Tíminn - 30.11.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1952, Blaðsíða 3
273. blað. TÍMINN, sunnudaginn 30. nóvember 1952. 3. abættir Sextugur: Benedikt H. Líndal, Efra-Núpi ■ Sextugur ver.ö'ur á morgun, T. desemböf, Benedikt Líndal bóndi og hreppstjóri að Efra- ísrúprfTföiÖfirði. Bé'ne'dlkt er fæddur og upp alinn að Efra-Núpi, sonur tteendajjiöf gingj ans Hjartar Lincffí^regpstjóra: og Pálínu Ragnhilflai-. BJörnsdóttur feonu"1 ft arís." Ungur að árum hóf hann ’ búskap að Efr'á'-ííúpi, á nokkr um hluta jarðarinnar í fyrstu en eftir fráfall föður síns hef ir hann" sétíð'jö'fSi’na alla og haft þar í sveit mannaforráð mörg. • Ekki -er -það ætlunin að segja hér ævisögu Benedikts, sem yrði þá um leið að nokkru leyti héraðssaga, svo mjög hefir hann tekið virkan þátt í málefnum og félags- samtökum sveitarinnar. Hann hefir verið hreppstjóri í 12 ár, sýslunefndarmaöur síðan 1925 og annazt fleiri op inber störf í sveit sinni og sýslu. Á sæti á búnaðarþingi og hefir verið fulltrúi á fund úm stéttarsambands bænda. Að öllum þessum málum hefir hann starfað fullur kapps og aldrei legið á liði sínu, enda mun þeim, sem urðu í andstöðu við hann ekki hafa þótt hann þægur ljár í þúfu. Hvar sem við mætum Bene dikt geislar af honum, því hann er lífsglaður maður. Ókunnugur, sem sæi hann nú, myndi vart trúa að hér fari sextugur maður, svo kvikur er hann á fæti, snar í snúningum, léttur í máli og öruggur og skjótur í svör- um. ! Þótt Benedikt hafi starfað ' mikið á opinberum vettvangi, ! þá liggur hans aðalstarf ' heima á höfuðbólinu, Efra- ' Núpi. Hver, sem þar litast um, sér að húsbóndinn er Stórtækur og ekki sýtings- ' samur á smámuni. Benedikt er kvæntur Ingi- björgu Guðmundsdóttur frá Svertingsstöðum, systur Skúla Guðmundssonar, al- þingismanns, og eiga þau átta börn, sem flest eru upp- komin. Fjölmargir vinir og kunningjar, sem fjarri búa, senda honum í dag hugheilar kveðjur og óska honum vel- farnaðar á ófarinni ævibraut — og ekki síður sveitungar og nágrannar — því hann er drengur góður. J. S. Athugasemd um óbirta grein Dagblaðið Þjóðviljinn ger- ir aö umtalsefni í dag, 28. nóvember 1952, grein, er ég undirritaður skrifaði fyrir Sútdentablaðið, sem á að koma út fyrsta desember. Úr því að grein þessi hefir verið gerð að opinberu umræðu- efni, langar mig til að biðja heiðrað blað yðar urn að birta sem allra fyrst athuga- Semd til að fyrirbyggja allar missagnir: Ég skrifaði umrædda grein fyrir Stúdentablaðið, sem venja er að allir stúdentar standi að 1. désember. Rit- nefndarmaðurinn, sem sneri sér til mín, kvaðst gera það í nafni ritneíndar og bað mig að rita um tiltekið efni. Éfni_ þetta er mikið alvöru- máí. „Vopnaöur friður og framtíð íslands“ nefnist greinin: Ég taldi mér ekki unnt að’ skorast undan að skrifá- -um. þetta mikla vanda máljífrái mírmm bæjardyrum, úr :því‘aöiþess var óskað, og vissi að fleiri menn höfðu ver ið beðnir að skrifa um til- tekiirrefni og skildist mér að sámkómulagjhíværi um að grein u-m -mitt' eí-ni kæmi í umræddu Ojiaði.' Ella hefði ég ekki skrifáð hana fyrir þetta blaði að>-.''S}ál£söigðú. Ég sendi ritnefndarmanninum grein- ína á fifséttifmúíma, hann til kyhnti næöimnn hæl að meiri hluti-'iKÍith%Í-ndarinar hefði þá þegar séð greinina og þakkaði mér fyrir hana, og daginn eftir fékk ég próförk af henni úr prentsmiðjunni, sem ég leiðrétti samdægurs. En litlu síðar tilkynnti mér félagi ritnefndarmannsins, sem talaði við mig, að rit- nefndin hefði eftir dúk og disk lagt greinina undir úr- skurð stúdentaráðs, og meiri hluti þess, eða fulltrúar fé- lagsins Vöku, hefði hafnað greininni. Mér kom þetta kynlega fyrir og spurði for- mann stúdentaráðs, sem er einn af fulltrúum Vöku, hverju þetta sætti. - Hann hafði einhver orð um það, að einhver j ir ritnef ndarmenn heföu ekki fengið að sjá greinina áður en hún fór í prentun, sem ég veit að sjálf sögðu ekkert pm, og varðandi ákvörðun meirihluta stúd- entaráðs að hafna greininni tók hann fram, að í grein- inni væru ekki túlkaðar skoð anir meirihluta stúdenta, en ég vissi það ekki fyrr, að minnihlutinn hefði engan rétt í blaði, sem þó er látið heita að allir stúdentar standi aö á fullveldisdegi þjóðarinnar. En hvað urn það, nú veit maður betur. Hinu vil ég lýsa yfir, að ég hefði að sjálfsögðu þegar dregið mína grein til baka, ef ritnefndin hefði fellt að taka hana, og hefði néfndin þá aldrei þúrft að leita álits stúdentaráðs. Hefði það ver- ið viðkunnanlegra af rit-' nefndinni heldur en sam- þykkja fyrst greinina, segja mér það, en sjá sig svo um hönd og bera hana undir stúdentaráð. Ég ritaði grein-! ina í þeirri góðu trú, að sam komulag væri meðal stúd- enta um að fá grein um þetta efni í blaðið, ég tek fram að ella hefði ég ekki ritað hana. Hitt skiptir engu máli, að það var fulltrúi Félags rót- tækra stúdenta í ritnefnd- inni sem kom að máli við mig, hann sagðist gera það i nafni nefndarinnar, en í henni eiga öll stjórnmálafé- lög stúdenta fulltrúa. Hefði þessi fulltrúi eða einhver ann ar, sama hver var, beöið mig' að skrifa grein fyrir pólitískt félag eða flokk, þá hefði ég1 ekki gert það, ég hef sett mér þá reglu að koma ekki nálægt flokkapólitík, þótt vitanlega beri mér sem öðr-1 um þj óðf élagsþegnum að mynda mér sem gleggstar stjórnmálaskoðanir. Það vill svo vel til að ég get sannað að afstaða mín er sú, sem hér hefir verið lýst. Pólitískt félag, það er Félag róttækra stúdenta í háskólanum, bað mig sem sé um þessa um- J ræddu grein mína í blað, sem það lét sér detta í hug að gefa út sérstaklega, og kom þessi beiðni fram er stúd- entaráð hafði hafnað grein- inni. En ég neitaði félaginu um greinina í slíkt blað. Ég álít að hún fjalli um mál, sem eigi að vera hafið yfir alla flokkadrætti og stétta- mun í þjóðfélaginu, því að hún fjallar um friðarboðskap kristindómsins og varar við þeirri hættu, sem nú vofir yfir þessari þjóð sem öðrum þjóðurn heims, að ætla sér að tryggja frið með auknum víg búnaði og hreiðra um sig í skjóli herbúnaðar. Þetta er ekki aðeins villa þeirra, sem nú stjórna málum þjóðanna og nú eru uppi, heldur hefir þessi hugsunarháttur verið mannsins mesta ógæfa frá uppphafi vega. Við, sem nú lifum, erum þó litlu bættari með því. Ég hef þá sagt frá tildrög- um þeirrar greinar, sem orð- in er að bitbeini og vildi ég óska að stúdentar hefðu látið vera að leita til mín, úr því aö svona fór. Ekki vegna þess að ég sjái eftir því, sem ég hef skrifað, það er þvert á móti mitt hjartans mál, held ur vegna þess að þeir sögðu mér þá ekki strax í ritnefnd- inni, að þeir vildu ekki taka greinina, og þá hefði hún aldrei þurft að hrekjast milli Heródesar og Pílatusar. Með þökk fyrir birtinguna. Emil Björnsson W.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V/.’.V.V.V.V.W.V.V.'' ItilkynningI ;j frá póst- og símamála- jj :j stjórninni j- ■" ■* •: Frá og með 1. desember, 1952, geta símnotendur í V Reykjavík sem óska simtals við símnotendur í Kefla- í; ;• vík náð beinu milliliðalausu sambandi við símstöðina í; í; í Keflavík með því að velja símanúmerið 82500 og af- •: í; greiðir símstöðin í Keflavík þá símtalið. ■: Er þetta sama fyrirkomulag og verið hefir undan- \ íarið á símtalaafgreiðslum við Akranes, Borgarnes, í Brúarland, Hveragerði og Selfoss, en símanúmer þess ■: ara stöðva breytast frá 1. desember, 1952, og ásamt £ ;■ Keflavík verða framvegis þannig: ;] Akranes 82600 •: í; Borgarnes 82700 í ■: Briiarland 82620 'i j; Hveragerði 82820 í ;■ Keflavík 82500 ■: :■ Selfoss 82800 > % Símnotendur eru beðnir að skrifa þessi símanúmer ■; ■ ■. ;■ á minnisblaðið í símaskránni. í; Símtalareikningarnir verða eins og áður innheimtir í; í Reykjavík. .■ -■ /AV.V.SV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.WVAVV ;: ÁLÞINGISSÖGUNEFND I; ílt er komið "■ |j Alþingismannatal 1845—1945 ;í eftir Brynleif Tobiasson. Verð kr. 75.00, kr. 100.00 i. b. j! Alþingi og kirkjumálin 1845—1943 eftir Magnús Jónsson. Verð kr. 25.00. ;■ B* Áður konni út: i £ Alþingi og atviimainálin kr. 40.00 í Alþingi og frelsisliaráttan 1845—1874. í kr. 25.00. í Alþingi ««' menntamálin, kr. 10,00 ■: Alþingi og heilbrigðismálin kr. 15.00 J: Alþingi og frelsisbaráttan 1874—1944 ;í kr. 100.00. Méttarsaga Alfiingis kr. 50.00 Þingvöllnr kr. 40.00 YFIRLÝSING Við undirritaðir fulltrúar Félags frjálslyndra stúdenta í Stúdentaráði Háskólans og ritnefnd Stúdentablaðsins (1. desember) lýsum hér með yf ir því, að við vorum sam- þykkir því að greinin (Vopn aður friður og framtíð ís- lands) eftir séra Emil Björnsson birtist í Stúdenta- blaðinu, en greininni var hafnað af meirihluta stúd- entaráðs. Reykjavík 28. nóvember 1952. Einar Sverrisson Batduý Aónssþn , j Fásí hjá bóksölum. í A'ðaiútsala: ’l :■ ■: I Bókav. Sigfnsar Eymundssonar h.f. ij %V/AV.VA%V.V.V.VWVVAW.‘AW.V.,.W.VAV/.-A,V j VVVV.VAV/.V.V.VV.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W. r ’ Rafmapstakmörkun Álagstakmörkun dagana 30. nóv.—7. des frá kl. 10,45 — 12,15: Sunnudag Mánudag Þriðjudag Miðvikudag Fimmtudag Föstudag Laugardag 30. nóv. 2. hluti 1. des. 3. hluti 2. des. 4. hluti 3. des. 5. hluti 4. des. 1. hluti 5. des. 2. hluti 6. des. 3. hluti Straumurínn verður rofinn skv. þessu þegar og að :■ svo miklu leyti sem þörf krefur. 3..........V. ' ftW,V.%V.‘.V.V.V.jV.W.V.V.V.V.V.V.VV.V.,.V.V.V.Vi SOGSVIRKJUNIN. W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VW/.VV.V.V.V.V'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.