Tíminn - 25.04.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.04.1953, Blaðsíða 5
92,'Jblað.: TÍMINN, laugardaginn 25. apríl 1953. 5. Laugard. 25. eipríl Urslit kosninganna í Danmörku Síöastl. þriðjudag fóru fram þingkosningar í Dan- mörku. Úrslita þeirra kosn- inga haföi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Að vísu var ekki búist við, að þær hefðu í för með sér slíka breytingu á fylgi flokkanna, að það breytti verulegu um stjörnarstefnuna innanlands, þar sem enginn flokkur eða flokkabandalög þóttu líkleg til að fá hreinan þingmeiri- hluta Hins vegar þótti ekki ólíklegt, að úrslit kosning- anrta gætu haft veruleg áhrif á útanríkismálastefnu lands- jns. Á undanförnum árum hafa þrír aðalflokkar landsins, Al- þýðuflokkurinn, vinstri flokk urinn og hægri flokkurinn, haft samstöðu um utanríkis- málin og landvarnarmálin. Þeir stóðu saman um það, að Danir gengu í Atlantshafs- bandalagið og hafa síðan haft samstöðu um auknar landvarnir, er kosta nú dönsku þjóðina orðið veruleg ar byrðar. Þeir hafa einnig staðið saman um þær ráða- gérðir, að her frá Atlantshafs bandalaginu fengi bækistöðv ar. í Danmörku, en búist er við að þær komi til fram- kvæmda fljótlega eftir kosn- jngarnar. Vinstri menn og íhalds- menn hafa farið með minni- hlutastjórn á þriðja ár und- anfarið, en Alþýðuflokkurinn verið helzti stjórnarandstöðu flokkurinn. Þetta hefir á ýmsan . hátt go|rt samstcðu þessara þriggja flokka um utanríkismálin og landvarn- armálin erfiðari en ella. Al- þýðuflokknum hefir verið legið á hálsi fyrir það að sranda með stjórninni í þess- um málum, auk þess sem það hefir verið freistandi fyrir hann að notfæra sér stjórn- araiKjstöðuna til þess að taka upp ábyrgðarminni stefnu og reyna að vinna sér aukna lýðhylli á þann hátt Þessi freisting hefir verið enn meiri vegna þess, að bæði kommúnistar og radikali- flokkurinn, sem enn fylgir hlutleysisstefnunni, hafa mjög deilt á afstöðu hans. Foringjar danska Alþýðu- flokksins sýndu eigi að síður þann þroska,wað þeir létu um ræddan árþður og fylgisvon- ir ekki bréýtá áfstöðu sinni. Þéir mátu meira að gera það, sem þeir töldu rétt. Af þess- um ástæðum töldu ýmsir, að þéir myndu missa fylgi til kþmrnúnistaflokksins og radi kalaflokksins, einkum þó til þess síðarnefnöa. Kosningaúrslitin leiddu hifis vegar annað í ljós. Al- þyjiuflókkurinn bætti við sig 22|þús. atkvæðum og tveimur þifcgsætum Hann jók fylgi silðt mest állra flokka. Hann h:&ðí-;þáhnig unnið á hinni álfi'rgu stj órnarandstöðu si^ni, en ekki tapað á henni. Næstur að fylgisaukningu kdm vinstri flokkurinn, er h$fir-. iiáft. stjórnarforustuna ui|danfarið, en hann bætti vi§ sig 17 þús. atkv. og einu þi&gsæti. ítadikalír bættu hins vegar ekkr’viö^sig-nema 11 þús. at- ERLENT YFIRLIT: Innrás kommúnista í Laos AlvarlegasíS aííniröur í Asln síöan Kóreu- stýrjöldln Iiófst Merkasti atburður, er gerzt hefir á sviði alþjóðamála seinustu dag- ana, er tvimælalaust innrás komm- únista frá Vietnam í Laosríki. Með því er styrjöldin í Indó-Kína :Cærö yfir á alveg nýtt svið, er gerir hana enn þýðingarmeiri frá pólitísku sjónarmiði. Með því breytist hún líka í það að vera landvinninga- stríð af hálfu kommúnista í stað þess, að hún var áður háð undir því merki af hálfu þeirra, að hún væri uppreisn gegn yfirráöum Frakka í Vietnam-ríkinu. Það má óhætt segja, að innrás í Laos hefir mjög veikt friðarhorf- urnar í Asíu, en þær höfðu nokkuð glæðzt við það, að stjórnir Kina og Norður-Kóreu höfðu iýst yfir því, að þær vildu greiða fyrir vopna hléi í Kóreu með því að íallast á tillögurnar um fangaskiptin, er þær höfðu áður hafnað. Eftir inn- rásina í Laos er það mjög dregið í efa, að ósk kommúnista um vopna hlé sé sprottin af friðarvilja. Þvert á móti álíta nú margir, að komm- únstar vilji fá vopnahlé í Kóreu til þess að geta einbeitt sér þeim mun betur f Indó-Kína og annars staðar í Suðaustur-Asíu, þar sem við veikari mótstöðumenn en Banda ríkjamenn er að tefla. Vist er það, að á meðan ekki er fullljóst, hvað fyrir kommúnistum vakir með innrásinni i Laos, verður hún til þess að torvelda samkomu- lag um vopnahlé í Kóreu. Vestur- veldin munu telja minna skipta að semja um vopnahlé þar, ef þau telja sig sjá fram á, að ekki vaki annað fyrir kommúnistum með því en að fá bætta aðstöðu til að hefja árásir á nýjum stöðum. Vietnam verður til. Frá fornu fári eru fimm aðal- ríki í Indó-Kína, eða Tonking, Annam, Cochin-Kina, Cambodia og Laos. Eftir að þessi ríki komust undir meiri og minni yfirráð Frakka á síðari hluta 19. aldar, reyndu þeir að sameina þau á vissan hátt 1 eina stjórnarfarslega heild og er nafnið Indó-Kína m. a. sjprottið af því. Þó helzt stjórnarfarsleg sér- staða þessara rikja áfram, einkum i þó Cambodia og Laos. Þau lönd voru líka strjálbýlust og erfiðust j til yfirferðar og örðugust til nytj- unar, einkum þó Laos, er var ! stærsta rikið að flatarmáli. í síðari heimsstyrjöldinni komst Indó-Kina undir yfirráð Japana og unnu þeir að því að sameina þrjú ríkin í eitt samfellt ríki, er héti Vietnam. Voru það Tonking, Annam og Cochin-Kína. Af ýmsum ástæðum heyrðu Tonking og Ann- am vel saman, enda höfðu verið stjórnarfarsleg tengsl milli þeirra áður en Frakkar komu til sögunnar. Eftir að Japanir gáfust upp í styrj- öldinni skapaðist mikill glundroði í Vietnam, því að Frakkar voru ekki viðbúnir að taka strax við stjórninni aftur. Ástand þetta not- uðu kommúnistar, er höfðu náð yfirráðum > mótspyrnuhreyfing- unni, til þess að brjótast íil valda. og mynda stjórn úndir forsæti aðal foiinjja síns, Ho Chi Mink. Frakk ar féllust á aö semja við bessa stjórn og voru samningar við hana undirritaðir 6. nrarz 1946. Sam- kvæmt þeim skyldi Vietnam-ríkið haldast, en þó skyldi fara fram atkvæðagreiðsla um það í Cochin- Kína, hvort íbúarnir þar vildu nam einast því. Unr samelningu Ton- kings og Annams var enginn ágrein ingur. Samkvæmt sanrningum þess unr skyldi Vietnam fá fullt sjálf- stæði í ílestum greinum m, a. í fjármá’unr og hermálunr, en vera þó áfranr r Indó-Kírra samband- inu, er væri síðan þátttakarrdi i franska lreimsveldinu. Styrjöldin í Vietnam. Þessi samnirrgur var rofinn af Ho Chi Mink 1. desember 1946, er hersveitir hans hófu nær íyrirvara laust árásir á Frakka, er voru lítt undir hana búnir. Síðan hefir styrj öldin staðið i Indó-Kína: Komm- únistar náðu strax meirihluta Vietnam á vald sitt og hafa haldið mestu af því síðan. í suðurhluta landsins halda Frakkar aðeins nokkrum hluta hinnar frjósömu sléttu meðfram Rauðá og er borgin Hanoi þar aðalbækistöð þeirra. Einnig halda þeir mestum hluta Cochin-Kína og svo smáspildum hér og þar. Styrjöldin er orðin Frökkum mjög dýr og kostnaðarsöm. Hún mun að undanförnu hafa kostað þá úm þriðjung allra hernaðarútgjalda þeirra. Mannfall þeirra í Indó-Kína er orðið næstum því eins mikið og mannfall Bandaríkjamanna í Kóreu. Samt hefir þeim ekki tek- izt að vinna á kommúnistum vegna þess hve mikils stuðnings þeir hafa notiö frá Kínverjum og Rússum. Frá Kína hafa kommúnistar feng ið hergögn og vistir í sivaxandi mæli. Foringjar í her þeirra hafa fengið þjálfun sína í Kína. Eftir að Ho Chi Mink rauf samn ingana, hófust Frakkar handa um að koma upp nýrri innlendri stjórn í Viotnam og var Boo Dai, fyrrum Annamskeisari, er Japanir höfðu steypt úr stóli, gerður forseti henn ar. Jafnframt var settur á laggirnar innlendur her, sem fer nú óðum vaxandi. Þessi stjórn hefir þó enn ekki náð verulegri hylli og veldur sennilega mestu um þaö samband hennar við Frakka, sem njóta mis- jafnra vinsælda. Óvinsældir þeirra frá fornu fari eru einri mesti styrk ur kommúnista. Síðustu misserin hafa Bandaríkin veitt Frökkum vaxandi aðstoð vegna styrjaldarinnar í Indó-Kína og hafa í undirbúningi að stórauka þessa hjálp. Frakkar eru þó ekki að öllu leyti ánægðir yfir þerri aðstoð, því að skilyrði Bandaríkja- manna eru þau, að völd innlendu stjórnarinnar verði stóraukin og innlendi herinn efldur eftir megni, líkt og átt hefir sér stað í Suður- Kóreu. Bandaríkjamenn segja, að .'I kvæðum og einu þingsæti ug kpmmúnistar 4 þús atkv. og engu þingsæti. Aðaltapið var hjá Réttarsambandinu svo-1 kallaöa, er hefir haft ól.jósa stefnu í utanríkismálum. í-1 haldsflokkurinn tapaði lítil- lega, en hann vann mikinn kosningasigur 1950 og var yfirleitt ekki búist við því, að hann fengi sama fylgi aftur. Úrslit dönsku kosninganna sýna þannig ótvírætt, að and staða gegn landvörnum er ekki vænleg til fylgis í Dan- mörku, þrátt fyrir þær þungu kvaðir, er fylgja vígbúnaðar- útgjöldunum og herskyld- unni. Úrslitin sýna einnig, að Danir munu ekki skirrast við að leyfa erlenda hersetu í landinu, ef það verður talið iiauðsynlegt af öryggisástæð um. Kosningaúrslitin sýna, að utanríkismálastefna Dan- merkur verður óbreytt, hvort heldur sem jafnaðarmenn eða núv. stjórnarflokkar fara áfram með völd Málgagn kommúnista hér er mjög kampakátt yfir þeim 4 þús. atkvæða, er hinir dönsku flokksbræður þess bættu við sig í kosningunum. Um það má segja, að litlu verður Vöggur feginn. í þingkosningunum haustið 1945 fékk danski kommúnista llokkurinn 255 þús. atkvæði, en nú fékk hann 99 þús. atkv. Hann hefir þannig tapða % af fylgi sínu á röskum sjö ár- um. Vissulega er þetta athygl isverð vísbending fyrir ís- lenzka kjósendur. Kort af Indó-Kína: Svörlu blett- irnir sýna yfirráðasvæði kommún- ista í Vietnam. Tölurnar merkja cftirfarandi: 1. Á þessu svæði hefir mest vcrið barizt fram að þessu. 2. Frá þessum stöðvum hófst inn- rás kommúnista í Laos. 3. Innrásin í Laos er ógnun við bæði Thailand ok Burma. 4. Frakkar hafa hafið Kagnsókn við Thanhhoa til þess að kommúnistar sendi aukið lið þaiiRað í stað þess að senda það inn í Laos. 5. Frakkar hafa aðailega aukið herstyrk sinn í Laos í suður- hluta lanisins, en þangað hafa kommúnistar ekki sótt cnn. vonlaust sé að .sigra kommúnista, nema það sé gert fullljós.t að bar- áttan gegn þeim sé ekki háð til að viðhalda gömlu nýlendustjórn- inni, heldur til þess að tryggja meira frelsi og betra stjórnarfar en kommúnisminn hefir upp á að bjóða. Innrásin í Laos. Ríkin tvö, Cambodia og Laos, hafa hingað til ekki komið neitt við sögu styrjaldarinnar í Vietnam og eiga kommúnistar ekki neinu teljandi fylgi að fagna meðal íbú- anna þar. Frakkar hafa nú veitt þessum ríkjum nær fulla sjálf- stjórn. Árið 1949 var konungurinn í Laos viðurkenndur sem íullvalda stjórnandi og Laos viðurkennt sem sjálfstætt ríki innan franska sam- veldisins. Frakkar hættu um líkt leyti ílestum afskiptum af stjórn- inni þar, enda hafa þau aldrei verið mikil, því að landið er af- skekkt og' örðugt yfirferðar. Franska setuliðið þar hefir alltaf verið mjög fámennt. Um það leyti, sem kínverska stjórnin birti þá yfirlýsingu sina, er glæddi vonir um vopnahlé í Kóreu, bárust fregnir um það frá Indó-Kína, að kommúnistar í Viet- nam væru að undirbúa innrás i Laos. Frakkar reyndu að senda auk inn liðskost þangað, en höfðu lítið lið aflögu, þar sem þeir vildu ekki veikja varnir sinar i Vietnam, Inn rás kommúnistahersins í Laos hófst svo fyrir nokkrum dögum og hefir verið sigursæl til þessa, því að her Laosríkis er mjög ófullkominn og franski herinn fáliðaður á þessum slóðum. Allar horfur eru á, að kommúnistar muni leggja norður- hluta Laos undir sig áður en regn- tíminn hefst í næsta mánuði, en hlé mun verða á meiriháttar vopna viðskiptum meðan hann stendur yfir. Líklegt er þó talið, að komm- únistar stefni að því að ná Laos- ríki öllu og einnig Cambodia. Árás en ekki uppreisn. Með innrás kommúnista í Laos hefst alveg nýr þáttur í styrjöld- inni í Indó-Kína, því að hér er ráðizt inn í ríki, er fram að þessu hefir verið utan við styrjöldina. Hér er um árás, en ekki uppreisn að ræða. Jafnframt eykst pólitísk þýðing styrjaldarinnar við það, að Laos dregst inn í hana. Með því að taka Laos færa kornmúnistar yfirráðasvæði sitt að landamærum Thailands og eykur það stórum þá hættu, að Thailand verði næsta fórnarlamb þeirra. Konungur Laos hefir viljað, að þessi árás kommúnista væri kærð fyrir Sameinuðu þjóðunum, en Frakkar hafa dregið úr því. Þeir telja, að málarekstur þar verði lang dreginn og gagnslítill á þessu stigi (Framh; & 6. siðu). Á víöavangi Nokkur minnisatriði um skattamál. Morgunblaðið ræðir í sein asta Reykjavíkurbréfi um skattamálin og kennir eink- um Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum um hinar þungu skattabyrðar hér. í tilefni af því þykir rétt að benda á eftirfarandi: Undantekningarlaust all- ir skattar og tollar voru hækkaðir á árunum 1939— ’49, þegar .Sjálfstæðisflokk- urinn fór með fjármála- stjórnina. Áður hafði hann haldið því fram, að skatt- arnir væru ofháir, en samt hækkaði hann þá eftir að hann fékk sjálfur fjármála stjórnina. Þannig efndi hann fyrirheit sitt um lækk un skatta og tolla. Síðan Sjálfstæðisflokkur- inn lét af fjármálastjórn- inni hafa ekki orðið neinar teljandi breytingar á skatta og tollalögunum. Það er því íjármálastjórn Sjálfstæðis- flokksins, er sett hefir þau skatta- og tollalög, sem Mbl. er að kvarta undan. Sjálfstæðisflokkurinn hef ir jafnan ráðið einn yfir út- svars álagningunni í Rvík, ákveöið hve há útsvörin væru hverju sinni og hvern- -ig þeim væri jafnað niður. T. d. eru veltuútsvörin, sem atvinnurekendur kvarta mest undan, alveg verk hans. Reykvískir skattgreið endur geta bezt dæmt um það eftir útsvörunum, hver stefna Sjálfstæðisflokksins er i skattamálum og hve mikið er að treysta á fögur loforð hans í þeim efnum. Tiilögur þær, sem Sjálf- stæöisflokkurinn flutti á seinasta þingi um skatta- lækkanir, voru sýndartillög ur, því að áður en þær voru fluttar, var f lokksstj órnin búin að samþykkja að fram lengja alla skatta og tolla óbreytta aö þessu sinni. Sýndarmennskan sannast einnig á því, að Þórður Björnsson flutti tillögu um það í bæjarstjórninni, að hliðstæðar lækkanir yrðu gerðar í sambandi við út- svarsálagninguna, en þeirri tillögu hefir bæjarstjórnar- meirihlutinn stungið undir stól. Af þessu og mörgu fleiru má marka, að litiö er leggj- andi upp úr loforðum Sjálf- slaðisflokksirs um lækkun skatta og tolla, þótt hann tali nú fagurt vegna sam- keppninnar viö Varðbergs- menn. ____ Framboðserfiðleikar í höfuðstaðnum. Miklir framboðserfiðleikar eru nú hjá andstöðuflokkum Framsóknarmanna í Rvík. Kommúnistar eru í mestu vandræðum, því að Sigurð- ur Guðnason vill hætta og cæti Sigfúsar Sigurhjartar- sonar er ófyllt. Margir telja sig útvalda. en flokksstiórn inni finnst enginn álitleg- ur. Alþýðuflokksmenn eru þó sennilega í meiri vanda staddir, þvi að fylgismenn Stefáns Jóhanns hafa vilj- að koma honum í annað sæti, sem Gylfi Þ. Gíslason skipaði seinast. Seinustu fregnir herma, að Stefán hafi lýst yfir því, að hann gefi ekki kost á sér(!), en að fylgismenn hans krefj- ist, aö Magnús Ástmarsson (Framh. 6. 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.