Tíminn - 10.07.1952, Page 6
■mnmniiiiiiuniiinnniiiiiiitiniiiminitinimiiniiiiii
«.
TÍMINN, fimmtudaginn 10. júlí 1952.
152. blað.
Óþehhti ma&urinn l PJÖDtEIKHÚSID
Mjög athyglisverð, ný norsk f
mynd, gerð eftir hinni frægu \
verðlaunabók Arthurs Omres |
„Flukten". Aðalhlutvekið |
leikur hinn kunrii norski |
leikari |
Alfred Maurstad.
I myndinni syngur dægur-1
lagasöngkonan
Lulu Ziegler,
er söng hjá Bláu stjörnunnl. |
Sýnd kl. 5,15 og 9
NÝJA BIO
Leðurblahtm
eftir Joh. Strauss,
Sýning í kvöld kl. 20,00. i
Síðasta sinn.
UFPSELT.
i» ♦♦♦♦♦♦♦♦*»♦ ;
I if Austurbæjarbíó
=
Drottinn þurfnast 1
þjóna
(Dieu a besoin des hommes) 1
Frönsk stórmynd, er farið hef |
ir sigurför um allan heim og 1
verið talin eitt mesta snilldar §
verk franskrar kvikmynda-1
listar. Leikstjórn annast 1
meistarinn Jean Delannoy. I
Aðalhlutverk:
Pierre Fresnay
Madeleine Robenson
Þetta er ein af þeim sérstæðu I
afburðamyndum, sem áhorf- |
endum mun aldrei líða úr =
minni. É
Sýnd kl. 9.
Bönnuð yngri en 12 ára. \
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
BÆJARBÍÓ
- UAFNARFIRÐI -
__________________j 3
Dorseyhræður l
Skemmtileg amerísk jazz-1
mynd úr lífi Dorsey-bræðra. I
Aðalhlutverk:
Tommy Dorsey,
Jim Dorsey,
Jane Blair.
Sýnd kl. 9.
Sími 9184. I
HAFNARBIO
Calc uííís
ELDURINN
terlr ekk< bo8 á undan tér.
Pelr, sem em hyggnnr,
tryggja strax kja
SAMVINNUTRYG6INGUU
Lohað vegna
suniarleyfa
TJ ARNARBIO
=
| Lohað til 15. jjúlí.
GAMLA BÍÓ [|
Töf raboryin
(Magic Town)
i Ný amerísk kvikmynd frá |
; RKO Radio Pictures. Aðal- |
i hlutverkin leika:
James Stewart,
Jane Wyman.
Sýnd kl. 5,15 og 9.
C =
= =
TRIPOLI-BIÓ
Lohað til 12. júlí I
I f veyna sumarleyfa
I
Amerísk kvikmynd, er ger- i
ist í hinum dularfullu Aust- I
urlöndum. f
Alan Ladd, I
Gail Russel.
Bönnuð börnum innan 16 ára |
Sýnd kl. 5,15 og 9.
Eirlent yfirlit
(Framhald aí 5. siðu.)
stundar en að hugsa um að
koma framtíðarstefnu flokksins
í framkvæmd. Baráttumál
augnabliksins sé baráttan fyrir
friði og gegn amerísku heims-
valdastefnunni. Það megi ekk-
ert láta ógert til að skapa henni
íylgi meðal fjöldans og verði
kommúnistar að láta öil önnur
sjónarmið víkja til hliðar á með
an.
Fljótlega eftir þessa grein
Fajon tóku að birtast í L’Hu-
manité játningagreinar eftir
þekkta kommúnista, er játuðu
villu sína. Meðal þeirra var kona
Thorez, sem viðurkenndi það
rangt lijá sér, er hún hefði hald
ið þvi fram, að ekki væri hægt
að hafa samvinnu við lcapitalista
um nein mál.
Flest bendir þannig til þess,
að kommúnistar ætli að breiða
yfir ófarir sínar í Ridgeway-mái
inu með þvi aö taka upp sam-
fylkingaríínu a. m. k. um skeið
eða á meöan þessi ósigur þeirra
er aö gleymast.
Þar sem rétturinn ræður.
Meðal andstæðinga kommún-
ista í Frakklandi hefir því veriö
mjög fagnað, að atburðir þessir
hafa leitt í ljós, að styrkur komm
únista hefir reynzt miklu minni
en við hafði veriö búizt. Það
hafði almennt verið talið, að
þeir gætu efnt til stórra verk-
falla hvenær, sem þeim þætti
það nauðsynlegt, og að þeir
myndu jafnvel getað komið
fram byltingu, ef réttvísin væri
látin ná til einhvers foringja
þeirra. Allt annað hefir nú kom
ið í ljós.
Meðal frjálslyndra manna hef
ir jafnframt verið varað við því,
að ekki mætti um of láta hné
fylgja kviði í þessum viðskipt-
um við kommúnista. Það eina,
sem gæti hjálpað þeim úr þessu,
væri það, ef þeim tæki&t að
gera sig að píslarvot'tum. Rétt sé
að refsa þeim þeirra, er verði
uppvísir að brotum, íyrir þau,
en lengra megi ekki ganga. Mál
gegn Duclos megi ekki hafa á
sér neinn blæ réttarofsóknar.
Það verði að sjást hér svart á
hvítu, að réttarfarið í lýðræðis-
löndunum sé annað en í löndun-
um austan járntjaldsins, þar
sem það myndi kosta líflátshegn
ingu, ef menn gerðu sig seka um
svipað atferíi og Duclps, t. d. ef
menn efndu þar til mótmæla-
óeiröa í sambandi við heimsókn
rússneskra hershöfðingja.
Það sýnir, að Frakkar munu
fara leið réttaríns, að Duclos hef
ir nú verið sleppt úr haldi. Það
sýnir mun vestræns lýðræðis og
austræns einræðis. Kommúnist
ar reyna vafalaust að túlka
þetta sem veikleika og undan-
látsmerki og segja, að stjórnin
hafi ekki þorað annað. Sann-
leikurinn er hins vegar sá, að
það er einmitt i þvi að víkja
ekki af vegi réttarins, sem styrk
leiki lýðræðisins er fólginn.
Vicki Baum:
►V = =
AMPER H.F,
Raftsekjaviimustéfft
Þlngholtstræti XI
Síml 81556.
RafUgnlr — ViffgerSÞ
l
Raflamaefnl
I i
Munið
að
greiða
blaðgjaldið
riú
þegar
Frægðarbraut Dóru Hart
44. DAGUR
«<lllllllIIIIIIIIIIII>4IIIISIIIIIItllllllllllllllllllllllllllflllllllf
E =
E =
S i
: I
= =
I §
| Einnig reimskífur, margar |
| stærðir. — Sendum gegn §
póstkröfu. I
H = =
Aut^lvsinifasíml
TÍMANS
er 813** 'J
Verzl. Vald. Poulsen h.f. 1
1 Klapp. 29. — Sími 3024. |
s 5
MIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIinfl|lllllf|4||l|(IUIIIIIIIIIIIIItllMIIIIII
Vtbreföið Tímaim-
hann hughreystandi. Hann undraðist það enn, hver svipbrigði urðu
á andliti hennar.
„Haldið þér það?“ sagði hún áköf. Hann ætlaöi ekki að strjúka
henni um kinnina en gerði það samt. Hún hafði hita, og hann
fann það.Ef hann átti að vera fullkomlega hreinskilinn við sjálfan
sig, fannst honum hann vera hálfgerður skálkur, þótt hann hefði
heitið henni fjörutíu og fimm þúsundum. Hann hafði-gert sér
þessa stúlku allt öðruvísi í hugarlund, stúlku, sem átti sök á því að
Júddý heimtaði skilnað og hafði komið af stað þessu reginhneyskli.
Bryant hugsaði ósjálfrátt með sjálfum sér: Hún er of góð handa
Franklín. Hann reis á fætur, hneigði sig fyrir Salvatori og þrýsti
hönd Dóru.
Hann dró andann léttar, er hann stóð aftur utan dyra og kveikti
sér í sígarettu. Hann hugsaði sem snöggvast um jarðarfararlyktina
og páfagaukinn í stofu Salvatori, en svo snerist hugur hans aftur
um ungu, sjúku stúlkuna. Aumingja stúlkan, fimm ára söngnám
og lítur helzt út fyrir aö deyja á morgún. Hann varð heitur af
bræði í garð þessa kommúnista, sem hafði skotið hana í brjóstið.
Já, það var sannleikur. Alltaf voru það stúlkurnar, sem urðu að
þola og líða fyrir syndir karlmannanna, jafnvel þótt þeim tækist
stundum að hafa ofurlitlar fjárhæðir út úr körlum eins og hon-
um. Hann ranglaöi út á götuna með sígarettuna í munnvikinu og
fór að skima eftir leigubíl. Hann haföi nefnilega sent sinn eigin
bíl heim, ekki viljað láta hann bíðá utan við þetta hús fyrir allra
augum. Hann gat ekki að því gert, að hann hlakkaði ofurlítið til
að sjá stúlkuna aftur, þegar samningurinn yrði undirritaður hjá
Vanderfelt, og hann undraðist það um leið, að hann skyldi hlakka
til þess.
í október kom Delmonte til New York. Dóra greiddi tvö hundruð
dollara prófgjald fyrir að láta pína sig og þrautprófa í þrjár
klukkustundir. Þá var hún hás eins og hrafn, og andardrátturinn
var ekki á marga fiska. Hún fann hvernig svitinn hríslaðist niður
eftir baki hennar undir nýja, fallega kjólnum, og hún fékk ekkert
færi á að syngja sitt bezta lag fyrír Delmonte, aríuna um Rossini.
Hann lét hana aðeins tóna, mjúkt og milt. Delmonte virtist búa
yfir ofurmannlegri þolinmæði og enga hugmynd háfa ym tíma-
takmörk. Eftir þrjár stundir lét hann hana þó fara, kvaddi hana
kurteislega og kyssti á hönd hennar brosandi. í fremra herberginu
tilkynnti maðurinn, sem hafði gleypt tvö hundruð dollarana henn-
ar, að henni væri vísað frá. Dóra hélt heim á leið fótgangandi.
Hún staðnæmdist í Central park og hvíldi sig þar lengi á bekk og
hugsaði ráð sitt. Svo féll myrkrið á.
Um þetta leyti hafði lögfræðingur Bryants þegar byrjað að
senda henni reglulega fjögur hundruö dollara mánaðargreiðslur.
Hún var nú ætíð vel klædd, hafði engar skuldu- og lifði áhyggju-
lausu lífi. Nokkur hiuti þessarar mánaðaríegu fjárhæðar fór þó
til Cowens í því skyni að hann reyndi að fá Basil náðaðan. Nokk-
urn hluta setti hún líka í bankabók með mikilU leynd, því að hún
hugsaði alltaf um að skapa sér öryggi, og einhvern veginn fannst
henni alltaf, að þessi velgengni hlyti að vera draumur einn, sem
hyrfi einn góðan veðurdag jafn skyndilega og hann hafði hafizt.
Hún bjó enn í sama húsi við 56. götu, en nú var hún í stofunni,
sem fyrr hafði verið vinnustofa Basils.
Þegar hún hafði hugsað nóg um skipbrot sitt hjá Delmonte og
orðið var almyrkt, kallaði hún í leigubifreið og ók heim. Þetta
kvöld komst hún hjá að hitta Salvatori. Hún læddist fram hijá
dyrum hennar og háttaði í myrkrinu. Hún undraðist það í hljóði,
hve þrekmikil hún var oröin, að hún skyld ekki gefa sig'grátin-
um á vald. Hún vildi verða söngkona, og hún vildi læra hjá
Delmonte. Eftir að hún hafði kynnzt þoUnmæði hans og svefn-
gengilsháttum, var hún ákveðnari í því en nokkru sinni fyrr að
verða nemandi hans og síðar fræg söngkona. Áður hafði hún
ekki veríð sérlega metnaðargjörn, en metnaður hennar hafði
með einhverjum kynlegum hætti endurfæðzt á bekknum í Central
park.
Allir aðgöngumiðar að Metropolitan-óperunni voru seldir. New
York var í óperuham og öll leikhús og óperur voru full hvert kvöld.
Það leið vika, þangað til Dóru tókst að ná í aðgöngumiða að
svölum, en það var þó ekki nema á síðdegissýningu. Það var samt
Delmonte, sem söng Otello.
j Cavaliére Delmonte var um fimmtugt, risi að vexti með hvítan
lokk yfir enni, stór og undrunarfull augu eins og barn. Föt hans
voru líka geysivíð, og meðleikendur hans voru eins og smálömb
við hlið hans, þótt sumir þeira vægju allt að 200 pundum. Dóra
hafði aldrei heyrt hann syngja fyrr. Hún sat stirð og gleymdi að
draga andann. Hún vatt hanzkana sína eins og þvottaklút. Þeg-
ar hann söng lokaaríuna í fyrsta þætti, fór kuldahríslingur um
bak hennar, rétt eins og hún væri að fá hita. Þegar rún gekk út
úr húsinu, virtist hún horfa út í bláinn eins og svefngengill, en
vaknaði brátt til hversdagslífsins á ný athafnasamarí og ákveðn-
ari en fyrr.
Á barnsaldri hafði Dóra eitt slnn séð línudansflokk leika listir
sínar í fæðingarbæ hennar. Daginn eftir hafði hún hnuplað
þvottasnúru móður sinnar.bundið hana milli tveggja trjáa í garð-
inum og farið að reyna að ganga á línu. Hún datt og varð að
liggja hálfan mánuð í rúminu með handlegginn í gipsi. Á svip-
aðan hátt hafði nú vaknað í brjósti hennar ofurmannlegt hug-
rekki og dirfska, er hún heyrði Delmonte syngja Otello. Fyrst
mannleg vera gat sungið þannlg og haft slík áhrif með söng sín-
um, vildi hún einnig gera slíkt. Hún vildi standa sjálf á sviðinu
og syngja. Hún haf'ði fyrsta skipti á ævinni fundið með sér þrá,
sem var sterkari en ástin. Hún vildi syngja, hVað sem það kostaði.
Hún ráðfærði sig fyrst við Borghildi, því að hún var eina heil-
brigða, hagsýna og skynsama manneskjan, sem Dóra þekkti. Allir
aðrir voru meira og minna. ga-ga eins og Salvatorí kallaði það,
og'Basil sát í fangelsi! Borghildur bar alltaf vinarþel í brjósti tU
i l