Tíminn - 08.08.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1953, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 8. ágúst 1953. 17fi. blað. Örlagavcfnr Afburða spennandi og sér-, stæð amerísk mynd, byggð ál sönnum atburðum, þar sem örlagaríkar tilviljanir voru nærri að steypa ungum hjón um í glötun. Margaret Fleld Richard Grayson. Sýnd kl. 5 og 9. Dansadrottningin Afar skemmtileg dans- og söngvamynd með hinni frægu Marilyri Monroe. Sýnd kl. 7. I NÝJA BÍO Örlagarík spor (Take Oone False Step) Bráðskemmtileg og spenn- andi amerisk mynd, gerð eft) ir skáldsögunni „Night Call.“ Aðalhlutverk: Wiliiam Powell og Shelly Winters. Aukamynd: Nat King Cole syngur dæg- urlög, með undirleik Joe Adams og Orch. Sýnd kl. 7 og 9. T50 fiskiveiða fóru Grinmyntí^i sprellfjöruga með LITLI og STORA. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Parísarvalsinn (La Vaise De Paris) Bráðskemmtileg Itölsk- Frönsk söngva- og músik- mynd. Tónlistin er eftír Off- enbach og myndin byggð á kafia í æfi hans. Aðalhlutverk: Yvonni Printemps, Pierre Fresnay. Sýnd kl. 5, 7 og 9. »ff»ffffff»ffff»ffffff»< B/EJARBÍÓ — HAFNARFIRDI — Ráðskonan á öriiml Sænsk gamanmynd. Sýnd vegna mikillar eftirspurnar kl. 9. Stráðslietjur Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd úr síðari heimsstyrjöld. Sýnd kl. 7. Sími 9184. Blikksmiðjan GLÓFAXI HrauntelK 14. Síml 7238. ’XSERVUS GOLD X ___ö_/-vri —irwil 0.10 HOLLOW GROUND 0.10 pm YELLOW BLAOE mni rakblöðin heimsfrægu. ♦ff»ff»ffff»ffff»»ff< AUSTURöÆJAITBfO Lieyndormálið (State Secret) Afar spenandi og viðburða- rík ný kvikmynd. Aðalhlutverk: Douglas Fairbanks, jr., Glynis Johns, Jack Hawkins. Bönnuð börnum ir.nan 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO Skugglim á veggnum (Shadow on the wall) Ný Metro Goldwyn Mayer kvik- mynd samkvæmt sakamálaskáld sögunni „Death in the Doll’s House“. Ann Sothern, Zachary Scótt, Gigi Perreau. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. TRIPOU-SÍÓ 1 skugga dauðans (Deal on arrival) Sérstaklega spennandi, ný, amerísk sakamálamynd um óvenjulegt morð, er sá, er niyrða ] átti, upplýsti að lokum. Edmond G’Brien Pamela Iíritton Luther Adler Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Soiaur AIi Balia (Son of Ali Baba) Afbragðs spennandi, fjörug og íburðarmikil, ný, amerísk æfin- týramynd, tekin í eðlilegum lit- um. Aðalhlutverk: Tony Curtis Piper Laure Susan Cabot Sýnd kl. 3, 5, 7'og 9. €tbref»IV Tímmiu w—>i«r ampeR n* Raflagnir — Víðgerðir Raílagnaefnl Þíngholtsstræti 21 Siml 81 556 ♦♦♦♦ffffffffffffffffffff Allt til raflagna Þýzkir rofar og tenglar, loftdósir með tveimur til átta stútum. Veggdósir og vegglampa dósir. VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN Tryggvagötu 29 Sími 81279 Frá Finiium iFramh. al 4 siðu> austri, Rússar, hafa í ald- anna rás ágirnzt mjög þá að- stöðu, og hefir þessi lega Finn lands orðið þjóöinni löngum dýrkeypt. Þess er skemmst að minn- ast, að eftir vetrarstríðið 1939 —1940 urðu Finnar að láta af j hendi við Rússa stórt land-1 svæði i suðausturhluta lands ins, það er mestalla Kareliu, j ennfremur nokkurt land- j svæði á landamærunum all- miklu norðar, og eftir seinni heimsstyrjöldina urðu þeir auk þess að láta af hendi við þa Petzamo, og þar með var girt fyrir aðgang Finna að Norðurhafinu. Höfðu Finnar þá látið af hendi við Rússa I um 44 þúsund ferkm. eða 11,8 % af landinu. Auk alls þessa 1 fengu Rússar leigðan Porkala skagann viö Finnlandsf lóa I til 50 ára og ráða þar ríkjum á meðan. Það eru 380 ferkm.! lands suövestur af Helsing- fors, sem þeir hafa á leigu. j Um landslag i Finnlandi verður hér fátt eitt sagt. Eins og ku.nnugt er, skiptast þar mjög á skógar og vötn, fag- urt landslag. en getur virzt nokkuð tilbreytingarlítið. — Nyrzt í Finnlandi búa Lapp- arnir, þ.ar er víða skóglítið og skiptast á fjöll og dalir líkt og á íslandi, þótt landslag sé þar ekki jafn stórbrotið og hér. En naumast er unnt að gera sér í hugarlund ólikari náttúru tveggja landa en Suð ur-Finnlands og íslands. Þess má geta, að um þriðji hluti Finnlands liggur norðan við heimskautsbaug. Nyrzt í Finnlandi iiggja landamæri að löndum Noregs, Svíþjóðar og Sovétríkjanna: IV. Uppruni Finna dylst að nokkru í blámóðu aldanna. Mál þeirra gefur til kynna, að þeir heyri ekki til indó- evrópskum þjóðum, en séu af sama eða líkum uppruna og Eistlendingar, Ungverjar og nokkrir þjóðernisminni- hlíitar í mið- og norður- Rússlandi, og er álitið að þess ar þjóðir, og þjóðflokkar, hafi fyrir ævalöngu átt heim kynni milli Volgu og Úral- fjalla. Á fyrstu öld eftir Krists burð taka Finnar sér bólfestu í Finnlandi, um árið 400 nálgast Svíar þá úr vestri og nema Álandseyjar í Eystra salti, á áttunau, níundu og tíundu öld tekur kristni að festa rætur í suðvestur Finn- landi, og á tólftu öld taka Svíar að ráðast inn í Finn- land. Rómversk kaþóiska kirkjan stofnaði þá til sænskrar krossferðar þang- að. Önnur krossferð Svía til Finnlands hefst á fyrrihluta þrettándu aldar og tekur þá sænskra áhrifa að gæta í Vestur-Finnlandi. Þriðja krossferðin er seint á þrett- ándu öld og taka Svíar þá beinlínis að stofna nýlendur á ströndum Finnlands. Upp frá því lýtur Finnland Svi- þjóð í margar aldir og á i mörgum styrjöldum við Rússa Á seytjándu öld er finnsk- unni hafnað með öllu meðal menntamanna og eingöngu töluð sænska í þeirra hóp, en 1863 fær finnskan með lög- um jafnrétti við sænskuna, og nú telja aðeins 10% þjóð- arinnar sænskuna móðurmál sitt. Þess hefir gætt stundum síðan finnskan komst til vegs að nýju, að menn hafi af þjóðernisástæðum viljað ganga svo langt að útrýma sænskunni eins og útrýma MARGARET WIDDEMER: UMDiR GRÆNUM PÁLMUM j Eyja ástarinnar 33. Hún þekkti aðeins hið hawaiiska látleysi í sambandi við ástina. Og áður en hún vissi af, hafði hún sagt á hawaiísku. „Það er fagurt og gott. Og það er mikil gleði.“ Hann heyrði varla hvað hún sagði. „Ég hefi brotið meira af mér, heldur en þótt ég hefði látið afskiptalaust að faðir þinn refsaði þér. Ég hefi verið verri við þig en þá konu, sem ég hataði .... Laní, það hlýtur að vera einhver leið út úr þessu .... það verður að vera.“ „En þetta er hamingja,“ sagði hún og bjó enn að draumi sínum. „Ég verð að sjá þig aftur, þegar ég hefi hugsað .... at- hugað aðstæðurnar .... Hvar?“ „í húsi Nanóle. Það stendur hér upp með götunni. — Finndu hana og hún mun láta mig vita.“ Hún hljóp heim að húsinu í ljósaskiptunum. Það var farið að birta nokkuð af degi. Aðeins, þegar hún fór fram- hjá syfjaðri þjónustustúlku, sem brosti systurlega til henn- ar, minntist hún þess, að henni hafði heyrst að stigið hefði verið léttum fótum á eftir þeim um nóttina, eða var það ekki vitleysa? En aðeins innfæddur gat hafa verið á fótum á þessum tima. Og innfæddir voru ekki að gera sér rellu út af ástfengnu fólki. Hún féll í djúpan svefn, strax og hún var háttuð. Og í svefninum hvíldi hún í örmum Marks á ný. Hún vaknaði og var hamingjusöm. Það var orðið nokkuð áliðið, en frændfólk hennar kallaði á hana að koma að synda fyrir morgunverð, eins og venjulega. Hún fann að hún naut mikillar aðdáunar. Það olli henni engum hugarhræringum að finna það, að Frank dáðist mjög að henni og horfði mikið á hana og gætti þess að vera nálægt henni. „Hvert fórstu?“ spurði hann. „Ég sá þig aldrei, eftir að Brent fór með þér. Ég hélt að Vínky Vum hefði étið þig.“ Einhver tók fram í og fór aö syngja. Laní hló. Allt var svo skemmtilegt og dásamlegt. Hin skyndilega vinátta við frænd fólkið var eitt með öðru, sem gerði allt svo yndislegt. „Faðir minn kom eftir það,“ sagði hún. „Hann refsaði mér og við fórum heim. Mamma var veik....“ „Það getur nú gert hverja móður veika, að eiga dóttur, sem hleypur að heiman og treður upp sem dansari í veizlu.“ Þau voru að stríða henni og þeim féll mjög vel við hana. Hún vai ein af þeim. Hún brosti til þeirra. „Nú verð ég að fara og vita hvort mamma er vöknuð.“ Enrilía Davíðs vaknaði með erfiðismunum. Af einhverj- um ástæðum gat hún ekki gert sér grein fyrir, af hverju hún vai þreyttari en venjulega. Eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir, og hún vissi ekki hvort heldur það var draum- ur eða veruleiki. Hún sneri sér í rúminu, til að vita hvort Miles væri hjá henni. Hann lá við hlið hennar og einkenni- leg ró yfir andliti hans, því hann svaf eins og barn, aldrei þessu vant, munnur hans var opinn og hann spennti ekki greipar í svefninum. Það lá næstum við að enni hans væri ekki hrukkótt, að það hefði slétzt úr hrukkunum við svefn- inn. Og það virtist allt vera með felldu, en svo vogaði hún sér að fara að rifja upp drauminn. Hana hafði dreymt um veizlu hjá konunginum. Hana minnti að litla, ljóshærða konan hans Brent hefði komið og talað við Miles. Og Miles hafði orðið reiður og sagt henni að koma með sér. Þau höfðu fylgt litlu konunni til bátahúss- ins og Miles hafði hrint dyrunum opnum. Og þar, innan um reykjandi konur og menn, sem voru að drekka, var litla dóttir hennar í dansklæðum einum. Hún hafði heyrt reiði- legar raddir og svo hafði eitthvað skollið yfir, sem hún hafði óttast lengi, dómur, sem hún hafði lengi skelfzt, hafði fallið. Er hún var að virða Miles fyrir sér, vaknaði hann. Hann sagði þýðlega: „Líður þér betur nú, Emilía?“ Hinn rólegi svipur var enn á andliti hans. „Jú, var ég ekki hress í gærkvöldi, var það ekki?“ Hjarta hennar fór að slá örar. Og allt i einu mundi hún, að þetta hafði ekki verið draumur. Iiún neyddi sjálfa sig, er hún náði andanum, til að láta sem ekkert væri. „Þakka þér fyrir, já, Miles .... Mjög vel ..... Elín?“ „Örugg.“ Hún reis á fætur og.klæddi sig. Hún var glöö yfir að hafa legið út af. Hún gat haldið á- fram að spyrja, án þess að láta það sjást, að hún væri mátt- íarin og hrædd. Hún reyndi að tala mjög eðlilega. „Þú hef- ir ákveðið að fara sem trúboði til Nýju Herbridseyja.“ „Þú h,efir þá séð, að undanfarið hefi ég átt í harðri bar- áttu við sjálfan mig út af því, hvort ég ætti að fara eða ekki. ■Já, ég ætla að fara, þaö er skylda mín.“ i átti finnskunni forðum. EnNorðurlandaþjóðirnar, og því nú hefir það sjónarmið orðiðsambandi vilja Finnar um- ofan á, og ekki sízt hlotiðfram allt halda. En það væri viðurkenningu eftir stríð'ið.mjög miklum erfiðleikum að sænskan eigi að halda sérbundið ef þeir styddust að- hindrunarlaust í hinumeins við finnskuna, eða álíka sænskumælandi héruðum ogerfitt og fyrir íslendinga að nauðsynlegt sé að margir fleiri skilji sænsku, sökum þess að hún sé lykiilinn að nánu sambandi við hinar styöjast eingöngu við islenzk una í samskiptum sínum við^ hinar ‘ Norðúrlandaþjóðirnar. Frámháíd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.