Alþýðublaðið - 24.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ | ALÞÝBUBLABIB í ^ Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við { | Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► 3 til kl. 7 síðd. ► | Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 3 9»/s—lO^ a árd. og ki. 8-9 síðd. | < Siinar: 988 (aígreiðslan) og 1294 ► 3 (skrifátofan). í j Verðlag: Áskriííarverð kr. 1,50 á ► 3 mániiði. Auglýsingaverð kr. 0,Í5 > < hver mm. eindáilia. | 3 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í j (í sama húsi, sömu símar). j * ► Verzluniif í borgismi. Fyrir alliöngu var að því, er þann minnir, er þetta ritar, skipuð nefnd til að rannsaka orsakir dýr- tíðarinnar hér í borginni. Nefnd þessi mun hafa starfað eitthvað. Að minsta kosti var það haft fyrir satt, að hún heföi komist að þeirri niðurstöðu, að orsakir dýr- tíðarinnar væru tvær, hiísnœðis- leijsio og verzlanafjöldinn. Hvort sem það nú hefir verið af því, að þessar orsakir eru viðkvæmt mál mönnum, sem fylgt hafa til baráttu þeim flokki, er rneð völd- in hefir farið í landinu um hríð, eða þetta hafa þótt sVo almenn sannindi, að óþarfi væri að stað- festa þau opinberlega, þá er hitt víst, að stjórnarvöldin hafa lítt að því gert að halda þessari þekk- ingu á lofti, hvað þá að gera nokkra tilraun til að ráða bætur á vandkvæðunum. Miklu fremur má segja, að þau hafi stutt að þvi um húsnæðismálið að halda vandræðunum við með því að banna lán til húsabygginga úr bönkunum, þar til veðdeildarféð fékst. Húsaleiguokrið kvelur menn því enn. Hér var þó ekki ætlunin að fara að svo stöddu út í húsnæðismálSð neitt nánara, heJdur minnast nokk- luð á hitt, sem haft er fyrir satt að sé önnur meginorsök tíýrtíðar- innar í bænum. 1 grein eftir ..barnakarl" á öðrum stað í blað- inu er vikið að þvi, að álagnáng á vörur sé óhæfilega há, og færð rök áð. Hitt er og víst, að vöru- kaupendum þykir verðlag lítt við jinandi, og heyrast eðliiega alt af öðru hVóru raddir þar um. Á hinn bóginn munu kaupmenn sízt á þvi, að þair leggi of mikið á vörurnar. Að minsta kosti munu þeir ekki þykjast bera of mikið úr býtum sem ómakslaun fyrir fyrirhöfn sína eða sem arð af at- vinnu sinni. Sumir munu ef til vili svara því til, að með slíkri samkeppni, sem hér sé.í verzhin, hljóti verðið að verða svo lágt, sem unt sé. Hér koma galiar samkeppnis- stefnunnar sérstaklega skýrt í íjós. Pegar samkeppmn er orðin of mik'il, heídur hún uppi verð- ínu í stað þess að fækka það. A- stæðan ex sú, að kaupmenn geta ekki fremur en aðrir unnið eða látið vinna fyrir ekki neitt. Því fer svo, að með örri fjölgan verzl- ananna fylgir verðhækkun. Því fleiri sem verzianirnar eru, því minna getur hver selt, þar sem kaupgetan er eðliíega takmörk- uð, og af verzlanafjöldanum ledð- ir þannig, að kaupmaður verður að hafa upp í kostnað sinn, hús- næði, vinnuiaun og annað, þótt hann selji heimingi minna ef til vill en hann gæti komist yfir með fuilri nýtingu húsnæðis síns og iv.nnukrafts. Kaupmenn finna fljótt, hvað mikia verzlun þeir geta haft að jafnaði, og við það verða þeir að miða um álagn- inguna. Þeir hafa sjálfsagt fæst- ir fé til þess að leggja í þá á- hættu að setja niður í því skyni að afla sér fjölgunar viðskifta- vina og vilja ógjarnan ef til vill, þó þeir gætu, setja fjölda stéttar- bræðra sinna á höfuðið með því að draga frá þeim viðskiftavini með harðari samkeppni. Með þegjandi og hálf-óvituðu samkomulagi myndast þannig verðlagsmark, sem verzlanir voga ekki að fara niður fyrir vegna hættu á kollsiglingu. Þannig heldur verzlanafjöldinn uppi vöruverðinu. En hann gerir fleira ilt af sér. Hann heldur uppi húsaleigunni, því að afar- mikið húsnæöi fer undir hálfó- þarfar verzlanir, og hann eyðir vinnukrafti að óþörfu annars veg- ar, en heldur honum hins vegai í lágu verði, því að það er tæp- lega von, að kaupmenn vilji greiða sæmilegt kaup við af- greiðslu við mjög dræma sölu. Þetta lækkar mat á vinnuverði við önnur störf og rýrir þannig kaupgetu aimennings, og það kemur aftur niður á verzlununum. Ólagið liggur þannig í hring og hítur í sporðinn á sér. Það þýðir eiginlega ekki að skeyta skapi sinu á kaugmönn- unum fyrir þetta. Þetta er fé- lagsmein, sem stafar af óheppÞ legu skipulagi, sem þeir eru háð-. ir og ráða ekkert við nema að því leyti, að ýmsir þéirra eru '•fyigjandi viðhaldi þess af skorti á skilningi á orsakir þess og af- leiðingar. Hér er ekki fremur en annaxs staðar unt að ráða neina bót á með því að glíma við af- leiðingarnar. Þar þarf að taka fyrir orsakirnar. En hverjar eru þá orsakirnar að verzlanafjöldanum? Þær eru í íám orðum sagt uppáhaldskenn- ingar auðvaldsins: ótakmarkað svigrúm fyrir frcnntcik einstak- lingsins og hin svo kallaða frjálsa samkeppni. Litiar sem engar skorður eru við því settar, hve margir leggi fyrir sig verzlun- aratvinnu, og verðlagsmarkið, sem áður heiir vérið sýnt að verzl- anafjölgunin skapar, gerir það að verkum, sem dæmi eru til, að menn geta dregið íram lífið við verziun, þegar allar aðrar bjarg- ir eru bannaðar sakir' at\dnnu- leysis, þótt undarlegt sé. Þá hafa þeir sérstöku hagsmunir, sem heildsalar hafa meðjl kaupmanna, þau áhrif, að þeir ýta mjög und- ir menn með stofnsetningu smá- verzlana til að geta selt þeim vörur sínar, en hins vegar verk- ar fjölgun h.eildsalanna líkt og fjölgun smáverzlananna í þá átt að hækka álagninguna og þá á vörunum í heildsölu, og afleið- ingarnar verða þær sömu von .bráðar: samtök um hátt verðlags- mark. *Framtakið og samkeppnin lenda í sjálfheldu. Þar sem þessar eru orsakirnar að verziunarvandræðunum, er auðsætt, að ráðið við þeim' er ekki annað en að útrýma þeim með því að setja í stað þeirra holiari öfl, og það eru samtök einstaklinganna og samvinna um verzlunarviðskiftin með því að þj ’ðnýta uerzlunma eða samnýta. Það má gera á tvennan hátt, ann- aðhvort með því' að efla kaup- félagsskapinn til samkeppni með því, að einstaklingarnir flytji þangað verzlun sina/ svo að við- skiftin færist saman, og þær verzlanir, sem óþarfar eru, falli úr sögunni, eða vinni að því, að verzlunin verði öll færð á eina hönd samfélagsins, sem reki hana með sem minstri eyðslu í vinnu- afli og húsnæði, að komist verð- ur af með. Hvort ráðið sem tekið væri, mættu allir vel við una. Af- leiðingarnar yrðu miklu Iægra vöruverð, — lægra en hin ýtr- asta samkeppni getur nokkum tíma áorkað, — og langt um betri hagnýting verzlunarstarfseminnar. Þeir hæfir kaupsýslumenn, sem í raun og veru væri þörf fyrir, héidu atvinnu sinni eftir sem áður og gætu vafalaust haft betri kjör en nú, en aðrir kæmu að notum við framleiðslustarfsem- ina og gætu þar neytt framtaks síns og atorku á hollari hátt þjóð- félaginu. Það eru tæpiega likur til að kaupsýslumenn legðust harðlega gegn breytingum til bóta, ef vilji fjöldans væri ör- uggur, því að varla þarf að gera ráð fyrir, að margir þeirra vilji vera hálfóþörf sníkjudýr á öðr' um mönnum og baka þeim örðug lífsskilyrði. Tii forgöngu um að ráða bót á þessu verzlunarólagi, sem hér hefir verið lýst, eru alþýðusam- tökin sjálfsögð, því að þar má helzt' gera ráð fyrir nægum fé- lagslegum skilningi tii að hvessa viljann til umbótanna. Þar er líka minst um hagsmuni, sem verkað geta í andstöðuátt gegn u mbótastar f semi. Listaverkasafn Einars Jónssonar er oplð á sunnudögum og miðvikudögum kl. 1—3. Það þurfa allir að sjá, en því að eins verður sú tíkoð- un þó að gagni, pð likneskin séu athuguð með gaumgæfni. • Stefán frá Hvítadal er staddur hér í borginná. Til sjómaaina í öilsim IðnRdœm. Féiagar! „Skipin eru fljótandi fangelsi!“ Þessi orð eru ekki tjkin af vör- um óánægðra sjómanna, heldur eru þau gripin úr ræðu, er fuli- trúi franskra útgerðarburgeisa hélt í Genf í byrjun þessa árs. Það er varla hægt að gefa jafn- rétta iýsingu af lífi sjómannastétt- arinnar yfirleitt, frá því þeir leggja úr landi. Frá því augna- biiki, er sjómaðurinn ræðst á skip, og þar til hann er afskráður, er hann fangi útgerðarmanna, og skipið er fangelsi hans. Alt af verður hann að vinna baki brotnu hinn langa vinnudag, og undir öllum kringumstæðum, næstum hvernig sem á, stendur, verður hann að gegna boði og banni yfirmannanna; hann er verkfæri skipstjórans, stjórnað að hans vild af hans hendi. Vinnudagur hans er: 10 stundir, 12 stundir, 14 stundir og oft enn þá lengur. Lögin um 8-stunda-vinnudag, sem hefir verið komið á — það er að segja á papþírnum — í ýmsum vinnugreinum á landi, gilda ekki fyrir sjómannastéttina. Þannig er enn fremur um mörg önnur lögr se'in tryggja að einhverju leyti rétt verkalýðsins á iandi. En enn. sem fyrr er sjómaðurinn olnbogabarn pjóð- félagsins. Það hefir alt af verið þannig og verður þannig, þar til sjó- mannastétt alheimsins sameinar sig bæði þjóðlega og alþjóðlega í sterkum og órjúíandi 'félags- heildum, sem stjórnað yrði af góðum og ákveðnum formgjum, sem kynnu að skapa upp úr ó- samstæðunum sterkt vald, sem ógnaði andstæðingum stéttarsam- takanna. 1 sjómannadeild Alþjóðasam,- bands flutningsverkamanna eru nú sem stendur tuttugu og fjögur sjómannasambönd, sem í eru um 120 000 félagar í 12 löndum. Þessí deild úr alþjóðasambandinu berst með oddi og egg fyrir bagsmun- um sjómannastéttarmnar. Kröfum- ar, sem hafa verið bornar fram, eru meðal annars þessar: Hærri laun, betri siglingalög, meira frelsi úti í skipunum. En aðal- krafan er 8-stunda vinnudagur! 48-stunda vinnuvika fyrir sjó- menn! Það er ákveðið, að árið 1929 vexði faaldin alþjóða-sjómannaráð- stefna í Genf. Aðalmálið, sem verðux til umræðu á þessari ráð- stefnu, er stytting og ákvaðning vinnutímans. Fyrirfiam er ekki hægt að segja,. hvort þessi ráðstefna beri tilætl- aðan árangur, en eitt er vist, að ef sjómannastéttin í ýmsum löndr um skilur til fullnustu hlutverk þitt í stéttabaróttu verkalýðsins tii sjós og lands og faéfur upp raust

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.