Alþýðublaðið - 31.03.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ fyrir húseignir í Rvík greiðast eftir 1. apríl bæjar- gjaldkeranum, sem veitir gjöldunum viðtöku á venju- legum afgreiðslutíma kl. 10—12 og 1—5. Gjalddagi á brunabótagjöldum er 1. apríl. Borgarstjórinn í Reykjavík 30. marz 1920. K. Zimsen. Gætið hag^muria yðar. Látið okkur leggja rafleiðslur í hús yðar núna. — Með því fáið þér það ódýrt og fljótt af hendi leyst. éCf. diqfmý. éCiti S JSjós. Vonarstræti 8. Sími 830. ofra 1. apríí tek eg undirritaður við brunamálastjórastöðunni í Reykjavík og verður mig, fyrst um sinn, að hitta daglega kl. 11—12 á skrifstofu bæjargjaldkerans, Tjarnargötu 12. Sig. eSjörnsson. ctrá 1. aprílp. á. er afgreiðsla íslandsbanka opin kl. 10 til 12 og 1 til 5 hvern virkan dag. c%anfíasíjórnin. Xo!i koniuignr. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). Eftirlitsmaðurinn sat við skrif- borð sitt, með vindil í munninutn. Hann var að skrifa, og hélt því áfram unz vörðurinn var farinn út og hafði lokað á eftir sér. Þá snéri hann stóli sínum við, kross- lagði fæturnar, haliaði sér aftur á bak og mældi hinn unga verka- mann, sem stóð frammi fyrir hon- um í óhreinum, bláum verka- mannafötum, með úfið hár og föl- ur yfirlits, eftir fangelsisvistina. „Jæja, ungi maður“, sagði hann, „þú hefir skemt þér töluvert hér í héraðinu?“ „Ó, já, eg kvarta ekki“, ansaði Hallur. „Unnið á okkur stórsigur, ekki svo? En segðu mér, hvað held- urðu eiginlega, að þú hafir upp úr þessu?" „Alec Stone, spurði mig líka að því", svaraði Hallur. „Eg held, það sé þýðingariaust, að útskýra það. Eg efast um, að þér trúið frekar en Stone á það, að menn vinni, án þess að fá peninga". Eftirlitsmaðurinn tók vindilinn út úr sér og sló úr honum ösk- una. Steinhljóð, meðan hann virti andlit Halls fyrir sér. „Þú ert skipulagsmaður verkamannanna?" „Nei“, svaraði Hallur. „Þú ert vel upp alinn", hélt hinn áfram. „Þú ert ekki verka- maður, það eitt er víst. Hver borgar þér?" „Jú, þarna er þaðl Þú heldur að ekkert verði gert, nema fyrir peninga". „Já, jú“, sagði Cotton, „ef þú vilt ekki segja mér, hver þú ert, segðu mér þá hvað þú vilt?" „Eg vil gegna vogareftirlits- manns starfa mínum". Hinn sendi frá sér reykjarstrók þvert yfir herbergið. „Og þú held- ur, að þú fáir leyfi til þess?“ „Onei, það held eg ekki?“ Cotton blés frá sér öðrum reykj- arstrók. „Koma félaginu bara í klípu, eða hvað? Hálfgerður hvatn- ingamaður?" „Yður þóknast víst að kalla mig svo“. „Jafnaðarmaður?" „Það kallið þér mig líklega lfka“. „En má eg spyrja: hvað kallar þú þig sjálfur?" „Eg kæri mig ekki svo mjög um nafnið. En eg held að eg sé næst því að vera stjórnleysingi*. Mótorlampar viðgerðir og hreinsaðir brennarar í prímusa- viðgerðinni Laugaveg 12. Fljótt og vsl unnið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.