Tíminn - 05.05.1953, Side 4
4.
TÍMINN, þriSjudaginn 5. maí 1953.
99. blaðV
ÞJÓÐLEIKHUSIÐ
KOSS I KAUPBÆTI
Þjóðleikhúsið frumsýndi
bandaríska leikritið Koss í
kaupbæti á miðvikudaginn í
Eyrri viku. Húsið var þéttskip
að áhorfendum, sem virtust
skemmta sér hið bezta, þótt
ekki sé mikið um fyndni í
teikritinu, og alls ekki nóg,
•ef. miðað er við það sem gam-
anleik eingöngu. En prýði-
legur leikur bætir það upp,
því svo virðist, sem í hverju
rúmi séu leikendur, sem not-
færa sér alla möguleika til
nins ýtrasta, og fyrir það verð
ar hann nokkuð gamansam-
ar á köflum.
Höfundur leikritsins er
Englendingur, sem hefir ver-
ið langdvölum í Bandaríkj-
anum og ætti því að þekkja
gjörla háttu þeirra, að
minnsta kosti hinna betur
•efnuðu. í Koss í kaupbæti er
greint frá fjölskyldu lögfræð
ings, er samanstendur af
hjónunum, dóttur þeirra
angri, að mig minnir að
verða sextán ára og syni
þeirra, sem er í hernum. Leik
arinn er látinn gerast á stríðs
árunum. Inn í þetta blandast
nágrannakritur, því að dótt-
;ír nágrannanna, sem er
nokkru eldri en dóttir lög-
fræðingsins, hefir selt kossa
•á hátíð, sem haldin er til |
styrktar striðsrekstrinum, á-
samt dóttur lögfræðingsins
Archer. Það er því skoðun
Archerhjónanna, að stúlkan
hafi spillandi áhrif á dótt-
urina. Kemur nú sonurinn í
orlof, elskandi dóttur ná-
grannanna út af lífinu og
þau giftast halda því samt
leyndu en Corliss Archer,
dóttirin, er gerð að trúnað-
armanni í þessu giftingar-
máli bróðurs síns og vinkon-
unnar. Ungi liðsforinginn
fer að stríða á ný, en í fyll-
ingu tímans kemur í ljós, að
eiginkona hans er kona ekki
einsömul. Gerir því Corliss
tíðar farir, ásamt henni, til
íæðingarlæknis og sprettur
af því misskilningur. Allt
þetta hlýtur þó góðan endi
að lokum.
Ekki kann undirritaður að
henda reiður á því, hve leikur
þessi er raunsær frá höfund-
arins hendi, eða hvort slík
„hystería" grípur millistétt-
arfólk, ef dóttir þeirra ung
er grunuð um óléttu. En feikn
má það líða, ef svo er. Ekki
er heldur hægt að segja um
það, hvort hér er um að ræða i
rétta mynd af bandarískri
fjölskyldu. Verður því, eins
og áður getur, að hlusta eftir
grininu eingöngu og láta ann
að liggja á milli hluta, en
samkvæmt upplýsingum í
leikslcrá um höfundinn, er
ekki annað hægt að álíta, en
hann sé heimamaður í því,
sem hann skrifar um í Koss
i kaupbæti og gefur það leikn
um nokkra undirstöðu og
nauðsynlega.
Leikstjóri er Haraldur
Björnsson, leikur hann jafn-
:íramt Harry Archer lögfræð-
:ing. Leikur Haraldar er mjög
góður, eins og næstum alltaf,
og skiptir þá ekki máli, hvort
textinn er í þynnra lagi eða
þungstreyminn. Haraldur
virðist alltaf hafa lag á
því að gera sér ljósa þá mögu
leika, sem fyrir hendi eru.
Gerir síðan áhlaup sitt og
hefir fullan heiður að leiks-
lokum, og er það mikil íþrótt.
Refur bóndi hefir kvatt sér hljóðs ( Næstu stökur skýra sig sjálfar
og fer með stökur sínar að venju: og taki þeir til sín, sem eigá;-
„Fyrst ég ekkert fyrir stafni hef, Sízt til nokkurs sóma telst
finnst mér rétt að skrifa lítið bréf. sagnaiandsins konum
• Stökur kveð ég alltaf við og við blíðu að vilja Veita helzt
! vilji heyra baðstofunnar lið. | Vesturheimskingjonum.
Hinir ungu og efnilegu leikarar, Ólafur Mixa og Valur Gúst-
afsson, sem Raymond og Dexter í Koss í kaupbæti.
Leikstjórn hans er með þeim
tökum tekin, að heldur fátæk
legt verk, eins og þessi leikur,
heiV.r yfir ‘sér þróttmitíinn
blæ og hressilegan, og tölu-
verðan og ákjósanlegan
hraða.
Arndís B j örnsdóttir leikur
konu lögfræðingsins og fer
hún prýðilega með hlutverk
sitt. Einkum er lgikur henn-
ar trúlegur, þe^ar hún sem
móðir, hefir sætt sig við fall
dótturinnar. Segir hún þá að
lokum, eftir að þau hjónin
hafa látið þetta áfail næst-
um jafngilda ragnarökum:
„Ég vildi að það yrði telpa.“
Herdís Þorvaldsdóttir leik-
ur Corliss dóttur þeirra. Leik-
ur hennar er mjög aðlaðandi,
samhæfður og án nökkurrar
snurðu. Hefir hún góð og eft-
irtektarverð tök á úngu stúlk
unni.
Ólafur Mixa leikur Ray-
mond, son Pringelhjónanna.
Leikur hans er um margt
hinn prýðilegasti. Að visu má
segja, að hann sé of bund-
inn föstum tiivikum, en létt-
leiki hans á sviðinu, öryggi
og að því er virðist hin litla
hugmynd' Iians um það að
hann sé aö leika, gefur von-
ir um mjög góðan lsikara,
þegar tfmar líða.
Valur Gústafsson leikur
Dexter, son Franklínhjón-
anna, og er hið sama að segja
um leik hans, að hann er
mjög eftirtektarverður. Er
það ánægjulegt að sjá báða
þessa ungu leikara örugga á
sviði nú strax, áður en slag-
urinn er hafinn fyrir alvöru,
og verða þeir áreiðanlega lið-
tækir í betra lagi síðar meir.
Sigríður Hagalín leikur
Mildred, dóttur Pringelhjón-
anna. Sigríður er góður efni-
viður. Framkoma hennar á
sviðinu er mjög aðlaðandi.
i Aðrir leikendur eru: Róbert
Arnfinnsson leikur Jenny,
liðsforingja í flughernum,
Valur Gíslason leikur George
Archer, flotaforingja. Emilía
Jonasdóttir leikur Louise
þjónustustúlku. Gestur Páls-
son leikur Robert Pringle,
Anna Guðmundsdóttir leikur
Dorothy konu hans. Valdimar
Helgason Ieikur William
Franklín verkfræðing. Þóra
Borg leikur Mary konu hans,
Rúrik Haraldsson leikur
Jimmy Earhart hermann og
Klemens Jónsson leikur Will-
ard húsamálara.
Konráð Pétursson hefir
gert leiktjöldin. Sverrir Thor-
oddsen býddi leikritið.
Indriði G. Þorsteinsson.
Fyrst er þá stutt orðsending til
Benjamíns Sigvaldasonar. Honum
þakka ég heimboðið og fyrirheit
um tókargjöf. En hann virðist hafa
misskilið stöku mína, sem eigi var
í háði kveðin. Endurtek ég það, sem
ég hefi áður sagt og segi eins og
Pílatus forðum: „Það, sem ég hefi
skrifað, það hefi ég skrifað". En
| þ. e. að í kveri hans eru ýmsar
, smellnar stökur og vel gerðar, þótt
máske einstökum hörundssárum
smásálum þyki kenna þar sums
staðar nokkurrar bersögli, en upp
yfir slíkt tel ég mig hafinn.
Ég hefi iíka lesið eftir Benjamín:
Gunnars rímur Húsabæarkappa.
sem eru vel kveðnar, en hvorugt
þetta rit á ég, þar sem þau hafa
ekki verið seld í bókabúðum. Ég
las þau bæði, þar sem ég var gest
komandi úti á landi fyr í vetur.
Ég þakka líka Benjamín fyrir fræða
störf hans og hef ég lesið ýmsar
sagnir hans með ánægju. Sjálfur
hefi ég ofurlítið fengizt við slíkt
m. a. vísnasöfnun með það eitt fyr
ir augum að varðveita slik verðmæti
frá glötun.
Suður fara senn ég má,
svala minni fróðleiksþrá.
Fljótt ég hvata ferðum þá
Flókagötu 13 á.
Og veri svo Benjamín blessaður.
Svo koma hér nokkrar stökur aðrar.
; Eftirfarandi vísa þarf ekki skýring
! ar við:
I
Ljóðin geta hugann hresst,
hann svo fljúgi víða.
Því er dægradvölin bezt
dýra stöku að smíða.
Alltof margar eru því
enn á villigötúih.
Þjóðrækni ei þekkist í
þeirra ástarhvötum.
Svo er hér ein vísa kveðin til
kunningja:
Aldrei færðu orðstý hjá
ungum silkihlínum.
Fæðist afturfótum á
flest úr munni þínum.
Svo kemur hér staka, sem kveðin
var degi fyrir fimmtugsafmæli vi.n
ar míns, en aldrei send:
I
Fylgd þér veiti farsældin
fyrir enga borgun.
Fyrst þú ert í fyrsta sinn
fimmtugur á morgun.
Eftir ferðalag mitt eitt var ég
spurður að því, hvað ég hefði séð
í ferðinni. Svar mitt var þetta:
Fjölda ég leit af fé og kúm,
— fákum veitti gætur.
Líka sá ég fullt af frúm
en fáar heimasætur.
Vcrzlunarfyrirtæki eitt áuglýstt
með götuauglýsingum eftir stárfs-
manni og var umsóknarfresturinn
útrunninn 30. febrúar það ár. Þá
urðu eftirfarandi hendingar til:
Auglýst sést til umsóknar
einfalt starfið verzlunar.
Á þessu frestur þrotinn'vár
30. febrúar.
Lýkur svo kveðskap Refs bónda
í dag.
Starkaður.
Fyrirliggjandi:
Þjóðarráðstefna
gegn her í landi
verður 5—7 maí í samkomusal mjólkurstöðvarinnar I
Reykjavík. Ráðstefrian verður sett kl. 6 síðd í dag
þriðjudag. Húsið verðtir opnað kl. 5. Auk kosinna full
trúa eru velkcmnlr á láöstefnuna meðan húsrúm
leyfir allir beir. sem bera merki afídspyrnuhreyfing-
arinnar: Siifurmerkið Þveræingur. Merkið fæst v;ð
inngangiim.
Undirbúningsnefndin
Nethæls-nylonsokkar
Svartir nylonsokkar
Hearfield nylonsokkar
Karlmannasokkar
(gerfisilki)
Léreft
Flónel (röndótt)
Ullargabardine
Taft Morie
Rayon-kj ólaefni,
margar gerðir
Ullarkjólatau, 11 litir
Nylon-kj ólatau
Fataefni
Rayon-cheviot
Rayon-spun kjólaefni
Nylonpils og undirkjólar
Amerískar „style“ peysur
Modelbelti
Hverfilita slæður
Herra-bindi
Pilsstrengir
Hvítar blúndur
Hvít og svört teygja
(8cord)
Plastic-efni
Stímur og leggingar
Varalitur — Naglalakk —
Púður
Rakvélablöð
Greiður
Hárkambar
Kúlupennar og fyllingar
Plastic fatahengi
Plastic sápuskálar
Hárspennur
Reykjarpípur
Cígarettumunnstykki
Munnhörpur
Snyrtipokar
Baðsápa
Myndasápa
Pottasleikjur
Títuprj ónabox
Plastic-glös
Saumaskrín
Plastic-bollabakkar
Tennisboltar
Hattaprjónar
Hárfílt
Sparibyssur
Badmintonboltar
Vekjaraklukkur
o. m. fl.
Væntanlegt:
Rayon gabardine m. litir
Nyjlon-karlmannaskyrtur
Nylónsokkar með svört-
um hæl og blúnduhæl
Perlon sokkar
Gluggatjaldaefni
Barna-rayon undirföt
Rayon-náttkj ólar
Drengja- og herra-
prjónabindi
Káputau
o. m. fl.
\t
l
íslenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f.
Garðastræti 2.--Sími 5333.
Vtitntð ötullega að átbreiðslu T í M AIV S