Alþýðublaðið - 31.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþýðublaðið «r ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaupið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Gorki, golsivíkar og jViorgunblaðið. Morgunblaðið flutti fyrir nokkru grein með nafninu ,Gorki og Bolsivíkar". Þetta á víst að vera ein af þeim ágætu greinum, sem Motgunblaðið var um daginn að hæla sér af að það flytti, og gat það þess um leið, að Alþbl. myndi ðfunda það mjög af þeim. Hingað til hefir það ekki staðiö Alþbl. fyrir þrifum, að það liði af öfundsýki yflr þessum dásamlegu ritsmíðum Morgunblaðsins, en það mun þó satt vera, að Alþbl. kemst ekki með tærnar þar sem Morgun- blaðið heflr hælana í því að skrifa vitlausar og ósanngjarnar greinar um útlend og innlend mál, enda er það ekki eðlilegt, bví bæði er það, að Morgunblaðið hefir æflng- una, og svo hitt, að það mun ekki beinlínis vera gefið út af tómri sannleiksást. Þessi umrædda grein blaðsins átti víst að sanna það, að Gorki og rússneskir mentamenn og rit- höfundar væru yflrleitt mótfallnir núverandi Rússastjórn, og með því að líklegt er að einhverjir leggi ennþá trúnað á útlendar „fréttir“ Morgunblaðsins, þykir rétt að þýða hér ummæli Gorkis um rússnesku stjórnina. Gorki mun að vísu hafa verið mótfallinn nóvembetbyltingunni, en svo er frá leið gerðist hann fylgj- andi stjórninni og hefir verið það um langt skeið. Þetta má meðal annars sjá af grein eftir hann, sem hljóðar þannig: „Menningarumbætur rússnesku verkamannastjórnarinnar, sem á þó við geisilega örðugleika að að stríða og hafa kostað hana gífurlegt starf, eru nú orðnar svo miklar og heillaríkar, að sagan mun ekki kunna þess nein dæmi. Þetta eru engar ýkjur. Fyrir skömmu var eg mótstöðu- maður stjórnarinnar, og er að vísu I enn í ýmsu mótfallinn aðferðum hennar. En eg veit að söguritarar framtíðarinnar hljóta að dást að hinu stórfenglega skapandi menn- ingarstarfi rússnesku verkamann- anna, er þeir eiga að dæma um starfsemi þeirra á aðeins einu ári.“ Og siðar snérist hann algerlega á stjórnarinnar band og er orðinn einn af starfandi mönnum hennar í menningarbaráttunni, eins og sést á eftirfarandi ávarpi, er hann heflr sent til allra menningarþjóða: „Flestar þjóðir hafa einhvern tíma fundið það, að þær væru sá Messías, sem kvaddur væri til að frelsa heiminn, og sú tilfinning hefir ætíð fætt af sér mikla og göfuga krafta. Það er augljóst, að sagan hefir nú lagt þetta mikla hlutverk á herðar hinnar hungruðu rússnesku þjóðar, sem er hrjáð af þriggja alda kúgun og örmagna af ófriöi, og hún á að framkvæma það uha leið og henni er ógnað með und- irokun af ræningjum. Rússneska þjóðin segir við verka- menn og alla sem' eiga nokkra heiðarlega tilfinningu: Komið og gangið með oss veg- inn að nýju lífi, sem við vinnum að án þess að hlífa oss sjálfum, nokkrum eða nokkru. Yér seljum réttlæti sögunnar sjálfdæmi um verk vor, sem skapast með yflr- sjónum og þjáningum í starfsgleði og brennandi von um sigur! Komið í baráttuna gegn því gamla, í baráttuna fyrir nýju lífi í fegurð og frelsi." Og til frekari sannindamerkis skal hér þýdd klausa úr danska stórblaðinu „Politiken", er stóð þar 25. febr. síðastl.: „Jafnaðarmenn og hægfara bylt- ingamenn hafa nú viðurkent að fullu ráðstjórnina rússnesku, sem hið eina stjórnarfyrirkomulag, sem hægt sé að notast við þar í landi, og hafa þeir sjálfir fulltrúa í ráð- unum. Allir mentamenn og rithöfundar í Rússlandi, með Maxim Gorki í broddi fylkingar, vinna nú með Sovjetstjórninni að hinni stórfeng- legu menningarstarfsemi hennar meðal þjóðarinnar.“ Það virðist þvi eigi vera nema tvent til. Annaðhvort er það skáld- saga, er Mgbl. fllutti um Gorki (ritstjórn blaðsins kvað vera hneigð fyrir slíkar iðkanir), eða þá að Alþbl. kostar I kr. á mánuðL greinin, er eftir minst 2—3 ára gömlum heimildum. En þó þykir oss óliklegt að ritstjórn blaðsins sé svo „ómoderne“, sérstaklega þar sem blaðið kvað hafa sérstakan fréttaritara í Kaupmannahöfn, fyrir nú utan „inteliigensana", sem. skrifa í það hér heima. x Di'ukknuii. Það sorglega s]ys vildi til á „Jóni Forseta“ á mánudaginn, að mann tók útbyrðis og náðist ekki aftur. Hann hét Kristján A. Ól- afsson, til heimilis í Fischerssundi 3 hér í bænum. Kristján sál. var maður á bezta aldri, rnilli þrítugs og fertugs, dugnaðarmaður og ágætlega liðinn af félögum sínum. Hann var fé- lagi Sjómannafél. Rvikur og mjög áhugasamur um félagsmál. Hann var vestfirzkur að ætt, fæddur á Rauðasandi í Barðastr.sýslu, en flutti hingað fyrir fáum árum.. Nýkvæntur var hann, en barnlaus. ísland á hér enn á ný að sjá á bak einum af sínum hraustu sonum. En hvað gerið þjóðfélagið til þess að bæta eftírlifandi ást- vinum missirinn? S. ijæverskt bréj. Alþýðublaðinu hefir borist hið hæverska og Ijúfmannlega bréf, er hér fer á eítir, frá K. Zimsen borgarstjóra: „Herra ritstjóri Alþýðublaðsins! í Alþýðublaðinu í dag sláið þér því föstu, að eg hafi skrifað grein í Morgunblaðinu 27. þ. m., sem hafði að fyrirsögn „Borgarstjóra- kosningin", en eg hefi ekki skrif- að hana og býst eg við, að yður þyki vænt um að fræða lesendur Alþýðublaðsíns um hið sanna í þessu efni. í sama blaði dylgið þér um, að eg verji miklu af tíma mínuœ á skrifstofum ýmsra atvinnu- og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.