Tíminn - 16.09.1953, Page 5

Tíminn - 16.09.1953, Page 5
208. blað. TÍMINN, miðvikudagínn 16. september 1953. ■ Dliifvikuil. 16. sept. Raforkan og framtíðin Samkvæmt opinberum skýrslum gátu vUtnsafls- stöðvar hér á landi í árslok 1951 unnið raforku, sem svar ar nálega 50 þúsundum hest afla (33500 kw.) Þær meiri ,háttar virkjanir, sem nú eru í þann veginn að taka til starfa, langt komnar eða tekið hafa til starfa, auka möguleikana til orkuvinnslu um 63 þúsundir hestafla, eða mun meira en helming. Hér er aðallega um að ræða stór- virkjanirnar við Sog og Laxá, en fjórar stöðvar til almenn ingsnota hafa þó verið í byggingu á þessum tíma, tvær á Norðurlandi (viðbæt- ur) og tvær á Vesturlandi, þótt orkuvinnsla þeirra verði ekki nema lítið brot af af- köstum hinna stóru orku- vera. Raforkuvinnsla sem bygg- ist á innfluttum orkugjöfum, olíu eða kolum nam fyrir tveim árum 30—40 þús. hest öfíum. Hér munar mest um Toppstöðina svonefndu í Reykjavík, sem er varastöð Sogsvirkjunarinnar, svo og dieselstöðvar í verksmiðjum (einkum síidarverksmiöjum) frystihúsum o. s. frv, sem vinna raforku til iðnaðar á vegum einstakra fyrirtækja. En þar að auki voru á þess- um tíma desilstöðvar til al- menningsnota í um 30 kaup stöðum og kauptúnum, og hefir þeim fjölgað síðan. Mest þeirra er stöðin í Vest- mannaeyjum, en næstar henni stöðvarnar í Neskaup- stað og á Patreksfirði, en annars eru dieselstöðvar þess ar mjög misjafnar að af- kastagetu, allt frá nokkrum hundruðum niður í nokkra tugi hestafla. Talið er að raforkuverð hjá dieselraf- stöðvunum sé að jafnaði sem næst helmingi hærra en oi'kuverð vatnsaflsstöðv- anna, en all misjafnt er það þó, og fer það bæði eftir því hversu tekist hefir um véla- kaup og annan stofnkostnað svg. og hvernig rekstrinum er fyrir komið. Raforku frá vatnsvirkjun um hefir sem næst hálfur fjórði tugur kaupstaða og kauptúna, ýmist frá Sogi, Laxá og Andakílsfossum eða þá sérstökum vatnsorku- stöðvum, er komið hefir ver ið upp á þessum stöðum. En sumar þessara stöðva eru of litlar til að fullnægja þörf- inni. En hvernig er þá ástandið í sveitunum? Samkvæmt skýrslum frá 1952 var þá raf magn á nálega fjórða hverj- um sveitabæ og eitthvað mun hafa bætzt við síðan. Vindstöðvar eru hér ekki meðtaldar. Vatnsvirkjanir á sveitabæjum voru rúmlega 300, og var hver stöð rúm- lega 9 kílóvött að meðaltali eða 13—14 hestöfl. Sumsstað ar njóta fleiri en eitt heim- iii slíkra stöðva. En samtals höfðu um 680 sveitabæir raf magn frá þessum stöðvum og dieselstöðvum á heimilun um. En nálega 760 sveitabæ ir höfðu þá rafmagn frá al- menningsveitum. ERLENT YFIRLIT: Fjárhagserfiðleikar Finna Lei$ir verðfaH útflutningsvaranna til öng þvcitis á f jármálum Finna? Finnska þingið kom saman til fundar í gær, en því hafði verið slitið snemma í ágústmán- uði. Allar horfur eru taldar á því, að hið ríýbyrjaða þing geti orðið sögulegt', þar sem Finnar búa nú við mikla- fjárhagslega örðugleika. JafnveLi hreint fjárhagslegt öng- þveiti virðist framundan, ef þing- inu tekst ekki að gera sérstakar ráðstafanir til viðreisnar. Finnar hafa þurft að fást við mörg og stór vandamál eftir styrj- öldina. Þeir hafa orðið að útvega 400 þús. flóttamanna störf og hús- næði :óg greiða Bússum miklar stríðsskáðabætur, auk endurreisn- ar þeirrar, sem var nauðsynleg eft ir styrjöldina. Aðstaða þeirra til að gera .þetta hefir verið stórum verri vegna þess, að Rússar her- tóku stóran hluta landsins í stríðs lokin og hafa innlimað hann í Sov- étríkín.- Finnúm hefir samt tekizt að sigr ast á þéssum erfiðleikum. Sein- ustu skaðabótagreiðslunum til Rússa er lokið fyrir nokkru og flóttamennirnir hafa fengið ný heimili. og afkomuskilyrði. Dugn- aði Finna og sjálfsafneitun má þakka það fyrst og fremst, hve vel þetta héfir tekizt. En Kóreustyrjöld in létti líka mjög mikiö fyrir þeim. Hún hafði í för með sér miklar Verðhækkanir á ýmsum helztu út- flutningsvörum Finna, eins og timbri óg pappír. Stjórnarsamvinna rofnar. Hagnaöur sá, sem Finnar höfðu af Kóreustyrjöldinni, hefir hins vegar reynzt þeim tvíeggjaður. Hann reyndist þeim mikil hjálp í bili, eh nú hefir þetta snúizt við. Flestar þær vörur, sem hækkuðu í verði vegna Kóreustríðsins, hafa farið .sílækkandi aftur seinustu misserin. Meðal þeirra eru timbur- vörurnar og pappírinn. Þetta hef- ir rýrþ.gjaldeyristekjur Finna stór- lega og -skapað vandamál, sem þeir hafa ehn ekki leyst. Fyrst' í. stað reyndu Finnar að mæta >verðfallinu á útflutnings- vörunum með gengislækkunum Gengið jhefir lækkað nokkrum sinn um í ÍÉÍÍnnlandi seinustu misserin. Meðan , verið var að ljúka skaða- bótagré|ðslunum til Rússa, sætti þjóðin úsig"yið þetta sem illa nauð- syn. í .ypr var hins vegar svo kom- ið, að' (géngislækkunarleiðin var ekki talin fær lengur. Þeir flokk- ar, seiii stóðu að rikisstjórninni, ■— en það >voru bændaflokkurinn, jafn aðarmenn og sænski flokkurinn — voru sanunála um það atriði. Hins vegar gátu þeir ekki komið sér sam an um. nein önnur úrræði. Bændáflokkurinn hélt því fram, að ekki'/væri hægt að lækka verð það, sém framleiðendur fengju fyrir h'ráefnið, svo neinu næmi, en langflestir þeirra eru bændur. Þess vegha væri ekki um annað að gera en' að reyna að lækka fram- leiösluköstnaðinn með beinum launalækkunum og lækkun á fram lagi ríkrsins til trygginga og íbúða- byggiriga. Jafnaðarmenn héldu því hihs vegar fram, að verkamenn gætu ékki tekið á sig launalækk- un í heinu formi. Þess vegna yrði að lækka verðið til framleiðenda og draga úr milliliðakostnaði. A- greiningur þessi leiddi til þess, að stjórnarsamvinnan rofnaði, en hún hafði staðið nokkur undanfarin misseri. Minnihlutastjórn Kekkonens. Eftir að margar tilraunir höfðu verið reyndar til að mynda meiri- hlutastjórn, en ekki tekizt, fól Paasikivi fcrseti Kekkonen, sem var forsætisráðherra fráfarandi stjórnar, að mynda minnihluta- stjórn, er nyti stuðnings bænda- flckksins, en Kekkonen er formaður hans, og sænska flokks- ins. Flokkaskipunin er þannig á finnska þinginu, að bændaflokk- urinn hefir 51 þingmann, sænski flokkurinn 15 þingmenn, jafnaðar- menn 53, kommúnistar 43, frjáls- lyndi flokkurinn 10 og íhaldsmenn 23. Minnihlutastjórn Kekkonens hefir því ekki nema 66 þingmenn að baki sér af 200 alls. | Nokkru eftir að minnihlutastjórn Kekkonens kom til válda eða seint í júlímánuði var þingið kvatt sam- an til aukafundar. Tilkynnt hafði verið áður, að stjórnin myndi leggja víðtækar viðreisnartillögur fyrir þingið. Jafnframt var því spáð, að þingið yrði rofið og kosn- ingar látnar fara fram, ef tillög- ur stjórnarinnar yrðu felldar. Paasikivi afstýrir kosningum. Kekkonen valdi þá aðferð að leggja viðreisnartillögur sínar fyrir þingið sem allmörg sérstök frum- vörp. Fyrsta frumvarpið, sem hann lagði fram, fjallaði um lækkun á styrk til fjölskyldna, er hafa fyrir börnum að sjá, Það frumvarp var fellt í þinginu 6. ágúst og taldi Kekkonen að með því væru raunar allar tillögur sinar fallnar, þar sem slíkt samhengi væri milli þeirra. Ákvað hann því að leggja ekki fleiri frumvörp fyrir þingið að sinni, en fela forsetanum að taka ákvörðun um það, hvort stjórnin skyldi segja af sér eða efnt skyldi til nýrra kosninga. Viðbrögð for- setans urðu þau, að hann ákvað að senda þingið heim og fela stjórn Kekkonens að fara áfram með völd, unz þingið kæmi saman að nýju 15. september. Jafnframt lýsti hann yfir því, að hann teldi nýjar kosningar tilgangslausar, þar sem ólíklegt væri, að þær breyttu nokkru verulegu um þing- styrk flokkanna. Kekkonen kvaðst j geta sætt sig við þessa ákvörðun \ forseta, en þó væri hann fús til að ! víkja, ef einhver andstööuflokk- j anna kysi að taka stjórnina að ! sér. Engir.n þeirra gaf sig fram j og fór þingiö heim við svo búiö. ; ískyggilegar horfur. j Áður en þingið fór heim, lýsti . stjórnin því með næsta dökkum lit j um, hve horfurnar væru alvarleg- • ar íramundan. Fyrú'sjáanlegur \ væri stórfelldur samdráttur margra atvinnugreina, sem eru í tengslum við skógarhöggið, ef ekkert yrði að gert. Mikið atvinnuleysi hlyti því að verða á komandi vetri. Rikis- sjóður væri þurrausinn og mættu •opinberir starfsmenn vænta þess, KEKKONEN }.ð ekKt yrði nægt kö greiöa þeim full laun. Eins og sakir stæðu, gæti ríkissjóður staðið við greiðslur sín ar með því að taka bráðabirgða- ián, en slík söfnun lausaskulda gæti ekki haldizt lengi. Þjóðin yrði að horfast í augu við það, að lengra framundan biði stöðvun at- vinnuveganna og ríkisgjaidþrot, ef verulegur dráttur yrði á raunhæf- um aðgerðum. Þótt flestir viðurkenni það, að horfurnar séu dökkar framundan er erfitt að sjá nokkra lausn fram- undan, eins og sakir standa. Erf- iðleikar þessir koma, þegar þjóðin var búin að gerg, sér vonir um, að hið versta væri afstaðið, og hún ætti batnandi tíma í vændum. Þeir valda því að siálfsögðu miklum vonbrigðum. Nú er ekki heldur um það að ræða, að áhrif utan frá sameini hana til átaka, eins og á meðan hún var að greiða Rúss- um skaðabæturnar og hún taldi sér lífsnauðsyn að komast hjá van- skilum. Þessi nýi vandi er því öllu erfiðari viðfangs en hinn fyrri. j Mynda bændaflokkurinn og jafnaðarmenn nýja stjórn? Flestum kemur saman um, að minnihlutastjórn Kekkonens fái engu áorkað, jafnvel þótt allir hægri flokkarnir veittu henni stuðn ing sinn. Þeir eru líka það sund- urleitir, að samstarf þeirra er lítt hugsanlegt. Þótt þeir stæðu sam- an, er meirihluti þeirra mjög naum ur og verkalýðshreyfingin myndi sennilega rísa sameinuð gegn þeim. Eina vonin um starfhæfa stjórn er sú, að Bændaflokkurinn og jafn aðarmenn taki höndum saman að nýju og njóti stuðnings sænska flokksins. Talið er líka, að Paasi- kivi hafi unnið að slíku samstarfi bak við tjöldin meðan þinginu var frestað. Fagerholm, foringi jafn- aðarmanna, er sagður shku sam- starfi hlynntur. Sennilega mun það koma í ljós næstu dagana, hvort slík samvinna tekst. Takist ekki að koma henni á, eru horfurnar framundan mjög óglæsilegar. Það þykir nokkur bót í máli, að kommúnistar virðast tapa fylgi í Finnlandi, þrátt fyrir þessa erfið- leika. Seinustu vikurnar hefir margt þekktra manna gengið úr kommúnistaflokknum og fengið inngöngu í jafnaðarmannaflokk- (Frænhald á 7. siöu)- l. Þær tölur sem nú hafa ver ið néfndar gefa nokkra hug- mynd um það, sem á hefir unnis í raforkumálum hér á landi og þau verkefni, sem framundan eru. Bein fram- lög ríkisins til þessara mála, hafa úndanfarið verið 4—5 millj. kr. á ári, þar af 2 milj. kr. til Raforkusjóðs, sem aö- allega er lánsstofnun, nálega annað eins sem bein fram- lög til héraðsrafveitna og nokkur hundruð þúsund, sem ríkissjóður hefir lánað sérstaklega til dieselstöðva af ýmsum stærðum, einkum við sjávarsíðuna. Auk þessa hef ir ríkið svo útvegað mikið fé að láni til hinna stóru vatns virkjana sem kunnugt er. Nú er fyrirhugað að auka hin beinu framlög rikisins um 5—7 millj. kr. á ári, þ. e. upp í 10—12 millj. kr. og að tryggja 100 millj. kr. lán til raforkuframkvæmda í dreifbýlinu. Verður að ætla að með þessu sé hafinn nýr áfangi í þá átt að gera raf- orkunotkun þjóðarinnar án tillits til búsetu, þótt sjálf- sagt verði þess enn nokkuð langt að bíða, að þvi tak- marki verði að fullu náð. Reshevsky efstur á skákmótinu í Sviss Eftir sjö umferðir á kandídatamótinu í Sviss, er Bandaríkjamaðurinn Res- hevsky efstur með 5 vinn- inga af sjö. Er hann eini maðurinn, sem lokið hcfir skákum sínum í þessum sjö umferðum, en mikið er um biðskákir. Sumir eiga tvær, eins og Smysiov, Rússlandi, en hann hefir tapað fæst- um stigum, er með 3J/> vinn ing af 5. í sjöundu umferð vann Reshevsky Svíann Stahberg, en gerði jafntefli við Boleslafsky, Rússl., í sjöttu umferð. Keres, Rússl. og Najdorf, Argentínu, eru með 4 vinninga af sex. Á víðavangi Samfylkingartilboð kommúnista. Forsprakkar kommúnista tala nú mikið um nauðsyn þess, að Sosialistaflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn sameiní krafta sína. Þeir segjast hafa sent Alþýðu- flokknum samfylkingartil- boð fyrir meira en tveim mánuðum síðan, en ekkert svar hafi borist enn. Slíkt skeytingarleysi sýni ekki mikinn samstarfsvilja hjá Alþýðuflokksmönnum. Það er vel skiljanlegt, að kommúnistar bjóði nú Al- þýðuflokknum samfylkingu um þessar mundir. Fylgið hrynur af þeim og einangr un þeirra hefir aldrei verið algerari. Þeim er því nauð- synlegt að ná samstarfi við einhverja aðra, sem eru vænlegri til fylgis, ef flokk ur þeirra á ekki að leysast upp. Það er líka jafn skiljan- legt, að Alþýðuflokksmenn taka samfylkingartilboði kommúnista með lítilli hrif ingu. Sporin hræða. Alþýðu flokkurinn hefir einu sinni áður reynt að koma á sam fylkingu með kommúnist- um. Það leiddi til þess, að Alþýðuflokkurinn klofnaði og hefir ekki náð sér að fullu síðan. Þeir Alþýðu- flokksmenn, sem létu ginn- ast í samfylkinguna, ýmist hrökkluðust þaðhn eftir stutta veru, sbr. Héðinn Valdimarsson, eða var bol- að úr trúnarðstöðum, sbr. Sigfús Sigurhjartarson, sem var hrakin úr þing- sæti vegna Brynjólfs Bjarnasonar. Sú reynsla sýnir bezt, hvað kommúnistar hyggj- ast fyrir með samfylking- unni. Hún á að bjarga Sosialistaflokknum, en eyðileggja Ajþýðuflokkinn. Raforkumálin og Þjóðviljinn. f _ Þjóðviljinn þykist vera mjög sár yfir því, að mál- efnasamningur nýju stjórn arinnar mælir svo fyrir, að 100 millj. kr. lántaka vegna raforkuframkvæmda i dreyfbýlinu skuli setja fyr- ir lántöku vegna framhalds virkjunnar Sogsins. Hver sæmilega skynibor- inn maður sér, að hér er þó ekki um annað en sjálfsagt rétlætismál að ræða. Þeir landshlutar, sem hafa beð ið meðan komið var upp virkjunum við Sogið og Laxá, eiga nú rétt á því, að þeirra málum sé nokkuð sinnt áður en auknum virkj unm er haldið áfram á hin um fyrri stöðum. Þjóðviljinn þekkir hins- vegar ekki þau sjónarmið, að reynt sé að gæta rétt- lætis og jafnaðar. Og ekki gengur honum heldur til á- hugi fyrir virkjun Sogsins. Það sést bezt á því, að hefði stefnu kommúnista verið fylgt, væri enn ekki byrjað á þeirx-i virkjun við Sogið, sem nú er að verða lokið. Tilgangur kommúnistá með þessum skrifum er sá' einn að vekja úlfúð og sundrungu í þeirri von, að það tefji fyrir framkvæmd um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.