Tíminn - 18.04.1953, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur i Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
37. árgangur.
Reykjavík, laugardaginn 18. apríl 1953.
87. bla3.
Fanney veiddi síld í vörpu á
Selvogsbanka í fyrrinótt
Horfui* á að takast megi vetrarsíWvetðl.
Slæðingur af síld við Suðurlaadtð
Fanney kom af síldveiðum í gær og Iandaði 45 síldar-
tunnum á Akranesi í gærdag, en hélt síðan til Reykjavíkur,
þar sem gera þarf við aðra síldarvörpuna sem skipið notar
við veiðitilraunirnar. Blaðamaður frá Tímanum fór í gær-
dag um borð í Fanney og hafði tal af skipverjum.
Síldin, sem veiddist að
þessu sinni var á Selvogs-
banka og er þar töluverð
síld. Er hún mjög dreifð og
gjarnan nærri botninum á
daginn, en hnappar sig held-
ur saman að næturþeli. Er þá
tíltækilegast að veiða.
Síldin sem veiddist í fyrri-
nótt fékkst í Akranesvörpuna
sem reyndist nokkuð vel en
er þó of stórriðin til að halda
síldinni. Tapast veiði vegna
þessa og nokkuð af veiðinni
ánetjast í vörpunni og veld-
ur sjómönnum töfum og erf-
iðleikum, sem ekki yrðu, ef
varpan væri smáriðnari.
Nýr sænskur
sendiherra
Sendiherra Svíþjóðar, herra
Leif Öhrvall, afhenti í dag
forseta íslands trúnaðarbréf
sitt viö hátiðlega athöfn að
Bessastöðum, að viðstöddum
utanríkisráðherra.
Að athöfninni lokinni sátu
sendiherra og frú hans há-
degisverðarboð forsetahjón-
anna, ásamt nokkrum öðrum
gestum.
(Frétt frá forsetaritara).
57 félagsheimili voru
byggð með ríkisstyrk
Á síðastliðnum þremur árum hefir miklu fé verið varið
af hinu opinbcra til styrktar félagsheimilum. Samkvæmt
lögunum um félagsheimilasjóð1 annast fræffslumálastjóri
og íþróttanefnd ríkisins stjórn sjóðsins og íþróttafulltrúi er
framkvæmdastjóri þeirra í þeim málum.
Þurfa ekki lengur
ferðaleyfi
Loftleiðir hafa nú öðlazt
réttindi til þess að flytja far-
þega, sem þurfa að fara í
gegnum Bandaríkin, án þess
að þeir þurfi að afla sér
bandarískra ferðaleyfa af
þeim sökum. Vegna þessa
leyfis geta Loftleiðir nú boö-
ið hagstæð kjör í flugferðum
til Kanada, enda hefir félag-
ið gert samning við kanad-
íska flugfélagið um flutning
farþega frá New York til
Kanada. Geta Loftleiðir selt
farseðla til framhaldsflugs
til flestra staða í Norður- og
Suður-Ameríku.
Farþegar, sem ætla til
Kanada eða Suður-Ameríku,
án dvalar í Bandaríkjunum,|
þurfa að kynna sér ýmsarj
reglur, sem að þessu lúta, og
geta aflað sér vitneskju um,
slíkt í afgreiðslu Loftleiða. i
Smærri vörpur fyrir
minni skip.
Að öðru leyti reynist varp-
an vel og telja menn, að hér
sé um gott veiðarfæri að
ræða, þegar nauðsynlegar
breytingar hafa verið gerðar
Líklegt er, að gera þurfi mis-
munandi stærðir af vörp-
unni, eftir stærð bátanna og
vélarafli. Varpa sú, sem
Fanney notar, er nokkuð stór,
mda skipið öflugt.
Flotvörpurnar eru tvær.
Fanney hefir líka aðra
flotvörpu til síldveiðanna.1
Er það varpa, sem Gunnar
Böðvarsson verkfræðingur
hefir látið gera að fyrirlagi
sinu, og talin er líkleg til
árangurs. Er hægt að stilla
dýpt hennar í sjónum með-
anlogað er eins og Akranes-
vörpuna. |
Þessi varpa rifnaði, þegar
reyna átti hana nærri botni
og var komið með hana inn
til viðgerðar í gær, og verður
hún reynd aftur.
Víða vetrarsíld.
Síldin, sem veiddist á Sel-
vogsbanka í fyrrinótt, var
fryst á Akranesi Hún er mis
jöfn að stærð og fitumagni,
en þó ekki ólíklegt að það
bezta úr henni sé allt af því
söltunarhæft.
Á heimleiðinni sáu skip-
verjar í fisksjá sinni tölu-
verða síld út af Grindavík,
en einna mesta síld hefir
Fanney mælt í vetur undan
Dyrhólaey.
(Framhald á 7. sí3u>
Styrkir til háskóia-
náms í Þýzkalandi
Sambandslýðveldið Þýzka-
land hefir, samkvæmt tilkynn
ingu frá sendiráöinu í Reykja
vik, ákveðið að veita tveimur
íslendingum styrk til háskóla
náms í Þýzkalandi háskóla-
árið 1953—’54 og nemur styrkl
urinn 3.000 þýzkum mörkumi
til hvors miðað við níu mán- i
a^a dvöl frá 1. nóvember n. k.!
að telja. Styrkþegar ráða því
sjálfir við hvaða háskólaþeirj
nema, en skilyrði er, að þeir
kunni vel þýzka tungu og geti
lagt fram sönnunargögn fyr-
ir hæfni sinni til vísinda-
starfa, þ. e. námsvottorð og
meðmæli prófessora sinna.
Auk þess er lögð áherzla á,
að umsækjendur hafi þegar
staðizt háskólapróf eða verið
a. m. k. fjögur misseri við há-
skólanám. Að öðru jöfnu
ganga þeir fyrir, sem ætla að
búa sig undir að ljúka dokt-
orsprófi.
Þeir, sem íynnu að hafa
hug á að hljóta styrki þessa,
sendi umsóknir um þá til
menntamálaráðuneytisins fyr
ir 15. maí n. k.
Mögnuð inflúensa
á Sauðárkróki
Frá fréttaritara Tímana
á Sauðárkrók.
Siðustu viku hefir inflú-
ensa magnazt mjög á Sauð-
árkróki og er nú fjöldi fólks
í kaupstaðnum með hana. Má
heita, að einn eða fleiri séu
með inflúensu í flestum hús-
um. Hins vegar er veikin væg.
Fyrstu lömbin af nýja
stofninum eru fædd
A tímabilinu hafa leitað til
sjóðsins aðilar um byggingu
142 félagsheimila Tekjur
sjóðsins, sem eru af skemmt-
anaskatti, námu sem hér
segir: Árið 1948 1.239 þús. kr.,
1949 1.162 þús. kr„ árið 1950
1.073 þús. kr , árið 1951 1.091
þús. kr„ og loks upp í hluta
skemmtanaskattsins 1952,
775 þúsund krónur.
Á þessum árum hefir verið
úthlutað styrkjum til 57 fé-
lagsheimila og námu styrk-
irnir rösklega fimm milljón-
um króna. Kostnaðarverð
þessara félagsheimila er ann
ars áætlað rúmar 14 milljón-
ir króna.
Þeim félagsheimili, sem tek
in hafa verið í notkun og
styrk hafa fengið úr sjóðn-
um, hefir verið sett skipu-
lagsskrá.
í þriggja ára skýrslu íþrótta
nefndar, en þangað eru þess-
ar upplýsingar sóttar, er um
það getið að um 90% af þeim
íslendingum, sem fæddir eru
1931—1939 muni vera synd-
ir Hefir sundkunnáttu farið
mikið fram meðal lands-
manna síðustu árin, enda
þótt aðsókn að sundlaugum
og sundhöllum virðist ekki
hafa vaxið að sama skapi.
Bezt kom árangur sund-
skyldunnar fram í samnor-
rænu sundkeppninni 1951.
Fræðslukvikmyndir
ura uppeldi í
Tjarnarbíó
Barnaverndarfélag Reykja-
víkur sýnir nokkrar fræðslu-
kvikmyndir um uppeldi kl. 2
i dag í Tjarnarbíó. Aðgangur
er ókeypis. Myndirnar fjalla
um uppeldishlutverk móður-
innar, sýna hversu mikilvægt
það er og hvernig mæður
gera örlagaríkar villur, í góðri
trú að þær séu að tryggja
heill barnsins.
Fyrsta myndin sýnir, hversu
mjög andlegur þroski ung-
barnsins er háður móðurlegri
umhyggju. Munurinn á fjöl-
skyldubörnum og munaðar-
leysingjum kemur átakanlega
fram. Önnur og þriðja mynd
sýna sálræna bresti fullorð-
inna, sem orsakazt hafa af
röngu uppeldi. Móðurum-
hyggjan, svo nauðsynleg sem
hún er, getur leitt til öfga,
sem verða barninu til tjóns.
í myndunum kemur einnig
fram, hvernig nútíma lækn-
ar leiðrétta slíka skapgerðar-
galla. Fjórða myndin sýnir
(Framh á 2. stðu).
Komu til hafnar í gær
til aö hlusta á Devold
Frá fréttaritara Tímans a SelfossL
Fyrstu lömbin af hinum
Rýja, þingeyska fjárstofni í
Árnessýslu eru fædd. 2. apr-
il átti gimbur hjá Kristjáni
Eysteinssyni, bónda á Hjarð
arbóli, nýbýli í Ölíusi, hvítt
gimbrarlamb, og 14. apríl
fékk einn af elztu fjárbænd
um í Árnesþingi, Sigurður
Ólafsson í Ásgarði, fyrsfa
lambið, hvítt hrútlamb.
Unga kynslóðin hlakkar til.
Það mun ekki of sagt, að
bæði ungir og gamlir hlakki
til þess, er sauðburðurinn
hefst fyrir alvöru og aftur
sést lambfé i haga í sveit-
unum austan fjalls En mest
er þó tilhlökkunin meðal
ungu kynslóðarinnar, og
margur ungur snáðinn fylg-
ist vandlega með því, hve-
nær þess er von, að gimbr-
arnar fari að bera. Kann-
ske fæðist grá gimbur eða
golsótt, og að minnsta
kosti er það spennandi að
bíða þess, hvort verður ekki.
Allir, sem átt hafa bernsku-
ár sín í sveit þekkja slíka
cftirvæntingu, og það má
geta þess nærri, hvort hún
er minni, þegar nýr fjár-
stofn er kominn í hérað.
íslenzka sjómenn fýsti
mjög að heyra fyrirlestur-
inn, sem hinn norski vís-
indamaður, dr. Finn Devold,
flutti í háskólanum í gær-
kvöldi og kenningar þær og
niðurstöður um göngu síld-
arinnar og ástand sjávarins,
er hann hafði að flytja,
cnda um að tefla stórkost-
legt hagsmunamál sjó-
mannastéttarinnar og lands
manna allra að vita sem
gleggst skil á öllu, er lýtur
að lífsskilyrðum í sjónum,
fiskigöngum og lögmálum
þeim, er þeim ráða
Blaðið veit jafnvel dæmi
þess, að skip kom til hafnar
í gær, svo að áhöfnin gæti
hlvtt á fyrirlestur Devolds.
IVTá af því nokkuð marka á-
huga skipsmanna á þessum
málum.
Mjög var einnig fjölmennt
í háskólann, og var húsfyll-
ir, er dr. Devold flutti er-
indi sitt, og var hlýtt á mál
hans af mikiiii athygli. Var
sýnt, að mörgum þótti hann
aufúsugestur þinn mesti.
Fiskur genginn í
í, en
erfitt um beitu
Fiskur er nú kominn í
Skagafjörð og genginn inn
undir sanda, en illt með beitu.
Loðna veiðist oft við sand-
ana um þennan tíma árs og
fram á vor, en loðnuveiði hef
ir nú gengið treglega.
Þó hefir nokkuð fengizt af
loðnu tvisvar eða þrisvar
sinnum, og hefir fiskazt sæmi
lega, þegar unnt hefir verið
að hafa loðnu til beitu, og eru
líkur á dágóðum afla, ef nóg
væri beitan.
Vísitalan
Kauplagsnefnd hefir reikn
að út vísitölu framfærsiu-
kostnaðar í Reykjavík hinn
1. apríl s. 1. og reyndist hún
vera 156 stig.