Alþýðublaðið - 27.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.07.1927, Blaðsíða 3
ALPÝÐUBLAtiiÐ 3 /O greinarinnar, að vafasamt sé, að 20o/o sé á'agning, „sem verður fið teljast mjög hæfileg", pegar litið er á, hverju annar kostn- aður nemur. . 10% ætti að vera nóg fyrir verzlunarstarfið frá .^sjónarmiM almennings séð. , Hærri kröfur til þeirra rnanna, sem verzlun stunda," segir „Mgbl. “. Stníí ssíEisarbréS. Khöfn, 19. júli. Eftir ka't vor og langvarandi rigningar er nú brakandi sóískin, — brennandi hiti dag hvern. og hver myndi ekki prísa sig sælan fið komast burtu úr bænum fáa daga? — Göturnar eru glóheitar 'undir fótum manns, og svo má heitá, a,ð spor manns sjáist í þeim. Sú gæfa hangir þó ekki við hvern mann, og þá hvað sízt verkamenn, að geta brugðið sér úr bænum tii sjávar og sands þessa heitu daga. Menn verða að láta sér nægja skrautgarða borg- arinnar og nærliggjandi baðstaði. Á Helgolandi hafa þessa daga verið 1000 manns daglega og bað- ast í sjónum. Göturnar eru auðar, einkum á kvöldin, en það eru þær annars ekki. Menn sækja á Löngulínu sér til hressingar eða í Tívolí. Verkamenn eyða frístundum súi- tun í blómgörðum sínum og standa þó í nánu sambandi við umheimjnn, þökk sé víðvarpinu, Nýkomlð. Fallegar sportskyrtur með útaf- liggjandi kraga, hvítar, gular og brúnar, allar stærðir. Enn fremur sundskýlur og sundhúfur fyrir konur og karla. Jíax aíduiJ%ma!>on sem nú er svo að segja í hverju ,húsi“ í görðum þeirra. Áður börðu menn sér á brjóst yfir kulda og rigningum. Nú am- ást menn við hitanum og þakka hátt og í hljóði fyrir hina minstu skúr, sem kemur úr Iofti. En sólin skin enn, og hiti hennar þjakar mönnum og skepn- um. En alt útlit er þó fyrir, að innan langs tíma dynji regnið á þökum og gluggum og þrumum- ar danzi yfir höfðum manna. Porf. Kr. Tób aksnaratei. (Aðsent.) Ég hefi lengi vonast eftir, að einhver vel hugsandi áhugamað- ur myndi vekja máls á þjóðar- böli þvi, sem er að leggja undir sig mikinn hluía uppvaxandi kyn- slóðarinnar, — vindlinga-reyking- arnar. Pað er ekki meining mín að rita ávítunarorð til þeirra, sem neyta þessa eða annars tóbaks, eða að ég ætlist til, að þeir, sem tóbaks neyta og erfitt eiga með að hætta þeirri nautn, geri það, eða með öðrum orðum: ég ætlast ekki til, að einn eða annar leggi á sig neinar afneitunarþjáningar; enda þótt ég viti bæði af annara sögu og eigin reynslu, að hægt er fyrir hvern einn að venja sig af slikri nautn og yfirleitt öllum óþarfa-nautnum. Það, sem ég nú þegar vil byrja á í þessu máli, er, að gera það að skyldukenslu i öllum barna- og unglinga-skólum að koma öll- um börnum og unglingum í ákiln- ing um skaðsemi allrar tóbaks- nautnar á heilsufar mannsins og um fjárhagshlið málsins. Gagn- semi nautnar þessarar er ekki hægt að benda neinum á. Hún er ekki til. „K. F. U. M." virði ég. Grund- vallarsetning þess félagsskapar er fögur. Þess vegna leyfi ég mér fyrst og fremst að benda málstað þessum til þessa félags og skora é öll slík félög þessa lands að beita sér óskift fyrir máflefni þessu. Þið munuð þá sigra um síðir. Min hugmynd er sú, að vel megi lánast að innræta öllum börnum og öllum þeim ungling- um, sem nú eru ekki byrjaðir að neyta tóbaks, hve skaðleg áhrif þessarar nautnar eru mannlegum Jíkama og ófyrirgefanlegur ó- þrifnaður bæði gagnvart neytanda og öðrum, stórkostleg eldshætta og vitaverð peningaeyðsla, sann- köjluð óregla. Þeir, sem neyta tóbaks nú og ekki vilja leggja á sig að hætta nautninni, eldast og falla að lok- um burt úr þjóðfélaginu. Og þegar æfi þeirra er á enda, ætti öll tóbaksnautn að vera úr sögunni hér á Iandi. Þá hefir þjóðin unnið frægan sigur, sem er frami og farsæld sonum hsnnar og dætr- um, svo allur siðaður heimur myndi dást að. Framar öllu ber okkur að hiugsa, ræða og framkvæma það, sem er þjóðinni til vegs og sóma. Allir unglingar, sem ekki neytið tóbaks enn þá! Fyrir ykkur er engin þraut að byrja aldrei á nautninni. Látið engan, hvar sem þið eruð staddir, lokka ykkur til að byrja á henni. Bindist félags- skap í huga og framkvæmoum til að benda öllum ykkar kunn- ingjum, rdnum og systkinum á, að láta ekkert lokka sig til að byrja á þessari skaðlegu og vondu nautn. Hlífið ekki sjálfum ykkur í neinu, sem bægt getur þessu þjóðarböli frá landi og lýð. Ég læt að þessu sinni hér við stað- ár numið, en mun seinna, ef með þarf, minnast frekar á þetta mál- efni og ef til víll 'fleira. G. 1 sambandi við grein þessa tel- ur Alþbl. rétt að minna á, að eftirdagmið er oftast áhrifaríkara til siðbóta heldur en predikanir, þótt góðar séu. Það er vert að hafa hugfast x uppeldi barna og unglinga. Hitinn í Ameríku. Undan farið hefir fjöldi fólks cláfið í Ameríku af völdum hitans. Sjaldan hefir hitinn verið eins gíf- urlegur eins og í ár. 108 manns dóu t. d. einn daginn. Sumir tapa vitinu. T. d. var fjöldi manna inni í kaffihúsi einn daginn, og enginn átti á neinu slæmu von, fyrr en einn gestanna þaut upp úr sæti sínu, greip langan hnif, er hann var með í sliðrum, og hjó og stakk alt í kring um sig. Ógern- ingur var að yfirbuga hann, og endirinn varð sá, að lögreglan skaut hann. Om dægiffliit og vegmn. Þýzka skemtiskipið „Stuttgart", hið sama og kom hingað í fyrra, kom í morgun kl. 31/2. Skipið er að s'tærö 13'367 smálestir allsendis, en 7771 rétt- 2 duglegir málarar taka að sér að mála hús, einnig veggfóðrun. — Tilboð auðk. »Málning« sendist afgreiðslu þessa blaðs. endis. Farþegar eru 345. Helm- ingur þeirra fór í morgun til Þingvalla i um 30 bifreiðum. Hinr; helmingurinn er i dag í smáhóp- um hér í borginni og með þeim túlkar héðan úr Reykjavík, skoðar söfnin og helztu byggingar. Sumir fóru ríðandi til Hafnarfjarðar, upp að Reykjunx og víðar. Á morgun fer sá flokkurinn tif Þingvalla, en hinn verður þá hér bg í grendinni, eins og þessi er í dag. Á söngskemtuninni, sem haldin veröur í skipinu annað kvöld, syngja Pétur Á. Jónsson, blandað kór og karlakór. Loks verður „þar danzskemtun fyrir að- stoðarfólk ferðamannanna. Skipið feu héðan aðra nótt kl. 12. Það fer vestur um og kemur inn á ísafjarðardjúp, svo að fjallasýn náist þaðan, en kemur hvergi við á höfnum, en heldur áfram til Spitzbergen. Næturlæknir er i nótt Guðmundur Guðfinns- son, Spítalastíg 6, sími 1758. Frá Húsavik Arar FB. símað í morgun, að þar nyrðra væri góð tíð og gras- spretta, túnasláttur byrjaður fyrir nokkru og heynýting góð það, sem af er. Heilsufar dágott,. en þó væri „kikhósti" þar enn þá. Úttektarnefnd. Ríkisstjórnin hefir skipað í nefnd til að annast úttekt á Landsbankanum samkvæmt Lands- bankalögunum, er samþykt voru á . síðasta þingi, Björn Árnason endurskoðanda, Einar Arnórsson, Jakob Möller, Ólaf Johnson stór- kaupmann og — Bjöm Krist- jánsson. Kviknaði i á „Gullfossi". Laust fyrir kl. 10 í morgun vprð eldur laus úti í skipinu „Gullfossi" hér á höfnipni. Var verið þar með lausasmiðju til við- gerðar, og komst eldur frá henni í geymsiuklefa aftan við 1. far- rými. Skemdir urðu þó næstum engar, sem betur íór. Slökkviliðið var kallað þangað og tókst þvi fljótlega að slökkva eldinn. Veðrið. Hiti 12—7 stig. Víðast hæg norðUeg átt eða logn. Regn á Isafirði. Þurt annars staðar. Loft- vægislægð fyrir norðaustan land og önnur fyrir vestan Skotland. Otlit: Víðast norðleeg átt. Víðast þuTt veður á Suðurlandi nema skúraleiðingar til fjalla á Suð- vesturlandi. Skúrir á Vestfjörðum og Norðurlandi, einkum í út- sveitum. Gengi erlendra rnynta er Öbreytt enn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.