Tíminn - 08.08.1953, Blaðsíða 5
176. blaZT.
TÍMINN, laugardaginn 8. ágúst 1953.
5
Luufiard. 8. ágúst
Bréfaskipti um
stjórnarsamstarf
Eins og kunnugt er af bréfa
skiptum, sem fariö' hafa
fram milli Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins og les
endur blaðanna hafa fylgzt
með, hafa enn ekki hafist
formlegar viðræður milli þess
ara ílokka um stjórnarsam-
starf. Framsóknarflokkurinn
heíir svarað tilmælum Sjálf-
stæöisflokksins um viðræður
milli þessara flokka á þann
veg, að hann teldi rétt að
láta athuga fyrst möguleika
fyrir stjórnarsamvinnu
þriggja stærstu lýöræðisflokk
anna. Sjálfstæðisflokkurinn
hefif enn ekki. tekið endan-
lega afstöðu til þessa gagn-
svars F'ramsóknarflokksins,
en mun væntanlega gera það
á flokksráðsfundi, er hann
heldur á mánudaginn kemur.
Rök Framsóknarflokksins
fyrir því, að reynt sé að
mynda stjórn þriggja stærstu
lýðræðisflokkanna eru fyrst
og fremst þau, að það sé væn
legasta leiðin til að leysa
það höfuðmál þjóðari^sar,
sem búið er að dragast í ára-
tug, að setja íslenzka lýðveld
inu nýja stjórnarskrá.
Eins og nú er ástatt, virð-
ist að mörgu leyti tilvaliö
tækifæri til þess. Núverandi
stjórn hefir haldið þannig á
fjármálastjórninni, að af-
lcoma ríkisins og atvinnuveg-
anna er líkleg til þess að
verða mjög sæmileg í náinni
framtío, og þarf því næsta rík
isstiórn ekki aö vera eins önn
um kafin við þessi verkefni
og íyrirrennarar hennar hafa
verið, en störf þeirra hafa
framar öðru beinzt að því að
reyna að koma í veg fyrir
stoðvun atvinnulífsins. Slíkir
er.fiðleikar geta hins vegar
lieimsótt okkur bráölega aft-
ur og krafist starfskrafta
þeirra, sem þá fara með völd.
Þann biðtíma í þessum efn-
um, er nú er aö skapast, á
einmitt að nota til að snúa
sér af alúð og festu að lausn
þessa mikla verkefnis, setn-
ingu nýrrar stjórnarskrár. —
Meö öilu er óvíst, aö hent-
ugra tækifæri bjóðist til þess
aö sinna því verkefni síðar.
Litlar líkur eru til þess, aö
stj órnarskrármáliö verði
sæmilega leyst, nema um
lausn þess geti náðst sem
allra mest eining. Þess vegna
er æskilegt, að stjórn þriggja
flokka standi að lausn þess.
Sú stjórn yrði vitanlega að
stefna að því aö leysa málið
sem allra fyrst, helzt á einu
eða tyeimur árum. Meðan
væri hægt að leggja helztu
deilumálin til hliðar, en
liefja svo baráttuna um þau
aö nýju á grundvelli hinnar
nýju stjórnarskrár.
Því miöur benda ekki skrif
Mbl. og Alþýðubi. til þess, að
viökomandi flokkar hafi næg
an áhuga fyrir lausn stjórn-
arskrármálsins. í stað þess að
benda á þá nauðsyn, að flokk
arnir manni sig nú upp og
taki höndum saman um
lausn þess, draga þessi blöð
nú fram ágreiníng flokk-
anna um innflutningsmál og
verðlagsmál. Veröur jafnvel
elcki betur séö en að þennan
ág’’ein!ng eigi aö nota til þess
ERLENT YFIRLIT:
Vyashesioff SVEolotoff
Vei'ðnr liann Malenkoff Msitskarjíari í
valtlake|)imiimi í E£reml?
Margt er nú rætt og ritað um
það, hver sé helzti áhrifamaður
Sovétríkjanna um þessar mundir.
Malenkoff er að nafninu til mesti
valdamaður þeirra, en næsta vaía-
samt þykir, hvort hann sé það í
raun og veru. Ýmsir telja, að áhrif
hersins hafi aukizt mjög mikið við
fráfall Stalíns og þó einkum eftir
fall Beria. Aðrir telja, að ýmsir
elztu leiðtogar kommúnista haíi
tekið höndum saman til að hindra
að Malenkoff og aðrir yngri menn
flokksins ryddu þeim til hliðar.
Þessir gömlu foringjar hafi tryggt
sér liðveizlu hersins. Fremstir í þess
um flokki séu þeir Molotoff, Bulg-
anin, Kaganovitsj og Voroshiloff,
en Molotoff sé leiðtögi þeirra. Raun
verulega sé hann nú mesti valda-
maður Sovétríkjanna.
Um þetta verður þó lítið fullyrt,
því að ógreinilegar fréttir berast
af því, sem gerist að tjaldabaki í
Kreml. Það eitt virðist víst, að
veruleg átök eigi sér stað og óséð
er enn, hver það verðui', sem ber
sigur af hólmi og verður hinn
raunverulegi eftirmaöur Stalíns.
Meðan þessi átök standa yfir, verð-
ur næsta erfitt að segja það fyrir,
hver framtíðarstefna Sovétríkj-
anna verður, því að það getur íar-
ið mjög eftir því, hver verður of-
an á af þeim, er nú berjast um völd
in í Kreml.
En ósennilegt virðist það ekki. að
Molotoff verði sigurvegarinn eða
a. m. k. þeim megin, er betur rná
aö iokum.
Hamarinn.
Vyasliesloff Molotoff varð 63 ára
á síðastl. vetri. Raunverulegt ætt-
arnafn hans er Skriabin. Faöir
hans var sæmilega efnaður verzl-
unarmaöur í borginni Kuarka, er
nú heitir Sovietsk. Molotoff hóf
nám við framhaldsskóla í Kazan,
þegar hann var 12 ára gamall, en
hélt síðan áfram námi við verk-
fræðiskóla í Pétursborg, sem nú
heitir Leningrad. Þar komst hann
í kynni við kommúnista og gerðist
strax eldheitur fylgismaður þeirra.
Þegar byltingin hófst 1917, er Molo
toff var 27 ára, var búið að dæma
hann sex sinnum í fangelsi og
tvisvar sinnum í útlegð. í flest
þessi skipti hafði honum tekizt aö
strjúka úr haldi.
Árið 1912 byrjuðu kommúnistar
að gefa út blaðið Pravda í Péturs-
borg. Aaðalritstjóri við blaðið var
Stalin, en Moiotoff var aðstoðar-
ritstjóri, Seinna hvildi ritstjórnin
einna mest á Molotoff. Hann hafði
þá strax orð á sér sem óvenjulega
eljusamur starfsmaður og var því
nefndur Molot (hamarinn) og af
því er nafnið Molotoff dregið.
Nánasti samverkamaður
Stalíns.
Þegar byltingin hófst í Péturs-
borg voru þeir Stalín og Molotoff
einir til staðar af foringjum komm
únista. Lenin og Trotzky vóru báð-
ir erlendis. Þetta varð þess vald-
andi, að Stalín og Molotoff hófust
fyrr til va’da í flokknum en ella.
Lenin gerði Stalín að aðalritara
kommúnistaflokksins og Molotoff
að aðstoðarritara hans. Lenin lét
þau orð falla um Molotoff, að hann
væri bezti skrifstofumaðurinn í öllu
Rússlandi.
Þegar valdabaráttan hófst eftir
fráfall Lenins varð Molotoff strax
eindreginn fylgismaður Stalíns.
Stalín launaði honum með því að
gera hann að forsætisráðherra Sov
étríkjanna 1930 og var hann það
til 1941, er Stalln tók stjórnina
fyrst formlega í sínar hendur.
Fram til þess tíma lét Stalín sér
nægja að vera titlaður ritari
kommúnistaflokksins.
Molotoff er þannig sá maður, er
var nánasti samverkamaður Stal-
íns aila tið. Þegar Stalin féll frá,
var Mclotoff eini leiðtogi bylting-
arinnar, sem eftir stríðið var í
fremstu röð. Hinir höfðu flestir far-
izt í „hreinsunum“ Stalíns.
I
Utanríkisráðherra í 10 ái\
Molotoff gaf sig í fyrstu að inn-
anlandsmálum nær eingöngu og þá
einkum þeim, er fjölluðu um end-
urreisn atvinnulífsins. Hann var
eins konar yfirframkvæmdastjóri
fyrstu stóráætlana Rússa. Utan
Sovétríkjanna var honum ekki
mikil athygli veitt. Það voru tíð-
indi, sem komu mjög á óvænt, þeg
ar það heyrðist frá Moskvu vorið
1939, að Molotoíf hefði verið gerð-
ur utanríkisráðherra jafnframt
því, sem hann gegndi forsætisráð-
herraembættiiiu áfram. í kjölfar
þessa nýja ráðherradóms Molotoffs
fylgdi vináttusamningurinn við
Hitler sumarið 1939, er síðan leiddi
af sér heimsstyrjöldina, er Staiín
i hafði ætlað sér að hagnast mest á,
| því að ætlun hans var að Rússar
gætu staðið utan við meðan hinum
1 stórveldunum blæddi til ólífis.
Þetta fór hins vegar á annan veg.
Þjóðverjar réðust á Rússa og Rúss
ar urðu að taka upp samstarf við
vesturveldin. Molotoff var aðalfuil-
trúi Rússa í öllum þeim samning-
um. Siðan var hann aðaltalsmaður
þeirra út á við eftir að kalda stríð-
ið hófst. Þegar sú fregn barst frá
Moskvu 1949, að Molotoff hefði
látið af utanríkisráðherraembætt-
inu, er hann var búnn að gegna ’
um 10 ára skeið, kom það mjög á
óvænt. Það hefir hins vegar aldrei
vitnast til íulls, hvort það stafaði |
af því, að Stalín hafi kennt Molo-
toff um, að hann hafi ráðið sér
| rangt í sambandi við Berlínardeil- j
una og viðureignina við Tító eða
hvort Molotoff var sjálfur óánægð
ur með þá stefnu, sem fylgt var.
Eftir þetta var hins vegar heldur
hljótt um Molotoff og vegur hans
bersýnilega minni en áður þangað
til eftir fráfall Stalíns, er hann
tók við utanríkisráðherraembætt-
inu á nýjan leik.
„Lofðu mér að sjá hend-
urnar á þér.“
Þótt Molotoff hafi mjög komiö
við sögu, hefir verið talið næsta
erfitt að átta sig á því, hvort hann
hefði persónulega sjálfstæða stefnu
eða ekki. Hann hefir jafnan gætt
þess að vera alltaf á sömu „línu“
og Stalín. Á þann hátt tókst hon-
um líka það, sem engum af öðr-
um nánustu samverkamönnum
Stalíns frá fyrstu byltingarárun-
um tókst. Hann slapp framhjá öll-
um „hreinsunum". Það kostaði
að hindra viðræöur um mynd
un stjórnar, er setti lausn
stiórnarskrármálsins ofar
öliu öðru.
Meðan svo háttar. horfir
sízt betur en áður um lausn
stj órnarslcrármálsins. Þj óðín
mun þá enn þurfa að búa við
hina úreltu og ófullkomnu
stjórnarskrá og þola af völd-
um hennar vaxandi glund-
roða, líkt og nú á sér stað í
Frakklandi og Ítalíu.
Því skal eklci spáö, hvað
vjö tekur. ef þessi tilraun til
stjórnarmyndun mistekst. —
Þá koma ýmsir möguleikar
til athugunai, en enginn
þeirra er góður. Um þá verð-
ur ekki nánara rætt að sinni,
en vert er hins vegar að
benda á það, að aðstæðurnar
myndu nú vera aðrar og betvi,
ef Framsóknarfiokkurirm
hoíði bætt við sig 2—3 þing-
sætum í kosningunum og Ai-
þ: ðuflokkurinn getað haldið
sínu. í staö þess eru nú báðir
þossir liokkni veikari á þingi
en cftir semustu kosningar
og nýr klofningsflokkur hef- j
ir komið til sögunnar. Fram-
hjá pvi vorðui ekki komist,'
að aukinn í.'ofningur vinstíi
afianna er \atn á myllu Sjálf
stæ;isti..E t.s’n.s i
Molotoff.
hann hins vegar að vera fremur
tergmál leiðtogans en rödd sjálfs
síns.
Af þessum ástæðum m.a. hefir
þaö orð komist á Molotoff, að hann
væri ekki neinn sérstakur gáfu-
maður, en hins vegar hefir enginn
dregið dugnað hans og skipulags-
hæfni í eía. Það orð hefir hann
lika fenfeið á sig, að hann væri
harður og vægðarlaus, ef 'pví væri
að skipta. Rólyndi hans virðist
líka vera mikið. Það sýndi sig á
þeim ráðstefnum, er hann sat á
eftir styrjöldina, ao erfitt var að
koma honum úr jafnvægi, og lítið
þýddi að mótmæla honum eða
hnekkja rölcsemdum hans, bví að
hann endurtók þær með sömu ró-
seminni aftur og aftur. Hann hélt
áfram að hamra á því sama, unz
hann var búinn að þreyta andstæð-
inginn. Þó þóttu þess sjást merki
stundum, að heitt skap byggi und-
ir hinu rósama yfirborði. Einu sinni
kom t. d. Bevin honum til að roðna.
Molotoíf var þá að halda mikla
lofræðu um verkalýðinn. Bevin
greip þá snöggt fram í fyrir hon-
um og sagði: Hvað veizt þú um
verkamenn? Lofaðu mér að sjá
hendurnar á þér. Jafnframt lagði
Bevin hina vinnulúnu hramma
sína á borðið fyrir íraman Molo-
toff. Molotoff varð oröfall og roðn-
aði. Annars var Molotoff ekki van-
ur að láta sér bregða, þótt gripið
væri fram í fyrir honum, og oft
svaraði hann fljótt fyrir sig. Ræðu-
mennska hans einkenndist af
glöggri hugsun og framsetningu, en
hins vegar er hann enginn ræðu-
garpur í stíl við Vishfiiski.
Keppa Molotoff og Malen-
koff um völdin?
Ólíklegt er það ekki, að vegna
þess, hve dyggilega Molotoff þjón-
aði Stalín og hagaði starfsháttum
s'um samkv. því, að andstæðing-
arnir hafi oft vanmetið hann og
hæfileika hans. Án efa er hann vel
hygginn og klókur. Þótt hann sé
fastur fyrir, er hann að því leyti
mikill tækifærissinni, að vinnuað-
feröirnar, sem hann beitir hverju
sinni, eru honum aukaatriði og
hann heldur því ekki fast við þær.
Aðalatriðið er, að jafnan sé stefnt
að sama markinu.
Molotoff er fremur litill vexti og
ekki vel vaxinn. Andlitssvipurinn er
einbeittur og kaldur. Einn erlendi
sendiherrann í Moskvu komst einu
sinni svo að orði, að það væri á-
líka að horfa framan í Molotoff og
að horfa inn í ljóslausan ísskáp. í
klæð'aburði er hann manna snyrti-
legastur. -
Lengi hefir verið talið, að grunnt
væri á því góða milli Molotoffs
annars vegar og Malenkoffs og
Beria hins vegar. Malenkoff átti
á sínum tíma þátt í, að konu Molo-
toffs, sem jafnan hefir fengizt tais
vert við stjórnmál, var vikið frá
sem fiskveiðimálaráðherra. Nú er
f^amhald á 7. siðu).
Friðrik efstur á
Norðurlandamótiiiu
Eftir fjórar umferðir á Norð
urlandamótinu i skák standa
leikar þannig í landsliðs-
flokki, að Friðrik Ólafsson er
efstur með þrjá vinninga, á-
samt Svíanum Skjöld. í meist
araflokki liefir Jón Pálsson
Á víðavangi
Heilræðin vantar ekki.
Mbl. hefir undanfarið
beint og óbeint verið að
vara Framsóknarflokkinn
við því að íaka ekki upp
samstarf við jafnaðarmenn.
Stefna þeirra eigi ekki mikl
um vinsældum að fagna,
þar sem þeir hafi þrátt fyrir
stjórnarandstöðu á erfiðum
tímum misst í seinustu kosn
ingum þrjú af þeim kjör-
dæmum, er þeir unnu 1949,
og eigi nú eklci eftir nema
eitt móðurskip.
Alþýðublaðið varar Fram
sóknarfiokkinn við því á
sama hátt að halda ekki á-
fram samstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn. Það muni
aðeins gera honum skaða,
eins ®g sézt hafi í kosning-
unum í sumar.
Framsóknarmenn munu
taka þessum heilræöum eins
og þau eru gefin, enda eru
þeir orðnir nokkuð vanir
þc-im. Framsóknarflokkurinn
hefir aldrei unnið svo með
neinum flokki aö stjórnar-
andstæðingar hafi ekki talið
að það myndi valda tortím-
ingu hans. Enn hafa þeir
ekki reynst sannspáir í þess
um efnum. Þessi heilræði
andstæðinganna munu held
ur ekki hagga neitt þeirri
stefnu, sem flokkurinn lýsti
yfir fyrir kosningarnar eða
fá hann til að rifta þeim lof-
orðum, sem hann gaf kjós-
endum þá. Stefna hans mun
verða hér eftir sú hin sama
og hún hefir alltaf verið, þ.
e. að láta það eitt ráða,
hvernig hann kemur mestu
af málum sínum fram.
Nýjar sannanir.
Þjóðviljinn heldur áfram
að sanna það betur og bet-
ur, hverjir kosta stækkun
hans. Rúm hans er í sívax-
andi mæli helgað greinum,
sem hrósa stjórnarfarinu í
leppríkjum Rússa, einkum
þó í Austur-Þýskalandi, á-
samt áróðursgreinum um
nauðsyn þess, að ísland sé
látið varnarlaust. Engum
dylst hverjum Þjóðvilja-
menn eru að þóknast með
þeim skrifum sínum.
Þetta getur vafalaust
tryggt Þjóðviljanum fjárráð
til þess að halda áfram að
vera tólfsíðna blað. En ekki
mun það stöðva fylgislirun-
ið, scm hófst í kosningun-
um í sumar.
Samir við sig.
Þjóðviljinn skrifar um það
með miklum fjálgleik í gær,
að nauösynlegt sé að íslend
ingar eignist olíuflutninga-
skip. Hve alvarlega kommún
istar meina þetta sést bezt
á því, að fyrir kosningar
gengu þeir fram við hlið í-
haldsmanna til að rægja S.
í. S. fyrir að hefja undirbún
ing að því, að íslendingar
gætu eignast fyrsta olíu-
flutningaskip sitt.
hlotið 2 y2 vinning, en Óli
Valdimarsson einn vinning.
í 1. flokki er Arinbjörn Guð-
mundsson með þrjá vinninga
og er í öðru sæti.