Alþýðublaðið - 24.07.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.07.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ aðist stjórnatbyltingarárið 1789. Hinn var Hvamms-Sturla, hinn fornkunni slægðarrefur, ættfaðir Sturlunganna. Hann dó árið 1183. Skipafréttir. „Esja“ fór í gærkveldi austur um land í hringferð. „Gullfoss" kom kl. 7 í morgun. Fer hann á miðvikudaginn í skemtiferðina vestur og norður um iand, svo sem áður hefir verið sagt frá. „Botnia“ er væntanleg hingað um miðjan dag á morgun. Kemur hún frá Leith. „Alexandrína drottn- ing“ er væntanleg hingað frá Danmörku annað kvöld og „Goðafoss" á mánudaginn norð- an og vestan um land, en pang- að kom hann frá Þýzkalandi og Englandi.' „Suðurland“ kom um ihádegið í dag úr Borgarnessför. Fisktökuskip fór héðan í gær- kveldi tii Spánar og ítalíu. Flutti pað fisk fyrir Copland. Annað fer í dag með „Kveldúlfs“-fisk þangað til Suður-Evrópu. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspurtd............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 122,04 100 kr. sænskar .... — 122.28 100 kr. nurskar , . — 11801 Dollar .....................— 4,57 100 frankar franskir. . . — 18,06 100 gyllini hollenzk . . — 1.83,18 100 gullmörk pýzk ... — 108.55 Messur á morgun: í dömkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrimsson. 1 irikirkjunni verður ekki mess- að á morgun. i Landakotskirkju og Spítalakirkjunni i Hafnarfirði ikl. 9 f. m. hámessa. í Aðventkirkj- unni ki. 8 e. m. séra W. E. Read'. — í Sjómannastofunni kl.-6 e. m. guösþjónusta. í husi K. F. U. M.. kl. 81 -2 e. m. guðspjónusta. Séra Bjarni Jónsson predikar. Allir vel- komnir til guðspjónustugerðanna. í Hjálpræðishernum verða samkomur kl. 11 f. m. og kl. 8Vs e. m. og sunnudagasköli kl. 2 e. m. (sandkassi). — í fríkirkjunni í Hafnarfirði ki. 2 messar séra Ói- aíur Ólafsson. Veðrið, Hiti 13—9 stig. Átt suðlæg og austlæg. Snarpur vindur á Þing- völlum og Raufarhöfn. Annars staðar lygnara. Loftvægislægð fyrir vestan land. Útlit: Suðlæg átt. Sluirir víða um land. Borgfirðingamót verður haldið á morgun hjá Ferjukoti. Verður par ýmislegt tii skemtunar, íjaróttír framdar, Karlakór Réykjavíkur syngur, og Jóhannes Jösefsson glímukappi beldur ræðu. „Suðurland" fer í fyrra málið kl. 7'/2 til Borgar- ness og kemur aftur hingað kl. 1—2 á mánudagsnóttina að þvú er ráð er fyrir gert. Vissast mun vera fyrir þá, er ætla á mótið héðan, að tryggja sér farið í dag. Björn Björnsson (sonur Guðmundar Björnsson- ar landlæknis) dvelur hér á landi í sumar með frú sinni. Þau hjón- in éíu búsett í New-York, og hieíir Björn ágæta stöðu hjá rann- sóknástofum Bell Teiephone fé- lagsins. Hann lauk^háskólaprófi í símaverkfræði fyrir nokkrum ár- um og mun vafalaust hafa bezta þekkingn á símamálum af íslend- ingum, enda eru Ameríkumenn tvímælaiaust fremstir allra þjóða í símamálum. Þau hjónin bregða sér norður í land og fóru áleiðis með ,,Suðurlandi“ í gærmorgun. Þenna dag árið 1916 andaðist frægur efna- fræðingur brezkur, Wiliiam Ram- say. Árið 1894 fundu þeir Ram- say o^ eðlisfræðingurinn J. W. S. Rayieigh lávarður frumefnið Náliii utan háss og inoaii. Koasalð ©u sem|!H. Lögnð málning fyrir pá, sem óska. Sigurður Kjartansson, Laugavegi20B — Simi 830. Drengir og stúlknr, sem vilja selja Alþýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsluna kl. 4 daglega. Aj:gon, sem er eitt af þeim, er ekki sameinast öðrum efnum. Það er litar- og þef-laus lofttegund. Fimta frumefnið, sem 'Ramsay fann, var lofttegundin helium. Áð- ur höfðu menn orðið þess vísir, að það var til á sólinni, en Ramsay fann það hér á jörðinni fyrstur manna. Nú er byrjað að nota það á loftbelgi. Hefir það m. a. þá kosti til þeirrar með- ferðar, að J(að er elkki eldfimt og að það sambindst ekki öðr- um efnum. Þær þrjár lofttegundir aðrar, sem Ramsay fann, eru nefndar Xenon, Krypton og Ne- on. Það eru gastegundir. Ram- say fæddist árið 1852 í Glasgow í Skotlandi. Árið 1904 fékk hann Nobelsverðlaunin í efnafræði að hálfu, og sama ár fékk Rayleigh lávarður eðlisfræðiverðlaun No- bels. Haraldur Nielsson prófessor ‘kom í dag rrieð „Suðurland- inu“. Hefir hann verið að heiman í viku. Hann messar ekki á morg- un 1 fríkirkjunni sökum þess, að hann kom ekk.i fyrri úr ferðalag- inu. — þrælsterkir, nýkomnir, kosta að eins 4,65. Athugið þá áður en þér festið kaup annars- staðar. allar skó- og gurnnri viðgerðir bezt, (ljótast og ódýrast. — Að eins handunnið. Sigurgisli Jónsson, Óðinsgötu 4. Verzllð oið Vikcir! Það verður notadrýgst. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætí 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Rjómi fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinn. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um iand. Á- herzla lögð 5 á hagfeld viðskifti beggja aðilja. Símar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 10—42 og 5—7. RÍtstjóri og ábyrgðarmaður _____Halibjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. „Fjándirin hirði það, Martin! Það er of mikið hættuspil. Má ske#éinna, en ekki strax! —" Er nokkuð í fréttum?“ „Nei, ekki hið minsta.“ „Það er einkennilegt; skyldi þá enn ekki gruna mig? Því betra! Martin! Ég fer nú. Hún er með mér.“ „Nei, er það satt! Það er ágætt. — Eg er peningaþurfi.“ „Jæja. Sittu um mig fyrir utan haffilrús- ið; ég fer þar fram hjá, þegar ég fer á stöðirra. Þú skalt fá 5 000. Þáð veröur að duga þér [rangað til seinna." „Það er ágætt. Þú ert snillingur!" „Já; það hefi ég líka alt af sagt. Vertu nú sæll. Gáðu vel að auglýsingunum í „Le Journal". Ég þarf þín kann ske bráðum í París.“ Síðan var hringt af. Nú hringdi Delarmes á járnbrautarstöö- dna í Cannes og bað um rúm á fyrsta far- rými fyrir greifafrú de la Corvissot og Vidal ábóta með næturlestinni. Adéle hafði nú lokið við að hafa fata- skifti og batt nú svartri slæðu um ferðahatt sinn. Þau létu niöur það nauðsynlegasta, og» síðan setti Delarmes stól við skrifborðið og skipaði Adéle að setjast. Hún skrifaði því næst iínur þær, sem hér fara á eftir, eftir fyrirsögn hans. Her-ra Dubourchand, Hotel de París. Hér. Kæri frændi! Fyrirgefðu, að ég fer svona frá þér og Paterson lautínanti í skyndi án þess að kvæðja ykkur. Þorparabragð Delarmes tek ég mér svo nærri, að ég ætla að fara burtu úr Frakkiandi um tíma. Þú veist, að við Delarmes vorum góðir vinir fyrir nokkru, og, ef alt kemst upp, verður ])áð öþægilegt fyrir mig og getur spilt fyrir starfi mínu sem leijtkonu. Þú veist, hve margar svo kallaðar vinkonur ég á í leikhúsunum í París, og auðvitað myndu þær hrósa happi, ef ég yrði smánuð. Ghirka bauð mér með sér til Rúmeníu, og við förum til Bukarest í nótt. Við skrepp- um til Róm fyrst, og þess vegna tek ég ekki nema það, sem ég endilega þarf. Hitt geymirðu fyrir mig. Svo sendi ég dyra- verðinum línu um, hvert hann eigi að senda það. , ■ Þú íerð nú annars sjálfur í næstu viku til þíns elskaða vifs i Bordeaux. — Ég bið kærlega að heilsa frú Dubourchand. — Gættu þín fyrir fótagigtinni. — Gleymdu ekki að drekka heitt kamillete á kvöldin, góði frændi! Og ef frú Dubourchand er of kröf'uhörð, hvað réttindi hjúskaparins snertir, þá skrif- aðu mér! Ég skal senda henni vottorð um, að þú sért heilsutæpur og verðir að fara varlega. , Inniieg kveðja til þín og Patersons sjó- liðsforingja. Adéle. * . 'í;íS ‘ Delarmes lokaði bréfinu og lagði það á náttborð Dubourchands. Hann sagði Adéle að láta útvega sér bifreið til stöðvarinnar. Þegar þangað kæmi, ætti hún að biðja um íarseðil til Cannes. Þar skyldu þau hittast, borða á Maison Doré og þvi næst fara með næturlest til Parísar. Adéle kinkaði kolli til merkis um að hún skyldi, hvað hann vildi. Delarmes fór síðan út og gekk hröðum skrefúm riiður stigann og út um hina stóru hurð. Vornóttin sendi hlýja goluna á móti hnoum, þegar hann kom út. Martin var á vappi fyrir utan. Hann' var orðinn vanur að sjá Delarmes í alls konar búningum qg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.