Tíminn - 10.07.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.07.1952, Blaðsíða 2
*. TfiMINN, fimmtudaginn 10. júlí 1952. 152. blað. Góð kynbótakýr getmr gefíð af sér siokkra tuga kálfa á ári Fs’jóvjíuð egg íekiii úr kyiilióíukúin ea Ivostamimii kýr látnar gan»'a mc9 fóstriS Hvaða ástæða er að láta úr- valskýrnar slíta sér út á því og eyða tímanum í að ganga með og fæöa kálfa, þegar auð velt er að láta stirtlurnar gera það? segir amerískur kynbótafræðingur, dr. J. Hammond að nafni. Hann hef ir flogið yfir Atlanzhafið frá Englandi til Ameríku með frjófguð egg úr kanínum og gróðursett eggin í móðurlífi amerískra kanína með þeim árangri, að Ameríkanarnir fæddu Breta. Þetta hefir hann gert til þess að ryðja brautina að því markmiði að flytja á sama hátt frjófguð egg úr kúm og gróðursetja í móðurlífi kúa handan hafs- ins. Hvaða ástæða er að flytja kynbótapeninginn sjálfan, þegar hægt er að ná sama árangri með flutningi frjófg- aðra eggja? spyr hann. Kýr hefir tvisvar fætt kálf annarrar. Það er ofur eðlilegt, segir Hammond ennfremur, að næsta skrefið við gervisæð- inguna sé flutningur egg- sellna milli dýra. Afburða und aneldisdýr eiga ekki að eyða kröftum og tima í það að ganga með og ala fóstur sitt, þegar hægt er að láta kosta- minni einstaklinga gera það með sama árangri. í stað þess að fæða af sér einn kálf á ári, á afbragðskýr að geta bætt við stofn sinn nokkrum tugum kálfa á ári. í Ameríku hefir tekizt að flytja frjóvguð egg míili kúa' með þeim árangri, að fóstur- kýrnar hafa fætt kálfa ann- | arra kúa. Tvær slíkar kálfs- '■ fæðingar hafa orðið, og nú er sú þriðja í vændum með þess um hætti. Þetta hefir hins vegar tekizt margoft með kan1 ínur. Og nú er farið að reyna nýjar aðferöir með kanín-’ urnar. Þeim eru gefnir ákveðn1 ir hormónar, sem valda því að egg þeirra þroskast fyrir venjulegan kynþroskatima þeirra. Þessi egg eru tekin og frjóvguð en síðan gróðursett i fullvöxnum kanínum. Það þarf ekki einu sinni að bíða eftir því að dýrin verði full- vaxta til þess að fá úr þeim egg. Vonir standa til að þessu sé einnig hægt að beita við ÚtvarpLð ■Útvarpið í dag Fastir liðir á venjulegum tím- um. — 19,30 Danslög. 19,40 Les- in dagskrá næstu viku. 19,45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20,20 Einsöngur: Hemrich Schlusnus syngur. 20,35 Erindi: Leiklistin í Bandaríkjunum; fyrra eríndi (Ævar Kvaran leikari). 21.05 Tónleikar (plötur). 21.20 Upp- lestur; Jón úr Vör les úr ljóða- bók sinni „Með örvalausum boga.“ 21.35 Sinfónískir tónleik- ar (plötur). 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. 22.10 Framhald sin- fónísku tónleikanna. 22.45 Dag- skráríok. Útvarpið á morgun; Fastir liðir á venjulegum tímum. 19,30 Harmonikulög. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20. 30 Utvarpssagan: Grónar göt ur,% frásögukaflar eftir Knut Hamsun; II. (Helgi Hjörvar). 20.00 Tónleikar. 21.25 Frá út- löndum. 21.40 tslenzk tónlist. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Tónleikar.22.30 Dagskrái lok. — kýr síðar meir. Mestur vand- inn er að komast hjá smiti, en búizt við að aðferð finn- ist, sem fyrirbyggi það. Tilgangurinn með því að fljúga yíir Atlanzhafið með frjóvguð kanínuegg er sá, að aíla þeirrar reynslu, sem þarf til þess að gera hið sama við frjóvguð egg úr kúm. Það er dýrt að flytja fullvaxta kyn- bótanautgripi yfir úthaf, en eggsellurnar vega ekki mik- ið. Auk þess er með þessum hætti hægt að komast hjá flutningi hættulegra búfjár- sjúkdóma milli heimsálfa, en flutningi kynbótadýra fylgir alltaf slík hætta. Þá eru einnig komnar vel á veg tilraunir með að hrað- frysta nautssæði og flytja þannig og geyma lengi. Geíur það einnig aukna möguleika til kynbóta milli fjarlægra landa. För skagfirzkra kvenna til Mývatns- sveitar Frá fréttaritara Tímans á Hofsósi. Síðastliðinn laugardag bauð Kaupfélag Austur-Skagfirð- inga, Hofsósi, konum af félags svæðinu í skemmtiför til Mý- vatnssveitar. Var lagt af stað í þremur stórum bifreiðum um morguninn klukkan 7 og hald ið til Akureyrar, en þar var boröað. Á meðan staldrað var við á Akureyri var konunum, en þær voru áttatíu, boðið að skoða verksmiðjuna Gefjun og starfsemi hennar. Frá Akur eyri var ekið út Svalbarðseyr- arveg og út fyrir Vaðlaheiðar- ranann og inn Fnjóskadal. Var öðru hvoru stanzað á leið inni og umhvérfið skoðað, síð an var ^tanzaö í Vaglaskógi. Frá Vaglaskógi var svo haldið áfram austur og gist í Reykja- hlíð um nóttina. Daginn eftir var farið um Námaskarð og síðan ekið til Húsavíkur. Frá Húsavik var ekið eins og leið liggur til Akureyrar og heim. Konurnar komu heim á mánu dagskvöld og Iétu þær hið bezta yfir förinni, enda fengu þær ágætis veður. Túlípanarnir bera liti fyrirtækisins Gróðursetning sumarblóma á ýmsum stöðum hér í bæn- um gera sitt til aö sýna mal- arbúanum, að nú er sumar. Blóm þessi eru í hinum feg- urstu litum og stórir túlipan- ar hneigja þung og fögur höf- uð sín við vegfarendum. Þó að túlipanar séu litfagrir, þá ber hver þeirra sérstakan lit, en hafa ekki blandaða liti. Samt sér maður, þegar ekið er inn Suðurlandsbraut, að benzín- stöðin Shell hefir tekið túlí- panana í sína þjónustu og gróðursett þá á litilli grasflöt fyrir framan stöðina. Eins og kunnugt er, þá eru einkennis- litir Shell gult og rautt, og hver túlípani á grasflötinni hefir einnig gul og rauð blöð. Það má segja, að ekki vanti stílinn á fyrirtækið. Leikflokkur Guim- ars Hansens á Norð- uriandi Leikflokkur Gunnars Han- sen sýndi „Vér morðingjár" í samkomuhúsinu aö Breiðu- mýri föstud. 4. júlí, Þrátt fyr- | ir það, að fjöldi fólks úr S,- þingeyjarsýslu hafði farið á Eiðamótið, og þeir sem heima voru höfðu mjög takmarkað- an bílakost vegna þess, var aðsókn góð. Ijeiknum var mjög vel tekið og vakti óblandna hrifningu. Enda fer þar saman listaverk frá höfundarins hendi, ágæt leikmeðferð og frábærlega listræn sviðsetning. Undrar mig ekki, þótt hinir ungu og glæsilegu leikarar hverfi ekki fljótt úr huga áhorfenda og dveljist þar jafnvel í vöku og svefni. Svo er um þann er þetta ritar, sem viðstaddur var. ! Leikflokkur þessi fer víða um land og ættu menn ekki að láta undir höfuð leggjast að sjá sýningar hans. Að sýningu lokinni að Breiðumýri, ávarpaði Páll H. Jónsson kennari leikflokkinn. Sagði hann, að þetta væri í fyrsta sinn, sem leikflokkur úr höfuðstaðnum sýndi í 1 sveitum sýslunnar og þakkaði, að það skyldi vera svo ósvik- in og sönn list, sem hann flytti. Þá bað hann fyrir .kveöju áhorfenda til Gunnars 'Hansen leikstjóra, og þökk . fyrir hans frábæru leikstjórn. Einar Pálsson leikari þakkaði fyrir hönd leikflokksins, Páli fyrir vinsamleg orð og áhorf- endum fyrir skilning þeirra á svo listrænu en nokkuð erf- iðu viðfangsefni flokksins. | Hafi leikflokkur Gunnars I Hansen mikla þökk fyrir kom una og hve til ferðarinnar er i frábærlega vandað. Áhorfandi. óskar eftir aö leigja 2 góðar íbúðir með húsgögnum nú þegar. — Tilboð merkt „íbúð“ sendist skrifstofu flug- vallastjóra ríkisins fyrir 15. þ. m. <Sn Chevrolet fólksbill 2ja dyra chevrolet fólksbíll model 1938 til sölu. Tilvalið tækifæri fyrir bílaviðgerðarmenn. Upplýsingar í síma 7776. t 2 stk. járnrennibekkir, \ l annar þeirra hentugur fyrir búvéla- og bílaviögerðir 4 o. þ. h., til sölu. ▼ Upplýsingar í shna 7776. ■ 4»^. (V.V, .vw, .V.W.W, ‘.'.‘.V.W.V.W.W Ferðafólk j Kexið frá okkur er ómissandi í nestið. Fæst í hcnt- , jl ugum og ódýrum pökkum og einnig í lausri vikt. Þing S.Í.B.S. haldið í Krisínesi 8. þing S.I.B.S. verður sett í Kristnesi föstudaginn 11. þ. m. kl. 2 e.h. Mun þingið fjalla um skýrslu um rekstur Vinnu heimilisins og störf sambands ins. Aðalmál þingsins verður byggingaframkvæmdir að Reykjalundi næstu 2 ár. Auk þess ýmis önnur mál. Fara mun fram kosning forseta sambandsins og þriggja manna í sambandsstjórn. Meðal gesta, sem þingið sitja, eru 8 stjórnarmeðlimir í De Nordiska Tuberkulos Förbundens Centralorgani- sation. Eru tveir frá hverju landi: Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Eru þessir gestir meðal annars komnir hingað til að sitja 4. -fund stjórnarinnar, sem haldinn verður að Reykjalundi 16. og 17. þ.m. Þetta allsherjar- bandalag berklasjúklinga á Norðurlöndum, D.N.T.C., var stofnað að Reykjalundi sum- arið 1948 á 10 ára afmæli S.í. B.S. Fyrir S.Í.B.S. í stjórninni eru þeir Árni Einarsson og Þórður Benediktsson. vw.v.w.v.v.w.v.v.v.v.v.w.v.v.v.v.w.v.v.v.v, | miiHiiMHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiuiii* 11 # Gerist áskrifendur áð i l^Jímunum _ Áskriftarsími 2323 ‘milllllinHIHIIIIIIItnillllllllllllllllllHIMtllllUIIIIIIMHM Snitt-Tappar (Whitwort) 1/16”, 5/32”, 1/4”, 5/16”, 3/8”, 7/16”, 1/2”, 5/8”, 3/4”, 7/8”, 1” Rörsnitt-tappar 1/8”, 1/4”, 3/8” Spiral-borar H. S. frá 1 mm Spiral-borar Carbon, stál frá 1 mm Patrónur í rennibekki 4”, 5”, 6”, 7” Pinnálar á kúlulegum Con- us 1—2—3 Járnsagarblöð 12” All hard Rörklúppur 1/2”, 1” do. 1”,2” Rörhaldarar 1(4”, 2”, 2y2”, 3”, 4” Úrsnagar f. rör - t Rörtengur (amerískar) Ridge, margar stærðir Lausasmiðju; „Alcosa" Sendum gegn póstkröfu um land allt. Verzl. Vald. Poulsen h.f. Klapparstíg 29, sími 3024. a/jca/ ICEIAND 1 T r úlof unarhr inga r = i f'ávallt fyrirliggjandi. — Sendi gegn póstkröfu. Magnús E. Balðvinsson Laugaveg 12 — Reykjavík o Þetta vinsæla kynningarrit, sem samið er af Ólafi Hanssyni, mennta skólakennara, er nýkomið í ann- arri útgáfu. Það er 80 bls., sett nijög drjúgu letri, með 45 mynd- um, ásamt íslandsuppdrætti. Bók- in flytur margvíslegan fróðleik um land og þjóð, m. a. Um ís’.enzkt atvinnuKf og menningu. ÞETTA ER HENTUG OG • SMEKKLEG GJÖF HANDA VÍNUM YÐAR OG VIÐSKIPTAFYRIRTÆKJUM ER- LENDIS. — TAKIÐ HANA MEÐ YÐUR, ÞEGAR ÞÉR FARIÐ TIL ÚTI ANDA. — Verð kr. 16,00 int. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. IIMJIIIIIIIIHHII E Reykjavík-Laugarvatn. | Grímsnes-Biskupstungur. | Gullfoss-Geysir. Sérleyfisferðir sími 1540. | ÓLAFUR KETILSSON. | IHmilllHtHllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.