Tíminn - 10.06.1953, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.06.1953, Blaðsíða 8
87. árgangrur. Reykjavík, 10. júní 1953. 127. blað. Miðflokkarnir á Ítalíu héldu velli Það var kunnugt orðið í gær kvöldi, að miðflokkasam- steypan hafði meirihluta í efri deildinni við kosningarn- ar á Ítalíu, en nauman þó. Horfur eru einnig á, að mið- flokkarnir nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Á Suður-Ítalíu fengu hý- fasistar, konungssinnar og kommúnistar mjög mikið fylgi, en þegar farið var að telja atkvæði á Mið-Ítalíu batnaði hlutur miðflokkanna til mikilla muna. Kosningaskrif stof ur Framsóknarraanna í Reykjavík og nágrenni ★ Kosningaskrifst. í Reykja- vík er í Edduhúsinu, sími 5564. Hafið samband við skrifstofuna. ★ Gagnvart atkvæðagreiðslu fyrir kjördag eru allar upp lýsingar gefnar í skrif- stofu flokksins í Edduhús- inu. Sími: 6066. KEFLAVIK. ★ Framsóknarmenn í Kefla- vík hafa opnað kosninga- skrifstofu að Suðurgötu 46. Aðkomumenn í Kefla- vík pthugið, að skrifstof- an veitir allar upplýsing- ar varðandi utankjör- staðaatkv.greiðslu. Fram- sóknarmenn, hafið sam- band við skrifstofuna. Upplýsingasímar 49 og 94. ÁRNESSÝSLA. ★ ICosningaskrifstofan er í húsi Kaupfél. Árnesinga, Selfossi, efstu hæð. Þor- steinn Eiríksson, skólastj., veitir henni forstöðu. RANGÁRVALLASÍSLA. ★ Ólafur Ólafsson á Hvols- velli er kosningastjóri Framsóknarfélaganna í Rangárvallasýslu og veitir allar upplýsingar varð- andi kosningamar. í Vestmannaeyjum hafa Framsóknarmenn opnað kosningaskrifstofu að Skóla veg 13. Sími skrifstofunnar cr 422. Þeir, sem veita skrif- stofunni forstöðu, eru Ólaf- ur Ejörnsson húsgagna- smíðameistari, heimasími 130 og Ásmimdur Guðjóns- son verzlunarstjóri, heima- sími 58. HAFNARFJÖRÐUR ★ í Hafnarfirði hafa Fram- sóknarmenn opnað kosn- ingaskrifstofu í skáta- skálanum við Strandgötu. Kosningaskrifstofan er op in kl. 6—10 virka daga og 3—6 á sunnudögum. Sími 9870. — Sanddæluskipið danska fór tvær ferðir eftir skeljasandi út á Svið í gær. Sótti skipið 760 rúmmetra í hvorri ferð og skilaði sandinum í þróna, sem búið var að gera til sand- geymslu. Verkið tókst samkvæmt áætlun, skipið var samtals fjórtán tíma í ferðunum og dældi sandinum upp af allmiklu dýpi úti á Sviðinu og upp í sandþróna eftir 530 metra löng- um förum — (Ljósm.: Ól. Árnason). Góður hagur Kaupfél. Skaptfellinga í Vík Sanddæluskipið á Akranesi ------------------------------------— Verðsamauburður IV. Verðlag kaupfálaga lægm - en verölag kaupmanna ~ Tíminn hefir aflað sér upplýsinga um verðlag hjá kaupfélögum og kaupmönnum á ýmsum verzlunar- stöðum út um land, og mun birta þær í næstú blöðu'm.' Hér fer á eftir fjórði samanburðurinn, sem er úr .kaup- . stað á Austurlandi: Kaupfél. l.kpm. 2. kpm. 3. kpm. 4.kpm. 5.kpm, 1 kg. hveiti 3,15 3,50 3,25 10 lbs. hveiti 17,00 19,00 19,00 1 kg. haframjöl 3,25 3,85 1 — strásykur 3,35 3,50 3,60 3,40 1 — melís 4,55 4,80 4,70 6,70 1 — hrísgrjón 7,00 6,10 6,30 6,35 1 — kart.mjöl 5,10 5,45 5,10 5,10 1 — heilhveiti 2,95 3,25 3,30 1 — rúgmjöl 3,10 3,15 3,25 Flugmenn Loftleiða þjálfaðir í Ameríku i\v flugvél, scm félagið ætlar að kaupa nwsta vor, verður riima 3 tima til Noregs Aðalfundur Kaupfélags Skaftfellinga var haldinn í Vík 6. þ. m. Mættir voru allir stjórnarnefndarmenn félagsins, endurskoðendur, deiidarstjórar og fulltrúar úr öllum deild- um þess, 41 að tölu, auk f jölda annarra félagsmanna. Fram- kvæmdastjórinn, Oddur Sigurbergsson, las upp reikninga félagsins fyrir árið 1952. Hafði hagur félagsins staðið með ágætum á árinu. Vöyusalan af aðfluttum vörum nam á ár- inu 7.628 þús. krónum og hafði aukist um kr. 470 þús. frá fyrra ári. Heildarsalan nam samtals 9.524 þús. krónum. Sjóðir félagsins ukust á árinu um 346 þús. kr. Kostnaðurinn nam 5,3% af vörusölunni eða eins og árið áður. Flugfélagið Loftleiðir hef- ir tekið upp þá nýbreytni að þjálfa flugmenn sína í sér- greinum vestur í Bandaríkj unum tvisvar á ári. Kynnast þeir þá helztu nýjungum í starfinu, rifja upp og full- kcmna fyrri þekkingu sína á millilandafluginu og með- ferð hinna stóru flugvéla. Tekjuafgangur, eftir að af-1 skriftir og varasjóðstillag var greitt, nam 250 þús. kr., er aðalfundurinn ráðstafaði þannig: Endurgreitt félags- mönnum 10% af ágóða- skyldri vöruúttekt þeirra, renna 5% í stofnsjóð félags- manna og 5% í viðskipta reikninga þeirra. Tii menn-1 ingai-mála í héraðinu var sam þykkt að verja 10.000 krónum — til félagsheimilis i Meðal- 1 iandi 5 þús. krónum og til Skaftfellingafélagsins í Rvík 5 þús. krónur til kvikmynda- töku í Skaftafellssýslum. Hagur viðskiptamanna1 gagnvart félaginu hafði batn að á árinu um 428 þús. kr. Á árinu var ipkið byggingu íbúðar- og verzlunarhúss á Kirkjubæjarklaustri og byrj- að á vöruhúsbyggingu í Öræf um. Úr stjóm félagsins áttu að ganga þeir Ólafur H. Jónsson, Eystri-Sólheimum og Sigur- sveinn Sveinsson, Fossi. Voru þeir báðir endurkosnir.. Sömu leiðis var endurkjörinn að- alendurskoðandi Jón Helga- íson, Seglbúðum. Meðal tillaana er samþykkt ?• voru á aðslfundinum voru: 1. „Aðalfundur K. S. mót- mælir enn á ný kröftuglega þeim ráðstöfunum ríkisstjórn arinnar að varahlutir til vörubifreiða séu fluttir inn á bátagjaldeyri, bar sem allir vöruflutningar að og frá fé- lagssvæðinu fara fram á bif- reiðum.“ (Framhald á 2. síðui. Norskir skógrækt- arraenn i Færeyjum Norskir skógræktarmenn heimsækja Færeyinga í sum- ar og rétta þeim hjálparhönd við skógræktina. Norska skip ið Brand V, sem íslendingum er vel kunnugt af komum sín um hingað til lands, kom fyr ir nokkrum dögum til Þórs- hafnar með 82 norska skóg- ræktarmenn, og hafa þeir unnið að skógplöntun með l’æreyingum í nágrenni Þórs hafnar og við Kirkjubæ. — Færeyingar hafa tekið norsku gestunum forkunnar ve!. og hafa beir þegið veiziur bæði af færeysku stjórninni og bæjarstjórn Þórshafnar. Af öryggisástæðum. Alfreð Elíasson yfirflugmað I ur Loftleiða skýrði blaðamönn ' um frá þessu í gær og sagði, í að hér væri um að ræða mikil ,vægt atriði i öryggismálum, ■því að flugmennirnir þyrftu | ef vel ætti að vera að fá sér- jstaka þjálfun og hana helzt tvisvar á ári í meðferð öryggis tækja og aðgerða, sem gripið er til, ef eitthvað kynni að bera út af í fluginu. Til þess náms fara í einu lagi vestur um haf heilar i áhafnir flugvélánna, að flug þernunum undanskildum.' Fyrstu vikuna er bóklegt nám, en síðan er sameiginleg flug- æfing við New York á Heklu, þegar hún er búin að skila af sér farþegunum. Mikil umferð við flugvellina- Við flugvellina í New York er ákaflega mikil umferð og j krefst flug um þá mikilla sér j þekkingar og öryggis, ef vel j á að vera. Fljúga þarf að völl I i unum eftir flóknum og vand- j j læröum reglum, en áríðandi j ; er að hins fyllsta öryggis sé j j gætt í umferðinni uppi i loft : inu, eins og öðru, sem að flug inu lýtur. i (Framhald á 2. síðu). Vilja margir skipta? Kommúnistar berjast fyrir varnarleysi íslands, svo að Rússum verði áuð- veldara að „frelsa“ ís- lendinga á sama hátt og Estlendinga, Lettlend- inga, Litháa, Pólverja, Ungverja, Tékka, Rú- mena, Búlgara, og Aust- ur-Þjóðverja. Draumur kommúnista er, að ís- lendingar búi við sams konar „sjálfstæði“ og í'ramanefndar þjóðir. Þjóðvarnarmenn vilja ekki láta kalla sig komm- únista, en berjast. þó fyr- ir nákvsénilegá sömu stefnu og kommúnistar í þessum efnum. Þeir telja betra að hafa opin öll hlið, ef Rússar vildu sækja okkur heim, en að hafa samstarf við vest- rænar lýðveldisþjóðir um varnir landsins. Hvert atkvæði, sem koinmúnistar og þjóðvarn armenn fá, er yfirlýsing þess, að við viljum held- ur kalla yfir okkur aust- ræna „frelsun" og aust- rænt „sjálfstæði“. en að búa við þá stjórnarhætti, sem eru hér í dag: Verða þeir margir," sem "vilja skipta á þessu, ef þeir athuga málin af fullri alvöru? : r. 7 Framsóknarmenn! Kosningaskrifstofan er í Edduhúsinu Opin virka daga kl. 10-10, sunnud. 2-7. Símar 5564 og 82716 - Hafið samband viS shrifsiofuna. — Yinnum ötullcfia ulf sifiri Framsóhnarflohhsins. Listi Framsóknarflokksins í Reykjavík og tví- menniskjördæmunum B-listinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.