Tíminn - 27.11.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1952, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 27. nóvember 1952. 270. blað. Flestir bílar brjóta daglega um- ferðareglur, sem í ýmsu eru úreltar Segja má, að ástandið í umferðarmálum höfuðstað- arins bjóði hættunum heim og umferðarslysin séu ekki mörg, þegar hugleitt er hve úreltar reglur eru í gildi og þær, sem góðar eru og nauð synlegar, eru illa haldnar. Verður að segja það bifreiða stjórum til hróss, að þeir bjarga því oft, að til stór- slysa komi með snarræði og glöggri yfirsýn. Úrelt hraðaákvæði. Eitt af þeim ákvæðum, sem oftast er brotið, er ákvæðið um ökuhraðann. í Reykjavík er ekki leyfður með lögum hraðari akstur en 25 km. á klukkustund, og munu flestir og líklega hver einasti bíll, sem annars er í gangfæru standi á götum bæjarins, brjóta þetta ákvæði á hverj- um degi sem guð gefur. j Lögreglan horfir á þetta og aðhefst ekki fyrr en úr hófi þykir keyra, enda munu starfsreglur hennar í þessu efni vera þær, að taka aðeins þá fyrir of hraðan akstur, i sem teljast aka svo, að yfir-j vofandi hætta stafar af. —1 Margir munu þá spyrja:' Hvers vegna er verið að hafa 1 í gildi ökuhraðaákvæði, sem teljast máttu eðlileg á löngu liðnum tíma, þegar þau voru! sett á fyrstu árum bifreiðar- innar á íslandi, þegar flestir hlutir í stj órn þeirra voru ó-! fullkomnir og langan tíma \ tók að stöðva með lélegum hemlum. Eins og nú er komið, er það matsatriði eitt, hvenær maður er sektaður fyrir of hraðan akstur. Ef í gildi væru reglur með rúmum ökuhraða ákvæðum yrði að taka alla, sem færu yfir mörkin, og þá væru allir jafnir fyrir lögun- um. — -r-1 Útvarpib ÍJtvarpiS í dag-: Kl. 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veð- urfregnir. 12,10—13,15 Hádegisút- varp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 17,30 Enskukennsla; II. fl. 18,00 Dcnskukennsla; I. fl. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Þetta vil ég heyra. — Lárus Pálsson leikari velur sér hljómplötur. 19,00 Þing- fréttir. 19,20 Danslög (plötur) 19,35 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Aug lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.). 20,40 Tónleikar (plötur). 21,00 Upplestur; Elinborg Lárus- dóttir rithöfundur les úr bók sinni „Hafsteinn miðill“, öðru bindi. 21,25 Einsöngur: Heinrich Schlusnus syngur "(piötur). 21,45 Frá útlönd- um (Axel Thorsteinson). 22,00 Frétt ir og veðurfregnir. 22,10 Sinfóniskir tónleikar (plötur). 23,00 Dagskrár- lok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veð- urfregnir. i2,10—13,15 Hádegisút- varp. 15,30 Mið'degisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 17,30 íslenzku- kennsla; II. fl. 18,30 Þýzkukennsla; I. fl. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Frönskukennsla. 19,00 Þingfréttir. 19,20 Harmonikulög (plötur). 19,45 Auslýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Arnasafnsvaka: Ávörp. — Ræður. — Söngur. — Samtalsþáttur. — Eftirhermur. 22,00 Fréttir og veður fregnir. 22,10 „Désirée", saga eftir Annemarie Selinko (Ragnheiður Hafstein) — XXV. 22,35 Dans- og dægurlög (plötur). 23,00 Dagskrár- lok. Hættuleg ljós, sem valda slysum. Þegar dimma tekur á haustin, verða menn daglega sjónarvottar að því, hvernig mikill fjöldi bifreiða ekur um götur og þjóðvegi með ólög- legum ljósum, en bera þó skoðunarvottorö, gefin út af bifreiðaeftirlitinu, um að allt sé í lagi. Varðandi ljósin er það einkum tvennt, sem oftast er brotið, og er hvort tveggja mjög hættulegt gagnvart um ferðarörygginu. En það eru há ljós í umferðinni og ljós- leysi yfir númeraspjöldum að aftan, svo að ekki sést hver er á ferð, þegar sökudólgur ekur burt af slysstað, eins og oft hefir komið fyrir. Nú orðið stafar vanræksla l þessu efni nær eingöngu af kæruleysi, og væri hægur vandi fyrir bifreiðaeftirlitið að kippa þessu í lag með því að taka alla þá fasta, sem brotlegir gerast. Myndi þá fljótlega skapast nýtt viðnorf. Ekið á gulu ljósi. Eitt af því, sem einkennir umferðina í miðbænum, er óliðlegur og tilhliörunarlaus akstur. Algengt er að sjá bíla aka yfir gatnamót á gulum ljósum, þótt skammt sé að bíða þess græna, sem eitt er löglegt, en aðrir þeir, sem aft ar bíða, þeyta hornin óþolin- móðir, ef einhver kurteis veg farandi vill hlýða umferðar- lögum og bíða þess, að gult Ijós slokkni og grænt komi í staðinn. Þeir, sem leið eiga um Laugaveg, þegar umferð er hvað mest, sjá það, hvernig bílum er fleygt í hirðuleysi á götunni, svo að umferðinni stafar bráður háski af. Al- gengt er að sjá bilum lagt á bláhornum gatna, sem er lög brot og það háskalegt, og ger- ir þeim, er kemur af hliðar- götu inn á aðalbrautina illt að sjá til ferða þeirra, sem koma aðalgötuna og hann þarf að taka tillit til. Út yf- ir tekur, þegar tvöföld röð bifreiöa er þannig skilin eft- ir, eins og lika er algengt. Ljóslaust númer og stolist burt frá ábyrgðinni. Lögreglan í Reykjavík er hjálpsöm og greiðvikin og oft ast reiðubúin til að leysa úr vandræðum, sem umferðar- öngþveitið skapar. Lögreglu- þjónarhir úti á götunni geta ekki að því gert, að farið er eftir úreltum og óheppilegum reglum í umferðinni, sem erfitt er að hafa í heiðri. Það er heldur ekki þeirra að annast bifreiðaskoðunina og sjá um, að bifreiðar séu ekki ólöglega í lagi sagðar, með brotin Ijós og sterka geisla í augu vegfarenda, sem blinda og valda slysum, en ljóslaust númer hjálpar síðan til að stelast burt frá ábyrgðinni. wvýwyttM# Miiiiiiaiiiiii.iiiiiiiiuiu I .V.VAT/AV.'.V.VWJWW Kona slasast j (Framhald at 1. sf5u). brautinni og mun hún eiga ^sinn þátt í slysinu. i Kona um sjötugt, sem var i sendiferðabílnum, meiddist mikið. Skarst hún illa á höfði | og var leitað til héraðslækn- i isins á Selfossi, sem kom á I slysstaðinn og gerði að sár- j um konunnar, sem síðan var . Klækir Karólínu Ný’a tíó sýnir nú franska kvik- mi’nd, sem nefnist K'ækir Karó- línu. Þessi mynd er mjög i.kemmti ieg á köflum og felur í sér léttleik, sem engum nema Frökkum er fært að sýna. Mvndin heitir á frönsku Edouard et Caroline og fjallar um un;an píanóleikara og konu hans, sem er ættuð við franskan burgeis. Burgeisinn hefir ákveðið að halda nokkrum öðrum burgeisum veizlu og bjóða manni frænku sinnar að leika fyrir þetta fína fólk. Þetta hefir allt sína ágætu upphafuingu. Fyrst þarf húseigandinn að láta piltinn spila fyrir frænda sinn, sem er kominn í orlof, en á meðan leitar eiginkona hans að vestinu, sem hefir algerlega tapazt. Hún fær það lánað hjá frændanum, en tneðan listamaðurinn er að sækja vesti sitt, sér konan sér færi á að laga kjólinn sinn eftir nýjustu tízku. Þetta veldur slíkum firna vandræðum, að liggur við hjóna- skilnaði. Listamaðurinn heldur þó til samsætis fína fólksins. Og nú tekst Frakkanum upp. Sjaldan hef fr sá, er þetta skrifar, séð hæðzt önnur eins ósköp að fínu fólki, hvernig það lvgnir augunum og leggur kollhúfur undir tónaregn- inu frá píanóinu, á sér fáar sam- líkingar. Einn Ameríkani er í veizl unni, og þó að hann sé þarna. eins og illa ; eróur hlutur, virðist hon- um vera æt.lað það göfuga hlut- skipti að verka eins og bakgrunn- ur, túlkandi barnalega hreinskilni, sem gefur veizlunni alla þá dýpt, er hún þarfnast. Tónlistarstyrkj- j endur bæjarins rettu að sjá þessa mynd. Kannske finna þeir' endur- útgáfu af sessunaut sínum á hljóm leikakvöldum hér í henni. Leikarar ættu einnig að hjá hana, þvi að meðferð á hlutverkum er til fyrir- myndar. Þegar framantalið er und antekið, þá er efnisþráður myndar- innar ekkert sérstakt. Hún er grín og það gott. I. G. Þ. Virk spreng'ja. 1 (Framhald af 1. síðu). unni með því að sprengja hana, og gaus upp mikill svartur reykur við spreng- j inguna og jörðin skalf. — ; Ómögulegt er að segja, hvern ig sprengjan hefir komið á áfangastað. Ef til vill hefir hún fallið úr flugvél eða henni verið skotið af fall- byssu. Ilafa víða fundizt. Sprengjur sem þessar hafa líka fundizt oft uppi á fjöll- um inni í Hvalfirði og Þor- kell eytt þeim, sem fundizt hafa. Þar hafa sprengjurnar fall ið af herskipum, er lágu á ið, er þeim hefir verið skot- Hvalfirði. Stöku sprengjur hafa ekki sprungið, komið niður i lyng eða mosa eða fallið á snió, án þess að sundr ast. í haust fór Þorkell Steins- son norður til Akureyrar og eydtíi þar 8 virkum sprengj- um. SÍEifóEiíuhljjómsveBtin Stjcrnandi: OLAV KIELLAND. - 4Jl r Einsöngvari: Guðmundur Jénsson. TÓNLEBKAR annaö kvöld, 28. þ.m., kl. 8,30 í Þjb^leikhúsinu. Viðfangsefni eftir Beethoven, Oíav Kielland o. fl. Aðgcngúmiífar seldir í Þj óðleikhúsinu. '■■/IV.V.V.W.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.W.V.V.V.W.V.V MftftV.V,V.V.V.'.V.\V.-.V.VWV.*.*.V.-.WiWW%VWV*WV^UW4 Stúdentafélag Reykjavíkur: ? ÁRSHÁTÍÐ \ félagsins verður haldinn að Hótel Borg sunnudaginn !■ !■ 30. nóvember n.k. og hefst með borohaldi kl. 6,30 síðd. DAGSKRÁ ; JÍ í 1. Hóíið sett: Formaður stúdentafélagsins, Ingi- || í mar Einarsson. ■; I; 2. Ræða: Páil V. G. Kolka. > í; 3. Glúntar: Arnór Halldórsson cg Bjarni Bjarnason ;■ ;• 4. Gamanvísur: Alfreð Andréssoii: ! ;■ ;I 5. Dans. ;■ Undir bercum veröur almennur söngur með undirleik Carl Biilich. Sérstaklega er brýnt fyrir mönnum að ■; vera stundvísir. Aðgengumiðar verða seldir að Hótel ■; ■; Borg (suðurdyr) föstudaginn 28. þ.m. kl. 5—-7 e.h. — I; I; Félagsskýrteini verða aíhent um leiö og miðar veröa ;• ;■ seldir. — Samkvæmisklæðnaður. — Stjórnin. ;I (WJWW.VV, .W.V.V.W.VAW | Höfum fyrirliggjandi vatnskassaelement í Ford, Chevrolet og jeppa og ýms- ar aðrar tegundir. — Einnig hljóödeyfara. I t "ti.tJÍtriílll ,Ú\V • i Bliklesmffijan GRETTIR, Brautarholti 24. Sími 7529 og 2406. Samband ís!. samvinnufélaga B.S.S.R. B.S.S.R. flutt tafarlaust á Landsspítal j ann í Reykjavík. Var þar gert að sárum hennar en síðan var hún flutt til venslafólks í ( Reykjavík þar sem hún hafði , dvalið um sinn. En búsett er : hún að Þjórsárholti og var já leiðinni þahgað, er slysið varð. 1. Glæsileg húseign, þ e. efri hæð og rishæö, í Hlíða- hverfinu fæst í skiptum fyrir 3—4 herbetgja íbúö. 2. Hálf húseign Melunum fæst í skiptum fyrir 3—4 herbergja íbúð. 3. Fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum fæst í'skiptum fyrir minni íbúð. yqci;' ' T8L SÖLU: 1. Kjallaraíbúð í Kleppsholti. 2. Neðri hæð og kjallari í Kópavogi. Ö Skrifstofan opin kl. 17.00—18.30 virka daga, nema ^ laugardaga, Lindargötu 9A, Edduhúsinu. Stjórn ByggingarsamvinnufélagS starfsmanna ríkisstofnana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.