Tíminn - 15.10.1953, Page 3

Tíminn - 15.10.1953, Page 3
233. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 15. október 1953. S í síendingajpættir Sjötug: Sveinbjörg Brynjóifsdóttii Síðastliðinn mánudag varð frú Sveinbjörg Brynjólfsdótt ir í Stóradal 70 ára. Sveinbjörg er fædd á Eyr- ar’oakka 12. okt. 1883, dóttir hjónanna Þóreyjar Sveins- dóttur og Brynjólfs Vigfús- sonar. Brynjólfur var ættað- ur úr V.-Skaftafellssýslu, en Þórey frá Eyrarbakka. Sveinbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á Eyrar- bakka þar til hún fluttist norður í Húnavatnssýslu. Ár- ið 1911 giftist Sveinbjörg Jóni Jónssyni í stóradal, og tök þá þegar við búsforráðum, á því stóra heimili. Jörðin Stóri dalur er mikil jörð, og var bar rekinn stórbúskapur. Fyrstu búskáparár þeirra Sveinbjarg ar og Jón.s mun oft hafa ver- ið nær 20 manns í heimili,þeg ar flest var. Hin unga húsfreyja sýndi strax, að í henni bjó mikill manndómur. Öll umgengni á heimilinu var svo góð að af bar, svo var og með gestrisni og veitingar allar. Maður Sveinbjargar, Jón I Stóradal, var þjóðkunnur maður og um langt skeið áhrifamesti mað- ur um Húnaþing. Vegna hinná miklu anna húsbónd- ans utan heimilis, vegna margháttaðra opinberra starfa, hvíldi það mikið á herðum Sveinbjargar að lrafa cll búsforráð heima fyrir. Allir þeir, sem eitthvað þekkja til sveitalífs, vita, að þegáff húsfreyjan þarf að auka við sinn verkahring stjórn heimilisins utanbæjar, þá er mikið verk af höndum leyst hjá slíkum konum. En Sveinbjörg skipaði sess sinn með prýði, og svo er þrek hennar mikið að ennþá má hún ungleg teljast, þrátt fyrir strangan vinnudag. Þeim' hjónum, Sveinbjörgu og Jóni, varð 3ja barna auð- ið. TvÖ þeirra búa nú í Stóra- dal, þau Hanna gift Sigur- geir Hannessyni og Jón gift- ur Guðfinnu Einarsdóttur. Önnur dóttirin, Guðrún, er gift Hirti Hjartar, framkv.stj. skipadeildár S. í. S. í Reykja- vík.. Auk sinna barna, ólu þau hjón upp 3 fósturbörn. Tvo frændur Sveinbjargar, þá Sveinberg Jónsson, sem nú er bifreiðarstjóri á Blöndu- ósi, og Þorvald Brynjólfsson járniðnaöarmann í Reykja- vík. Þriðja uppeldisbarn þeirra hjóna var Ingibjörg Hjálmarsdóttir, af ætt Bólu- Hjálmars. Ingibjörg er nú gift Gúðmundi Bergmann smið á Stóru-Giljá. Öllum þessum fósturbörnum sínum reyndist Sveinbjörg sem bezta móðir. Árið 1939 missti Sveinbjörg mann sinn, en jsvo var tryggð Sveinbjargar | mikil, að aldrei mun það hafa (hvarflað að henni að ílytj- ,ast frá Stóradal. Sveinbjörg i hafði tekið tryggð við óðal og feðrasveit síns ágæta eig- inmanns, og húsfreyja í , Stcradal mun hún verða til (æviloka, enda þótt börn . hennar hafi þar líka búsfor- ráð. Stóradal ber hátt, og það- an er víðsýni mikið. Þeir, sem i búið hafa í Stóradal, hafa ! líka oft borið hátt og veriö j leiðandi menn í Húnaþingi, j og jafnvel alþjóðar. Svein- björg Brynjólfsdóttir hefir skipað húsfreyjusessinn í stóradal með miklum sóma. Við Húnvetningar þökkum Sveinbjörgu komuna í Húna- byggð og við munum allir vona að ævikvöld hennar megi verða bjart og fagurt. H. P. Getraunirnar A getraunaseðlinum 17. okt. eru eftirfarandi leikir.! Spá blaðsins er í einfaldri röð: Arsenal—Burnley 1 Aston Villa—Newcastle x Cardiff—Tottenham 2 Chelsea—Middlesbro x Manch. City—Preston 1 Portsmouth—Charlton x Sheff. Utd.—West Bromw. 2 Sunderland—Bolton 1 Bristol—Birmingham 1 Derby—West Ham 1 Lincoln-—Nottm. Forest x Notts County—Luton 2 Þessi seðill er mjög erfiður. Kemur tvennt til. Fjórir síð- ustu leikirnir eru frá 2. deild, og eru þeir yfirleitt erfiðari en leikirnir í 1. deild. Má segja, að enginn þeirra sé ör- uggur, og allt geti brugðizt til beggja vona. Þá er hitt, að heimaliðin í 1. deild virðast fljótt á litið hafa litlu meiri möguleika til sigurs en úti- liðin. Yfirleitt eru heimaliðin neðar á töflunni. Um ein- staka leiki er þetta að segja: Arsenal er nú á góðri uppleið og hefir unnið fjóra leiki í röð. Aston Villa hefir tapað illa aö undanförnu. Cardiff hefir hins vegar staðið sig vel, en Tottenham hefir náð góðmn árangri í útileikjum sínum. West Bromwich hefir unnið alla útileiki sína. Charlton hefir skorað flest mörk að undanförnu, en vörn Portsmouth er léleg. Manch. City hefir yfirleitt liaft góð tök á Preston heima, en Preston er það liðið, sem kemur mest á óvart, bæði heima og úti. Ræktnnarráðunant- urinn og geymsl- nrnar Ræktunarráðunautur | Reykjavíkurbæjar, hr. E. B. j Malmquist, lætur Morgun- | blaðið í dag flytja mér at- ' hugasemdir sínar við fáein orð, sem það blað birti fyrir fáeinum dögum samkvæmt ósk minni. í grein minni hafði það á- lit komið fram, að ráðunaut- urinn væri manna líklegast- ur til þess að hrinda því á- fram að Reykjavíkurbær komi þeim mönnum til að- síoöar, sem eru í vanda stadd ir með geymslu á kartöflum sínum. Mér var sem fleirum áður kunnur áhugi hans á garðræktarmálum og taldi víst, að eins væri um það, er laut að varðveizlu verðmæt- anna er upp úr jörðinni væri tekin. j Mér til unörunar tekur hann lítið undir þetta, en tal ar um hvað hafi verið mark- mið Grænmetisverzlunar rík isins. Um það er hreinn ó- þarfi að deila. Markmið hennar og hlutverk er til- greint og ákveðið með lög- um um verzlun með kartöfl- ur o. fl. frá 1943. Þessi lög er okkur báðum og öllum innan handar að lesa og þarf þá ekki að gera ágreining út af því hvað í þeim standi. Hitt verður alltaf álitamál, hvað einn eða annar telur að hefði átt að vera þar. En hvað sem um það er, ber að fara eftir ákvæðum þeirra. ' Frásögn ráðunautsins, um jarðhúsin við Elliðaár kann að vera rétt. Þó vil ég benda á, að þau rúma hvorki 18000 né 20000 tunnur, heldur í mesta lagi 14 þúsund tunnur. Ráðunautnum finnst að hagnaði af innflutningi á kart öflum undanfarin ár hafi mátt verja tii kartöflu- geymslna. Sá hagnaður hefir verið óverulegur, fyrst og fremst af þeim ástæðum, að sjálfsagt hefir þótt að halda verðinu svo lágu sem unnt var og stundum orðið að bera uppi halla af verzlun með inn lendar kartöflur og geymslu þeirra. Þetta vita þeir vel, er fylgzt hafa með um verðlagn ingu kartaflna á undanförn- um árum. Ráðunauturinn ger ir sér dátt út af innflutpingi á kartöflum í ágúst. Það má að vísu tala um þann mán- uð í því sambandi. Skip, sem þessi litla sending var með. tafðist verulega og óvænt sem nam um sex dögum, og lenti því koma skipsins á 2. ! eða 3. ágúst í stað 27. eða 28. júlí. Það er ekkert nýstárlegt við það að inn séu fluttar kartöflur á þessum tíma. Það hefir verið talið noklcurn veg inn sjálfsagt að um það leyti séu til kartöflur með ekki hærra verði en í mán- uðunum á undan ög þarf ekki að rekja ástæður til þess nán ar hér. Að endingu vil ég svo end- urtaka það álit mitt, að miklu máli skipti fyrir marga, að ráðunauturinn vildi beita sínum miklu áhrifum til þess aö Reykjavíkurbær komi til móts við fólkið í bænum, sem vantar geymslur, og út- vegaði sem öruggastan stað , fyrir hluta af hinni miklu ' uppskeru þessa sumars. For- dærni um það eru til frá Ak- ureyrarbæ. Hann hefir tek- I ið að sér að geyma kartöflur Gapkvæm aðstoð NorðurL í sambandi við lömunarveikl Prófessoi* Jóh. Ssejnsmelsson sat tvo fuitdi í ISöfn á veg’Min Styrktarf. lamaðra «g' fatl. A aðalfundi Styrktarfélags lamðara og fatlaðra sunnu- daginn 11. okt. flutti pró- fessor Jóhann Sæmundsson erindi. Skýrði hann f^/rst frá för sinni til Kaupmannahafnar síðastliðið vor á vegum félags ins. Sat hann þar tvo fundi frá 21. april til 9. maí. Sá íyrri var haldinn á vegum Bandalags evrópskra félaga gegn lömunarveiki og var eingöngu fræðilegur. Funöar efni var lömunarveikifarald- uvinn í Kaupmannahöfn í fyrra, gammsglobulín og bólusetning gegn lcmunar- voiki. Faraldurinn í Kaupmanna höfn stóð frá lokum júlí 1952 og út árið. Um 7000 menn sýktust, 2300 lömuðust og 263 dóu. Óvenjumikið var um lamir á öndunarfærum, kyngifærum og talfærum en slíkar lamanir eru merki, þess að skemmd hefir orðið í mænukólfinum. Einföld önd unarlömun hlýzt af skemmd neðar í mænunni sem gerir. vöðva þindar og brj ósthols ó virka. Sú lömun svarar vel' meðferð í stállunga en stál-! lungu koma litt að haldi við kólflömum vegna þess að slím safnast fyrir í öndunar, færum án þess að sjúklingur inn geti losnað við það af sjálfsdáðum og veldur köfn- un. Við kólflömum hefir þvi verið beitt annars konar önd unartækni og barkaskurði. Á fyrsta mánuði faraldurs- ins í Kaupmannahöfn dóu 85% af þeim sem komu með kólflömum í Blegdams sjúkrahúsið. Þá var að ráði prófessors Larsen tekin upp ný meðferð á sjúklingum þessum. Gerður var á þeirn barkaskurður, séð um að slím safnaðist ekki fyrir í lungunum, súrefni dælt nið- ur í lungu þeirra eftir slöngu og kolsýra hreinsuð úr lung- unum. Súrefnisdælingin var gerð með handafli og fór fram allan sólarhringinn. Önnuðust læknanemar hana. Brá svo við þegar þessi nýja aðferð var tekin upp að .dán rartalan lækkaði niður í 40% eða um meira en helming. Hefir þessi árangur pró- fessors Larsens hvarvetna vakið mikla athygli. Þegar frá leið var tekið að reyna að beita vélafli við súrefnis ! dælinguna og er nú völ á nbkkrum tækjum. i Prófessor Jóhann benti á að frá gammaglóbúlíni hefði ekki alltaf verið skýrt af æskilegri nákvæmni í blöð- um hér. Sumir hafa fengið þá hugmynd af frásögnun- (um að fengin sé örugg varn- .arráðstöfun við lömunar- j veiki, en það er því miður ekki rétt. Hver skammtur af gammaglóbúlíni veitir aðeins fyrir bæjarbúa í verulegum rnæli, og er það gott til eftir- breytni. 7. október 1953. Jón fvarsson. Morgunbl. var send þessi gx-ein til birtingar 7. þ. m., en j fæst ekki ennþá til þess að koma með hana. J. ív. ónæmni við lömunarveiki í fjórar til sex vikur. Efnið er þar að auki unnið úr blóði og þarf hálfan lítir af manns blóði í einn skammt handa barni. Lömunarveikifaraldr- ar standa oft í fjóra til fimm rnánuði og þarf því að sprauta oft með gammagó- búlíni ef ónæmi á að endast meðan faraldurinn stendur. Ef til dæmis ætti að veita öll um þeim íslendingum, sem þörf væri á, ónæmni meðan faraldur stæði, þyrfti til þess hundruð þúsunda litra af blóði. Þessi leið er því ófær og ófi'amkvæman- leg til vai'nar lömunarveiki án þess að tillit sé tekið til kostnaöai'hliðarinnar. Gammaglóbúlín má einnig vinna úr fylgjum en þrjár fylgjur þarf í einn skammt handa barni. í Kaupmanna- höfn var rætt um það, hverja rétt væri að láta ganga fyrir þeim takmörk- uðu birgðum af gammaglóbú líni sem ' fyrir hendi kunna að vera ef faraldur ber að höndum. Varð niðurstaðan sú að það væru ungar, barns hafandi konur og börn, sem dvelja mörg saman í stofn- unum. Það er engin ástæða til fyr ir neinn að halda að sér hönd um í þeirri trú aö vörnin við lömunarveiki sé fundin, sagði pi’ófessor Jóhann. Um bólusetninguna við lömunarveiki sagði hann að þar mætti nú sjá bjarma af degi þótt enn muxrdi langur tími líða þangað til hægt verður að bólusetja alla svo að þeim endist varnarefnið alla ævi. Nú hefir tekizt að rækta vírus í vefjastykkjum og fer mikið af vírusefninu út í ræktunarvökvann en drepa verður vírusinn áður en óhætt er að hann myndi varnarefni án þess að valda lömun. Einnig getur varnar- efniö enzt lengur ef bætt er í bóluefnið sérstöku efni og einnig verði reynt að gefa vírusinn í meltingarfærin þannig að varnarefni mynd- ist án þess að til lömunar komi. En allt er þetta enn á tilraunastigi. Á tveggja daga fundi Norð urlandafélaganna gegir löm- unarveiki var rætt um sam- starf þeirra ef stórfarsótt kemur upp í einhverju land- anna. Gert var uppkast að samningi milli félaganna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og íslandi (í Finnlandi er ekkert félag enn starfandi) um samstarf þeirra ef far- aldur kemur upp. Er þar á- kveðið að félög hinna land- anna láni áhöld og þjálfað starfslið auk þess sem þau taki að sér að sjá um eftir- meðferð sjúklinga. Hvert fé- lag á að sjá um samninga við opinbera aðila í sínu landi. Fulltrúar félaganna eiga að hittast einu sinni á ári og bera ráð sín saman. Pró- fessor Jóhann komst svo að orði að samstarf af þessu tagi væri íslendingum til ó- xnetanlegs gangs og öryggis, því að enginn veit hvenær lömunarvolkifaraldur kann ^að bera að höndum, 1 (Pramh. á G. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.