Tíminn - 02.12.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.12.1952, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, þriðjudaginn 2. desember 1952. 274. blað. «9<ai v iii )l ÞJÚDLEIKHÚSID Litli Klátis og stóri Kláus tíjning í dag kl. 15 Síðasta sinn. T OPAZ Sýning í kvöld kl. 20. i Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 11—20 sunnudaga, virka daga frá kl. 13,15—20. Sími 80000. I Háiíð í Havana Mjög skemmtileg og fjörug amerísk dans- og söngvamynd, sem gerist meðal hinna lífsglöðu Kúbubúa. * Desi Arnaz, Mary Hatcher. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Hrosið þitt hlíðu (When my Baby Smiles at me) ( Falleg og skemmtileg, ný, | amerísk litmynd með fögrum J söngvum. Aðalhlutverk: Betty Grable, j Dan Dailey, Jack Oakie. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI — Fhignemur Spennandi og skemmtileg ný amerísk flugmynd. Stephen McNally Gail Kunel Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARBÍO Hver vur aíS hlœja? j (Curtain Call at Cactus Creek) | Ótrúlega fjörug og skemmtileg, ný, amerísk músík- og gaman- mynd tékin í eðlilegum litum. Donald O’Connor, Gale Storm, Walter Brennan, Vincent Price. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Munið að greiða blaðgjaldið nu LEIKFÉLAG! REYKJAV í KUR^ Ævintýri á gönguför Sýning annað kvöld kl. 8. I Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 í dag. Sími 3191. ÍAUSTURBÆJARBÍÓ Night and Huy ! Einhver skemmtilegasta og 1 skrautlegasta dans- og músík- | mynd, sem hér hefir verið sýnd. j Myndin er byggð á œvi dægur- | lagatónskáldsins fræga Cole ! Porter. Myndin er í eðlilegum ! litum. Aðalhlutverk: Cary Grant, Alexis Smith, Jane VV'yman. Sýnd kl. 9. ITJARNARBÍO ÍJtUigarnir (The Great Missouri Raid) I Afar spennandi, ný, amerísk [ mynd, byggð á sönnum viðburð i um úr sögu Bandaríkjanna. Aðalhlutverk: MacDonald Carey, Wendell Corey. Bönnuð inan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Veru frá öðrum hnetti (The Thing) | Framúrskarandi spennandi j amerísk kvikmynd, sem hvar- ! vetna hefir vakið feikna athýgli, | og lýsir hvernig vísindamenn | hugsa sér fyrstu heimsókn j stjörnubúa vil jarðarinnar. Kenneth Tobey, Margaret Sheridan. Sýnd kl. 5 og 9 ! Bönnuð börnum innan 12 ára. Viðumlur (Framhald af 5. síðu.7 vð milliríkjasamninga, sem ísland er aðili að. F.h.r. H. G. Andersen. Herra skrifstofustjóri Gústav A. Jónasson, dómsmálaráðu- neytinu, Reykjavík. Ég legg það undir dóm les- endanna hvort ég eigi að telj ast viðundur vegna þess, að mér skilst, að löggjafarvaldið hafi lagt fyrir ríkisstjórnina að birta tilkynningu um að! lögin frá 1943 öðlist gildi,1 samkvæmt því, sem birt er i hér á undan. Og ef nokkur, mál heyra undir Bjarna Bene diktsson sérstaklega sem ut- anríkismálaráöherra hélt ég að þetta væri þar á meöal. Það er líka utanríkisráðu- neytið, sem gefur þetta vott- orð. Skammstöfunina „F.h.r.“ ies ég: „Fyrir hönd ráðherra.“ Þar hélt ég að væri átt við Bjarna Benediktsson utan- ríkisráðherra. Ef til vill kikn- ar hann í knjám undan þeirri ábyrgð líka. En fyrst farið er að tala um viðundur í þessu sam- bandi, vil ég aðeins benda á það, að í flestum siðuðum lýð ræðisríkjum myndi sá dóms- málaráðherra vera talinn við undur, sem reynir að ná sér niðri á málefnalegum and- stæðingi með því að þykjast vera í ætt við hann, svo sem E.F.K.-greinarnar sanna.Mér er heldur ekki grunlaust um, að sumum, og það nokkuð mörgum, hafi fundizt herra- maöurinn heldur viðundurs- legur í E.F.K.-gervinu. Halldór Kristjánsson. þeg ar TRIPOLI-BÍÓ ! Flugið til Mlurz (Fligh to Marz) Afar spennandi og sérkennileg, ný, amerísk litkvikmynd um ferð til Marz. Marguerite Chapman, Cameron Mitchell. Virginia Huston. Aukamynd: Atlantshafsbandalagið. Mjög fróðleg kvikmynd með ís lenzku tali um stofnun og störf Atlantshafsbandalagsins. M. a. er þáttur frá íslandi. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Blikksmiðjan GLÖFAXI Hraunteig 14. Sími 7236. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Slmi 5833. Heima: Vitastíg 14. Dansauglýsinga- Itaitn (Fmmnald af 4. siðu.) þjóð menn að minni. Það mun varla hægt að rökstyðja það, að sú starfsemi útvarps- ins að taka til birtingar kvöld eftir kvöld ótölulegan grúa af auglýsingum um hvers kyns „skrall“-samkomur hvaðanæva að, sé liður í þeirri menningarforustu,sem því er ætlað að hafa. Slíkar samkundur eiga velflestar lítið skylt við menningu og hafa þegar unnið, oft og ein- att, slíkt menningarógagn.að sízt er ástæða til að auka á- hrif þeirra með viðtækrj. aug lýsingastarfsemi útvarpsins. Þegar litið er á þá hlið máls- ins hygg ég, að eigi sé ástæða til að syrgja, þótt eitthvað kunni að rýrna tekjur út- varpsins við umrætt auglýs- ingabann menntamálaráð- herra. Þó áreiðanlega hafi ríkissjóður orðið í ofmörg horn að líta með fjárgreiðsl- ur, mundu fáir heilbrigt hugs andi menn um það sakast, þótt auka þyrfti ríkissjóður fjárframlög til útvarpsins, sem næmi þeirri fjárhæð, er fæst fyrir dansauglýsingar.ef um leið yrði aflétt eyrum hlustenda allri þeirri óþurft- arrollu. Ýmsar vanþroska raddir hafa látið til sín heyra með það, að andúð manna gegn lestri dansauglýsinga í út- varpið væri sprottin af tauga veiklun og móðursjúkum elli glöpum fólks, sem hataði dans og skemmtanir æsk- unnar. — Slíkt fleipur er ekki svaravert. — Sú andúð er risin af því, að allt fólk, sem einmitt ann hollri gleði æskunnar, þar á meðal fögrum og glöðum dansi, finnur og sér, hvílíkan ófarnað mikill hluti dans- skemmtana hinna síðustu Lloyd C. Douglas: I stormi lífsins 70. dagur. Fimmtándi kafli. Skipið Aquitania hafði verið að streitast gegn-Straumnum. upp ána allan morguninn. Þetta var á aðfangadag jóla. Helen f Hudson stóð við kaldan kinnunginn á B-þilfarinu í loðkáp.u með háum kraga. þegar skipið fór fram hjá skansinum .og fannst frostnæðingurinn harla áleitinn. Hún hafði nú verið erlendis þrjá vetur samfleytt, og ferðin frá Nice til New York hafði ekki verið með öllu laus við óþægindi. Skyndileg hjálparbeiðni frá Joyce hafði orðið þess vald- andi, að hún lagði af stað heimleiðis um miðjanuyet.ur. Hún hafði lesið bréfið frá henni á steinbekknum aðeins snertu. spöl frá Casino-hafnarbakkanum, og það var' áðéins" rúm vika síðan. Og þessi aðdragandi hafði óneitanlega ,sett mark sitt á þessa heimför. „Ég er búin að búa allan farangur minn niður og bíð eftir leigubifreið“, hafði Joyce byrjað bréf sitt. „Ég vil fara aftur heim til Detroit. Ég vil reyna að finna mér þar eitthvert starf til þess að hafa eitthvað að hugsa um. Síðasti mánuður hefir verið mér martröð, cendanleg martröð. í nótt sló Tom til mín með krepptum hnefa í brjóstið. Á eftir var hann fullur yðrunar, bað og grátbændi eins og barn. En ég sagði honum, að nú væri öllu lokiö. ég væri búin að fá nóg. Hann fór í morgun, fullur blygðunar og harms. Ég veit, að hann drekk- ur í dag, og hann heldur, að ég muni bíða hans hér, er hann kemur heim í kvöíd, þótt ég segði honum skýrt og skorinort, að ég væri að fara Ég veit það, vina mín, að það er til mikils mælzt af mér að biðja þig að koma með mér heim til Detroit og vera þar hjá mér nokkrar vikur. Ég þarfnast umhyggju og góðra ráða meir en nokkru sinni fyrr, því að ég er hrygg og einmana manneskja. Ég veit, að það er illa gert að reka þig héðan heim til Detroit um miðjan vetur, en gætir þú hugsað þér að gera það fyrir mig? Ég á engan að nema þig, þegar í nauð- ir rekur. Sendu mér simskeyti um þetta til Statler. Ég mun ekki gleðjast af neinu eins og því að fá frá þér skeyti um að þú ætlir að gera þetta“. Klukkustund. síðar hafði Helen verið búin að taka ákvörðun sína. Hún hafði kreist bréfið titrandi fingrum, risið á fætur og gengið út. Hún gekk niður eftir Promenade des Anglais fulla hálfa mílu. og hún var svo sokkin í hugsanir sínar, að hún veitti enga athygli því fólki, sem varð á leið hennar. En þegar hún kom í litla Jettee-garöinn, hafði hún tekið ákvörð un um að fara með Joyce. Hún hafði brotið málið til mergjar. Ætti hún ekki aö síma til Joyce og bjóða henni að koma hingað? Nei, Joyce hafði ákveðið að snúa inn á nýjar brautir, finna sér nýtt starf og hefja nýtt líf. Hún varö að geta byrjað nýtt líf, byggt á nýj- um grunni. Hún gat ekki stigið fyrstu skrefin á þeirri braut hér í Nice. Héra gat hún ekkert starf fundið sér, Hún varð að fara heim. Um kvöldið bjó hún niður farangur sinn meö svipuðum flýti og þegar hún yfirgaf Bellagio. Skipið seig hægt inn á lægi sitt. Þaö lagðist aö hafnar- bakkanum, og ferðalúið fólk, sem lengi hafði þjáðst af heim- þrá, þyrptist að landgöngubrúnni. Allir voru eftirvæntingar- fullir, órólegir og reyndu þó aö sýnast glaöir. Helen var einmana og vænti sér einskis af heimkomunni. Hún kvaddi kunningja, sem hún hafði eignazt á skipsfjöl, og reyndi að brosa glaðlega. Helen Hudsoh hafði reynt aö hafa farangur sinn heim frá Evrópu eins lítinn og unnt var, en það var undravert, hve margir hlutir fylgdu manni sífellt eftir, þótt maður væri á ferð og flugi og festi sig aldrei viö neitt. Hún hafði sagt samferðafólki sínu, að hún vonaðist til að geta dvalið hjá ættingjum sínum og vinum í Detroit um jólin. Henni til mikils léttis var þrjú-lestin ekki þéttsetin. Það var heldur ekki við því aö búast, hugsaði hún með sér. í kvöld var jólanótt. Allt venjulegt fólk hélt sig heima. Sú hugs- un vakti henni angur. Og meðan lestin þeystist gegnum dimm jarðgöng, sótti að henni ákafari þrá eftir heimili en nokkru sinni fyrr. Þó var töluverö eftirvænting bundin viö heimkomuna. Þær Joyce höfðu verið mjög samrýmdar áður fyrr, þótt vin- áttan kældist nokkuð veturinn sem Helen reyndi mest að snúa henni til betri vegar Og þegar á allt var litið, átti hún ýmsa vini í Detroit, sem gaman yrði að sjá. Þar var Byrnes- fjölskyldan — og Nancy Ashford. Ætti hún að heimsækja Nancy Ashford? Já, því ekki þaö? Nancy Ashford hafði verið henni góð. Það væri meira að segja óviðkunnanlegt, ef— ekkja Hudsons læknis kæmi til Detroit án þess að koma í Brightwood-sjúkrahúsið. Ef til vill væri þó betra, að hún ^ára leiöir yfir samkvæmis- Imenningu þjóðarinnar og 'gerir frjálsa og fagra æsku að verri mönnum og óvísari. Þess vegna vill þetta fólk, að sá hvimleiði háttur hverfi, að menningarstofnun þjóðarinn ar, eins og útvarpið, birti aug lýsingar um allar þær „skrall“-samkundur, sem hverjum og einum dettur í hug að stofna einhvers stað- ar til. Og þess vegna vonaj:,það fólk, að auglýsihgábann menntamálaráðh'érrá vérði vel framfylgt og vilí sfyðja hann í því, að það mætti verða til þess, að léyhivm- sölum og óspektariýð gæfust. í framtíðinni færri tækitöéri en hingað til, aö s'etja simi' svip á skemmtanaiíf lands- manna. — Knútur Þofsteihsson 'frá Úlfsstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.