Tíminn - 16.09.1953, Page 6
6
TlMINN, mið'vikudaginn 16. septeinber 1953.
208. blað':
PJÓDLEIKHÖSID
« Koss í kaupbœti ••
Sýning í kvöld kl. 20.
Nœsta sýning föstudagskvöld
kl. 20.
Aðgöngumiðsalan opin virka
daga kl. 13.15 til 20. Sunnu-
daga kl. 11 til 20. Tekiði á móti
pöntunum. Símar 80000 og
8-2345.
I
Nautabanlnn
Mjög sérstæð mexíkönsk mynd
ástíriðuþrungin og rómantísk.
Nautaatið, sem sýnt er í mynd-
inni, er raunverulegt. Tekin af
hinumu fræga leikstjóra Robert
Rossen, sem stjórnaði töku verð
launamyndarinnar, All the
Kings Men.
Mel Ferrer
Miroslava.
Sýnd kl. 7 og 9.
Hetjur Hróa huttar
Sýnd kl. 5
NÝJA BÍÓ
Gög og Gokke á
Atómeyj unni
Sprellfjörug og sprenghlægileg
ný mynd með allra tíma vin-
sælustu grinleikurum.
Gög og Gokke.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^
TJARNARBÍÓ
í heljur yreipuni
(Manhandlcd)
Afar spennandi og óvenjuleg
amerísk sakamálamynd.
Aðalhlutverk:
Dorothy Lamour,
Dan Duryea,
Sterling Hayden.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
í viking
(Close Quarters)
Afar spennandi kvikmynd um
leiðangur brezks kafbáts til
Noregsstranda í síðasta striði.
Hlutverkin leikin af foringjum
og sjómönnum í brezka kafbáta
flotanum.
Sýnd kl. 5
BÆJARBIO
— HAFNARFIRDI -
Börn Jaröar
Frösk únrvalsmynd, eftir skáld-
sögu Gilberts Dupé.
1 Aðalhlutverk:
Lucienne Laurence
Charles Vanel
er kosinn var bezti leikari árs-
ins 1953 á kvikmyndahátíðinni
f Cannes. — Myndin hefir ekki
verið sýnd áður hér á landi.
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 7 og 9
AUSTURBÆJARBlÓ v
Ég heiti Niki
(Ich heisse Niki)
[ Bráðskemmtileg og hugnæm, ný,
Iþýzk kvikmynd. — Danskur
| texti.
Aöalhlutverk:
Paul Hörbiger,
Aglaja Schmid,
! litll „Niki“ og hundurinn ,Tobby‘
(Þeir, sem hafa ánægju af ung-
| börnum, ættu ekki að láta þessa
[mynd fara fram hjá sér.
Sýnd ki. 5 og 9
Baðstofnlijal
SÓNGSKEMMTUN kl. 7.
♦♦♦♦♦«■•»»♦♦♦♦♦♦<
GAMLA BÍÓ
Gluggiim
(Tlie Window)
Víðfræg amerísk sakamála-
mynd, spennandi og óvenjuleg
að efni. Var af vikublaðinu
„Life“ talin ein af tíu beztu
myndum ársins.
Aðalhlutverk:
Barbara Hale
Bobby Driscoll
Ruth Roman
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Börn innan 12 ára fá ekki aðg.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
TRIPOLI-BÍO
Osýnilegi
veggurinn
(The sound barrier)
Heimsfræg, ný, ensk stórmynd,
er sýnir þá baráttu og fórn,
sem brautryðjendur á sviði flug
mála urðu að færa, áður en þeir
náðu því takmarki að fljúga
toaðar en hljóðið. Myndin er
afburða vel leikin og hefir Sir
Ralph Richardson, sem fer með
aðalhlutverkið í myndinni, feng
ið frábæra dóma fyrir leik sinn
í myndinni, enda hlaut hann
„Óskar“-verðlaunin sem bezti
erlendi leikarinn, að dómi am-
erískra gagnrýnenda og myndin
valin bezta erlenda kvikmynd
ársins 1952.
Sir Ralph Richardson
Ann Todd
Nigel Patrick
Sýnd kl. 5, 7 og 9
HAFNARBÍO
Gullna lISiS .
(The Golden Horde)
Viðburðarík og afar spennandij
ný amerísk kvikmynd í eðli-
legum litum, um hugdjarfa
menn og fagrar konuru.
Ann Blyth
David Farrar
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Gerist askrifendur ai
l
imcinutn
Þásaaðlr rlta »8 raefan
fylflr hrLajrunnm trá
(siGURÞÓR, Hafnarstr. 4.
Margar gerCir
fyrlrllggJandL
Bendum gegix pörfcr'y’u.
(Framh. af 4. síðu).
inn úr Hofslandi, en Hof úr sveit-
inni. Og þegar 20. öldin lítur upp
í loftið, þá er þarna töluverður
skógur, þ. e. „kræklubjörk". Það
þarf varia að gera ráð fyrir því að
mínir fátæku fornfeður, og þeirra
líkar í prestastétt á Hofi, hafi skil-
ið þarna eftir marga hríslutanna,
enda átti Hof þar ítök í skógi frá
gömlum tíma, og Brodd-Helgi „hjó
þar upp hvert tré og dró heim til
Hofs“, sem í Vopnfirðingasögu
segir. E 20. öldin sá þarna
skóg eftir alla sauðabeitina á 19.
öld, og allar líkur eru fyrir því að
þessi skógur hafi vaxið með, eða
af, fjárbeitinni, svo svo ég sá þaðan
dregin tré heim til Hofs á fullorð-
insárum. Og sá þess örugg dæmi,
að ekkert land var betra í sveit
ínni en þetta land minna fátæku
forfeðra og sauða séra Guttorms.
Nú er búið að girða þennan skóg.
Reykjavíkurspekin lætur sig ekki
á vitnisburðar um landið. Ég hef
átt þess kost nokkur undanfarin
án að fara þarna mína gömlu götu,
og í fyrra glottu sinudraugarnir
á mig i júlímánuði, eins og ég væri
Guttormur á Hallormsstað eða
tveir gamlir Guðmundar. Hofsá
brýtur landið, sem hún hefir aldrei
gert frá dögum Steinbjarnar Kart-
ar fyrri og eftir fá ár standa girð-
ingastaurar spekinganna úti i
henni miðri, og hafa þá festu, sem
þeim hæfir, er hart til þess að vita,
að eigi skuli vera hægt að verð-
launa svona snillinga fyrir verk
þeirra.
Þannig sjást víða merki um nlls
konar landskemmdir fyrir augun-
um á því fólki, sem er að gala um
ættjarðarást, og þykjast vera að
hvetja til ræktunar og nota á land
inu, með viðeigandi uppskrúfuðu
yfirlæti, sem á jafn lítið skylt við
vit eins og ætterni manna og fyrir
beinan tilverknað hinna sömu
manná. Það er þó minnsta krafa,
sem verðúr að gera til þessara „vit-
manna", að þeir skilji það, að land
ið er óhæft tii annarra búskapar
hátta en kvikfjárræktar og það
stangast óþægilega að nytja þetta
land og drepa kvikfénað þess. Það
ættu þeir líka að vita að kvikfjár-
rækt þarfnast hagbeitar, og vilji
þeir vera að tala um ræktun og
ættjarðarást, þá á sú ræktun fyrst
og fremst að snúa að uppgræðslu
iandskemmdanna og vörnum við
frekari skemmdum af nvtjaleysi
og óhirðu gróðurlandsins. Og vilji
þessir menn rækta skóg af ætt-
jarðarást, sem allir vildu kjósa að
verða mætti, þá skulu þeir rækta
hann, en ekki kalla skógrækt ó-
hirðugirðingar, eða annað það, sem
leiðir til beinna landspjalla fyrr
eða síðar. Verður ekki hjá því kom-
izt að þjóðin og þó einkum bænda
stéttin, sem á þetta land að fornu
og nýju, taki í taumana gegn yf-
irgangi ættjarðarástarfarisea úr
embættisskrifstofum, í gróður og
notalandi sveitanna.
Má svo þakka Guðmundi fyrir
lítið og lélegt tilefni til þess að
koma við upplýsingum um merki-
legt mál, og ekki get ég verið að
lasta það, þótt hann hafi gáfur til
að hártoga vissar setningar í grein
um mínum, því þau eru yfirleitt
ekki hársár þau rök, sem komiö
hafa fram í þessu máli, þó þau hafi
reynzt vera títuprjónar í holdi
gamalla manna. En Guðm. spyr
mig einnar spurningar, og þar sézt
nú fyrst, hvað vel Guðm. fylgist
með umræðum mála, og skal ekki
láð gömlum manni. En Guðm. spyr
hvernig landið hefði orðið svo mikl
um gróðri vafið, sem sögur greina,
áður en búfé fluttist til landsins.
Það er bezt að spyrja Guðm. aft-
ur á móti, hvort hann viti hvonær
búfé fluttist til landsins. En af því
ég veit af hverju hann spyr, og
af því ég veit hverju hann getur
ekki svarað, þá skora ég á hann
að sigla opnu skipi til Noregs, leið-
arsteinslaust, og sækja dávænan
slatta af búfé, því það munu marg-
ir mæla, að ekki veiti af því að
fjölga kindum á íslandi. Þegar
Guðm. kemur með hópinn, skulum
við slá þvi föstu, hvenær búfé liafi
flutzt til landsins."
Benedikt Gíslason hefir lokið
máli sínu.
Starkaður.
SV3ARGARET WIDÐEMER:
UNDIR GRÆNll PÁLMH
Eyja skelfingamiia
©S.
verður það að teljast meiri heiðarleiki, þar sem um brún-
ar stúlkur er að ræða".
Hún hvíslaði. „Nei“. Hatur hans og reiði var nærri búið
að koma henni til að trúa því, að hún væri sek kona. Hún
reyndi að tala, en það varð aðeins sundurlaust hvísl. Hann
mundi trúa henni, ef hún gæti skýrt málið fyrir honum.
Hann myndi þá vita að það hafði ekki verið fyrir annað
en það, að hún áleit að hún myndi aldrei sjá hann fram-
ar, að hún vildi vernda barn hans og einnig að hún var
ekki kunnug því vályndi, sem vondur heimur gat beitt
hrekklausri konu. Hann myndi þá vita að það var ekki
fyrir annað, sem hún gaf sig á vald Chesters. „Mark —
stanzaðu — ég get útskýrt málið“, sagði hún.
Hann hló aðeins. „Hirtu ekki um það barn“. Og hún gat
lesið úr augum hans, hvað hann átti við. Lauslát. Heimsk,
Smá. Nógu heimsk til að halda að upphrærðar ástríður
kynnu að mýkja áfallið, sem hann varð fyrir. Og svo að
reyna að koma honum í skilning um það, að hún elskaði
hann það heitt, að hún gleymdi því, að hún var kona ann-
ars manns.
En hún varð að reyna.... hann hafði elskað hana.
„Oh, þetta er nógu skýrt, sagði hann í léttum tón, áður
en hún gat bært varirnar. „Ég get vel trúað að þú hafir
orðið svo hrædd, að þú hafir hlaupizt á brött. Þú varðst
hvort sem er að leika hlutverk hins óflekkaða barns hrein
lyndra trúboðshjóna“. Nú brosti hann eins og hún hafði
séð vin Chesters brosa í Melbourne, áður en hann vissi'f’að
hún var kona Chesters. „Og þú hefir ekki þurft að vera
svona smásmuguleg í þér. Það hefði þurft meira en hálfa
innlenda stúlku til þess að valda því, að ég fyrirfæri
Maude“. Hann hafði hvílt upp við dyrastafinn, en nú rétti
hann úr sér. „Jæja, stúlka mín“, sagði hann og var harð-
ur hljómur í rödd hans. „Ég býst við að ég hafi fengið
mína lexíu, þótt ég hafi kynnzt mörgum konum. Nýlega
hnaut ég um þessa hendingu:
„sá fer hraðast, sem ferðast einn“.
Þetta er í ljóði eftir mann að nafni Kipling. Og hann
virðist vita hvað hann er að segja. Ég lagði mannorð mitt
að veði og kastaði rýrö á nafn míns flekklausa fólks, fyrir
snotra konu. Og ég lét mér ekki segjast, heldur fór ég að
gera hosur mínar grænar fyrir annarri konu, sem ég hélt
að væri ein af þeim ódauölegu persónu, sem maður les um
í bókum. Manni lærist með timanum að haga-sér. ekki eins
og asni“.
Á ný reyndi hún aö tala, en hann heyrði ekki til hennar.
Hann sagði: „Mér þykir fyrir því, en ég get ekki kvatt þig
með kurteisi, enda þarf ég að tala við Chester“.
Hún gekk eitt skref í áttina til hans. Hann horföi niður
eftir götunni, þaðan sem hann bjóst við að Chester kæmi.
Hann hataði hana mjög mikið nú. Hann hataði hana nú,
eins og hann hafði elskað hana fyrir tíu mínútum síðan.
Hún gat sagt honum, hvers vegna hún hafði gifzt Chest-
er. Hún gæti fengið hann til að trúa því, að hún hefði hald
ið að þau ættu ekki eftir að sjázt framar. Þá myndi hann
máske fá meðaumkun með henni, og taka hana með sér.
Hafði hann ekki tekið Maude frá manni hennar, af því
hann hafði vorkennt henni. Og auk þess gekk hún með
barni hans.
Hún sagði hátt, án þess að vita að hún talaði.
„Ég var aðeins ástmey hans. Og þetta er líf hans“. ■»
Hann hrökk við.
„Hvað sagðir þú“?
Hún hallaði sér upp að veggnum og horfði á hann hálf-
luktum augum.. til að hylja tárin, sem leituðuð útrásar.
Henni var ljóst hvaða álit hann hafði orðið á henni. Hún
hataði sjálfa sig íyrir að hafa fallið þannig í augum hans,
en hún hataði sig ekki fyrir að hafa gert það fyrir hann,
að vernda barn þeirra. Henni var nú farinn að aukast
styrkur og hún sagði og hló lítillega.
„Skiptir það máli? Ég held þér hafði sagt það, sem segja
þurfti herra Mark“.
Það var löng þögn. Hann sneri sér snöggt við til að horfa
í andlit hennar. En hún þurfti ekki lengi að standa svona
uridir ísköldu augnráði hans, því þau litu bæði niður eftir
götunni, er þau heyrðu fótatak manns, sem kom blístrandi
neðan götuna. Hann var berfættur og Lopaka fylgdi fast
á hæla hans. Eiginmaður Laní var að koma.
Svipur Marks harðnaði. Hann beið þess eins og valdsmað
ur, að þessi óbótamaður kæmi nær og gæfi skýringar sín-
ar. Hann leit ekki við Laní lengur, hún var ekki annað en
smáleg kona, sem hann hafði notið fyrir eina tíð og látið
siðan sigla sinn sjó. En það særða hana ekki lengur, af því
ekkert virtist geta það. Mark gekk niður af veröndinni og
sveiflaði staf sínum ólundarlega á meðan hann beið eftir
því að Chester nálgaðist. Laní tók eftir því að Chester var
bæði angraður og undrandi á svipinn. Svo hraðaði hann
sér til Marks með útréttar hendur og brosandi.
„Jæja, þetta er ánægjulegt. Gamli félagi Brerit“, sagði
hann hressilega.
Mark tók ekki í hendur hans, og ekki brosti hann heldur.
„Ég frétti að þú værir í Tanna, Vinchester“, sagði hann.
Hann virti nú-fyrir sér þgnn hóp af hálfnöktum villimönn-