Tíminn - 05.06.1952, Blaðsíða 2
2.
TfMINN, fimmtudagrmn 5. júní 1952.
123. blað.
—I
AVV.WAV.W.V/.V.W.WVVAVV.WWVW.V.VAVAV
í starfi og
meö
Skóræktaráhugi er nú mjög mikill í Gaulverjabæjarhreppi.
U. M. F. Samhygð gerðist á s. 1. hausti aðili í Skógræktar-
sambandi Árnesýslu, og hefir það bætt mjög alla aðstöðu
til skógræktar í sveitinni. Ungmennafélagið fékk girðingar
efni hjá Skógræktarsambandinu eudurgjaldslaust og var
girðingin sett upp s. 1. sunnudag. Er það einn hektari lands
sem girtur var, að þessu sinni, I landi Efri-Gegnishóla hjá
svokölluðum „Timburhól“ austanvert við þjóðveginn.
Þann dag var hafin gróður
setning trjáplantna í hinni
nýju girðingu — mest birki,
sem ungmennafélagið kaupir
af Skógrækt ríkisins, einnig
birki sem sáð hefir verið til
og alið upp á heimili í sveit-
inni.
Þann 29. þ. m. voru hér 10
af norska skógræktarfólkinu.
Var þann dag plantað nokkr-
um þús. plöntum í nýjum girð
inguna. Einnig nokkuð plant
að í girðingu hjá barnaskól-
anum og félagsheimilinu. En
fyrstu plöntunrnar í þá girð-
ingu voru gróðursettar 17.
júní 1950. •
Nokkri bændur í sveitinni
eru að koma sér upp heimilis-
skógum og fleiri hyggja á
framkvæmdir í því efni á
næstu árum.
Skemmtun.
Að trjáplöntun lokni efndi
ungmennafélagið til kvöld-
skemmtunar fyrir norska
skógræktarfólkið í Félags-
lundi. Var þar margt manna
samankomið úr sveitinni til
að fagna hinum norsku gest-
um. Stefán Jasonarson stjórn
aði samkomunni og þakkaði
fyrir hönd ungmennafélagsins'
norska skógræktarfólkinu,:
þann vilvilja og vinarhug er
það sýnir með komu sinni
hingað. Ennfremur fluttu ræð ,
ur yfir borðum Vigfús Einars'
son bóndi Seljatungu og Guð
björg Jónsdóttir húsfrú Syðra :
Velli. Einn af Norðmönnun- J
um þakkaði lilý orð og góðar;
móttökur,
Að loknu borðhaldi sýndu i
nokkri piltar úr Samhygð ísl.
glímu siðan var dansað til kl.
12 á miðnætti. Þessari ánægju
legu samverustund lauk svo
Sjómannadagur
(Framhald af 8. síðu.)
allt útlit er fyrir, að fá skip
verði í höfn á sunnudaginn.
Eins og kunnugt er, þá renna
allar tekjur af deginum í sjóð'
dvalarheimils aldraðra sjó-
manna, auk þess hefir full-
trúaráðiði staðið fyrir ýmis-
konar fjáröflunarstarfsemi í
sama skyni og urðu hreinar
tekjur um hálf millj. á s. 1.
ári, og munu þá vera um
þrjár miilj. í byggingarsjóön
um, en sú fjárhæð á að nægja
til að koma byggingunni und
ir þak.
IVorsk guðsþjónnsta
á föstudagfnn
Norska skógræktarfólkið,
sem hér hefir dvalið víðsveg-
ar um land undanfarið, kem
ur til bæjarins í kvöld, og á
föstudaginn kl. 2 verður
norsk guðsþjónusta í Dóm-
kirkjunríi. Norskur pres'tuý,
séra Harald Hope, sem sjálfur
er meðal skógræktafólksins,
predikar, en biskupinn séra
Sigurgeir Sigurðsson og
Jakob Jónsson, þjóna fyrir alt
ari. Að því loknu ganga Norð
menn í Fossvov^skirkjugarð og
leggja blómsveig á leiði fall-
inna Norðmanna.
með því að allir viðstaddir
sungu norska og íslenzka þjóð
sönginn. Var það hátíðleg
stund og ógleymanleg. Héðan
úr sveitinni fylgja þessum
kærkomnu gestum okkar og
vinum hlýjar kveðjur og fram
tíðaróskir.
IJr Afríkuför
iFramhald af 8. síðu.)
kunni enskuna. Er ekki laust
við, að börnum af brezkum upp
runa sé heldur illa við að læra
afríkönskuna.
Yfirleitt verður þess vart í
Suður-Afríku, að stjórn Malans
er illa þokkuð og margt í ó-
lestri. Er jafnvel búizt við, að
svo gæti farið að borgarastyrj-
öld brytist út í Suður-Afríku,
vegna almennrar óánægju með
stjórn landsins.
í Kenýju.
Frá Jóhannesborg lá leiðin
norður á bóginn inn yfir miðja
Afríku til brezku nýlendunnar
Kenýju. Þar var dvalið all lengi
á búgarði hjónanna, sem buðu
Ragnheiði í þessa ferð.
í þessari nýlendu er ástand-
ið allt annað en í Suður-Afríku.
Þar er skiptingin milli hvítra
og svartra ekki eins ströng og
þar syðra, en þó allnákvæmar
umgengnisvenjur á brezka vísu.
Hiti er mikill á þessum slóð- 1
um, þar sem skammt er að mið- |
baug jarðar, en hans gætir ekki
eins tilfinnanlega vegna þess,
að landið er yfirleitt nokkuð
hálent. í nýlendunni er ekki
nema ein stór borg, Nairobi, en
svo mörg smærri þorp með mis-
jafnlega löngu millibili.
Landbúnaður er þarna aðal-
atvinnuvegurinn. Yfirleitt eru
búgarðarnir stórir og flestir
eign hvítra manna. Vinna oft
30—40 blökkumenn á hverjum
búgarði og búa í strákofum í
grenndinni. Þeir ganga í venju-
legum vinnufötum við vinnuna,'
nema konurnar, sem klæðast
einni skinnsvuntu og eiga ekki
annan klæðnað, að undan-
skyldu teppi, sem þær fleygja
yfir sig í strákofunum á nótt-
unni, því þá er oft kalt. Kof-
arnir eru með moldargólfi og
engin þægindi þau, sem nauð-
synleg eru talin í vestrænum
löndum.
Að troða mold í hárið.
Einkennilegt er hvernig
hættir og höfuffbúnaður hinna
einstöku kynflokka eru breyti
legir. Kemur það bezt fram í
skrautlegum hringjum í eyr-
um, á hálsi og höndum, og
svo hárgreiðslu kvenna. Kon-
ur af einum kynflokki til
dæmis, setja háriff upp í
ströngul og troffa mold á milli
í kollinn til aff gera brúskinn
og höfuffbúnaffinn myndar-
legri. Affrar greiffa háriff niff-
ur í smáfléttur, sem leika laust
allt í kringum höfuðið og líka
fyrir augum og andliti. Enn
affrar kynkvíslir raka allt hár
af höfði sínu.
Skrítinn eskimói.
Það þarf að vísu ekki að fara
alla leið suður til Afríku til að
mæta algjörri fáfræði um fs-
land, en þar er hún líka algjör.
Fólk í Suður-Ameríku, jafn-
vel þótt nokkuð menntað væri,
vissi varla hvar landið var og
rtúði því alls ekki, að Ragn- j
heiður gæti verið innfæddur ís
lendingur, þar sem hún virtist
ekki vera af eskimóakyni með
rauð augu og hvítt hár.
En mest urðu þeir þó undr- !
andi, sem heyrðu það, að hún
hefði ekki séð hvítabirni fyrr
en í dýragarðium í Höfðaborg.
Fólk hélt að þeir væru daglegir
gestir á götum höfuðborgar
hins norðlæga lands. Eins bjóst
það við, að Ragnheiður byggist
við að sjá ljón og tígrisdýr á
götum Höfðaborgar, eins og |
margir útlendingar halda, sem
þangað koma.
Á heimleiðinni fór Ragnheið-
ur um Kairó og fór þar meðal
TÓNLISTARFÉLAGIÐ
Kammcrliljómsveit Hamborgar
Stjórnandi: ERNST SCHÖNFELDER.
TÓNLEIKAR
i
Mánudaginn 9. júní kl. 7 síðd. í Austurbæjarbíó. Þetta
eru einu opinberu tónleikarnir, sem Kammerhljóm-
;■ sveitin heldur. — Aðgöngumiðar seldir hjá Eymunds- I*
»■ •*
son, Lárusi Blöndal og Bókum og ritföngum. ■;
"A%V.%%%WAY.Y.%W\W.W.V.W.V.V.V.V.,.V.Y.Wi
AWV.V.'.W.V.V.VAW.VWW.W.W.V.V.W.V/AW
Sinfónluhljómsveitin os£ .;
Kammerhljómsveit Hamborgar •;
annars ríðandi á úlfalda upp
að pýramídunum. Það þótti
henni skemmtilegt farartæki,
þegar þau líða áfram eins og
skip á sandöldunum. Þeir eru
sannkölluð skip eyðimerkurinn
ar, eða svo finnst manni að
minnsta kosti, þegar maður sit
ur á baki þeirrra, segir Ragn-
heiður.
Frá Kairó lá leiðin heim um
Aþenu og Róm, og er þá komið
á slóðir íslendinga og ekki þörf
á að rekja ferðasöguna lengur
í einstökum atriðum.
1
Stjórnandi: OLAV KIELLAND.
T ónleikar
þriðjudaginn 10. júní og föstudaginn 13. júní í Þjóð-
leikhúsinu. —
Tvær efnisskrár.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1,15 í Þjóðleikhúsinu.
I
-■ c
/.B.WAVWAV.%V.W/A%W.V.VAVAV«VAVV.V/.%^
Útvarpið
W.VV.W.W.V.V.V.V.V.V.V.,.Y.W.V.V.V.V.,1
!; Orðsending frá
ww
Útvarpiff í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Tónleikar: André Koste-
lanetz og hljómsveit hans leika
(plötur). 20.35 Erindi: Karl og
kona (Grétar Fells rithöfundur) j
21.00 Einsöngur: Benjamino
Gigli syngur (plötur). 21.20 Aug!
lýst síðar. 22.00 Fréttir og veður
íregnir, 22.15 Sinfónískir tón-
leikar (plötur). 23.15 Dagskrár-
lok.
Útvarpiff á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Útvarpssagan: „Skáldið
talar við Drottinn“ eftir Karen
Blixen; II. (Helgi Hjörvar). 21.
00 Tónleikar (plötur). 21.20
Veðrið í maí (Páll Bergþórsson
veðurfræðingur). 21.35 Einsöng-
ur: Frú Ólafía Jónsdóttir syng-
ur; Jóhann Tryggváson leikur
undir (plötur). 21.45 íþrótta-
þáttur (Sigurður Sigurðsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Leynifundur í Bagdad“,
saga eftir Agöthu Christie (Her
steinn Pálsson ritstjóri). — XIV
22.30 Tónleikar. 23.00 Dagskrár-
lok.
Árnað heiLla
Hjónaband.
Á laugardag fyrir hvítasunnu
voru gefin saman í hjónaband
af séra Eiríki Bryjólfssyni, Út-
skálum, Marenella Haraldsdótt
ir og Jón Guömundsson, Hverf-
isgötu 108.
Trúlofanir.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Margrét Stur-
laugsdóttir, Baldursheimi,
Stokkseyri, og Hörður Pálsson,
sjómaður, Pálsbæ, Stokkseyri.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Áslaug Jóns-
dóttir, Símonarhúsi, Stokks-
eyri, og Steingrímur Jónsson,
bifreiðarstjóri, Sjónarhóli,
Stokkseyri.
Nýlega hafa opinberað trúlof
un sína ungfrú Guðrún Lofts-
dóttir, Hellnahjáleigu, Gaul-
verjabæjarhreppi, og Pálmar Ey
jólfsson, söngstjóri, Skipagerði,
Stokkseyri.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Guðrún Helga
dóttir og Haukur Magnússon,
Haukadal, Rangárvöllum.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Guðný Helga-
dóttir kennari frá Heggsstöð-
um, Borgarfirði, og Jóhann
Gunnar Gissurarson prentari
Barmahlíð 6.
;• Aðgöngumiðar að sýningu Bláu stjörnunar „Sumar- £
I; revían 1952“, kvöldvöku sjómanna að Hótel Borg, og
I; dansleikum í íngólfscafé, Iðnó, Tjarnarcafé, Vetrar- ;■
J; garðinum, Þórsacfé, og Bíeiðfirðingabúð, á sjómanna-
daginn, sunnudaginn 8. júní, svo og á kvöldvöku Sjó- I;
mannadagsráðs í Austurbæjarbíó mánudaginn 9. ■;
júní verða seldir á föstudag 6. og laugardag 7. júní kl. £
;■ 2—4 fyrri daginn og 11—2 seinni daginn, á skrifstofu
í; okkar, Grófin 1, sími 6710.
■; Sjómannadagsráð J;
!■ ’!
/.V.V,Y.Y,'.V.‘.,.V.V.V.V.V.W.,.V.V.V.V.‘.V.V.V.VVA
Reyktur lax i
HERÐUBREIÐ
I
Simi 2678
'.VVV.VV.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.VVV.V/.V.V.VrtV
S S
Kosníngaskrifstofa
stuðningsmanna
Ásgeirs Ásgeirssonar
Austurstræti 17
Opin frá kl. 10—12 og 13—22. Símar 3246 og 7320
i
VV/.VVVVVVV.V.VVVVVVVVV/.VVVVVVVV.VV.VVVAVVV.V
■AVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV.VVVV
í í
;• Þakka hjartanlega mínum góðu vinum, heimsóknir, ;!
;■ heillaóskir og rausnargjafir á fimmtugsafmæli mínu í
27. apríl 1952. , ;J
í; Haraldur Runólfsson, Ilólum I;
Vvvvvvv.v.vvvvvvvvvvvvvvvvvvv.vvvv.v.vvvvvvv.vví
Innilegustu hjartansþakkir mínar til ykkar allra,
sem á einn og annan hátt sýnduð mér vinsemd og virð
ingu á 105. ára afmæli mínu 1. júní s. 1.
Helga Brynjólfsdóttir