Tíminn - 23.12.1952, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, þriðjutlaginn 23. desember 1952.
292. blaff.
Runólfur Svelnsson:
Orðlð er frjáðst
Blaöaskrif og búfjárrækt Gunnars
: i.
Gunnar Bjarnason kenn-
ari á Hvanneyri og ráðunaut
ur í hrossarækt á íslandi,
hefir ritaö nokkuð um búfjár
rækt og fleira i því sambandi,
i Tímann 26. og 27. nóv. s. 1.
Tilefni þessara ritsmíða G.
Bj. eru skömmu áður ritaö-
~ ar greinar i Tímann, eftir Há
xon Kristinsson frá Skarði í
Landsveit og eftir einhvern
buldumann, sem nefnir sig
,Vörð frá Felli“. G. Bj. gerir
samanburð á þessum skrifum
D'g finnur grein Hákonar allt
fcil foráttu. Hann telur hana
uyggða á hroka, oflátungs-
hætti, vanþekkingu, sýndar-
mennsku og nasasjón. Þetta
aægir'þó G. Bj. ekki, heldur
parf hann að rangfæra sumt
og snúa útúr öðru í grein Há
Konar. Hinsvegar, að dómi
Gunnars Bjarnasonar, skrif-
ar „Vörður frá Felli“ „nauð-
synleg varnarorð af skyn-
semi og þekkingu"! Virðist G.
Bj. verða svo yfir sig hrif-
inn af þessum orðum „Varð-
ar frá Felli“, að hann tekur
miklu meira mark á þeim en
orðum framkvæmdastjóra F.
A. O., í umræðum um fagmál
landbúnaðarins.
F. A. O., Matvæla- og land
oúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna, er áreiðanlega ein
merkasta stofnunin í víðri ver
öld, sem nú starfar að fag-
rnálum landbúnaöarins. Held
ixr nú G. Bj., að framkvæmda
stjóri þessarar stofnunar,
hafi enga þekkingu og að-
eins nasasjón af fagmálum
landbúnaðarins? Heldur hann
að þessi óþekkta stærð „Vörð
ur frá Felli“, hafi meira til
brunns að bera í fagmálum
landbúnaðar, en sá maður,
sem valinn hefir verið til
þess að vera framkvstj. F. A.
Q.? Gunnar Bjarnason segir
orðrétt um þetta í nefndum
skrifum sínum. „Og í þessu
sambandi vil ég benda Há-
koni á, að þó að herra Dodd,
framkvæmdastjóri hjá F. A.
O. hafi sagt eitthvað við
hann, sem sína skoðun, þá
eru þau ummæli alls engin
alþjóðalög eða heilagur sann
ieikur. „Vörðiít frá Felli“ get
tur falið í sér engu minni
spámann".
Enginn hefir víst sagt né
ætlast til, að framkvæmda-
stjóri F. A. O. væri spámað-
ur og talaði aðeins heilagan
sannleika. En ég vil benda G.
Bj. á, að það er fagleg hneysa
:fyrir hann, að halda því fram,
að framkvæmdastjóri F. A. O.
blaðri einhverja vitleysu út í
bláinn, þegar hann ræðir
fagmál landbúnaðar. Þaö er
næstum ótrúlegt gáleysi af
G. Bj. sem fagmanni, að
halda því fram, að orð herra
Dodds séu lítilsverð í saman-
burði við orð „spámannsins“
„Varðar frá Felli“. Ekki er ó-
trúlegt, að þessi margnefndi
„Vörður frá Felli“ sé annað-
hvort maður, sem flosnað
hefir upp frá sveitabúskap
og sestur að í Reykjavík, eða
beinlínis fæddur og uppal-
:inn í Reykjavík og hafi aldr-
ei komið nærri búskap í
sveit. Nokkuð er til af slíkum
„fuglum“ í Reykjavík, sem
eru sjálfir mjög sannfærðir
um, að þeir einir viti allan
sannleikann um landbúnað-
armálin. Af einhverjum á-
stæðum hefir þessum „Verði
frá Felli“ þótt hentugra, að
birta ekki sitt rétta nafn
undir skrif sín um landbúað
'armál.
«
II.
Gunnar Bj arnason ræöir
allmiltið, í áðurnefndum
greinum í Tímanum, um
ræktun íslenzka búfjársins
og í því sambandi innflutn-
ings erlends búfjár, einkum
nautgripa, til kynblöndunar
hér. Að þessu sinni mun ég
ekki ræöa sérstaklega inn-
flutning búfjár. Ef til vill
kem ég því í verk síðar. Um
íslenzkt búfé og kynbætur
þess hefi ég nokkuð ritað i
ársrit Bændaskólanna, „Bú-
fræðinginn", undanfarin ár.
Mér kom mjög á óvart, að
G. Bj. virðist nú vera oröinn
sannfærður um, að íslenzkt
búfé sé bezta búfé í heimi.
Aðalrök G. Bj. fyrir þessari
sannfæringu eru þau, „að is-
lenzka búféð hefir samlag-
ast íslenzkri náttúru með þús
und ára átökum við hana“.
Þess vegna má ekki flytja
inn erlend búfjárkyn til kyn
bóta hér, því, segir G. Bj.,
„Árangur og reynsla þessara
hamfara verður ekki fengin
aftur nema með annari þús-
und ára glímu“.
Alltof lítið hefir veriö unn
ið að kynbótum og ræktun ís
lenzka búfjársins. Ekki er
það að kenna áhugaleysi fag
manna okkar á því sviði und
anfarin ár. Ástæðan er fyrst
og fremst fjárskortur. Það er
dýrt að kynbæta og rækta
búfé. Ef til vill hefði þó mátt
gera hér nokkru betur en
gert hefir veriö, ef fjárveit-
ingavald landsins hefði skil-
ið þýðingu þessa máls fyrir
þjóðarbúskapinn betur, en
raun hefir á verið. Nægir í
því sambandi að nefna eftir-
farandi: Samkvæmt lögum,
frá 1938, hafa skólabú Bænda
skólanna átt að vera kynbóta
bú í búfjárrækt. Aldrei hef-
ir einn eyrir fengist veittur
á fjárlögum til þess að hægt
væri að fara eftir þessum
lögum. Sauðfjárkynbótabúið
á Hesti var stofnsett fyrir
um áratug síöan. Öll árin
hefir það verið sársvelt fjár-
hagslega. Enda þótt fyrir
lægi þar mikill árangur af
ræktunarstarfi og kynbótum,
eftir tiltölulega fá ár, þegar
niðurskurður varð á fé í Borg
arfirði, vegna fjárpestanna,
munaði ekki hársbreidd, að
ríkisstjórnin legði kynbótabú
ið á Hesti niður með öllu. Á
þessu ári var loksins stofnað
til kynbótabús í nautgripa-
rækt hér á landi. Ekki verður
annað séð en að það sálist áö
ur en það er laust úr burðar-
liðnum, sakir fjárskorts. Vís
ir að kynbótabúi í hrossa-
rækt, hefir verið að Hólum í
Hjaltadal, síðastliðinn ára-
tug. Sá vísir virðist nú vera
að visna upp.
III.
Ýmsar búfjárræktarþjóðir
hafa, á siðastliðnum einni
til tveimur öldum, kynbætt
og ræktað búfé sitt stórkost-
^ lega. Afurðageta þess hefir
■aukist stórum, afurðagæði og
! þar með verðmæti einnig,
'jkynfestir hafa verið verðmæt
ir eiginleikar og útrýmt göll-
um. Má hér nefna Breta og,
Dani, Svía, Hollendinga,
Bandaríkjamenn og margar
fleiri þjóðir, sem hafa kostað
offjár og vinnu til búfjár-
kynbóta og miklum árangri
náð í þeirri ræktun. Sum
verðmætustu búfjárkyn
heimsins eru einmitt til orð-
in við blöndun ólíkra búfjár
stofna eða kynja. Þannig er
t. d. Coiumbíaféð í Ameríku
til orðið. Bezta kúakynið í
Svíþjóð varð til við blöndun
Arshirekúa frá Bretlandi við
sænskar kýr. Danska Lands-
svínið var kynbætt með
Yorkshiresvíni frá Bretlandi.
Svo mætti lengur telja. Það
er því ekki út í bláinn, þó að
mönnum detti í hug, að
flytja til íslands erlend þraut
ræktuð og verðmæt búfjár-
kyn, til kynbóta eða hrein-
ræktunar hér. Áratuga-
reynsla fjölda annarra búfjár
ræktarþj óða á f lutningum
kynbótadýra milli landa, að
mestar líkur eru til, að við
hér í fátækt okkar, gætum
með því sparað okkur offjár
og áratuga kynbótastarf.
Fluttar hafa verið kýr af
Guernsykyni frá Bandaríkj-
unum til Alaska og Spitsberg
en og gefist ágætlega, enda
þótt að hér sé um mjög ólík
náttúruskilyrði að ræða.
Mörg dæmi hliðstæð þessu
væri hægt að tilfæra, en yrði
oflangt mál að þessu sinni.
Hvað sem Gunnar Bjarna-
son segir um meðalnyt ailra
kúa í Bandaríkjunum, er
meðalnyt útbreiddasta mjólk-
urkynsins þar, (hollensku
kúnna) um 10.000 lbs., eins
og Hákon gat um í grein
sinni. Hér er vitanlega átt
við þær kýr, sem eru innan
nautgripafélaganna. Þær
skipta nokkrum milljónum
af þessu kúakyni í Bandaríkj
unum. Aðrar tölur um nyt-
hæð kúa, bæði hér á landi og
annarstaöar, eru að svo
miklu leyti ágiskanir, að
ekki sæmir að byggja á þeim
í umræðum um kynbætur
mj ólkurnautgripa.
Gunnar Bjarnason virðist
vera orðinn bæði íhaldssam-
ur og kjarklaus í búfjárrækt.
Þeir eru að vísu fleiri með
því marki brenndir hér á
landi, bæði lærðir og leikir.
Ég ráðlegg öllum þeim, að
kynna sér betur og oftar bú-
fjárrækt beztu landbúnaöar-
þjóöa heimsins t. d. Banda-
ríkjamanna, þótt ekki væri
nema með „nasaaugum".
Metúsalem Stefánsson hefir ósk-
að eftir að koma hér á framfæri
athugasemd ’í tilefni af ritdómi eft
ir Halldór Kristjánsson. Halldór
: hefir séð athugasemd hans og lát-
ið í ljós ánægju sína yfir því, að
I hún korni fram og telur engan efa
[ að hún sé fyllilega rétt um aust-
j firzka málvenju, sem Gunnar Gunn
! arsson að sjálfsögðu fylgir og not-
j ar í sögu sinni. En það, sem Metú-
jsalem vill segja er þetta:
I ..Milli slátta“ þarf ekki að guða
á glugga á sveitabæ, því að þá er
' nóttlaus tími margra þar og ein-
hver á ferli, ef gest ber að garði,
hvort sem það er seint eða snemma.
En nú er skammdegi og snemma
dagsett og þá skal gestur guða á
glugga þar, sem hann kemur á
sveitabæ eftir dagsetur, ef hann vill
gera vart við sig, og leita sér ein-
hvers heima á bóndans bæ eða
éiga tal við hann.
Nú er því svo farið, að ég hefi
hug á að koma stutta stund í bað-
stofu Tímans, og hjala við fólkið
þar, þótt tilefnið sé ekki stórt, en
það vekur góðar endurminningar
' aldraðra manna, sem alizt hafa
upp í sveit að koma í baöstofu og
! eiga tal við heimafólkið. Og nú
kemur mitt baðstofuhjal:
í 281. tölublaði Tímans, 10. þ.m.
gerir Halldór Kristjánsson að um-
talsefni skáldsöguna . Sálumessa,
eftir Gunnar Gunnarsson og telur
að höfundi sögunnar fatist rétt ald
arfarslýsing þar sem hann segir
„að bændareiðin mikla til Reykja-
víkur, til að mótmæla símanum,
hafi verið gerð „milli slátta". Telur
Halldór að orðtakið „milli slátta“
hafi ekki orðið til „fyrr en það er
orðið algengt að slá túnin tvisvar,
og engjaheyskapur víða úr sögunni
að mestu leyti.“ Og fleiri orð hefh'
hann um þetta, til þess að rök-
styðja þessa skoðun sína, eða þá
réttara sagt fullyrðingu. En hvorki
skoðun hans né rök fá staðizt. Það
eru ekki nema fá ár, til þess að
gera, síðan það þekktist á nokkru
sveitaheimili hér á landi „að taka
allan heyskap á túni“, og enn eru
þau heimili allof fá, sem komast af
með það. En löngu áður en þetta
kom til, var það ekki mjög sjald-
gæft, þótt ekki væri þaö almennt
gert, að tvíslá tún, að einhverju
leyti, einkum í góðum grasárum.
„Ég man þá tíð“, í mínu ungdæmi,
að þetta var gert og há er, eins og
allir vita, sem I sveit' hafa verið,
það hey, sem íæst af túni í seinna
slætti, þótt há sé að vísu l:ká ó-
slegið gras á túni, sem sprottið er
eftir túnaslátt, og há í fyrri merk-
ingunni er áreiöanlega eldra orð
í málinu en „bændareiöin mikla“
fyrir nærri hálfri öld. Segja má
iíka, að sláttur hvert sumar sé í
tveim lotum, þ.e.a.s. túnasláttur og
engjasláttur. Þætti engi ekki nóg
sprottið, þegar tún voru slegin (og
hirt), gat það viljað til' áð eitt-
hvert bil yrði á milli slátta á túni
og engi, en þótt það kæmi ekki til,
þá var þó ætíð áfanga lokið, þeg-
ar búið var að slá tún.
Á Austurlandi var það föst regla
í mínu ungdæmi, og svo lengi sem
lestaferðir tíðkuðust, að fara „lesta
ferð“ í kaupstað, um það bil, sem
lokið var túnaslætti og kallað var
að þær ferðir væru farnar „milli
slátta“, þótt ekkert uppihald yrði
á heyskaparstörfum — enda fóru
ekki allir í „kaupstaðinn". Vinnu-
maður, sem átti hest, áskildi sér
gjarnan vikufrí eða svo, til að
heyja fyrir hestinn og oft kaus
hann að gera það að loknum túna-
slætti og þá hét það svo, að hann
heyjaði fyrir hestinum „milli
slátta". Til var og það, að vinnu-
hjú fengu „orlof“ að loknum túna-
slætti, til þess að heimsækja vini
og frændur. Slíkt orlof á þeim tíma
suuars var „milli slátta“. Og enn
var það til, að hugulsamir hús-
bændur „lyftu sér upp“ með fólki
sínu einn eða tvo virka daga og
var það þá stundum „milli slátta"
í þessari sömu merkingu, þótt oft-
ast væri það seinna á slætti.
Þetta þekkir Gunnar Gunnars-
son og fyrir því er það fullkom-
lega réttmætt, er hann segir, að
„bændareiðin mikla“ hafi verið far
in „milli slátta" og það fer ekki
í bága við rétta aldarfarslýsingu,
á þeim tíma, sem sagan gerist. Ná-
lægt fermingaraldri fór ég eina
lestaferð um lok túnasláttar. Hey-
skap var haldið áfram fyrir því,
en í huga mínum stendur það æ-
tíð svo, er ég minnist þeirrar ferð-
ar, að ég hafi farið hana „mílli
slátta“.
Svo er þá lokið baöstofuhjalinu
í dag.
Starkaður gamli.
ttbrciðið Tímann
Bilun
rWUVPJWi'.V.V.VVVA'.V.V.V.V.V.V.V’.V.V.V.V/.V.V.W
í í
Ollum. sem hafa heimsótt mig og sýnt mér vináttu I;
í sína á annan hátt í veikindum mínum nú í nóvember
og desember, færi ég hér með innilegustu þakkir. Guð
I; blessi ykkur og gefi gleðileg jól.
•í Reykjavík, 22. des. 1952.
■jj Árni Ólafsson,
í; Njálsgötu 74.
<WVWWVWWWWWWWWAWAWWWWWWWWWVW»
í
j. Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum, er
*- heimsóttu mig og glöddu með heillaóskum og gjöfum
á sextugsafmælinu. Guð blessi ykkur.
Jón í Austvaðsholti.
|
f
%A,VWVVVAW^AV.V.Vl,V.VVWlWAVWAV.V.W.V.WJ
OWUW.,.V.".V.V.,.V.,.V/.VV.V//AVAW/.V.W%\\VtW
í í
;• Hugheiiar kveðjur og hjartans þakkir sendi ég öll- f
£ um þeim elskulegu vinum mínum, sem minntust mín j;í
\ og sýndu mér ógleymanlega ástúð og sóma á níræðis-
■I afraæli mínu 4. des. s. 1.
■■ Þórunn í Höfn. ■*
gerir aldrei orð á und-j
an sér. —
Munið lang ódýrustu og|
nauðsynlegustu KASKÓ-5
TRYGGINGUNA.
Raftækjatryggingar h.f., i
Sími 7601.
C.V
v.v.w.w,
Gerist áskrifendur
að TÍMANUM
Áskriftasími 2323 • |