisse Traum) Bráðskemmtileg og skrautleg, þýzk skautamynd. Olly Holzmanu, Hans Olden og skautaballett Karls Scháfers. Sýnd kl. 5,15 og 9. S. í. B. S. fást, hjá trúnaðarmönnum sambandsins um allt land f og víða í Reykjavík. Þau | eru einnig afgreidd í síma | G450. Söluskálinn Klapparstíg 11 hefir ávallt alls konar not- uð og vel með farin hús- gögn, herrafatnað, harmon íkkur og m. fl. Mjög sann- gjarnt verð. — Sími 2926. ELDURINN rerir ekk< boð & undan *ér. Þélr, sem eru hyggnlr, tryggja straz hji StMVINNUTRYGSINBUM PJÓDLEIKHÚSID I „Det lyhhelige j skibbrud“ eftir L. Holberg. 1 Leikstjóri: H. Gabrielsen | Sýningar: I í kvöld kl. 20.00. | Föstud. 30. 5. kl 18,00. | Síðasta sýning. | Aðgöngumiðasalan opin alla | 1 virka daga kl. 13,15 til 20.00. \ | Sunnud. kl. 11—20.00. Tekið \ 1 á móti pöntunum. Sími 80000 I Austnrbæjarbíó Parísarntetur (Nuits de Paris) I Síðasta tækifærið til að sjá I „mest umtöluðu kvikmynd i ársins“. ! Aðalhlutverk: Bernard-bræður. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9.- í ríki undir- djúpunna (Undersea Kingdom) — Seinni hluti. — | Sýnd kl. 5,15. 1TJARNARBIO Gráklteddi maðurinn (The Man in Gray) 1 Afar áhrifamikil og fræg | brezk mynd eftir skáldsögu | Eleanor Smith. Margaret Lockwood, James Mason Phyllis Calvert Steward Cranger 3 Sýnd kl. 5,15 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. jGAMLA BÍÖ Yngismeyjar (Little Women) | Hrífandi fögur M.G.M. lit- | kvikmynd af hinnl viðkunnu | skáldsögu Louise May Alcott. June Allyson Peter Lawford Elisabeth Taylor Margaret O’Brien Janet Leigh Sýnd kl. 5,15 og 9. Itripoli-bíö I Dularfullu morðin (Slightly Honorable) | Afar spennandi amerísk saka | málamynd um dularfull | morð. Pat O’Brien, Broderick Crawford, Edward Arnold. Sýnd kl. 9. I Bönnuð innan 16 ára. Riiskir strákar (The little Rascals) Sýnd kl. 5,15. AMPER H.F Raftækjavinnustofa Þlngholtstræti 31 Síml 81556. Raflagnlr — ViðgerBlr Raflagnaefnl Friðgeir Sveinsson (Framhald af 5. síðu.) tiu manns i félaginu. Þegar hann lét af því starfi árið 1948 var félagatalan komin á fjórða hundrað. Það ár tók hann við formennsku Sam- bands ungra Framsóknar- manna. Árangurinn af störf- urn hans þar var með líkum hætti. Félagatalan meir en tí faldaðist undir leiðsögu hans. Starfsaðferðir Friðgeirs voru jafn einfaldar og þær voru árangursríkar. Hann hafði aldrei nein hliðarvið- horf. Hann kappkostaði að gera sér grein fyrir því rétta í hverju máli, og aðeins því. Hann var gjörhugull maður óg var jafn óeiginlegt, að taka afstöðu til nokkurs máls án þess að hafa kynnt sér það til hlýtar og honum var ógerlegt að breyta gegn sannfæringu sinni. Og þar sem hann bar fram merki sitt hlutu margir að fylgja á eftir. Hellenar hugguðu sig við það, að: Þeir, sem guðirnir elska deyja ungir. Nordal Grieg kemst að líkri niður- stöðu í kvæði sínu um „þá beztu“. Sá, sem guðirnir hafa útdeilt blessun sinni: dreng- lund, atorku, ástsæld og gáf- um deyr alitaf ungur, — stundum líka ungur að árum, stundum áttræður og samt ungur, alltof ungur. Það finna þeir, sem eftir lifa. Og það þýðir lítið að deila við dómarann, þótt um margt megi spyrja. Hversvegna feng um við ekki að njóta hæfi- leika hans lengur? Hvers- vegna Vár hann dæmur úr leik rúmlega þrítugur frá eig inkonu og ungum börnum? Hversvegna fékk hann ekki að njóta ávaxtanna af efna- hagslegu öryggi, sem hann hafði lagt grunvöll að, og af þvi trausti, sem hann hafði á- unnið sér, og vináttu félaga sinna: af öllu því, sem hon- um hafði hlotnast að verðleik um? Sú óræða gáta er i mörgum greinum. Hitt vitum við, að það er gott að deyja ungur. Vammlaus. Að hverfa á burt með þær guðsgjafir, þá mann kosti, sem öfluðu honum syrgj enda. Það verður aldrei bjart yfir æfi þess, sem lifir manndóm sinn, — og hann er ekki til öfundar sá vitnisburður, eftir áratuga baráttu við tilver- una, — að hafa valdið fáum hryggð með andláti sínu. Svo vildu forlög haga gangi málanna, að Friðgeir hyrfi okkur úr miðri gleði sinni, á leiö, sem okkur fannst ekki geta verið hálf, frá miklum verkum, sem við vissum að hann átti óunnin. Hann skort ir sannarlega ekki syrgjend- ur. Hann skortir ekki birtu á slóö sína. — Minningin er ef til vill það eina, sem við eig- um, „því orðstýr deyr aldregi“. Þó er erfitt að sætta sig við þá kaldhæðni á leiksviðinu stóra, að gengin æfi góðs manns, skuli útheimta svo mikla hryggð, og mesta af þeim, sem bezt vissu hve góö sú æfi var. Við, félagar, sem störfuðum með Friðgeiri í Byggingarsam vinnufélagi Reykjavíkur, flest ir efnarýrir, við að koma okk- ur upp skýli fyrir fjölskyldur okkar, anegum mun tilsvör hans þegar eitthvað bjátaði á: „Til þess lendir maður í vanda, að leysa úr honum“. Þetta tilsvar hans í átök- um er táknrænt um óbilandi bjartsýni hans og baráttú- kjark að hverju sem hann Vicki Baum: Frægðarbraut Dóru Hart össsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss 12. DAGUR li érmi hennar, þegar hún bjóst til að ganga brott. „Stanzið svo- lítið lijá mér“, sagði hann óþolinmóður. „Setjizt hjá mér um stund.“ „Það get ég ekki“, sagði hún og stóð um stund kyrr við borðið með hendurnar í svuntuvösunum. Hún horfði ögrandi á hann eins og hún vildi segja: „Hvað viltu nú?“ „Er þessi Nemiroff ennþá vinur yðar?“ spurði hann. Stúlkan yppti öxlum. „Ég hef ekki séð hann lengi“, svaraði hún. Áður en hann gat látið í ljós ánægju sína yfir því, var hún farin brott. Meðan Dóra stóð og beið við ofninn, braut hún heilann um það, hvað þessi heimsókn Bryants mundi boða. Hún hafði 'ekki séð Basil í tvo daga, og hún hafði þegar gert sér þá hugsun heima vana, að fjarvera hans stæði í einhverju sambandi við Júddý Bryant. Þegar hún stóð fyrir hjá honum síðast, hafði hann skýrt henni frá því, að kaldlyndi hans síðustu dagana stafaði af því, að hann mundi verða eins konar spanskur villutrúardómari næstu dagana, en henni fannst það alltof auðsætt yfirskinsgaman, og ól á afbrýði sinni í kyrrþei. Og nú sat Bryant hér. „Ungfrú“, hrópaði hann um þveran salinn, þegar hún kom aftur í ljós. „Þér getið ekki verið svo harðbrjósta að láta mig sitja hér aleinan", sagði hann. Viskýflaskan lá nú á borðinu undir munnþurkunni. „Þér vitið þó, að ég er hingað kominn vegna yðar“, bætti hann við. „Hvað eigið þér við?“ sagði Dóra hvasst. „Ég á við það, að ég vil fá að hafa yður hjá mér, og það vitið þér vel“, sagði Bryant og starði á hendur hennar. Dóra brost háðslega. „Eruð þér búinn að borða?“ spurði hún og tók diskinn. Hann hafði varla snert matinn. En um leið og hún sneri sér frá borðinu, sagði Bryant orð, sem fengu hana til að nema þegar staðar. „Vinur yðar hefir hagað sér dálaglega i húsi mínu“. „Hvað eigið þér við?“ spurði Dóra, þó gegn vilja sínum. „Hann hefir verið þar með alls kyns byltingarboðskap. Hann hneykslaði konu mína og kallaði föður minn arðræningja. Kona mín fékk taugaáfall og nærri lá að pabbi fleygði honum á dyr“. „En hvaö kemur það okkur við?“ spurði Dóra. Hún titraði af ánægju. Hún gat vel gert sér Basil í hugarlund, er hann setti allt milljónahús Bryantsfjölskyldunnar á anpan endann. „Það er vinsamlegt af yður að segja „okkur“ strax“, sagði hann. Honum fannst hann þegar hafa komizt langt áleiðis. „Viljið þér ábæti?“ sagði Dóra. „Hvað, ábæti? Já, þakka yður fyrir“, stamaði hann og var aft- ur oröinn einn. Dóra sveif sem á vængjum um salinn. Það var dásamlegt að vita það með vissu, að ekkert ástabrall átti sér stað milli Basils og frú Bryant. Hún sótti ostköku og kaffi í eldhúsið og kom von bráðar aftur að borðinu til Bryants. En jafnvel sú stutta stund og hin skamma leið fram í eldhúsið, megnaði að svipta hana þeirri hamingjukennd, sem létt hafði spor hennar, er hún gekk frá borði Bryants. Hver var það þá, fyrst það var ekkl frú Bry- ant? hugsaði hún. Einhver kona hlaut að eiga sök á hinu breytta viðmóti Basils, fannst henni. „Verður þá ekkert af því, að hann geri styttuna í garðinn?“ spurði hún, þegar hún kom til Bryants. Hann vaggaði höfðinu og sagði: „Konan mín vill ekki heyra á hana minnzt framar. Sjálfur hef ég ekki alveg gefið hana á bátinn enn, en það er nú samt undir mörgu komið.“ „Svo sem hverju?“ sagði hún. „TÚ dæmis yður“. „Það er hlægilegt", sagði Dóra og gekk brott að næsta borði, þar sem kallað var á hana. Bryant var gæddur nokkurri kímnigáfu, og hann skemmti sér vel, þegar eitthvað smáskrýtið kom fyrir. Honum fannst það harla kátbroslegt að hann skvldi sitia hér í þýzkri knæpu og fara á fjörurnar við þjónustustúlku. Hann hélt áfram að biöja um ýmsa rétti og neyddi Dóru þannig til að tala við sig nokkur orð í hvert skipti. Hann tæmdi viskíflöskuna sína og var kominn í ágætt skap. Áfengi gæddi hann tveim eiginleikum, sem hann sakn aði mjög, er hann var alls gáður, sem sé hugrekki og stjálfstæði. Þegar hann hafði verið þarna í tvær stundir og drukkið sex gíós, var Dóru fariö að getast miklu betur að honum. Það var eitthvað góðlegt og barnslegt við hann, og það vakti samúð hennar. En I eftir því sem lengra leið á kvöldið og reikningur Bryants óx að I tölum, varð hún þreyttari. Hún hafði ekki sofið rólega nótt vik- um saman, og hana sveið í augun, Hún gekk tvisvar fram í snyrti- I herbergið og þvoði augun úr köldu vatni. Síðan gekk hún aft- , ur inn í veitingastofuna og tók á móti nýjum pöntunum frá Bryant, sem ekki vildi gefast upp. Nú sá hann hana aðeins gegn- um áfengisvímuna, og hún varð sífellt fegurri í hans augum. Hénni gazt ekki illa að aðdáun hans, og henni fannst það ekk- . ert koma við sambandi hennar og Basils, og ef hún gæti komið til I Basils með þær fréttir, að hún hefði komið þessu Öllu í kring , rneð styttuna, var það töluverður sigur. Þráðurinn í þessum hug- , leiðingum slitnaði, er hún varð að ýta höndum Bryants af lend- um sér. „Ég get alls ekki hætt/að hugsa um yður“, tautaði hann í sí- fellu. Schumacher leit aðvarandi augnaráði til Dóru. Þótt hann gekk. Og ráð hans voru góð. En nú stöndum við félagar hans, andspænis þeim vanda, að sjá höggvið skarð í brjöst- fylkingu góðra drengja. Vit- andi að við fáum ekki fyllt upp í það. Að okkur verður það eitt til huggunar, að muna hver stóð þar. Stefán Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.