Alþýðublaðið - 31.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.03.1920, Blaðsíða 1
Greflö út af A1 þýðuíloklíimm 1920 Miðvikudaginn 31. marz 73. tölubl. Danmerkur-tíðindiri. Skömmu eftir að blaðið var fullgert í gær, bárust hingað tvö símskeyti urn byltinguna í Dan- mörku: Khöfn 29. marz. Ástæðurnar fyrir frávikningu Zahlestjórnarinnar eru taldar þess ar: Meirihluri landsþingsins er á móti henni; óánægja út af Fær- eyjamálinu; vafasamur meirihluti í fólksþinginu; Zahlestjórninni hefir verið ákaft brugðið um það af íhaldsmönnum að hún hafi van- rækt Flensborgarmálin. Ihaldsmenn hafa krafist þess að kosningar færu fram strax, áður £n búið uœri að endurskoða grund- vallarlögin og kosningalögin, [en Zahlestjórnin hefir ekki viljað láta kjósa fyr en lög þessi hefðu verið endurskoðuð, og gerð réttlátari í garð almennings en þau eru nú.] Blöð íhaldsmanna eru mjög kampakát í fregnmiða frá Politiken, er svo komist að orði, að þetta at- hæfi konungs sé alveg einstakt í stjórnmalasögunni Um Amalienborg [bústað kon- ungs] er sterkur vörður lögreglu- liðs. Tugir þúsunda manna eru á göt- unum; æsingin er geysimikil. 3 olsivikauppr eist í Ruhrhéraði i Fýzkalandi. Khöfn 29. marz. Frá Berlfn er símað að Miiller forsætisráðherra hafi krafist þess af uppreistannönnunum í Ruhr- l>éraði að þeir legðu tafarlaust niður vopnin. Allsherjarverkfall? Jafnaðarmenn hóta að gera alls- herjarverkfall miðvikudagsmorgun (í dag) ef Zahlestjórnin verði ekki sett inn aftur. [Zahlestjórnin hefir stuðst við tvo flokka, „radikala“flokkinn og jafnaðarmannaflokkinn. Ráðherr- arnir voru allir úr hinum íyr- rrefnda flokkí, nema jafnaðarmað- urinn Stanning, sem var verka- lýðsráðherra.] Liebe hæstaréttarmálaflutnings- maður heflr myndað ráðuneyti og sitja í því þessir menn: Otto Liebe hæstaréttarmálafl.m. (forsætisráðherra og dómsmála), Rovsing prófessor (kensluœálaráð- herra), Oxholm stiftamtm. (innan- ríkisráðh.), Konow kommandör (hermálaráðh.), Monberg verkfræð- ingur (samgöngumálaráðh.), Hjelt- Hansen forstj. (fjármálaráðherra), Suenson útgerðarmaður (verzlun- armálaráðh.), Hass (?) rektor (kirkju- málaráðh.). Konow er fyrst um sinn einnig utanríkisráðherra og Oxholm fyrst um sinn landbúnaðarráðherra. [Monberg verkfræðingur er sá hinn sami og tók að sér að byggja Reykjavíkurhöfn]. Fisbisbipin. í gær komu inn af flskiveiðum togararnir Luneta, með 70 föt af lifur, Jón Forseti, með 54 föt, Rán, með 60 föt, Geir, með 70 föt, og Egill Skalla- grímsson, með 90—100 föt. Allir þessir togarar fiska í salt. Ennfremur komu fiskikútterarnir Hákon, með S1/^ þús. flskjar, Iho, með 4 þús, og í nótt Esther, með veikan mann. Hafði fiskað 5 þús. á 3 dögum. Auglýsingan Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 em. dálksbr. $ahur jyrir yfctirrikL Khöfn 29. marz, Frá Vínarborg er símað að Eng- land og Ameríka ætli að miðla Austurríki mjöli á komandi mán- uðum. Skipi hiekkist á. í nótt kom togarinn „Belgaum** hingað með þýzkt seglskip í eltir- dragi. Skip þetta lagði af stað frá Hamborg 8. febr. áleiðis hingað með saltíarm Lenti það í hinum mestu hrakningum, misti stórsegí og bómu og skipstjórann tók út og druknaði hann. Voru skipverj- ar mjög aðframkomnir af vosbúZI og hungri, er svo heppilega vildi til, að Belgaum hitti skipið í gær. Nánar síðar. Richard Ðelrnel látinn. Þýska Ijóðskáldið Richard Deh- mel andaðist 9. febr., 57 ára gam- all. Helstu bækur hans eru „Aber die Liebe“, "Weib und Welt“ og „Zwei Menschen“. Dehmel mun vera algerlega óþektur hér á landi. Orsökin til þess er bersýnileg: Hann var af einhverjum orsökum mjög lítið þektur í Danmörku og mun engu eftir hann hafa verið snúið á. dönsku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.