Alþýðublaðið - 27.07.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ S Nýk®mlð i I i j m I m ! Matthildur Björnsdóttir, Mikið úrval af sumar- og morgunkjóla-efnum, sængur- vera- og rekkjuvoða-efnum, telpukjólar og svuntur o. m. fl. Vörurnar hvergi betri, verðið hvergi lægra. I Laugavegi 23. illE iliE IIEE i ifii Drengír og stúlkur, sem vilja selja'Alþyðublað- ið á götunum, komi i afgreiðslu-na kl. 4 daglega. Hjörtur Björnsson myndskeri tók sér fari utan til Lundúna með „Villemoes" í gærkveldi. Bjóst hann við að koma aftur til baka með skipinu. í ráði er, að „Jafnaðarmannafélag ís- Iands“ fari skemtiför á 'sunnu- daginn kemur. Hvert farið verð- ur er ekki al.veg ákveðið' enn jrá. Skipafréttir. „Alexandrína drottning" fór síð- Jdegis í gær vestur og norður um land til Akureyrar og ,,Villemoes“ ifór í gæ!r í Englandsför. Þá kom fisktökuskip til Ásgeirs Sigurðs- sonar, og. enskur 'Jínuveiðari, sem er á leið til Grænlands, kom hing- að tii að fá kol. t/estuMslenzkar fréttir. FB., í júlí. Mannslát. Guðbjörn Guðbrandsson, bók- bindari í „Félagsbökbandinu“, lézt í sjúkrahúsinu í Landakoti í gærdag. Hafði hann dottið síð- ast liðinn sunnudag, svo að mæn- an laskaðist eitthvað, og lézt harin' af völdum þess. Guðbjörn Keit- inn þektu flestir Reykvíkingar og allir að hinu bezta. Sonur hans, * Jens, er vörður íþróttavallarins hér. ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri í Vestmanna- eyjum, er staddur hér í bænum. Þenna dag hóf júlí-byltinguna í FrakkJandi árið 1930. Samiagningartalan I neðanmálssögunhi í blaðin.u í gær átti auðvitað að vera 626 frankar. . Síra Runólfur Marteinsson, sénvundaníarið læfir gegnt prests- störfum fyrir íslendinga í Seattle, Wash., Bandarikjunum, er nú fluttur aftur tii Winnipeg og tek- ur aftur við stjórn Jóns Bjarna- sonar skóla þar í horg. Mannalát. í maí í vor andaðist að Moun- tain North Dakota öldungurinn Tryggvi Ingimundarson Hjaltalín. Hann var fæddur 11. ágúst 1847. Hunn fluttist til Ameríku 1876. 1 sama mánuði andaðist t Blaine, Wash., Jónas, Sturlaugs- son, frá Dunustöðum i Laxárdal í Dalasýslu. Hann var kvæntur Ásgerði Bjarnadóttur, og eru fjór- ir synir þeirra á Lífi'vestra. Þau hjón fluttust vestur um haf 1883. Hið evangelisk-lúterska kirkju- félag íslendingá í Vesturheimi hélt árs- Hjarta'ás sm|0rliklð er Isezt. þing sitt hfð 43. 22.—27. júní i Winnipeg. Þingið var sett með guðsþjónustu, og sátu 68 prestár og aðrir þingið. íslendingadag héldu íslendingar í Þingvalla- og Lögbergs-byggðum 14. júní. Þar héldu ræður séra Jónas Sigurðs- son og W. H. Paulson fylkis- þingmaður frá Leslie, Sask. Þá var og íslendingadagur haldinn i sama mánuði í Markerville, Al- berta, og komu tveir ráðherrar fylkisins á hátíðina, og flutti ann- ar þeirrá, Limburn dómsmálaráð- herra, snjalla ræðu. Stephan G. Stephansson, Klettafjallaskáldið, er nú mjög þrotinn að heilsu að því, er segir í „Lögbergi“, 'en hefir þó enn á- nægju af heimsókn vina sinna. Ungfrú Þórstína Jackson átti að flytja fyrirlestur um ís- land og sýna fjölda skuggamynda prælsterkir, nýkomnir, kosta að eins 4,65. Athugið {oá áður en þér festið kaup annars- staðar. VerzliD vid Vikar! Þad verdui notadrýgst. -4 Rjómi fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinn. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastoi'unni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hiýjastir. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætí! 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. héðan við háskólann í ríkinu Min- nesota í Bandáríkjunum 6. þ. m. Jón Ragnar Johnson, sonur Finns Jónssonar fyrrum bóksala í Winnipeg, lauk nýlega meistaraprófi í iögum við Har- •ward-hiáskölann í Cambridge, Massachuset's, Bandaríkjunum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. fylgdi ég mömmu til lestarinnar. Hún ætlar til Þýzkalands. Húrra! — Þá get ég gert alt, sem ég vil. Pabbi hefir næstum engan tíma til að sinna mér. Undir eins og mamma var _ farin, gaf hann mér 100 franka og sagði, að ég mætti gera við þá hvað sem ég viidi. Ég fór strax og keypti mér súkkulaði og kökur, en niéðan ég var að drekka, gekk ungur maður fram hjá hvað eftir annað, og loks tók hann ofan, enda þótt ég liti aldrei upp. Það hefir áreiöanlega verið sá, sem eg hittj í kaffihúsinu í Nizza. Hann var mjög líkur honum, enda sagðist hann fara til Par- ísar. Þegar ég svo fór út, 'mætti ég honum og sá þá, að- það var sá, sem ég hitti í Nizza, en hann var búinn að raka af sér skeggið. Mér jrótti þetta 'leiðinlegt, en svo datt mér í hug, að mamma hafði sagt, a'ð ég ætti að vera gætin hér -í París og aldrei svara ' nokkrum, sem talaði við mig; maður gæti aldre-i vitað, hvort það væru ekki hvítir þrælasalar! Mér þætti gaman að vita, hvað það er; — hér eru þó engir þrælar! Ég sá enskar bækur í búðarglugga, svo að ég keypti 'mér eina; hai>a ætla ég að * lesa, þegar ég er háttuð. Fólkið streymir um göturnar, og bifreiðar þjóta til og frá. Annað kvöld kemur amerískur 'sjóliðsfor- ingi frá Monte Cari-o. Hann heitir Paterson. Pabbi ætlar að taia viö hann allan fyrri hluta dags, en um kvöidið ætla þeir að borða hérna á hótelinu; — ö! ég hlakka til að hitta hann. Skyldi hann vera eftir mínu höfði, og hvaða kjöii ætti ég að vera í? — Gladys skelti aftur bókinni og andvarpaði. Hana langaði ekk.i til þess að skrifa meira í dag. Hún stakk öðrum mola upp í sig og gek.k fram að giugganum.i Það var anzi hart að eiga að fara að hátta strax. Klukkan va,r tíu, og hún var ekki vitund syfjuð. Alt í eiriu datt henni ágætt ráð í hug. Hún ætlaði að hringja á þjóninn og biðja um smurt brauð og te. Kann ske ungi, snotri Frakkinn, sem stóð þeím fyrir beina um hádegið, kæmi! Hún s-kundaðti til klæðaskápsins, tók þaðan ljósrauðan, þunnan morgunkjól og fór í han,n og hringdi síð-an. Stofustúlkan kom í Ijós með hvíta svuntu og kappa á höfðinu. „Hvað vi 11 ungfrúin?" ,,Æi! Ég ætlaði að biðja þjúninn um te, ....an iuá ske þér viljiö gera svo vel og bera mér J>að?“ ■ ■* -' ý- 7 H ,,Ég á að eins að Jaga til í herbergjunum, ungfrú! en ég skal hiðja um te fyrir yður. Þér hringduð að eins einu sinni; til þjóns- ins á að hringja tvisvarf' Stúlkan fór. Jæja; maður átti að hringja tvisvar tii fallega þjónsins, hugsaði Gladys. Það stóð nú annars. í aug'lýsingunni við dyrnar. — Bara, að hann megi vera að- því að tala dálítið við mig. Hann er svo iaglegur. Það getur varia verið nokkuð athugavert, þegar manni leiðist svona eins og mér. Hún gekk aftur að speglinum, rakti upp flétturnar og breiddi hárið yfir axlirnar og brjóstið. Því næst varpaði hún sér í hæg- indastól, kveikti sér í vindiingi — hún hafðft svona í laumi keypt sér vindlinga í m-org- un —, tók myndablað og þóttist* vera nið- ursokkin að le.sa í því. Nú var barið. „Kom inn!“ Ungur maður kom inn úr dyrunum mei stóran bakka á handleggnum. Það var hann! Hann gat varla verið meira en átján ára. Hann hneigði sig ofur-kurteis- lega, gekk að litla, kringlótta horðinu ög tök að laga tíl á því. Giadys brosti til' hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.