Tíminn - 17.07.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1952, Blaðsíða 6
TÍMINN, fimmtudaginn 17. júli 1952. 158. blað. S - z Austurbæjarbíó f»að hlaut að verða þú Bráðskemmtileg amerísk | gamamynd með’ Corne Wild Ginger Rogers Sýnd kl. 5,i 5 og 9 Lohað vegna sumarleyfa s E ” c H = i = V TJARNARBIO : NÝJA BIO Gleum mér ei (Forget me not) Múrar Jcrikóborgar The Walls of Jerirho). Tilkomumikil ný amerísk stórmynd Aðnlhlutverk: CORNEL WILDE, LINDA DARNELL, ANNE BAXTER, KIRK DOUGLAS. Sýnd ki. 9. I | urför um allan heim. i | Aðalhlutverk: |1Í Benjamino Gíigli f ; Joan Gardner sala hefst kl. 4 e. h. Sýnd kl. 5,15 og 9. BÆJARBIO - HAFNARFIRÐI - 'i: Sterki drenaurinn frá Boston (The great John L.) Aðalhlutverk: Greg Mc. Ciure Barbara Brittan Linda Darnell Sýnd kl. 9 — Sími 9184 H AFNARBIO Stjörnudans (Naricty girl) Afbragðs skemmtileg og ávenju leg amerisk mynd 40 frægir leikarar koma fram í myndinni þar á með al ] Bing Crosby Bob Hope Carny Cooper Alan Lad Dorothy Lamor Sýnd kl. 5,15 og 9 j ELDURINN| gerir ekk< feoS á undan *ér. j Þelr, sem eru hygfuli. tryggja itrax hjt í SAMVINNUTRYG6IN6UU I sýala. AMPER H.F. Baft»kjavlnnustðfa Þlngholtstræti XI Síml 81559. Eaflagnlr — ViSgerlir Raflagnaefnl GAMLA BIO = ; i I Orrustuvöllurinn í — Battleground — I Hin fræga MGM stórmynd, | I Bandaríkjunum 1950, og f jall f Í ar um gagnsókn Þjóðverja í I Í sem hlaut metaðsókn í«| I Ardennafjöllunum 1944. 1 Yan Johnson, John Hodiak, Ricardo Montalban og | Denise Darcel. É Sýnd kl. 5,15 og 9 Bönnuð börnum innan ; 12 ára. TRIPOLI-BIO I I Dtegurlayustríðið | (DISC JOCKEY) * 1 | | Skemmtilcg, ný, nmerísk mynd með | | = miirgum frægustu jnzzleikurum | | = Bandnrikjnnna. TOM DRAKE, 1 I MICÍIAEL O’SIIEA, GINNY SIMMS. | | Ennfremur Tommy Dorsey, George | 1 Sliearing, Rifts Morgan, Herb : 1 Jeffries og m. fl. Si nd kl. 5, 7 og 9. j Bergur Jónsson | Málaflutningsskrifstofa I Laugaveg 65. Sími 5833. I Heima: Vitastíg 14. I i Ragnar Jónsson hæðtaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Siml 175Í I i Lögfræðistörí og eignaum- E ; I ! I I M; s ; s ; I | U 4Munið að greiða blaðgjaldið 'Sj’* ■- s nu þegar Olympíiilefkarnir (Framhald af 5. síðu.) Kostnaður Ólympíuleikanna skiptir milljónum. En þetta eru nú aðeins smá munir ef litið er á það, sem framkvæmdanefndin finnska þarf að punga út. Borgarstjóri Helsingfors, barón Eric von Frenckell, sem er formaður nefndarinnar, hefir enn ekki getað gefið nákvæmar tölur um heildarkostnaðinn, en reiknað er með, að það verði aldrei undir 300 milljónum króna. En þennan kostnað fá þeir endurgreiddan að mestu — það er að segja ef góða veðrið helzt áfram, og enn er ekki útlit fyrir neina breyt- ingu — og ef til vill meir, og megnið af því í dýrmætum er- lendum gjaldeyri. Deilur. Ekki hefir verið komizt hjá því á þessum 15. Ólympíuleik- um, að pólitískar deilur "ættu sér stað. Einkum hefir það ver ið út af Kína, og þegar þetta er skrifað hefir það enn ekki verið jafnað. Frá Formosa- Kína eru þegar komnir til Hels ingfors 27 keppendur, megnið basketballleikarar, og í Lenin grad er stór hópur frá hinu kommúnistiska Kína. Þegar dregið var um í körfuknatt- leiknum hvaða lönd ættu að leika saman, var haldið opnu sæti fyrir báða þessa aðila — en óvíst er hvað verður ofan á, hvort báðir þessir aðilar keppi — eða hvorugur. En það er nokkuð mikið að hafa ferð- ast frá Formósu og Kína, án þess, að fá að taka þátt í leik- unum. Það verður erfitt fyrir Alþjóða-ólympíunefndina að skera úr þessu deilumáli. Hins vegar e.r ekki úr vegi að skýra frá því, að búizt er við, að keppendur verði bæöi frá Vestur- og Austur-Þýzka- landi og keppi sem sjálfstæöir aðiljar. Keppendurnir frá Vestur-Þýzkalandi eru þegar komnir til Helsingfors. Guðmundur í erfiðum rið'li. í 800 m. hlaupinu hefir kepp endum veriö skipaö í riðla og í þeim riðli, sem Guðmundur okkar Lárusson keppir, eru þessir menn: Gunnar Nielsen, Danmörk, Muroya, Japan, Parnell, Kanada, Syllis, Grikk landi, E1 Mabrouk, Frakklandi, Rönn Holm, Finnlandi og Leuthy, Sviss. Þess má geta, að þrír fyrstu komast áfram í undanúrslit og eru allar vonir Guðmundar bundnar við það, að ekki verði „tempo-hlaup“, heldur verði hlaupið afgert í endasprettinum. Hættuleg- ustu andstæðingar hans í þess um riðli eru E1 Mabrouk, sem verður að reiknast öruggur sigurvegari, svo fremi að hann keppi, en heyrsl hefir, að hann taki aðeins þátt í 1500 m. hlaupinu, Nielsen og Parn- ell. Hinir eru einnig ágætir hlauparar, en samt sem áöur virðist Guðmundur hafa mokkra möguleika til að stand ast þessa eldraun. Körfuknattleikurinn. Nokkrir leikir hafa farið fram í þessari íþróttagrein, en þess ber að geta, að hún er aðeins sýningargrein á leik- unum. Ungverjaland vann Grikkland með 75:38, Ítalía— Kanada 57:68, Kuba—Belgía 59:51, Phillipseyj ar—ísrael 57:48 og Egyptaland—Tyrk- land 64:45. J [ Vicki Baum: m Frægðarbraut Dóru Hart 50. DAGUR kemur til alls. Ég á heldur ekkert millisvið. Nú ættir þú að heyra til mín. Hæðin er öll á bak og burt, en Delmonte segir, að það muni lagast næsta ár, og þá get ég sungið drámatísk hlutverk eins og Santuzza og Aida“. Hún þagnaði skyndilega og horföi óttaslegin á hann. „En þú hefir nú ekkert gaman af þessu“. „Jú, mér þykir gaman að heyra um það“, sagði hann ákaf- ur. ,.Þú getur ef til vill ekki ímyndað þér, hve allt, sem skeð- ur úti í heiminum, er okkur hér innan veggjanna hugleikið. Við hugsum alltaf um það. Segðu mér frá Mílanó. Þótti þér gott að vera þar? Ég var þar einu sinni á pálmasunnudegi. Þá voru pálmagreinar yfir kirkjudyrum og inni í kirkjunni stóðu konurnar í löngum röðum og biðu skrifta. En nú mundi slík sjón gera mig alveg ruglaðan“. Lítil stund leið eins og Basil væri enn hinn gamli og sami Basil. Dóra hristi af sér helsi minninganna. „Þegar ég sá dómkirkjuna í fyrsta sinn, var snjór á jörðu. Veturinn í Mílanó er ekki þægilegur, einkum fyrir röddina. Og svo er þar allur þessi urmull af kirkjuklukkum, sem hringja daginn út og daginn inn. Maður getur ekki sofið og getur ekki á' heilum sér tekið“. Hún þagnaði skyndilega. „Gengur þér illa að sofa? Hvernig líður þér annars, hvernig er heilsan“? spurði Basil. „Þakka þér fyrir, ágæt. Delmonte gerði ekkert annað við mig í hálft ár en að láta mig anda, og ég hafði auðvitað gott af þvi. Veiztu hvað ég sagði við sjálfa mig? Þú skalt verða söngkona hvað sem það kostar. Þetta hefir orðið mér leiðar- stjarna eins og Wagner. Það virðist ekki líta út fyrir að þet.ta ætli að verða mér ofurefli“. „Nei, ég veit að þú sigrar. Ég líka“, sagði Basil og rétti úr sér, en litlu síðar sigu axlirnar í fyrri stellingar. Hann lagði andlitið alveg að stálnetinu og horfði á Dóru. Hún hafði breytzt mjög. Hún var orðin fegurri og litskærari. Hún hafði rauðbrúnt hár, græn augu og stóran, rauðan munn. Hún talaöi hljómmikilli röddu og lagði djarflegar áherzlur á orð sín. Meðan hann stóö þarna við netið og starði á hana, bloss- aði hatrið sem snöggvast upp í huga hans, hatur gegn henni. Það var hennar sök, að hann sat 1 fangelsi, það var hennar sök, að hann eyddi hér beztu árum ævi sinnar og varpaði honum sem ormi í duft jarðar. Hatrið slokknaðf. þó jafn- skyndilega og það hafði blossað upp, og eftir var aðeins ofsa- fengin þrá eftir konunni, sem stóð hinum megin við stál- netið. „Segðu mér eitt — hefir þú orðið ástfangin í nokkrum manni“ ? spurði hann harðlega og skeytti nú engu um mann- inn við skrifborðiö, „Nei“, svaraði Dóra jafn hvatlega. „Þú skalt ekki gera þér slíka vitleysu í hugarlund. Þú ert sá eini, sem ég hugsa um“. Hann tók eftir ákafanum í rödd hennar, og það vakti þegar grun hjá honum. Staðir, menn og mánuðir liðu Dóru fyrir hugskotssjónir, allt líf hennar við hirð Delmonte, líf fullt af afbrýði, þvaöri og hamslausri metnaðarþrá. Sá, sem hafði lifað í þeim heimi, hlaut að líta svo á, að söngurinn væri hið eina eftirsóknar- verða í lífinu. Falskur tónn, mistök og kvef voru alvgrlegustu skipbrotin á þeirri siglingu, og var aðeins hægt að jafna við jarðskjálfta á Sikiley eða aðrar slíkar náttúruhamfarir. Hrós- yrði, framfarir og sigrar voru náðargjafir hamingjunnar. Þó sveif spurning Basils enn í loftinu, og hún gat ekki varizt því að hugsa til Sardi og ástleitni hans. „Þú veizt, að ég eignast aldrei neinn annan en þig“, sagði hún. „Ég bíð þín, hversu lengi sem þess þarf, þú veizt það“. Hún reyndi að horfast í augu við hann, en augnaráð hans vék flöktandi undan. Svo skeði einhver svipbreyting á and- liti hans, og hún líktist fyrst glotti. En svo varð Dóru það allt í einu ljóst sér til ósegjanlegs ótta, að hann var að reyna að brosa. Og í sama bili vissi hún, hvað það var, sem hafði gerbreytt honum svona. Hann var hættur að geta brosað. Hann sagft allt með sömu einsýnu alvörunni. Hún lyfti hönd- um eins og hún viídi leggja þær um höfuð hans, en stálnetið hindraði snertingu. Sandlitt hár hans var farið að þynnka mjög yfir gagnaugunum. Samúðarbylgjan flæddi um hug Dóru eins og steypiskúr. . „Fimm mínútur eftir“, sagði maðurinn við skrifborðið. Hann lyfti blaðinu, sem hann var að lesa, upp, svo að það huldi andlit hans sjónum þeirra. Basil mundaði fölar varir sínar enn í hinu annarlega brosi. „Hugsar þú nokkurn tíma um eyjuna okkar“ spurði hann svo lágt að varla heyrðist. „Biribiri“, hvíslaði hún þegar áfjáð. „Já, ég hugsa alltaf um hana. Við förum þangað saman, og við verðum aö trúa á hana“. Þau skiptust enn á nokkrum orðum eins og fólk, sem er að bíða eftir lestinni. Basil óskaði þess af öllum hug, að hann gæti tekið ilminn af henni og haft með sér í klefa sinn. Vegna góðrar hegðunar hafði honum verið leyft að hafa blýant og blað hjá sér, og nú haföi hugmyndaflug hans fengið byr undir vængi á ný. Þau lögðu lófana saman við netið eins og í fyrri heimsókninrii, en milli þeirra fór ekki sami sterki straumurinn og þá. Það var autt rúm milli lófa þeirra. Dóra fór heim með síðdegislestinni og gekk inn í hótel Blanchard, þar sem Sardi beið hennar með samanbitnar tennur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.