Tíminn - 10.06.1952, Side 8

Tíminn - 10.06.1952, Side 8
„ERLENT W1RLIT“ í »AG: Stjórnmálahorfur í Bretlundi 36. árgangur. Heykjavík, 10. júní 1952. 127. blað. Húnvetningar dansa á götum Reykjavíkur Ern í fjölmennri bændaför til Suðnrlamls o«> koma hér við á þjóðhátíðardaginn Á föstudagsmorguninn hefst fjölmenn bændaför úr Vest- ur-Húnavatnssýslu til SuSuríandsins. Er það búnaðarsam- band sýslunnar, sem gengst fyrir förinni, og verður farið eins langt austur og hægt er að komast með góðu móti. K.R. — Víkingur 2:0 Úrslit knattspyrnukappleiks- ins, sem fram fór á íþróttavell inum í gærkveldi, urðu þau, að KR vann Víking með 1-0. Leikur inn var hluti af íslandsmeistara keppni í knattspymu. Færeyingurinn mælti á íslenzku, * Islendingurinn á færeysku Færeyskt blað skýrði frá því fyrir skömmu, að íslenzk- ir og færeyskir stúdentar í Kaupmannahöfn hefðu haft m.eð sér sameiginlega tölu- verða félagsstarfsemi í vetur og meðal annars haldið sam- eiginlegt mót færeyskra og ís- lenzkra stúdenta seint í apríl. Var um 100 manns á móti þessu. Héldu þar aðalræðurn ar Færeyingur og íslending- ur, og talaði Færeyingurinn á íslenzku og íslendingurinn á færeysku. íslendingurinn, Jónas Krist jánsson, sagði frá sjálfstæðis baráttu íslendinga frá fyrstu tíð og fram á þennan dag. — Færeyingurinn, Úlvur Zacha- riasson, sagði frá menningar- sambandi íslendinga og Fær- eyringa og nefndi hve mikl- um mun íslendingar hefðu staðið betur að vígi, þar sem þeir áttu fornar gullaldarbók menntir en Færeyingar eng- ar. Kvaðst hann vona að mjög vaxandi menningarsamstarf milli íslendinga og Færeyinga ætti sér stað á næstu ára- tugum. Rússar safna enn liði að marka- Rússnesku hernámsyfirvöldin í Vestur-Þýzkalandi safna enn iiði vestur að markalínunni og hefir aldrei verið þar svo mann margt sem nú. Brezku hernáms yfirvöldin tilkynntu í gær, að hætt væri að hafa brezkan her- vörð við útvarpsstöðvarbygging una, sem austur-þýzk yfirvöld hafa ráðið yfir, en brezki her ihn tók í sína umsjá á dögun- um, þar sem hún er í brezka her Eánashlutanuna. Ekki er alveg vitað hversu margir taka þátt í íörinni, en þátttaka verður mikil, líklega milli 80 og 100 manns. Á föstudaginn verður fyrst ekið suður til Hvanneyrar og borðaður þar hádegisverður. Síðan er áætlað að halda til Þingvalla og Laugarvatns og gista þar. Á laugardag, sunnu dag og mánudag verður síðan ekið um Suðurlandsundirlend ið. Ráðgert er að fara eins langt austur í Skaftafells- sýslu, eins og færð leyfir. En að því loknu verður snúið heim á leið á mánudag. Þriðjudaginn 17. júní hyggst ferðafólkið að gista höfuð- staðinn og taka þátt í hátíða- höldum dagsins þar. Verða því óvenjumargir húnvetnsk- ir bændur og bændakonur á Austurvelli og á útidansleikj- um á götum bæjarins að þessu sinni. j Bændafarir sem þessar, ■ fara nú mjög í vöxt og er á-j nægjulegt til þess að vita. —■ Hefir fólk jafnan gagn og, gaman að sækja heim fjar-j læg byggðarlög og kynnast þar fólki og nýjum sjó^’-- miðum og starfsaðferðum. Kosningaskrif stof an Vonarstræti 4 opin kl. 10—10 Vegna villu í auglýsingu hér í síðasta blaði skal á það bent, að kosningaskrifstoía stuðningsmanna sr. Biarna Jónssonar í Vonarstræti 4 er opin frá kl. 10 til 10 að kvöldi dag hvern, og símar hennar eru 6784 og 80004. Eru þar veittar allar upplýsingar um kosninguna. 1200 Færeyingar á 60 skip- um að veiðum við Grænland FJög'iir flistiilngaskip eru í förum með tit- j g’erðarvörur lil Grænlauds og fisk helm j j Færeysk blöð skýra frá því að um þessar mundir sé fyrsta fiskflutningaskipið, Súsanna, á leið heim til Færeyja frá Grænlandi með fyrsta saltfiskfarminn á vorinu. Alls munu slík fiskflutningaskip verða fjögur í förum í sumar, og flytja þau salt, beitu og aðrar útgerðarvörur til Grænlands en fisk heim. — Flóttamannastraum urinn fer hrað- vaxandi Flóttamannastraumurinn vestur á bóginn frá Austur- Þýzkalandi hefir farið mjög vaxandi síðustu dagana, síð- an samningarnir voru undir- ritaðir í Bonn. Gerist þetta þrátt fyrir síauknar varnir Rússa við hernámslínuna. í gær kom 20 manna hópu í einkennisbúningum austur- jjýzku lögreglunnar vestur yf- ir og baðst vistar. Til brezka hemámssvæðisins hafa kom- ið um 2000 flóttamenn síðustu 9 dagana, og svipuð tala til ameríska svæðisins. Sjómaunadagur (Framhald af 1. siðu.) Á sjómannadaginn fór svo fram reiptog og knattspyrna á íþróttavellinum og varð jafntefli í knattspyrnunni á milii skipshafna af Reykja foss og TröIIafoss. Aftur á móti var langt frá að jafn- tefli næðist í reiptoginu á milli átta manna úr sjó- mannadagsráði og tólf sjó- mannakvenna, því sjómanna konurnar sigruðu með yfir- burðum, dróu þær sjómanna dagsráðið tvisvar og voru ekki lengi að því, 36 sek. í fyrra skiptið «g 35 sek. i seiaaa skiptíi. Fjársöfmmin til * Arnasafns geng- nr vel Fjársöfnun sú, sem efnt var til fyrir skömmu í því skyni að reisa hús yfir íslenzku handritin sem nú eru í Dan- mörku, hefir gengið mjög vel, og hafa undirtektir almenn- ings verið mjög góðar. Mörg félög og einstaklingar hafa lagt fram rausnarlegar fjár- hæðir. Þegar hafa safnazt um 29 þús. krónur, en auk þess hafa verið tilkynnt framlög ■ frá ýmsum aðilum. Sem dæmi um áhuga fólks á þessu máli má geta þess, að innan margra fyrirtækja og stofn- ana hefir starfsfólkið efnt til samskota með prýðilegum j árangri, sjómenn á skipum hafa skotið saman, t.d. skips- höfnin á b.v. Ingólfi Arnar- syni, er sendi myndarlega pen ingaupphæð, kr. 3.150,00, og í; sumum hreppum hefir verið; stofnað til fjársöfnunar, og hafa þegar borizt framlög- úr einum þeirra, Eiðahreppi í Eiðaþinghá, en þar gekkst hreppsnefndin fyrir söfnun- inni. Á mörgum bæjum í Eiða hreppi lagði hvert einasta mannsbarn eitthvað af mörk- um til söfnunarinnar. Þá hafa ýmsir áhugasamir einstakl- ingar tekið að sér fjársöfn- un, en þeir aðrir, sem það vildu gera, geta fengið af- henta söfnunarlista í skrif- stofu fjársöfnunarnefndar í Háskólanum, sími 5959 (opið kl. 5—7 e.h.). Þar er einnig tekið við framlögum til hand ritahússins. Alls munu færeysku veiði- skipin verða um 60 við Græn- land í sumar, og um 1200 fær- eyingar verða við ' veiðar á þessum skipum og fiskverkun 1 landi. Fleiri en í fyrra. .... Skipin flytja vörurnar til Færeyingahafnar, þar sem færeyska Grænlandsfélagið annast sölu varanha til út- gerðarmanna. í fyrra , voru flest færeysku skiþiii með línu, en nú hafa mörg þeirra bæði línu og draghöt. — Stærstu skipin hafa og litla báta með, sem sjómennirnir fiska á frá skipunúm. Afli er nú mjög góður við Grænland og gera Færeying- ar sér hinar beztu vonir um útgerðina í sumar.- Færeyingar á norskum skipum. Auk Færeyinganha á fær- eysku skipunum, eru um 80 Færeyingar á norskum skip- um og bátum við Grænland, aðallega frá Álasundi. Gengið hefir illa að fá norska fiski- inenn á Grænlandsveiðar. — Færri Færeyingar komust þó á norsku bátaríá en fara vildu. — Hlývifcl komið ueh allt land Um helgnia brá til hlýrra veðurs um allt land, og í gær var viða hlýindarigning, eink um á Suðurlandi og Austur- landi en bjartara á Norður- landi. Vona menn nú að skjótt bregði til sumarveðurs, er bæti svo sem verða má her- virki hins mikla áhlaups, enda verður nú að koma góð sprettutíð, ef sláttur á ekki að hefjast með allra síðasta móti. — 300 hreindýr flutt til Vestur-Græn- lands Ákveðið er nú, að gera all- mikla tilraun með hreindýra- rækt í Vestur-Grænlandi, svo framarlega sem fjárveiting fá- ist til þess hjá danska þinginu. Munu verða flutt þangað 300 hreindýr frá Finnmörk. Um 100 ár eru nú síðan miklir flokkar villtra hreindýra ólu ald ur sinn á vesturströnd Græn- lands, en á fyrstu 30 árunum eftir að byssan hélt innreið sína í landið, er talið, að þar hafi ver ið lögð að velli um 25 þúsund fereitedýr. Fulltrúi frá íslands- riti í Svíþjóð Hingað er komin til lands sænsk stúlka, ungfrú Gunvor Beijbom, sem starfar við Stock- holms-Tidningen, en kemur hingað til að vinna. að málefn um íslandsvinasamfaka i Sví- þjóð, sem Sverige-Island nefn- ast.. T-: 1 fyrra byrjaði félagið. á út- gáfu vandaðs tímarits, sem sent hefir verið til skóla og ýmissa stofnana í Svíþjóð auk þess sem það er ætlað félagsmönnum og öðrum þeim sem fræðast vilja um ísland. Hefir rit þetta sem-er hið vand aðasta og kemur tvisvar á ári, þegar gert mikið,.: gagn og Stuðlað að aukinni þekkingu á íslandi og íslendingum í Svía- ríki. í félaginu Sverige,-Island eru 175 félagar. Eru það-flest Svíar, sem yfirleitt hafa bundizt vin- áttuböndum við lanþ og þjóð í ferðalögum hingað og íslending ar, fáir þó, sem búsettir eru í Svíþjóð. Allmargir Svíar eru í félaginu, sem aldrei hafa til Is- lands komið. Ágóði af útgáfu ritsins hefir orðið 2 þúsund sænskar krónur og hefir honum verið varið til að styrkja íslenzkan-og sænsk- an stúdent til náms, þeim sænska á íslandi og íslenzka i Svíþjóð. Stúlkurnar fóru í reiptog í Ólafsfirði Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði. Hátíðahöld sjómannadags- ins í Ólafsfirði hófust kl. 11 f.h. með hópgöngu, en að henni lokinni var hlýtt á messu. Eftir messu var svo lagður blómsveigur á minnis- varða drukknaðra sjómanna. Eftir hádegi héldu hátíðahöld in áfram, og fór þá fram riep- tog á milli stúlkna af frysti- húsum staðarins og sigruðu stúlkur frá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar h.f. Keppt var í stakkasundi og tóku fjórir menn þátt í þeirri keppni. Fyrstur varð Magnús Stefáns- son og synti hann 25 metra á 0,29,0 sek. Einnig fór fram kappsund kvenna, fyrst varð sveit frá Hraðfrystihúsi Kaup félags Ólafsfjarðar. í kapp- róðri kepptu sjö sveitir og sigraði sveit af m.s. Sævaldi : 1,39,6 sek. Fyrstu verðlaun í kappróðrinum var lítið króm- að stýrishjól úr kopar, var í fyrsta skipti keppt um það í fyrra, en þá hreppti það skips höfnin af Einari Þveræing. —- Um kvöldið var dansað i sam komuhúsi staðarins og lauk dansinum kl. 2. Allmargir tóku þátt i þessum hátiðahöldum og fóru þau hið bezta fram. Söfnuðust um 3.500,00 kr., sem renna til björgunarskútu Norðurlands. Aflabrögð hafa verið léleg á þessu vori, enda lítið um beitu. Treyst var á beitu frá Akureyri, en smásíldarveiðin þar hefir algerlega brugðizt í vor. — Ungfrú Gunvor ætlar að safna efni í félagsritið hér og eins auglýsingum og er áreiðanlega heppilegt fyrir íslenzk fyrirtæki, ekki sízt fyrir þau, sem viðskipti eiga við Svíþjóð, eða vantar aukna markaði fyrir íslenzkar afurðir, að auglýsa í þessu virðu lfega tímariti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.