Tíminn - 23.05.1953, Page 1
Ritetjórl:
Þórarinn Þórarinaaon
Fréttaritstjórl:
Jón Belgason
étgefandl:
Frussóknarílokkurtnn
►
Skrifstofur 1 Edduhúsl
Fréttaaímar:
81302 og 81303
AfgreiSslusiml 2323
Auglýslngasíml 81300
PrentsmlSJan Edda
37. árgangur.
Reykjavík, laugardaginu 33. maí 1953.
114. UaS.
Koss í kaupbæti
Valur Gústafsson, Arndis Bjórnsuottir og líí.t vlc-ur Björns-
son í Koss í kaupbæti, sem verður sýndur á annan í hvíta-
sunnu klukkan 15.
Tívólé verður opnað á
annan dag hvítasunnu
í ágúsíinánuði í fyrra urðu cigendaskipti að Tívólí,
skemmtigarði Reykjavíkur. íþróttafélag Reykjavíkur keypti
þá garðinn og fékk þannig umráð yfir stóru svæði. sem ligg
ur aö landspildunni, þar sem félagsheimili þess er búinn
staður.
Iþróttafélag Reykjavíkur á'
kvað að reka sjálft skemmti-
garðinn, og hefir það ráðið
Sigurð Magnússon til þess að
hafa á hendi framkvæmda-
stjórn. Hefir í vor verið unn-
ið að endurbótum í garðin-1
um, skemmtitæki máluð og'
endurbætt og ný fengin, og
Parísarhjól á að setja upp í
byrjun næsta mánaðar.
Handa yngstu
gestunum.
Það er nýbreytni, að komið
hefir verið fyrir leiktækjum
handa yngstu gestunum, sölt
um, rólum, rennibrautum,
hringpalli og bátarólum, og
mega börnin nota þessi tæki
án sérstaks endurgjalds,
enda þótt sérstök barna-
gæzla verði höfð við þau..
Skemmtanalíf
í sumar.
Garðstjórnin hefir ákveðið
að fá í sumar innlenda og
erlenda menn tii þess að
skemmta í garðinum, og
mörg félög hafa í hyggju að
efna þar til sérstakra skemmt
ana. Opnað verður á annan
dag hvítasunnu, og þá mun
Karlakór Réykjavíkur syngja
þar, Lúðrasveit Reykjavíkur
leika og ýmsir þekktir lista-
menn skemmta.
Garðurinn verðu.r opnaður
framvegis á laugardbgum og
sunnudögum klukkan tvö og
aðra daga klukkan átta. AÖ
gangseyri hefir vérið lækkað
ur niður í brjá*- krónur fyrir
fullorðna og eina krónu fyr-
ir börn. Er það ætlun íþrótta
félags Reykjavikur að gera
garðinn að boðlegum úti-
skemmtistað í höfuðborg-
inni.
Togari kom inn
með loftskeyta-
manninn dauðvona
Á miðvikudag kl. 6 kom tog
arinn Marz til ísafjarðar
með loftskeytamanninn,
Gunnar Símonarson helsjúk
an og andaðist hann í sjúkra
húsi ísafjarðar þá um nótt-
ina.
Gunnar hafði á miðviku-
daginn fundizt meövitundar-
laus á skipinu, en fáum mín-
útum áður hafði hann rætt
við skipstjóra, og var þá al-
heill. Mun hann hafa fengið
slag, og var úrskurður lækn-
is að hjartabilun hefði verið
banamsin hans.
Gunnar var aðeins 29 ára
að aldri, og lætur eftir sig
konu og fjögur börn, 3—9
ára að aldri. Ko'na hans, Elín
Runólfsdóttir, var stödd vest
ur á Sandi við jarðarför fÖS-
ur sírs, er hsnni barst hel-
fregnin.
Kosningaskr if stof -
Dóttir Stephans G.
gestur ríkisstjórn-
arinnar
Meðal Vestur-íslending-
anna, sem koma til íslands
9. júní í sumar, er frú Rósa
Benediktsson, dóttir Steph-
ans G. Stephanssonar
skálds. Segir í fréttatilkynn
ingu frá fcrsætisráðuneyt-
inu, að hún verði gestur rík-
Isstjórnarinnar, meðan hún
dvelst hér á landi.
Lítil veiði í Hvítá
í fyrstu lögninni
Á miðvikudaginn voru
laxanetin lögð í Hvítá í Borg
arfirði í fyrsta skipti á þessu
sumri. Veiði var þó lítil, og
fengust aðeiirs 2—3 laxar,
enda hefir verið kalt, svo að
lítið er í ánni, og auk þess
smástreymt.
Netin voru tekin upp í gær
kvöldi, eins og jafnan er gert
um helgar, og telja bændur
á laxveiðijörðunum við Hvit
á, að ekki verði um teljandi
veiði að ræða fyrr kemur
fram um miðja næsta viku
og straumur fer stækkandi.
Blaðið kernur næst
út á miðvikudaginn
Þar eð laugardagurinn fyr-
ir hvítasunnu .er samnings-
bundinn frídagur prentara,
kemur Tíminn næst út á mið
vikudaginn kemur.
Orðsending til Mbl.
I Morgunblaðinu, þriðju- ;
daginn 5. maí s. 1. stendur (
þessi klausa á æskulýðssíð-
unni, þrykkt með feitu letri: !
„Þá skal hér til viðbótar ,
lient á þá staðreynd, að sjóð
þurrðir fara mjög ört vax- ,
andi innan kaupfélaganna
og á síðasta ári urðu 3 stór-
felldar sjóðþurrðir hjá kaup
félögunum í Stykkishólmi,
Höfn í Hornafirði og á Hell-
issandi.“ I
i
Það leikur ekki á tveim
tungum, hvað hefir gerzt,1
þegar sjóðþurrðir verða hjá
bókhaldsskyldum fyrirtækj
um. Þeir menn, sem gegna '■
þar gjaldkerastörfum, verða
að horfast í augu við þá stað ;
reynd að standa afhjúpaðir
ógæfumenn frammi fyrir
samborgurum sínum. Og
samkvæmt landslögum eiga |
þeir að fá vist á Skólavörðu-
stíg 9, upp á vatn og brauð,
í ákveðinn fjölda mánaða,
allt eftir því, hversu miklar
fjárfúlgur þeir hafa dregið
úr þeim sjóðum, sem þeir
áttu að varöveita.
Ég undirritaður hef um
nokkurt skeið verið gjald-
keri í Kaupfélagi Austur-
Skaftfellinga í Höfn í Horna
firði. Ég hef greitt úr sjóðn
um vinnulaun til verka-
manna.er unnið hafa hjá
fyrirtækinu, greitt póstkröf
ur vegna verzlunarinnar, af
hent viðskiptavinum félags-
ins peninga, --- og móttek
ið fá þeim peninga, — í við-
skiptareikninga og innláns-
deild.
Mér er ekki kunnugt um,
að í kassanum hafi orðið
sjóðþurrð; kom því mjög á
óvart, er Morgunblaðið upp-
Landsleikur milli íslands
og Austurríkis í knattspyrnu
Verður liáður í Heykjavík mánud. 29. jiiní
an í
er opin virka daga frá kl. 10
10. Kjörskráin liggur frammi.
Kærufrestur vegna kjörskrár
er útrunninn 6. júní n.k.
Þeir, sem flutt hafa á milli
kjördæma á kjörtímabilinu,
eru sérstaklega hvattir til
þessa að athuga, hvort þeir
séu á kjörskrá.
Ivnattspyrnusamband ís-
lands hefir að undanförnu
staðið í sambandi við Al-
þjóðaknattspyrnusamband-
ið — FIF — til að fá leyfi
til að heyja landsleik í
knattspyrnu við Austurríki.
Svar hefir nú borizt frá sam
bandinu og gefur það sam-
þykki sitt fyrir þessum leik.
Mun austurríska liðið kcma
hingað síðast í júní og verð
ur hinn opinberi landsleik-
ur háður mánudaginn 29.
júní — daginn eftir kosn-
ingarnar. Einnig mun liðið
keppa hér tvo til þrjá leiki
aðra.
Áður hafði verið ákveðið,
að hingað kæmi úrvalslið
austurrískra áhugamanna
— landsliðið, sem kemur,
verður eingöngu skipað á-
hugamönnum, en vegna
óska beggja landanan verð-
ur nú opinber landsleikur í
sambandi við heimsóknina.
Sennilegt er að austurríska
liðið verði að mestu skipað
þeim leikmönnum, er
kepptu fyrir Austurríki á síð
ustu Olympíuleikum. Liðið
vann þá Finna með 4—3, en
■trjpaði fyrir Svíum, þrátt
fyrir nokkra yfirburði.
Höfðu þeir mark fyrir er 5
mín. voru eftir, en Svíar
jöfnuðu þá, og skoruðu að-
eins síðar sigurmark.
Þess má geta, að íslenzk-
ir knattspyrnumenn munu
heyja tvo aðra landsleiki í
sumar og verða þeir á er-
lendri grund, við Norðmenn
og Dani. íslandsmótið í
knattspyrnu hefst 6. júní og
verður því hraðað eins og
kcstur er, til þess að lands-
liðið fái sem mestan tíma til
samæfinga..
lýsir: „að ^tórfelld sjéð-
þurrð hafi á síðasta ári orð-
ið hjá kaupfélaginu í Höfn
í Hornafirði.“
Ég tel þetta alvarlega að-
dróttun gegn mér persónu-
lega. Sé þessi frásögn Morg
unblaðsins sannleikanum
samkvæm, þá hef ég brugð-
izt því trausti, sem atvinnu
veitandi minn sýndi mér, er
hann fól mér umsjón með
sjóðnum. Og sé ég sekur, þá
er ég reiðubúinn að með-
taka réttláta hegningu; —
mun ekki senda náðunar-
beiðni til dómsmálaráð-
herrans.
En það er sanngirnis-
krafa, að Morgunblaðið, sem
virðist búa yfir leyndri þekk
ingu á málinu, leggi sönn-
unargögnin fyrir glæpnum
í hendur réttvísinnar. Hér
nægja því ekki neinar raka-
lausar dylgjur um menn og
málefni; — það verður að
birta rökin umbúðalaus,
greina skilmerkilega frá
heimildum.
Þangað til verða ritsnáp-
ar æskulýðssíðu umrædds
blaðs lýstir lygarar og mann
orðsþjófar.
Höfn I Hornafirði,
15. maí 1953.
Sigurjón Jónsson,
frá Þorgeirsstöðum.
Miklir flutningar
yfir Fagradal
Frá fréttaritara Tím-
ans á Reyðarfirði.
Miklir flutningar eru yfir
Fagradal um þessar mundir
og er vegurinn orðinn sæmi-
legur, en klaki þó ekki farinn
úr, þar sem hæst er. Áburður
inn er fyrirferðarmestur af
flutningnum.
Flugferðir eru tiðar milli
Reykjavíkur og Reyðarfjarð-
ar um þessar mundir. í fyrra
dag og á miðvikudaginn
komu tvær flugvélar á dag
með farþega, póst og flutning
til Reyðarfjarðar. Margir
þeir, er stundað hafa vinnu í
verstöðvum í vetur eru að
koma heim til sumarstarf-
anna.
Vestmannaeyjaferð
F.U.F. í dag
Þátttakendur í Vest-
mannaeyjaferð F.U.F. f
Reykjavík eru beðnir að
mæta við afgreiðslu Flug-
félags íslands á Reykjavík-
urflugvelli laust fyrir kl. 4
e. h. í dag.