Tíminn - 07.06.1952, Page 2

Tíminn - 07.06.1952, Page 2
2. TÍMINN, laugardaginn 7. júní 1952. 125. blað. Íslenzkir knattspyrnumenn senda Olympíunefud Islands kveðju... Sigrnðu Brcntford i annað sinn á sama tíma og Ólympíunefndin ákvcður að senda ekki knattspyrnumenn á Ólympíuleikana Fyrir nokkru síðan var frá því skýrt hér í blaðinu, að 2. deildar liðið Birmingham, sem er líkt að styrkleika og Brent- ford, hefði sigrað danska lands liðið með 2—1 og 3—1. Ekki hika Danir samt við að að senda knattspyrnumenn sína á Ólym- píuleikana. En hér á Islandi eru önnur sjónarmið ríkjandi hjá forustumönnunum. Á sama tíma og knattspyrnumenn okk- ar sigra Brentford tvisvar, á- kveður Ólympíunefnd Islands,- að senda ekki knattspyrnumenn á Ólympíuleikana, þrátt fyrir, að allra álit sé, að knattspyrnu ipenn okkar hafi aldrei verið betri en nú, og myndu áreiðan- lega ekki vera lakari fulltrú- ar fyrir ísland á leikunum, en inegin hluti þeirra frjálsíþrótta manna, sem senda á. Hér er því ekki rétt á málunum haldið. Skíðamenn, sundmenn og frjáls íþróttamenn hafa verið send- ir á Ólympíuleiki og enn hefir þeim ekki tekizt að hreppa stig. Á næstu leikum eru að- eins líkur fyrir að einum þeirra, Erni Clausen, takist að komast svo langt að verða meðal sex fyrstu. Aftur á móti hafa kntt- spyrnumenn okkar aldrei keppt á Ólympíuleikum, einasta í- þróttagreinin hér á landi, er eitthvað kveður að, sem aldrei hefir átt fulltrúa á þessum a.l- þjóðavettvangi, og nú, þegar þessu gullvæga tækifæri er sleppt, mun liða langt árabil, þar til líkt tækifæri kemur aft- ur. En því miður mun KSÍ ekki eiga minni sök á þessum mis- tökum en Ólympíunefndin. Leikur pressuliðsins og Brentford. Áhorfendur fjölmenntu mjög á völlinn og munu hafa verið nokkuð á fimmta þúsund, þrátt fyrir að veður var ekki sem bezt, vestan strekkingur, og eins að útvarpað var lýsingu á síðari hálfleiknum. Yfirleitt var leik- urinn mun prúðmannlegar leik- inn, en fyrri leikirnir, og má það fyrst og fremst þakka dóm- aranum, Guðjóni Einarssyni, er dæmdi af sinni alkunnu rögg- semi. Nokkrar breytingar voru á liði Brentford. Húm snjalli Bowie, 20 þúsund punda mað- urinn, lék nú með, en hann hafði ekki leikið í liðinu frá fyrsta leiknum. Fyrri hálfleik- ur var nokkuð jafn og skiptust liðin á upphlaupum, og sam- leikur pressuliðsins var oft með ágætum, stuttar sendingar og liðið notfærði sér meira opin svæði, en sést hafði til íslenzku liðanna í fyrri leikjum. Brent- ford varð fyrri tH að skora. Gunnari Guðmannssyni hafði misheppnazt spyrna, vörnin Útvarpið Útvarpið í dag: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 12.10 Hádegisútvarp. 12.50—13. 35 Óskalög sjúklinga. (Ingibjörg Þorbergs). 15.30 Miðdegisút- varp. — 16.30 Veðurfregnir. 19. 25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleik- ar. 19.45 Auglýsingar. — 20.00 Fréttir. 20.30 Ari Arnalds fyrr- um bæjarfógeti áttræður. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dag- skrárlok. Árnað heilía Trúiofun. Á hvítasunnudag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elín Vil- mundardóttir og Stefán Ól. Jónsson. Þau éVu bæði kenn- arar við Lauganesskólann í Reykjavík. opnaðist, og miðframherji Brentford komst í dauðafæri og skoraði. Má segja, að þetta hafi verið eina virkilega góða tækifærið, sem Brentford fékk í leiknum til að skora. Yfirleitt gaf vörnin sig aldrei, og þegar Bretunum tókst ekki að leika alveg að markinu, gripu þeir til þess örþrifaráðs, að reyna að skjóta á markið af löngu færi en vegna þess, hve lélegum skot- mönnum liðið hefir á að skipa, skapaði það sjaldan nokkra hættu. 1 einu upphlaupi ís- lenzka liðsins undir lok hálf- leiksins varð miðframherja Brentford það á að skora hjá sínu eigin liði, og það, að því er virtist, í næstum hættulausri stöðu. Endaði hálfleikurinn með jafntefli. Fljótlega í byrjun síð ari hálfleiks var dæmd víta- spyrna á Brentford, er einn varn arleikmaður sló knöttinn til að koma honum framhjá Reyni. Gunnar Guðmannsson skoraði örugglega úr vitaspyrnunni. 1 . þessum hálfleik voru Bretarnir ' mun meira í sókn, en íslenzka vörnin gaf aldrei eftir, og er ' þetta einn bezti varnarleikur, sem sést hefir til íslenzkra knatt spyrnumanna. Pressuliðið náði oft . hættulegum upphlaupum, sem rugluðu vörn Brentford, 'vegna hraða framherjanna. | Markmaðurinn stóðst þó raun- ina, varði hörkuskot frá Ólafi Hannessyni af stuttu færi, og stórglæsilega spyrnu frá Sæ- mundi, efst í hornið hægra meg in. Sæmundur kom í stað Gunnlaugs Lárussonar, er meiddist mikið í fyrri hálfleik. Þá átti Gunnar Gunnarsson upplagt tækifæri í lok leiksins. Leikurinn endaði því með sigri pressuliðsins 2—1 og mega ís- (lenzkir knattspyrnumenn vel við una, að hafa tekizt að sigra hina ágætu atvinnumenn tvis- var. Liðin. Traustustu menn pressuliðs- ins voru varnarleikmennirnir. Helgi brást aldrei í markinu, og Karl og Einar voru mjög örugg ir. Samt var aðalstyrkur liðs- ins að hafa Hauk Bjarnason sem bakvörð. Hann gætti hins hættulega Bowie svo vel, að Skotinn skipti um stöðu um miðjan síðari hálfleik. í sókn- inni voru Gunnar Guðmanns- son og Reynir beztu mennirnir, og tilraunin með Gunnar Gunn arsson sem innherja tókst í alla staði mjög vel. Bjarni var ekki eins góður og í fyrri leikj- um, enda er ekki heiglum hent, að mæta hinum ágæta Green- wood, bezta manni Brentford. Heimsókn Brentford er lok- ið og íslenzku knattspyrnumenn irnir hafa náð ágætum árangri, unnið tvo leiki, gert eitt jafn- tefli, en tapað tveimur, skorað 10 mörk gegn 11. H.S. Leyndannál Oft leynist dís í dalakofa og doði Ieynist oft í kú. í húsi Ieynist hauslaus vofa í hjarta mínu leynist þú. Kennaraþing (Framhald af 1. siðu.) Auk erinda þeirra, sem áð- ur hefir verið getið að flutt verði um aðalmál þingsins verður rætt um launakjör og starfskjör kennara og fleiri stéttarmál. Þinginu lýkur annað kvöld. .■.‘■Y.V.%W;SY.V.V.VAV.,A\%%YA%W.,ASV.V//AVi,J 117. júní 1952 1 ;! ;j •J Þeir, sem hafa hugsað sér að sækja um leyfi til veit- •, ingasölu í sérstökum skálum eða tjöldum í sambandi við / jí hátíðasvæðin 17. júní, fá umsóknareyðublöð í skrifstofu !j •, bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, II. hæð. Umsóknir J« >J skulu hafa borizt nefndinni fyrir hádegi hinn 10. júní n.k. jC Óvenju kjánaleg og uni leið villandi skrif birtust í Morgun- blaðinu í fyrradag, er pressu- liðið, sem lék gegn Brentford, hafði verið valið. Var þar sagt, að blöðunum hefði ekki verið boðið að skipa mann til að velja liðið, a.m.k. ekki Mbl. Hér er ekki rétt með farið. Blöðunum var boðið að skipa menn til þess, og einnig Mbl. En A. St., sem skrifað hefir um leiki Brentford í blaðið, treysti sér ekki til að velja í liðið, vegna ó- kunnugleika á getu knattspyrnu manna okkar. Lét hann þá skoð un í Ijósi við undirritaðann og eins annan blaðamann. Hins vegar vildi hann fá einhvern mann, utan úr bae, eins og hann orðaði það, til að koma í sinn stað. Því var auðvitað neitað algjörlega, því hefði verið hægt að kalla liðið pressulið, ef einhver Pétur eða Páll, sem ekki skrifa um knattspyrnu, liefðu haft hönd í bagga um val liðsins? Liðið var valið af mönnum, sem á undanförnum árum hafa að staðaldri skrifað um knatt- spyrnu í blöð, og ekki í sam- ráði við landsliðsnefnd, KSf eða KRR eða aðra aðila, eins og Mbl. gefur í skyn. KSl og KRR samþykktu hins vegar aff gefa blaðamönnum kost á að velja liðið, eftir að komið hafði í ljós, að þessi sambönd vildu ekki taka það að sér. 1 lok greinaiinnar er reynt á ósmekklegan hátt, að koma því inn, að beztu knattpyrnumenn Akurnes. hafi ekki verið þess verðir að lcika í liðinu. Þetta hlýtur aðeins að vera í ímynd- un greinarhöfundar, því Akur- nesingar komu mjög sterklega til greina, er valið var í Iiðið, einkum Sveinn Teitsson, en hins vegar var álitið, að sú sam æfing, sem reykvíkskir knatt-' spyrnumenn hefðu náð í fyrri úrvalsleik og í samsteypum Reykjavíkurliðanna, myndi reyn ast haldbezt í siðasta leiknum gegn Brentford. , H. S. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. > l wwwmw.v.w.wAv.v.wyvwðViV.w.VA^vví WWWWWWWWWWWWVWUVWWWWWWWWWW.W* Plögg snertandi Grím Thomsen .■ Bókfellsútgáfan h.f. í Reykjavík er að láta semja ævi- S sögu skáldsins og telur ekki óhugsandi, að eitthvað af heim- jl ildum um hann svo sem bréf til hans og frá honum, önn- jj ur plögg, er hann snerta og ljósmyndir af honum kunni að finnast manna á meðal. Væri Bókfellsútgáfunni hin mesta þökk á þvi, ef þeir, sem slik gögn hefðu með hönd- um, vildu ljá henni þau stutta stund til ílits og afnota, enda mundi hún að sjálfsögðu greiða kostnaðinn við send- ingu þeirra fram og aftur. Þeir, sem vilja sinna þessu, eru •|J góðfúslega beðnir að senda plöggin til Guðbrands Jóns- Ijsonar prófessors, Klapparstíg 17, Reykjavík. V.Y.V.'.V.V.V V.'.V.V.VrV.V.VV.V.V.V.V.1 V.’.W.-, Bögglasmjör Smjörlíki Kokossmjör Kökufeiti 40%. ostur ' 30% ostur Rjómaostur Rlysuostur Fæst í heildsölu hjá l HERÐUBREIÐ Sími 2678. W.W.V.V.V.'.V.V.V.V.'.VV.W.V.V.VA’.V.'.V/AV.%W I Reiptog kvenna á sjómannadaginn I Hátíðahöld sjómannadagsins hefjast í dag kl. 3 með kapp- róðri kvenna, síðan fer fram sundkeppni og kappróöur sjó- manna. Á morgun fer fram knattspyrnukappleikur á í- þéóttavellinum milli skipverja á m.s. Reykjafossi og m.s. Trölla íossi, dómari verður Guðjón Einarsson, fulltrúi hjá Eimskipa íélagi íslands, einnig fer fram reipdráttur milli fulltrúaráðs sjómannadagsins og kvenna- deildar Slysavarnafélags ís-1 lands á íþróttavellinum. í Hafn arfirði verður farið í hópgöngu frá verkamannaskýlinu kl. 9,30 f.h. og verður gengið til kirkju, en þar verður sjómannaguðs- þjónusta og prédikar séra Garð ar Þorsteinsson. Dansleikur verð ur um kvöldið í Alþýðuhúsinu, en að öðru leyti verða hátíða- höld Hafnfirðinga sameiginleg með Reykvíkingum. í kappróðr inum keppa níu sjómannalið og fimm kvennalið. | Í í !J» annast undirbúning og fyrirgreiðslu í Reykjavík fyrir ;• ! Jj stuðningsmenn séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, í I* við forsetakjörið: ^ J> í :■ •J Almenn skrifstofa í húsi Verzlunarmannafélags »1 jí Reykjavíkur, Vonarstræti 4 II. hæð, sími 6784, *I JÍ opin kl. 10—12 f.h. og 1—8 e.h. JÍ *• • ■« J« Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu !■ Ij sími 7100 (5 línur) opin kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. Ij Ij Aðstoð við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í síma Ij Ij 7104 frá kl. 10—12 f.h. og frá 2—6 og 8—10 e.h. í »1 »J •. Skrifstofa Framsóknarflokksins, Edduhúsinu. sím ■. jí ar 6066 og 5564, opin kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. JÍ ■: •: J. Stuðnmgsmenn séra Bjarna Jónssonar eru beðnir að J« Jj hafa samband við þessar skrifstofur. J« "» *■ VVV.V.'.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.'A'.V.V.V.V.V.V.V.W^ y.W.V.V.W.V.V.V.V.V.’.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.VA'V j; Kosningaskrifstofa stuðningsmanua J. Ásgeirs Ásgeirssonar |j Austurstræti 17 .« í Opin frá kl. 10—12 og 13—22. Símar 3246 og 7320 •[ AAWWWWWVW%WWVW%W‘WWVW%,WWWWWWUVVWW-a

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.