Tíminn - 31.05.1952, Qupperneq 1

Tíminn - 31.05.1952, Qupperneq 1
36. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 31. maí 1952. 121. blað. I . S ■/ Rltstjóri: = JÞÓrarinn Þórarlnsson 1 rréttaritstjórl: Jón Helgason Útgefandi: I Framsóknarílokkurinn | wiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiitiiiiiiiiiniiiiii) ■iiiiiuiiiiiiBiiHiHimiiiiiuiiitiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiim I Skrilstofur í Edduhúsi 1 S |j Fréttasímar: 81302 og 81303 AXgrelSslusími 2323 | | Auglýsingasími 81300 1 1 Prentsmiðjan Edda i 1 uiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiQuiiuiiiiiiiitimiiiiiiiiiiiiiiiitik Afmælisheimsókn til elzta íslendingsins: Verður 105 ára á morgun og hefir prjónað í heila öld Erfitt um gistirúm í Stokkhólmi Sendiráðið í Stokkhólmi biður þess getið, að nú þegar sé búið að panta upp öll hó- telherbergi í Stokkhólmi fram á haust. Ráðleggja Svíar því þeim, sem hugsa að fara til Finnlands að leggja ferðir sínar svo, að þeir þurfi ekki j að vera í Stokkhólmi nætur- sakir. Jafnvel þótt einstakl- ingar muni gera sitt ítrasta með að leigja út einstök her- bergi, eru samt fyrirsjáanleg mikil vandræði með að fá gistingu í bænum í sumar. L,íf Hclgu Brynjólfsilóllur er signrganga margra kynslóða úr ktigun og örbirg'ð þjóð fundaráranna í nýja verökl í frjálsu landi Á morgun verður eizti fslendingurinn 105 ára, ef guð Iofar. Er það Helga Brynjólfsdóttir, sem fæddist að Vestari-Kirkjubæ á Rangárvöllum 1. júní 1847. Blaðamaður frá Tímanum fór í gær suðm í Hafnarfjörð og heimsóttí gömlu konuna og ræddi við hana í tilefni af afmælinu. Það er eklti á hverjum degi, sem hægt er að birta afmælisviðla) viö 105 ára gamla konu. jö ára drengur verður fyrir bifreið Laust fyrir klukkan tvö í gær varð sjö ára gamall dr’engur fyrir bifreið og meidd ist talsvert. Slysið varð á Reykjanesbraut hjá Þórodds- stöðum. Var bifreiðin G-60 á leiö til Reykjavíkur og sá bif- reiöarstj órinn dreng á reið- hjóli.á undan, þegar hann ók frarn hjá Þóroddsstöðum, en í því að bifreiðarstjórinn tók ( eftir drengnum, mun hann i hafa beygt til hægri inn á veg J inn og lent á bifreiöinni ■—j Drengurinn heitir Þorlákur; Lárus Hannesson, Barmahlíð J 9, og meiddist hann töluvert við áreksturinn, en hann var fluttur heim til sín. Rann- sóknarlögreglan biðui' sjónar votta og aðra, sem kunna að hafa verið viðstaddir slysið, að hafa samband við sig sem fyrst. — Fnndur F.U.F. um samviunumál á Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík, heldur fund í Edduhúsinu við Lind- argötu n. k. þriðjudagskvöld kl. 8,30 e.h. Fundarefni er S a.jn - v i n n u ú t g e r ð og mun samvinnuútvegsnefnd fé- lagsins skila áliti Á fundinum verða einnig kosnir fulltrúar á 5. þing S.U.F. Félagar eru hvattir til að f jölmenna á fundinn og taka með sér gesti. Heyrnin dauf og ekki sjón til að lesa lengur. Helga Brynjólfsdóttir er yfirleitt hress og við góða heilsu, eftir því sem gerist um aldrað fóik.Hún hefir að jafnaði daglega fótavist, en gengur ekki mikið um. Heyrn in er nokkuð farin að bila og þarf að tala við eyra henn- ar, til þess aö hún heyri glöggt mælt mál. Sjónin er hins vegar þann ig, að hún sér nokkuö vel, frá sér, einkum úti. Á góð-! viðrisdögum fer Helga út á tröppurnar heima hjá sér til að prjóna, en sjaldnast lengra. Hún getur ekki leng- ur lesið, en lesið er fyrir hana sitthvað, svo hún fylg- ist allvel með. Nokkuð hlustar hún á út- varpið, en segist hafa af fáu gaman þar. Hún býr hjá dætradætrum sínum, sem annast um gömlu konuna. Með prjónana sína frá morgni til kvölds Fráleitt kemur mörgum það til hugar, sem aka fram- J hjá litlu, gulu steinhúsi við fjölförnustu götu Hafnar-1 fjarðar, að þar sitji elzti lif- 1 andi íslendingurinn meö prjóna sína frá morgni til kvölds. En þannig er það nú, því Helga Brynjólfsdóttir býr i snotru steinhúsi við Reykja víkurveg og prjónar meðan dagur endist. Þegar blaðamaður frá Tím- anum heimsótti hana í gær tók hún sér ofurlitla hvíld frá prjónunum og lét hugann reika til liðins tima um stund. Þá er það margt, sem kemur í huga, því Helga er vel minn- ug og man hundrað ár aftur í tímann. Hún hefir lifað þá mestu gjörbreytingu í lífi einstakl- ings og þjóðar sem hugsast getur. Hún fæddist og ólst upp í vegalausu landi, þar sem hesturinn og fótur manns voru einu farartækin á landi, cg allar ár óbrúaðar. Ef Helga er spurð að því, á hverju breytingin sé mest, er margt sem kemur til álita, því svo má heita að allt líf þjóðarinnar sé gjörbreytt. Lengst af bjó Helga aust- an fjalls á Rangárvöllum. •— Þar var hún, þegar Kristján konungur kom meö stjórnar- skrána 1874. — Þótti íólkinu ekki vænt um kónginn — Engan heyrði ég nefna þaö, segir Helga, en það var ósköp mikið tilstand þegar hann kom, óg margir fóru tii Þingvalla. Hins vegar bar fólk mikla virðingu fyrir kónginum. j Þegar Viðey var meiri en Reykjavík. í Viðey var Helga um nokk- , urt skeið og kunni þar ákaf- j lega vel við sig. Þá var eyjan sannkallað höfuðból og jafn- vel meiri staður í hugum fólks ins í Reykjavík, sem þá var aðeins lítið þorp við lækinn.! Þar sem allir þekktust, eftir j því, sem virðingin bauð mönn um að þekkja náungann. Helga hefir verið samtíða mönnum, sem mundu valda- töku Jörundar hundadaga- konungs, þegar hann lét danska höfðingja í Reykjavk í poka og hélt þeim á skipum sínum og ógnaði íslenzkum liandhöfum danska valdsins. Skipsferöir frá útlöndum voru árlega mikill viðburður í' u.ng úæmi Helgu, og Eyrarbakka- skipin komu aöeins á vorin. í Viöey var Helga samtíða Ólafi Stephensen, sem þá var ojðinn aldraður og nokkuð hrumur en þó eftirminnileg- ur karl. Lengst í Ilafnarfirði. Svo fluttist Helga til Hafn- arfjarðar og þar hefir hún dvalið lengstan hluta hinnar löngu ævi. Þá var enginn ak- vegur og ekkert ökutæki milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur og ungu stúlkúrnar höfðu það helzt sér til afþreyingar á kvöldin að stökkva á sínum tveimur jafnfljótum inn til Reykjavíkur. Nú fara óteljandi bíiar fram hjá glugga gömlu kon- unnar við Reykjavíkurveginn. Það er ekki orðinn eins mik- ill viðburður, þótt indversk- ir furstar lendi í flugvél sinni á Suðurnesjum, eins og það var, þegar vorskipið kom á Bakkann. En ungu stúlkun- um í Hafnarfirði þykir gam- an að stökkva inn til Reykja- víkur á kvöldin nú, rétt eins ög þeim þótti fyrir hundrað árum síðan. Þegar veðiið er blítt, gengur Ilelga Brynjólfsdóttir út á húströpp- urnar og situr þar með prjónana sína. Meðan þeir tifa við furðu Þpra fingur rekur hún minningarnar frá þeirn tíma, er Viðey var merkilegri staður en Reykjavík. alfundur Bændasambands yNorðurlanda haldinn hér Ðagana 19. og 20. maí s.I. var haldinn í Stokkhólmi stjórn- arfundur Sambands bændasamtaka á Norðurlöndum (N.B.C) Mættir voru tveir til þrír fulltrúar frá hverju hinna fimn Norðurlanda. Bjami Ásgeirsson, sendiherra í Oslö, sem ei forseti sambandsins, stjórnaði fundunum. A fundum þessum voru rædd mál þau er leggja á fyr- ir aöalfundinn, sem haidinn verður í Reykjavík í sumar. Þá var og rætt um allan ann- an undirbúning fyrir aðal- fundinn. Aðalfundurinn verður hald inn í Reykjav.ík dagana 4. og 5. ágúst n.k. Hinir útlendu fulltrúar verða um 50 tals- ins og koma með flugvélinni GuUfaxa að kvöldi þess 3. á- gúst. Að fundardögunum lokn uin verður farið í tveggja daga íer'ðalag um Borgarfjörð og Suðurlandsunúirlendið en útlendingarnir fara svo heim leiðis laugardagsmorguninn 9. ágúst. Stéttarsamband bænda sér um undirbúning að f undi þess Brentford mw 3:2 Enska atvinnuliðið Brent- ford keppti við sameinað lið úr félögunum Fram og Vik- ing, en þau standa að heim- sókn hins enska liðs. — Úr- slit urðu þau, að Brentford bar sigur úr býtum, setti þrjú mörk gegn tveimur. um enda er það meðlimur : þessum nærrænu búnaðar- samtökum. Flugíélag íslands opnar flugbar Nýlega tók til starfa veii • ingasala í húsakynnum Flug- félags ísiands á Reykjavíkur- flugvelli. Eru þar á boðstol- um heitir og kaldir drykkii brauð, tóbak o. fl. í ráði er .a? hafa einnig til sölu í framtíf inni íslenzka minjagripi ,pg annað, sem erlendir ferða- menn sækjast eftir að taks með sér um leið og þeir hverfa af lanúi burt. Fiugbarinn, en svo nefnist- hin nýja veitingasala, nýtui þegar vinsælda meðal far- þega og annarra, sem heim- sækja farþegaafgreiðslu Flug félags íslands á Reykjavíkur- flugvelli Eru aukin þægindi að þessari veitingasölu fyrir alla aðila Sigríður Kjartans- dóttir veitir Flugbarnum for- stöðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.