Tíminn - 30.12.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1952, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 30. desember 1952. 295. .blað. Hann.es Pálsson frá Und.irfe[ÍL: Orðið er frjálsf Eiga borgararnir ekki að vera jafnir fyrir lögunum? Það mun reynast erfitt að koraa á þeirri þjóðfélagsskip- un, að öllurn þegnurn eins þjóðfélags vegni jafn vel. Margar eölilegar ástæöur liggja til þess, sem enginn mannlegur máttur getur lag- ; að. En mörg þjóðfélög eru komin það langt á þroska- brautinni, að allir séu jafnir fyrir lögunum. íslenzka ríkið vill senni- lega láta telja sig með þeim réttarríkjum, þar sem allir þegnar ríkisins mega vænta þess að þeir lifi undir sömu lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, valdamenn eða valdalausir. Öll löggjöf vor er á þann veg, að þegnar hins íslenzka ríkis hafa ástæðu til aö ætl- ast til þess að þeir lifi við fullkomið réttaröryggi. Á þessu vill stundum verða mis brestur, en oftast mun þá um að kenna misnotkun laganna, hjá þeim mönnum, er fara með framkvæmd þeirra. Ef einhverjir valdamenn misnota lögin, þá er það skylda allra sæmilegra manna að rísa upp til and- mæla. Framkvæmd skattalaganna. íslenzka ríkið hefir í lögum sínum lagabálk mikinn, er nefnist „Lög um tekju- og eignaskatt.“ Fjármálaráð- herra hefir gefið út reglu- gerð um framkvæmd þessara laga. Samkvæmt lögunum og regiugerðinni, er skipuð 3ja manna nefnd er ríkisskatta- nefnd nefnist, til að hafa ýf- irstjórn á framkvæmd þess- ara laga. Ríkisskattanefnd er ætlað aö gefa ýmsar reglur, sem skatturinn byggist síðar á, eitt af því er mat á eigin húsaleigu. í reglugerðinni, sem rikis- skattanefnd á að starfa eft- ir, er skýrt fram tekið, að kappkosta skuli að hafa sam anburð við leiguíbúðir, þeg- ar meta skal tekjur af eigin íbúð. í 262. og 263. tbl. Tím- ans hefir sá, er þetta ritar, fært sönnur á, að ríkisskatta nefnd og undirnefndir henn- ar misnota tekjuskattslögin þannig: aö meta tekjur af eigin íbúð 25% af fasteigna- mati þar sem þær ættu að vera 50%, og 30% af fast- eignamati þar sem þær ættu að vera allt að 100%, ef mið- að er við hina lögleyfðu út- leigu. Gagnvart þessari herfi legu misbeitingu valds, get- ur ríkisskattanefnd enga af- sökun haft, nema þá eina, að skattstigar séu það háir, aö fella verði undan skatti ýmsa tekjupósta. En hvers vegna á að hlífa vissum flokki manna en ekki öðrum? Enginn leigutaki fær að draga greidda húsaleigu frá skattskyldum tekjum. — Allur minn útreikningur byggðist aðeins á hinni lög- leyfðu Ieigu, en enginn mun neita, að fjöldi leigutaka hús næðis, greiðir svo þúsundum króna skipti árlega umfram hina lögleyfðu Ieigu, og fær engan frádrátt fyrir neinu af leigunni, og enga ívilnun í skatti eða útsvari, sem víð- ast er byggt á skattskránni. Það virðist því auðsætt að leigutakar húsnæðis verða ávallt verr settir en íbúðar- eigendur, þótt leiga eftir eig- in íbúð væri metin eins og hin lögleyfða leiga er, eftir sambærilega íbúð. Gæta má og þess, að sá hópur manna, sem fær um- rædda skattívilnun hjá rík- isskattanefnd, fær líka eftir- gjöf á eignarskatti, vegna þess, að fasteignir eru aðeins metnar sem örlítið brot af peningaverðgildi þeirra. Sá þáttur er auðvitað ekki rík- isskattanefnd að kenna, held ur löggjafarþingi voru, en þegar tekið er tillit til þessa, er verk ríkisskattanefndar varðandi tekjuskattinn þeim mun blygðunarlausara. Hinir skilningsríku! Til eru þeir menn, sem ekki skilja eöli þess að reikn- aðar séu tekjur af eigin íbúð, enda þótt greidd húsaleiga sé ekki frádráttarbær. Einhver spekingur!, sem ritar í Varðberg er að fræöa lesendur sína á því, að sá er þetta ritar sé að heimta nýj- an skatt á húseigendur, slíkt er víðs fjarri. Þegar íbúöareigandi fær að draga frá skattskyldum tekj- um alla skuldavexti, sem hann kann að þurfa að greiöa vegna íbúðar sinnar, auk þess allt viðhald, og þar á ofan fyrningu af húseign sinni, þá gefur það að skilja, að það verður aö reikna hon- um húsaleigu til eigin afnota, hliðstætt því sem nágranni hans, sem tekur íbúð á leigu þarf að borga fyrir sambæri- lega íbúð. Sama máli gegnir þótt skattþegn eigi íbúð sína skuldlausa, þá verða tekjur af eigin íbúð að koma sem vextir af þeim höfuðstól, sem hann á í eigninni. Þetta munu fiest skólabörn skilja, þótt Varðbergsmenn- irnir virðist ekki skilja það. Þegar Fasteignaeigendafé- lag Reykjavíkur er að heimta að húsaleiga sé 15 kr. eftir hvern fermetra íbúðar, þá eru þessir menn að heimta að hverjum íbúðar- eiganda sé metnar 15 króna tekjur á hvern fermetra húsnæðis, sem hann notar. Það er varla hægt fyrir Fasteignaeigendafélagið að skáka lengi í því skjóli, að menn, sem falinn er sá trún- aður að fara með fram- kvæmd skattalaganna, mis- noti svo -herfilega vald sitt, eins og ríkisskattanefnd hef- ir gert í þessu umrædda til- felli nokkuð mörg undgnfar- andi ár. Árið 1936 voru tekjur af eigin íbúð í Reykjavík ákveðn ar 10% af fasteignamati. Slíkt mat var þá nærri lagi, með tilliti til útleigu. Nú er fasteignamatið mjög svipað og 1936, þar sem það bygg- ist allt á fyrirstríðsverði, enda þótt það gengi ekki í gildi fyrr en 1942. Leigusalarnir heimtuðu húsaleigulögin afnumin, vegna þess að leigan yrði að hækka meira en húsaleigu- vísitalan sagöi til. Um leið hljóta þeir að verða að taka á sig hækkun á eigin leigu til skatts og útsvars A húsaleiga að vera frádráítarbær? Skattalögin rnunu hugsuð á þann veg að húsnæði, fæöi og fatnaður sé innifalinn í persónufrádragi. Allir vita, að persónufrádrag er svo lít- iö, að það er engan veginn fyrir fæði og fötum þótt hús- næði fylgdi ekki þar með. Með því að gera húsaleigu frádráttarbæra, myndi hin svokallaða yfirstétt, sem rík- isskattanefnd er að hjálpa til að komast undan skatti og útsvari, ekki geta notfært sér lágt mat á tekjum af eigin íbúð, til að sleppa við skatt og útsvar. En þá er tvennt að athuga. Hið fátækara fólk býr oftast við lélegan húsakost. Mörg dæmi eru til þess hér í Reykjavík að hjón eru með 2—3 börn í einni stofu og fjöldi fátæk- ari fjölskyldna hafa alls ekki meira en 60—-70 fermetra í- búðir. Þar sem jafnstórar fjöl skyldur í efnamannastéttun- um hafa 200—300 fermetra gólfflöt. Með því að hafa tekjur af eigin íbúð skattfrjálsa og húsaleigu frádráttarbæra, myndum við verðlauna ó- hófsseggina, er misnota fjár- magn og gjaldeyrismögu- leika þjóðarinnar. Ráða mætti auðvitað bót á því, með því að skattfrjáls væri aðeins viss fermetratala í- búðarhúsnæðis á hvern fjöl- skyldumeðlim. Slíkt fyrirkomulag hefði án efa marga kosti, en eng- in hætta er á öðru en full- trúar óhófsstéttanna myndu geta komið slíkri lagasetn- ingu fyrir kattarnef með til- styrk vina sinna úr austrinu. Það er engin ástæða fyrir leigutaka húsnæðis, að krefj ast þess að lögleyfð húsa- leiga sé frádráttarbær, en það er full ástæða fyrir leigutaka að sameinast, allir sem einn, til að fyrirbyggja svo dæma- lausa framkvæmd þessara mála, sem verið hefir hin síðustu ár. Þar sem húseig- endur hafa verið gerðir nær því skatt- og útsvarsfrjálsir af eigin húsnæði, en leigu- takar orðið að greiða margar milljónir í skatt og útsvar af þeim tekjum er þeir hafa notað til að greiða okurleigu fyrir sitt leiguhúsnæði. Við vitum að öll svartamarkaðs- leigan er dregin undan, svo og meiri eða minni hluti hinna lögleyfðu leigu. Á svo ríkisskattanefnd að líðast, að fullkomna þetta, með því að veita þeim sömu skattborg- urum, sem mest draga und- an, stórkostlegar ívilnanir til viðbótar, með ranglátu mati á tekjum af eigin íbúð. Heiðarlegir menn heimta að allir séu jafnir fyrir lög- unum. Steindár Bjcrnsson scndir mér eftirfaranði pistil, sem fjallar um það, hver hafi verið fyrsti blandaði söngkórinn á íslandi: „í Tímanum 20. nóv. 1S52 var smágrein um Xantötukór Akureyr- ar 20 ára (stofn. 14. okt. 1932 >. Þaj; segir hcf., að K. A. ::é íyrsti blsnd- cði kór, scm stofnaöur var á ís- Iandi“. Þótt nú að K.A. eigi mikið lof skihð, svo og aðal-stofnandi hans og söngstjóri alla tíö, Björgvin Guð mundsson, tónskáld og sömkenn- ari, þá má ekki vera ómótmælt svona framúrskarandi vanhugsuð- um umniælun:, sögulegri villu og berum ósannindum. — Til sanns vegar mátti færa, ef sagt heíði ver- ið, að K.A. væri eíztur af nú starf- andi, forn-.lega félagsinynduöain, blönduðtlm söngkórum, og er þó ekki víst að ekki sé til cinhvers stað ar á landinu smákór, sem htiö er þekktur út í frá, en á þó sitt nafn, og eldri ka_nn að vera, en ólíklegt er þaö. Þess vegna nota ég hérna á undan orðin: „formlega félagsmynd uðum“, að íveir af stofn-kórum La'.idssambands blandaðra kóra eru .mikið eldri en K.A. að starfi til, þótt ekki væru þeir formlega stofn aðir sem félög fyrr en nokkru eftir að Björgvin stofnaði K.A. — Þannig hefir Sunnukórinn á ísafirði starf- að óslitið síðan 19r0 — í 42 ár — myndaður um söngstjóra sinn, sem verið hefir allt fram til þessa Jónas Tómasson organisti og tónskáld, þótt fullkomið félagsform tæki kór inn ekki upp fyrr en 25. jan. 1934 (á sólardegi ísfirðinga). Þá er og Vestmannakórinn i Vestmannaeyj- um nærri jafn gamall, ári yngri. Hann myndaði Brynjúlfur heitinn, organisti og kaupmaður, Sigfússon snemma á sumrinu 1911 og æfði til að syngja á aldarafmælishátíð Jóns Sigurössonar, 17. júní 1911, og starf aði sá kór síðan nær óslitið öll árin, undir stjórn Brynjúlfs til 1946 að heilsa hans bilaði. Pormlera fé- lagsmyndun fékk þessi kór þó ekki fyrr en 1937, en iiafnið allmörgum árum fyrr. j Þá hefir í 3 síðustu tölublöðum Kirkjublaðsins (27. 10., 10. 11. og 24. 11. og voru tvö fyrri blööin kom- 1 in í almannahendur áður en Tíma- greinin kemur fram) verið að birt- ; ast grein eftir Svövu Þorleifsdóttur, fyrrv. skólastjóra, þar sem hún seg ! ir frá því, að Björn Vigfússon, þá heima hjá foreldrum sínum á Periu 1 bakka í Axarfirði, hafi haustiö 1899 (fyrir 53 árum) stofnaö Kirkjukór Skinnastaðakirkju, sem _vafalaust hefir verið blandaður kór, þótt Svava geti þess ekki berum orðum, þar sem hún segist liafa verið í hon um svo og 4 systur Bjarna, — því að þarna getur varla hafa verið um kvennakór að ræða, enda kirkjukór ar venjulega blandaðir kórar og kóralbækur raddsettar fyrir bland söng. Þessum kór segir Svava að Björn hafi haldið við og ntjórnað þar til hann flutti til Húsavíkur 1906, og að þar hafi Björn haldið áfram á sömu braut, stofnað og stjórnað söngkór. Af þessu niá þegar siá.'áð til hafa verið liér á landi blandaðir söng- kórar löngu íyrr en K.A. var stofn- aður, þótt ekki haíi þeir allir verið til í reglulegri félagsmynd eSá starf að lan_an aldur. Og víst veit ég um þó nokkra kóra,- sem ég skal nefna hér, svo að opinber, prentuð vitneskja sé til lím þá. Gæti það k’nnske orðið til þess að fleiri gefi sig fram og veiti upplýsingar um það, sem þeim er kunnugt um í þessum efnum. Þá gæti þessi at- hugasemd_mín orðið til þess. að fyllri upþlýsingar fáist um scgu blandaðs kórsöngs hér á landi. Vil ég taka svo djúpt í árinni, að skora á hvern þann, sem veit eða man sl.ka sön: kóra með vicsu, að senda mér upplýsingar um þá, svo ná- kvæmar cg tæmanái, sem hægt er, héjdur fyrr en síðar, svo að þær komist á einn öruggan stað: í skjöl Landssamtands blandaðra kóra. Það vil ég taka fram, að þótt hérna sé fyrst og fremst átt við cg talað um tlandaða kóra, eru engu síður vel þegnar, — cg nauðsynlegt að safna saman, — upþfsintum um karlakóra og kvemiakóra frá fyrri iímum. Áritun til mín er: Steindór Björns son, Sölfhélsgötu 10, Reykjavík. Og nú koma hér. þær upplýsingar, sem ég get geíið .—: vona, ef aðrir finnast, sem betur eða meira vita. sendi mér upp’ýsingar um það, — um aðra kóra heldur en þá; sem þegar eru nefndir, og átárfað hafa fyrir stofndag K.A. ' . ' ' I Vorið 1899 flutti séra Lárus Hall dórsson (sem um haustiö ,var, órum kvöðull að stofnun . Eríkirkjun’iar) hingað til Reykjavíkur isamt Itonu sinni Kristínu Pétursdóttur,. orí an- ista Guðjónssohár (Guðjóhhsen), og 4 börnum 14—l'8"ára.‘Þau voru í aldursröð: Guðrún, Halldóiv Pét- ur og Valgeröur, öll-afar-vel gefin, söngvin og hljómelsk eins og þau áttu ættir til á báða yegu. — (Þau höfðu raddir fyi'ir.tiandaðan kvart j ett og sungu oft þannig heima). — ' ÖII urðu þessi systkin þjöðkúnn, en Halldór, sem dó þpirra lyrstur, var alveg sérstakur r áfu.maður'Og 'göfug menni og framúrskarandi að söng- og' söngstjórnarhæfileikum. | . Þegar fjölskylda þessi kom hing að, gekk hun öll í góðtemplarastúk una Hlín nr. 33. Og um haustið stofnaði Hahdór innan stúkunnar, sem var mjög fjölmenn, „Söngfélag HIínar“ (venjulega kallað: „Hlínar söngfélagið“). Þessi blandaði kór varð mjög þekktur hér í bænum og rómáður þessi fáu ár, sem hann starfaði, en það var fram undir vorið 1903. Þá var Halldór orðinn það veikur af sjúkdómi þeim, er hann lézt úr um liaustið (28. 9. 1903), að hann gat ekki að staðiS lengur. Með Halldóri féll þetta söng félag niður, þar sem e.nginn var til að táka upp mcrki hans. Þá störfuðu um þetta leyti og litlu (Framliaid á 6. síöu.) Isleuflsngaþættir (Framhald af 3. síðu.) Ég þakka Andrési á Leyni- mýri fölskvaiausa vináttu í garð minn og fjölskyldu minnar frá fyrstu kynnum til síðustu stundar og votta vandamönnum hans samúð i sorg þeirra. Þórður Tómasson. Jarðarför móður, tengdamóður og ömrnu KATRÍNAR PÁLSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginfi 2. jan. kl. 3. Blórn og kransar afbeðnir. Vilji einhverjir minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Hlífarsjóð hjá S. í. B. S. eða Menningar og minningarsjóð kvenna.. F. h. vandamanna Þéra Þórðardóttir VW.W.V.V.W.W.V.WVVV.W.VS’iW.VVVVAVVVWJV; 5 í Ollum þeim sem á einn eða annan hátt glöddu mig ;« í á áttræðisafmælinu 26. des., sendi ég innilegt þakk- í læti. Guð blessi ykkur og gefi ykkur gleðilegt nýár. I; Jóhannes Benjamínsson, Hallkellsstöðum VA'A"//AW.VV.VVVAVJVWWWAVW4VVVVWAV1A1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.