Tíminn - 26.08.1953, Qupperneq 6

Tíminn - 26.08.1953, Qupperneq 6
6 TÍMINN, migvikudaginn 26. ágúst 1953. 191. blaff. PJÓDLEIKHÚSID LISTDANSSÝNING Sóló-dansarar frá Kgl. leik- j húsinu í Kaupmannahöfn. Stjómandi: Fredbjörn Björns- j son. Undirleik annast: Alfred | Morling. Frumsýning í kvöld kl. 20. Önnur sýning fimmtudag kl.20 j Þriðja sýning föstudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Símar 80000 og í 8-2345. Pantanir sækist dag- ■ inn fyrir sýningardag. Vejulegt lenikhúsverð, nema j á frumsýningu. Aðeins 5 sýningar. « ▼ « Santa Fe Stórkostleg, víðfræg og mjög j umtöluð amerísk mynd i eðli- legum litum, um ævintýralega j byggingu fyrstu járnbrautarinn j ar vestur á Kyrrahafsströnd j Ameríku. Myndin er byggð á i sönnum atburðum. Þetta er saga j um dáðrakka menn og hug- prúðar konur. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. NÝJA BÍÓ t leit að lífsliam- ingjn Hin heimsfræga ameríska stór-j mynd eftir samnefndri skáld- sögu W. Somerset Maugham, er j komið hefir út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverk: Tyrone Power Gene Tiemey John Payne Clifton Webb Sýnd kl. 5,15 og 9. tjÁrnarbÍó Örn og Hauknr (The Eagle and the Hawk) Afar spennandi amerísk myndl í eðlilegum litum, byggð á sögu- j llegum atburðum, er gerðust íj Mexíco seint á síðustu öld. 1 Aðalhlutverk: John Payne Bhonda Fleming Dennis O’Keefe Bönnuð innan 16 ára. , Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI — Gestir í Miklagarði Bráðskemmtileg og fjörug sænsk gamanmynd eftir sam- nefndri sögu Eric Kostners og hefir komið út í ísl. þýðingu. Aðalhutverk: Adolf Jahr ^ Emst Eklund Sýnd kl. 7 og 9. rakblöffin heimsf rægu. i— Gerist Uskrifendur að «7 wsimanum AUSTURBÆJARBIO ( 1 clraiimalamli I (Drömsemester) Bráðskemmtileg og f jörug ný, f j sænsk söngva- og gamanmynd. j lAðalhlutverk: Dirich Passer, Stig Járrel. í myndinni syngja og spila: ! frægasta dægurlagasöngkona! |Norðurlanda: Alice Babs. | Einn vinsælasti negrakvartett J [heimsins: Delta Rhythm Boys. iEnnfremur: Svend Asmundsen, Charles Norman, Staffan Broms. Sýnd kl. 5, 7 og 9. [♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< | GAMLA BÍO Skipstjóriim við eldimsstörfiii (The Skipper Surprised his Wife) Ný, amerísk gamanmynd. Robert Walker, Joan Lislie. Sýnd kl. 5,15 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. TRIPOLI-BIO Skálmold („Reign of Terror“) Afar spennandi ný, amerískl | kvikmynd um frönsku stjórnar- j jbyltinguna 1794. Robert Cummings, Arlene Dahl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. \ '0i iQ) tfi) ( HAFNARBIO Orustan við Apakkaskarð (Batle at Apaehe Pass) j Afar spennandi ný amerísk kvik I j mynl í eðlilegum litum um hinn J mikilhæfa höfðingja Apaka-ind j ! íánanna, Cochie, og viðskipti j (hans við hvíta menn. Jeff Chandler John Lund Susan Cabot Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Biikksmiðjan GLÖFAXI í HrauntelK 14. Bíml 7236 Þðsnaðlr nta aS gæfan fylgir hringonnm frá [SIGURÞÓR, Hafnarstr. *.j Margar gerðlr fyrlrllggjandl. Sendum gegn póstkröfu. Bergur Jónsson Hæstaréttarlögmaður... . Skrlístofa Laugavegl M. Sfmar: 6833 og 132J. % 1 • ■* Frk. Unnur Krist- jánsdóttir, hjúkrunarkona Dáin 11. ágúst 1953 Því fellur eikin við fyrsta högg því fölnar rósin í hlíðum grænum hvað umbreytingin er einatt snögg og engin stoð í trú og bænum. Þig fær ekkert úr helju heimt hér skal því grátur niður falla. En sjúkir menn ei geta gleymt gæzku þinni og hugsun alla. Hj úkrunarkona! heilladís himneskur geisli allra landa upp meðan sól úr ægi rís ykkar skal merkið hreinast standa þakkir mínar í þungri þögn þér vil ég flytja höfin yfir. Æfi sjúklings er ómæld sögn sem enginn skrifar meðan lifir. Drottinn blessi þig! Boðorð mitt er bentu til sigurs móti flaumi sólin lýsi á leiðið þitt laugað af hafsins mikla straumi. Okkar á milli byggð var brú á brautir þær ekki nær að fenna. Græðari lífsins það varst þú og þitt verður starf meðan aldir renna. Sólveig Hvannberg. Kveðja frá sjúklingi. Mikll glcymska. (Framh. af 4. síðu). kynni að vera fullangt geng- ið, og hafa þess vegna borið fram tillögu um, „að 58. gr. stjskr. breytist á þá leið, að Alþingi setji sér sjálft þing- sköp, þ. e. a. s. að þau séu ekki sett með lögum eins og nú er. Það er yfirleitt venja, að slíkar stofnanir sem Al- þingi setji sér sjálf þingsköp, og fyrirmælin um, að þetta skyldi gert með lögum, var á sínum tíma sett af dönsku stjórninni til að hún fengi nokkurn íhlutunarrétt um þessi efni, og er sjálfsagt að breyta því.“ Þarna fundu þeir loksins eitt atriði af dönsk- um uppruna, og virðast þeir álíta það vera næg rök fyrir því, að breytingar sé þörf. Hvaða réttarbót er það svo fyrir Alþingi, að fá að setja sér sjálft þingsköp í stað þess að þau séu sett með lögum eins og nú er? Það fer eftir því, hvort löggjafarvaldiö verð ur áfram í höndum Alþingis Á meðan svo er get- ur það eins vel breytt þing- skapalögum, eins og hverjum öðrum lögum. í tillögunni fellst því engin réttarbót, ef miðað er við núverandi á- stand. Hins vegar vekur hún grunsemdir um, að ætlazt sé til, að einhver annar aðili en Alþingi fái löggjafarvaldið í hendur. Að öðrum kosti væri tillagan óþörf. Tillagan er lík lega hugsuð sem hálmstrá handa þingmönnum til að grípa í, ef þeim finnst völd og virðing Alþingis fara minnk- andi. Þeir fái þó að minnsta kosti að setja Alþingi þing- sköp. Framhald. EVSARGARET WIDDEMER UNDIR GRÆNUM PALMUM Eyja skelfinganna 47. „Prúðmenni sver ekki upp í andlitið á ungri stúlku“, sagði hún áminnandi. „Gott. Þá geri ég það ekki. Hver veit, nema þér hafið þau áhrif á mig, að það endi með því, að ég fari að kenna svörtu piltunum mínum sálma. Komið, við skulum breiða úr mottunum, sem Lopaka geymir hér á bak við og við skulum tala saman. Mig langar mjög mikið til að tala við einhvern. Þér vitið ekki hvernig manni líöur, að hafa aldrei neinn til að tala við“. Rödd hans var mjúk og lág, eins og rödd Marks. Hún sagði hægt, „Ef þér kallið á Malajastúlkuna og lát- ið hana sitja hjá okkur á meðan við tölum saman, þá mun ég tala við yður.“ Hann hló. „Þetta var snjallt, að hafa Vaimai fyrir siða- meistara“. Laní sá ekki hvaðan stúlkan kom, er hann flautaði, en allt í einu var hún hjá þeim brosandi. Hún var í nýjum fötum, sem hún hafði fengið úr verzlunarvarningi Patons. Föt hennar voru lík þeim, sem frú Paton gekk i. Chester talaði til hennar á malajísku. „Nú er hún oröin siðameistari við hirð okkar“, sagöi hann hlæjandi. Vaimai hló ekki. Laní hafði aldrei séð hana hlæja. Hún gekk á undan þeim og leysti motturnar í sundur og breiddi úr þeim. Er þau voru öll setzt sat Chester þegjandi langa stund. Hún beið þess að heyra rödd hans. Svo sagði hún: „Því yfirgáfuð þér England?“ „Fölsun“, sagði hann rólega. „Eg vildi lifa vel“. Svo þagði hann um stund, en sagði síðan. „Eg ætla aftur til Englands, þegar ég hefi aflað mér nægilegs fjár. Þér vitið að það skiptir ekki svo miklu máli, hvernig manni græðist fé hér um slóðir. Og mér hefir gengið sæmilega fram að þessu. En ég vil ekkx tala við yður um það. Það er eitthvað við vður, sem dregur úr man-ni alla löngun til að tala um viðskipti." „Er það?“ sagði Laní. Hún viidi a,ðeins heyra óminn af rödd hans. Vaimai setti litla og mjúka hönd sína í hönd Laní. Chester sagði. „Svo þér fellur einnig vel við hana, er það Vaimai.“ „Eg er henni mjög hlynt,“ sagði Vaimai. „Eg vildi gjarnan mega vera hjá henni öllum stundum". Laní undraðist, að þessi litla og fíngerða kona skyldi gift- ast þessum stóra og ljóta innlenda manni, sem var í fylgd með Chester. Lopaka leit þannig út, að hann, hefði hvenær sem var getað verið aðalpersónan í martröð sjóræningja. En konurnar áttu ekki margra kosta völ í þessum efnum. Hún klemmdi saman varirnar og horfði út yfir stálgrátt hafið: „Ungfrú Davíðs", sagði Chester, eins og hann talaöi til hennar úr miklum fjarska. „Elín---------er það ekki nafn þitt?“ „Ekki er þér talið við mig“. Hann sagði eitthvað við Vaimai og hún stóð skyndilega á fætur og færði sig frá þeim, svo hún heyrði ekki hvað þeim fór á milli, þótt hún sæi til þeirra. Laní stóð einnig á fætur. „Þér hagið yður, eins og þér lofuðuð frú Paton að gera ekki. Verið þér sælir“. „Eg lofaði því að láta yður í friði, og ég hefi ekki ætlað mér að halda það loforð. Enda hefi ég engan heiður að verja, hvort eð er, og það vissi hún.“ Hann virti Laní gaumgæfilega fyrir sér. Svo sagði hann og talaði hratt. „Ef þú ert ekki algjör kjáni, þá hlýtur þú að hafa séð það, að ég elska þig“. „Mér þykir fyrir því, að þér skylduð segja þetta“. „Hlustaðu á mig. Þú ert ekki í neinni hættu og þarft ekkert að óttast. Maður lætur ekki þannig við stúlku, sem maður elskar og vill fá fyrir konu. Maður snertir hana ekki“. Laní ætlaði að fara, en hann greip um úlnlið hennar og hélt henni kyrri. „Sjáðu nú til“, sagði hann. „Eftir tvö ár fer ég heim til Englands. Eg á mikið fé, sem er geymt í bönkum í Ástralíu. Ef ég verð heppinn þessi tvö ár, sem ég á eftir að vera hér, verð ég orðinn miljónamæringur um það er líkur. Eg hefi gert allt, sem mönnum er fært að gera hér í Kyrrahafinu til að komast yfir peninga og mér hefir tekizt það. Og þú ert allt, sem ég hefði getað óskað mér, jafnvel þótt ég væri ekki ástfanginn í þér. Eg skal gera allt, sem ég get fyrir þig, á meðan þú ert hér á eyjunum og það verður ekki langur tími. Og þú verður kona ríks manns í London. Það verður mjög gott líf ástin mín“. Hann stanzaði því hún var farin að kjökra. Hann lagði aðra höndina á titrandi öxl hennar. „Eg ætlaði ekki að koma þér til að gráta“, sagði hann. „Þér komuð mér ekki til að gráta“. Hann hafði sagt ástin mín, eins og Mark hafði sagt og það hafði komið henni til að gráta, af því að þótt hann líktist mjög Mark, þá var það ekki hann, sem sagði það nú. Ef það hefði aðeins getað verið Mark, sem sat hjá henni. Hún endurtók nafn hans í sífellu í huganum og beit í fingur sínar til að varna því að segja þaö upphátt. Henni létti við gráta. „Þú ætlar að hugsa um þetta“. Hún sagði „Nei, en þakka yður fyrir. Þér munduö geta

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.