Tíminn - 28.06.1953, Blaðsíða 4
«.
TÍMINNN, sunnudaginn 28. júní 1953.
142. blað.
Viltu tryggja heilbrigða fjármála-
stjórn og hindra ný viðskiptahöft?
Reynslan sýnir? að þessi stefna verður bezt
tryggð með eflingu Framsóknarflokksins
>að er hollt að rifja það
upp áður en gengið er að kjör
borðinu í dag, hvernig ástatt
var í fjármálum og atvinnu-
málum landsins haustið 1949,1
þegar seinustu kosningar'
fóru fram; Sjálfstæðisflokk- J
urinn hafði þá haft fjármála
stjórnina um ellefu ára skeið (
og þjóðin búið við meira góð- j
æri en nokkru sinni fyrr og
síðar. Samt var ástandið, er
kosningar fóru fram, á þenn-
an veg: 1
Stórfelldur halli hafði ver-
ið á ríkisbúskapnum um
margra ára skeið, vanskila-
skuldir höfðu safnazt fyrir í
stórum stíl og ríkisgjaldþrot ■
var alveg á næstu grösum. |
Atvinnuvegirnir höfðu ver-
ið reknir með stórfelldum
styrkjum og voru þó í þann
veginn að stöðvast til fulln-
ustu. |
Innflutningshöft og gjald-
eyrishöft voru meiri en
nokkru sinni fyrr og síðar og
þreifst í skjóli þeirra stór-
felldur vöruskortur, svartur
markaður og margvíslegt ok-
ur.
Lánstraust þjóðarinnar út
á við var alveg á förum og eru
allar líkur til, að hin erlenda
aðstoð hefði alveg farið í súg
inn, að óbreyttri stjórnmála-
stefnu.
Þessi reynsla sýnir vissu-
lega, að líklegasta leiðin til
þess að stefna greiðsluhalla
og viðskiptahafta verði tek-
in upp að nýju, er að efla
Sjálfstæðisflokkinn, svo að
hann fái fjármálastjórnina
á nýjan leik.
Framsóknarflokkurinn
knúði það fram með stjórn-
arslitum og kosningum 1949,
að tekin yrði upp ný fjármála
stefna. Skömmu eftir áramót
in 1950 varð Eysteinn Jóns-
son fjármálaráðherra og hef-
ir verið það síðan.
Undir forustu Eysteins
Jónssonar® hefir þessari nýju
fjármálastefnu verið fylgt.
Ríkisbúskapurinn hefir verið
gerður hallalaus, án þess þó,
að skattar eða tollar hafi ver-
ið hækkaðir eða dregið hafi
verið úr opinberum fram-
kvæmdum. Tryggður hefir
verið styrkjalaus rekstur
framleiðslunnar og komið á
auknum jafnaði út á við. Þess
ar ráðstafanir hafa gert það
mögulegt að draga verulega
úr höftunum og bæta verzlun
ina stórlega. Annars hefði
það ekki verið hægt, þrátt
fyrir hina erlendu aðstoð. Síð
ast en ekki sízt hefir þetta
svo aukið lánstraust þjóðar-
innar að nýju og gert það
mögulegt að nota til stór-
framkvæmda erlent fjár-
magn, sem annars hefði orðið
eyðslueyrir.
Hér er vissulega um að
ræða stærsta átakið, sem unn
ið hefir verið á kjörtímabil-
inu. Sá maður, sem mest og
bezt hefir að þessu unnið, er
Eysteinn Jónsson. Undir for-
ustu hans hefir Framsóknar-
flokkurinn gert þaö að skil-
yrði fyrir stjórnarþátttöku,
að þessari fjármálastefnu
væri fylgt og fjárhagurinn
þannig reistur úr því öng-
þveiti, sem hann hafði kom-
izt í undir stjórn Sjálfstæð-
isflokksmanna.
Þessi reynsla sýnir vissu-
lega, að leiðin tzl að tryggja
heilbrigða fjármálastjórn,
sem hindrar greiðsluhalla-
rekstur atvinnuveganna og
ríkisz'ns og kemur í veg fyr-
ir ný viðskiptahöft, er að
efla Framsóknarflokkinn og
tryggja áframhaldandi for-
ustu hans í þessum málum.
X B-listinn
[Stefna Framsóknarflokksins
|í skatta- og útsvarsmálum
Ályktun flokksþings í vetur
I
Flokksþzngið telur að tekjuöflunarlöggjöfin beri m.
a. að miða við það, að skattleggja eyðsluna en vérð-
Iauna sparnað og afköst, og að þeim aðilum, sem hafa
nauðsynlegan atvinnurekstur, verði gert kleift að
mynda sjóði til tryggingar og aukningar starfsemi
sinni. ......
Flokksþingíð telur aðkallandi, að sett verði ný lög-
gjöf um skatta og útsvör, og leggur í því sambandi á-
herzlu á eftirfarandi atriði:
1. Skattaálagning verði gerð einfaldari með samein-
ingu tekjuskatts, tekjuskattsviðauka og stríðsgróða-
skatts, og skattstiganum breytt. Umreikningur verði
niður felldur.
2. Persónufrádráttur verði hækkaður.
3 Tekjum hjóna verði skipt, að vissu marki, við
skatta- og útsvarsálagningu, og veittur sérstakur
frádráttur við stofnun heimila.
Tekið verði meira tillit til kostnaðar við tekjuöflun
launþega en gert er í gildandi skattalöggjöf, þar á
meðal kostnaður, sem leiðir af því að gift kona afl-
ar skattskyldra tekna.
Komið sé i veg fyrir ósamræmi í skatta- og útsvars-
greiðslum þeirra manna, sem búa í eigin húsnæði,
og hinna, sem búa í leiguhúsnæði.
Jarðræktarframlag verði ekki talið með skattskyld-
um tekjum.
Ríkið ýrinheimti ekki fasteignaskatt, en sveitafé-
lög fái þann tekjustofn.
Skattfrjáls eign einstaklinga verði hækkuð.
Gjaldendum verði ekki íþyngt óhæfilega með álagn
ingu veltuútsvara og þau, ásamt eignarútsvari og
samvinnuskatti, gerð frádráttarbær.
10. Leitast verði við að finna fleiri fasta tekjustofna
fyrir sveitarfélög, og takmarka svo álagningu út-
svara, að tryggt sé að heilbrigt framtak og tekju
öflun einstaklinga verði ekki lamað.
4.
5.
8.
9.
Kosningaskrifstofa B-listans
er í EDDUHÚSINU við Undargötu
Símar:
Kosningastjórn: 3720.
Bílasímar: 81300 (3 línur); 6066, 80070 og 5564.
Bílasími fyrir Kleppsholt, Langholt, Voga og nágrenni: 82289.
Kjörskrá og upplýsingar um hverjir kosið hafa: 82716.
FRAMSÓKNARMENN! Nú ríður á að vel sé unnið. Hafið samband við skrifstof-
una og veitið nauðsynlega aðstoð á kjördag.
Kjósið snemma og hvetjið aðra til að gera siíkt hið sama
KJÓSIÐ UNDIR MERKINU:
FRAMSÓKN —SAMVINNA— FRELSI
KJOSID B-LISTANN
I