Tíminn - 29.04.1953, Side 5

Tíminn - 29.04.1953, Side 5
£5. blað. TÍMINN, migvikudaginn 29. april 1953. S. MiðvUiud. 29. upríl Hvað veldur reiði gróðabrallsmanna? Forkólfar SjálfstæSis- flokksins hafa í blöðum sín- um látið hefja mikla sókn gegn samvinnuhreyfingunni, eins og nokkuð hefir verið rakið hér að undanförnu. Þeir hafa látið leiguþý sín stimpla hana sem einokunar stofnun og okurfyrirtæki og látið lýsa Vilhjálmi Þór eins og ófyrirleitnum fjárplógs- marini. Sumt af þessum á- 'róðri er svo mikill óþverri, að Valtýr Stefánsson hefir neit að að láta hann birtast í for- ustugreinum Morgunblaðsins. Það, sem. þannig hefir verið dæmt óhæft af Valtý, hefir verið birt á æskulýðssíðu blaðsins á ábyrgð Magnúsar Jónssonar frá Mel, en hann er nu 'formaður í samtökum ungra Sjálfstæðismanna. Verður fróðlegt að sjá, hvort þessi málflutningur reynist honum giftudrjúgur í Eyja- firði. Það hefir áður verið rakið hé£,. hver. er orsök þessa á- róðurs. í stuttu máli er húri sú, að gróðamöguleikar og sérréttindi ýmsra forkólfa Sj álfstæðisflokksins haf a skgi’zt- við — eflmgu og út- fæ-rslu samvinnuhreyfingar- innar á síðustu árum. Þetta vilja þessiri' herrar hinsvegar ekki segja opinskátt og klgeða því róginn í ýmsan dularbúning. Af þessum á- stæðum eru líka- árásirnar á Viíhjálm Þór sprottnar. Hann er svívirtur og rógborinn vegna þess, áð honum er það meirá að þakka en nokkrum méhni“- öðrum, hve mikið saiíivinnuhreyfingin hefir effzt 'óg' vaxið á síðari árum. Þessvegna er reynt að gera ha|m tortryggilegan bæði í aug um samvinnumanna og aq|a.iTa. Iandsma,nna. Slíkt hefir jafnan orðið hlutskipti þeirra, sem af mestri atorku og framsýni hafa unnið að framgangi góðra mála, og má Vilhjálmur vissulega una því vel að vera í hópi þeirra manna, sem afturhald ið og sérgróðaöflin leggja al- veg sérstaklega í einelti af framangreindum ástæðum. Ekkert er betri mælikvarði á það, að hann hefir unnið gott og gifturíkt starf. í tilefni af einokunartali Mbl. í sambandi við sam- vinnuhreyfinguna er rétt að vekjá athygli á þvi, að hún hefir ekki á neinu sviði óskað eftir einokun eða sérstökum hlunnindum, heldur aðeins beðið um jafnréttisaðstöðu. Sérstaða sú, sem hún nýtur í skattamálum, eru engin sér réttindi, heldur aðeins eðli- leg afleiðing af þjónustu- starfi hennar í þágu almenn ings og þeirra skilyrða, sem hún uppfyllir í staðinn. Var þetta svo ýtarlega rakið í blaöinu í gær, að óþarft er að rifja það upp aftur. Með rök um hafa andstæðingarnir ekki heldur getað bent á, að samvinnuhreyfingin nyti ein hverra sérréttinda eða einok unar, eða óskað eftir ein- hverju slíku. Öffru máli gegnir hins- vegar um forustumenn ERLENT YFIRLIT: f CLARE BOOTH LUCE Ein f jölliæfasta kona, sem mi er nppi. skip- nð scndiherra Bandaríkjanna í Róm Meðal þeirra embættaveitinga Eisenhowers, sem einna mesta at- hygli hafa vakið, er skipun Clare Booth Luce í sendiherraembætti Bandaríkjanna í Rómaborg. Kon- ur hafa að vísu gegnt sendiherra- embættum áður, en engu jafn þýð ingarmiklu og þessu. Ítalía er nú það ríki vestan járntjaldsins, þar sem kommúnistar eiga mest ítök, og því getur það skipt höfuðmáli, hvernig sendiherrastaða Banda- rikjanna í Róm er rækt. Það sýnir kannske bezt, að Clare Booth Luce er engin meðalmann- eskja, að sama daginn og Eisen- hower skipaði hana í sendiherra- stöðuna, var frumsýning á einu helzta leikhúsi New York á hinu þekkta leikriti hennar, er nefnist: Konur, og talið er eitt af fjörleg- ustu og háðskustu leikritum, er skrifað hefir verið á síðari árum. Stjórnmál og leikritagerð eru þó engan veginn hið eina, sem Clare Booth Luce hefir lagt stund á um dagana. Hún hefir fengizt við margt annað og yfirleitt heppnast allt, sem hún hefir tekið sér fyrir hendur. Óhætt er að segja, að hún er ein gáfaðasta og mikilhæfasta kona, sem nú er uppi. Glæsileg kona. Clare Booth Luce er nú 49 ára að aldri. Hún er komin af ríkum ættum og fékk í uppvextinum alla þá beztu menntun, er ungum stúlk um var veitt í þá daga. Gáfur henn ar komu fljótt í ljós og hún var óvenjulega fögur stúlka og glæsi- leg. Það varð atburður, sem talað er um enn í dag, þegar hún byrjaöi að taka þátt í samkvæmislífinu. Aðeins 19 ára að aldri giftist hún ungum auðmanni, George Tuttle Brokov að nafni, en þau skildu árið 1929 eftir nokkurra ára sam- búð. Brokov var lítill gáfumaður og hugðarefni þeirra hjónanna fóru ekki saman. Clare lagði sig eftir bókmenntum, heimspeki og stjórnmálum á þessum árum, en fjármál voru helztu áhugaefni Brokovs, þegar samkvæmislífinu sleppti. Þegar þau skildu, lét hann Clare eftir 435 þús. dollara, er voru meiri peningar í þá daga en nú. Jafnframt varð samkomu- lag um, að dóttir þeirra hjóna, Anna Clare, skyldi alast upp hjá móður sinni. Yfirleitt var Clare kennt um skilnað þeirra hjónanna, þar sem áhugaefni hennar þóttu ekki inn- an verkahrings giftra kvenna á I þessurn tíma. Rithöfundur og: leikkona. Eftir skilnaðinn tók Ciare að fást við blaömennsku og kom fljótt I ljós, að hún var prýðilega ritfær. Fyrst vann hún við tízkublaðið „Vogue“, en síöan við „Vanity Fair“ og varð hún aðalrtstjóri þess 1933. Það ár fékk hún flest at- kvæði við skoðanakönnun sem færasti blaöamaður Bandaríkj- anna í hópi þeirra, er rituðu um tízkumál. Hún var því búin að fá metnaði sínurn fullnægt á því sviði og hætti því að skrifa um tízkuna. Næsta verk hennar var að ráðast í þjónustu Harry Robinson Luce, 'eiganda „Time“, „Life“ og „Fortune", og skrifar greinar í blöð hans sem fregnritari. í þessum er- indum dvaldi hún m. a. hálft ár í Kína. Hún kom heim aftur til aö vera viðstödd frumsýningu að fyrsta leikriti sínu og leiddi það til nánari kunningsskapar hennar og Luce. Kunningsskap þeirra lauk þannig, að þau giftust haustið 1935. Þótt Clare gengi í hjónaband, var það fjarri henni að leggja ritstörf in á hilluna. Leikritagerð var nú orðin helzta áhugamál hennar. Henni var heldur ekki nóg að semja leikrit, heldur , varð hún einnig að leika sjálf. Hið þekkta leikrit hennar „Konur“ var fyrst sýnt 1937 og lék hún sjálf eitt að- alhlutverkið. Það hlaut frábæra dóma og átti sinn þátt í því, að hún var ráðin til Hollywood til þess að semja drög aö kvikmyndum og leika í þeim. Hvort tveggja heppn- aðist henni mjög vel. I Þingskörungur. j Eftir að haía náð þessum ár- angri á sviði leikritagerðar og leiklistar, tók hugur frú Luce að beinast að öðrum viðfangsefnum. Stjórnmálin fóru nú að taka hug hennar. Hún hafði um skeið skrif- að sérstakan dálk fyrir blöðin og fór hann smám saman að verða meira og meira pólitískur. Hún hafði alltaf verið fylgjandi repu- blikönum og mjög andstæð Roose- velt. í greinum sínum nefndi hún hann sjaldan með nafni, heldur hét hann á máli hennar „þessi maður“. Oft vék hún líka köldu að frú Roosevelt. Forustumenn repu blikana fóru nú líka aö gefa henni vaxandi gætur og fyrir eigið frum- kvæði og atbeina þeirra bauð liún sig fram til fulltrúadeildarinnar í 1 einu kjördæminu í Connecticut haustið 1942 og náð kosningu. Hún var endurkosin 1944. Á þingi kom í ljós, að hún var sérlega vel máli , farin, hafði góða yfirsýn og var fljót og hvöss í svörum. Mjög var , því sótzt eftir því að fá hana til | ræöuhalda. í skoðunum var hún fremur íhaldssöm, en þó átti hún það til að skipa sér í sveit með hin I um frjálslyndari mönnum. T. d. . var hún og er eindregin talsmaöur , þess, að svertingjar njóti jafnréttis við hvíta menn. í árslok 1944 gerðjst atburður, sem varð þess valdandi, að frú Luce dró sig að miklu leyti í hlé og ekki varð því af áframhaidandi frama hennar á stjórnmálasviðinu, 1 eins og henni hafði yerið spáð. Dótt i ir hennar, sem áður er sagt frá, ' fórst þá í bilslysi í Kaliforhíu. Frú Luce hafði unnað henni meira en 1 nokkrum öðrum og féll því frá- | fall hennar mjög þungt. ' Gerðist katólsk. Nokkru eftir fráfall dótturinn- ] ar, kynntist frú Luce einum af CLARE BOOTH LUCE helztu predikuiam katóisku fcu-kj- unnar, Fulton Sheen biskupi, sem hefir snúið fjölmörgu af yfirstétt- arfólki Bandaríkjanna til kaþólskr a<r. trúar. Þessi kunningsskapur leiddi til þess, að frú Luce gerðist kaþólsk 1946 og ráðgerði jafnvel að ganga í klaustur. Af því varð þó ekki, en hins vegar kom hún lítið fram opinberlega fyrst á eft- ir. Þó hélt hún áfram að vera mjög ofarlega i skoðanakönnunum, er | snerust um það, hver væri bezt klædda kona Bandaríkjanna. I Þegar kosningabaráttan hófst í Bandaríkjunum á síðastl. vori var Työ tímabU ems og fru Luce risi ur dvala. Hun gerðist bi'átt ákafur fylgismaður | Eisenhowers. Alls flutti hún um 50 útvarps- og sjónvarpsræður í kosningabaráttunni og var tvímæla 1 laust sú kona, er mest bar á í kosningabaráttunni. Hún er áhrifa j mikil í ræðustól, því að ræður henn ar eru ekki aðeins vel samdar og vel fluttar, heldur beitir hún og , Vel látbrigðum leikkonunnar og er ( enn sérlega falleg og glæsileg. Það , er talið að hún hafi átt mikinn þátt j í því, hve Eisenhower hlaut mikið | kosningafylgi. Hinu er ekki að neita, að hún var oft óvægin og ósanngjörn í málflutningi sínum um andstæðingana. Á víöavangi Þáttur Hjalta. Morgunblaðið'birtir í gær furðulega ritsmíð um fram kvæmdir í raforkumálun- um á undanförnum árum. í ritsmíö þessari er reynt að eigna Sjálfstæð’isflokknum forustuna í þessum málum. í tilefni af því þykir rétt að taka þetta fram: Það voru Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkur- inn, er fyrstir hófu máls á virkjun Sogsins í bæjar- stjórninni og beittu sér síð an fyrir því máli undir for- ustu Sigurðar Jónassonar. Sjálfstæðisflokkurinn tafði málið hinsvegar árum sam- an. Það var fyrst eftir að Hjalti Jónsson hafði hótað að ganga til liðs við Alþýðu flokkinn og Framsóknar- flokkinn og kjósa Sigurð Jónasson í borgarstjóraem- bættið, að Sjálfstæðisflokk urinn neyddist til að láta af andstöðu sinni gegn málinu. Frá þessu er greinilega sagt í ævisögu Hjalta. Hamingjan vandfundin. Frú Luce heíir nú hlotið laun sín fyrir stuöninginn við Eisen- hower, þar sem hann hefir gert hana að sendiherra í Róm. Yfir- leitt er því spáð, að henni muni heppnast það starf, eins og ann- að, er hún hefir tekið sér. fyrir hendur. — Það er ekki nema eitt, sem henni hefir misheppnazt um dag- ana, segir vinkona hennar Doro- thy Thompson, sem er frægur rit- höfundur, og það er að finna ham ingjuna. Þrátt fyrir alla sína vel- gengni, hefir hún aldrei talið sig hamingjusama. Fyrra hjónaband hennar misheppnaðist og það síð- ara hefir raunar gert það líka, því að þau hjónin hafa alltaf verið lítið saman og eru raunar skilin, nema að nafninu til. Hins vegar er þó góður kunningsskapur milli þeii'ra og þau meta hvort annað mikils. Álit frú Luce má nokkuð marka á því, að nú um áramótin var hún sú fjórða í röðinni "viö skoðana- könnun í Bandai'íkjunum, er sner- ist um það, hver væri vinsælasta kona heimsins. Á undan henni voru (Framh. á 6. síðu) Sjálfstæffisflokksins. Bar- átta þeirra og áróður gegn samvinnuhreyfingunni er einmitt sprottin af því, aff hún hefir orffið til þess aff i’júfa ýmsa einokunaraff- stöffu, sem þeir hafa haft og hagnast á óeðlilega. Þetta gildir t. d. um millilanda- siglingar, tryggingar og olíu verzlun, svo að aðeins fá dæmi séu nefnd. Fyrirtæki þau, sem notiff hafa slíkrar einokunar, hafa forkólfar Sjálfstæffisflokksins notaff sér miskunarlaust til fram- dráttar, sbr. kaup Eimskipa félagsins á lóðum Kveld- úlfs og lán S. í. F. til Morg- unblaðshallarinnar. Slíkt verffur hinsvegar erfiðara eftir aff samvinnuhreyfing- ing er búin aff rjiifa skörð í einokunarmúranna. Það er ekki síst til aö reyna að leyna þessu, sem forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins reyna að stimpla sam- vinnuhreyfinguna sem einok unarfyrirtæki, þótt hún sé fullkomlega byggð upp á lýð- ræðisgrundvelli og félags- mennirnir geta ráðið öllu því, sem þeir vilja, ef þeir kæra sig um. Þetta falska einokun arskraf á sem sé að draga at hyglina frá því, að það er í raun og veru einokun og sér réttindi hinna fáu og stóru, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir og aö samvinnu- hreyfingin er honum þyrnir í augum fyrst og fremst af því, að hún er örðugasti þröskuldurinn í vegi þeirra fyrirætlana hans. Þetta eru sömu vinnubrögðin og hjá nazistum, er ásökuðu lýöræö isríkin fyrir styrjaldarundir búning, þegar þeir voru sjálf ir að undirbúa hana af mestu kappi. Almenningur mun ekki láta glepjast af þessum á- róðri. Hann mun gera sér ljósti hverjir málavextirnir raunverulega eru. Áróðurinn gegn samvinnuhreyfingunni, lóðaviðskipti Kveldúlfs og Eimskipafélagsins og lán S. í. F. til Morgunblaðshallarinn- ar mun hjálpa honum til að skilja, hvert markmið for- kólfa Sjálfstæöisflokksins í raun réttri er. A stríðsárunum hófu Framsóknarmenn strax máls á því, að nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til að tryggja það, að veruleg- ur hluti af stríðsgróðanum ! yrði notaður til að koma ; upp stórum raforkuverum og leiðslum frá þeim. Fluttu þeir bæði um þetta tillögur og frumvörp á Alþingi. Sjálf stæöismenn fengust hins- vegar ekki til að sinna þessu og undir forustu þeirra eyddi nýsköpunarst j ó'rnin öllum striðsgróðanum, án þess aö nokkrum eyri væri varið til meiriháttar vatns- virkjana. Síðan í ársbyrjun 1947 hafa Framsóknarmenn farið með stjórn raforkumálanna. Á þessum tíma hefir verið ráðist í tvær stórvirkj anir við Sogið og er sú síðari að verða fullgerð. Stór virkjun við Laxá nyðra er einnig að verða fullgerð. Ráöist hefir verið í margar smærri virkj anir og leiðslur lagðar víða. Framkvæmdir í raforkumál um hafa aldrei verið meiri en á þessum tíma. Þær framkvæmdir, sem hafa átt sér stað í raforku- málunum síðan 1947, og framkvæmdaleysið í þeim málum í tíð nýsköpunar- stjórnarinnar, eru bezta sönnunargagnið um það, hvorum þessara tveggja flokka, Framsóknarflokkn- um eöa Sjálfstæðisflokknum er bezt treystandi til for- ustu í þessum efnum. Þeim staöreyndum geta engar fár ánlegar ritsmíðar í Mbl. haggað. Notkun lxeita vatnsins. Svipað er að segja um þá sagnaritun Mbl., að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi haft forustu um notkun heita vatnsins. Stærstu byrjunar sporin í þeim málum voru stigin meö byggingu héraðs skólanna að Laugum og á Laugarvatni, en Sjálfstæðis menn beittu sér gegn báð- um þessum skólum og gerðu gys að því, að þeir voru byggðir á „heitum stað“. Á sama hátt töluðu þeir um Sundhallarmáliö í Reykja- vík, svo að enginn skriður komst á það mál fyrr en (Framh. a 6. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.