Tíminn - 15.10.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.10.1953, Blaðsíða 5
233. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 15. október 1953. 5 FimmtizéS. 15. ©fcí. Innheimta stór- eignaskattsins Fjármálaráðherra svaraði í gær í sameinuðu þingi nokkrum fyrirspurnum frá Gylfa Þ. Gíslasyni um inn- heimtu stóreignaskattsins. í svörum sínum gaf ráðherr- ann ýmsar athyglisverðar upplýsingar, sem rétt þykir að rifja hér upp í aðaldrátt- um. Stóreignaskatturinn var ákveðinn í lögunum um gengisbreytinguna, er sam- þykkt voru veturinn 1950. Samkvæmt lögunum skyldi áiagningu skattsins lokið' fyr ir febrúarlok 1951, en henni var lokið nokkru fyrr og til- kynningar um það sendar til gjaídenda. Fengu þeir síðan aö sjálfsögöu nokkurn kæru frest og í samræmi við kær- ur þurfti að reikna skattinn upp 1 ýmsum tilfellum aftur. Því verki var lokið í október 1951 og var skatturinn þá til búinn til innheimtu. Alls nam stóreignaskattur inn, sem lagður var á endan iega samkvæmt útreikningi viðkomandi skattayfirvalda, um 49,2 millj. kr. Búiö er nú að innheimta um 41.8 millj. kr. Má það teljast mjög sæmi legt, þegar þess er gætt, að ýmsir gjaldendur hafa tafið fyrir innheimtu með mála- ferlum og margir aðilar ann ast innheimtuna, eða allir sýslumenn og bæjarfógetar landsins, og eru þeir að sjálf sögðu misduglegir, eins og aðrir menn. Hefir fjármála- ráðherrann gengið fast eftir þvi, að innheimtunni væri hraöað. Langf æstir gj aldendur hafa notað sér þá heimild laganna, a§ greiða skattinn með fasteignum, enda mun það líka í flestum tilfellum óhagstætt, þar sem eignir eru metnar lægra til skatts en raunverulegt verðmæti þeirra er. Niðurstaðan hefir líka orðið sú, að aðeins rúm 600 þús. kr. af skattupphæð- inni allri hafa verið greidd- ar með fasteignum. í sambandi við þetta á- kvæði laganna,hafa blöð eins og Þjóðviljinn, Mánudags- blaðið og ' Frj áls þj óð notað það til árása á fjánnálaráð- herra, að tekin hefir verið upp í skattinn eign, sem reyndist verðlaus, af félagi því, sem framleiðir Coca- Cola og Björn Ólafsson fyrrv. menntamálaráðherra er rið- inn við. Hafa blöð þessi hald ið því fram, að fjármálaráð- herra hafi ekki haft leyfi til þessa. f greinargerð sinni á Al- þingi i gær, sýndi ráðherr- ann fram á, að honum hefði verið skylt samkvæmt lögum að taka þessa eign upp í skatt inn. Lögin mæltu ótvírætt svo fyrir um, að ríkissjóði bæri að taka upp í greiðslu á skattinum hverja þá fast- eign, sem metin hefði verið til skatts, og bæri að taka hana á því verði, sem hún hefði verið metin við stór- eignaskattsálagninguna. Nán ari málsatvik væru þessi: Umrætt fyrirtæki hefði ERLENT YFIRLIT: EARL WARREN Skandinavi 11 si, sem skipar mi forsætl í hæstarétti Hantlarífejanna Þa3 féll fyrir nokkru í hlut Eis- enhowers forseta að skipa mann í annað virðulegasta embætti -Banda ríkjanna, forsetaembættið í hæsta- rétti. Sá maður, sem það embætti skipar, þarf ekki aðeins að full- . nægja þeim virðuleika, sem em- j bættinu fylgir, heldur þarf einn- j ig að hafá í ríkum mæli þá hæfi- leika, sem krafist er af góðum dóm j ara: glögga dómgreind, réttsýni, ; öfgaleysi og sjálfstæði. Hann þarf ! og að véra árvakur og laginn verk- stjóri, þar sem á honum hvílir að i stjórna störfum réttarins. ! Dómar blaðanna — bæði amer- : ískra og annarra — _ eru yfirleitt ! á þann veg, að val EisenhoWers á I hinum nýja forseta hæstaréttar i hafi tekizt vel, en fyrir valinu varð ! Earl Waren, ríkisstjóri í Kali- I forníu, er á annan óratug hefir , verið í fremstu röð amerískra ’ stjórnmálamanna. Það er að vísu talið, að mestu hægri mennirnir í flokki Eisenhow 1 ers séu miður ánægðir yfir skipun 'Warrens. en þeir treystast þó ekki til að láta það mikið uppi. Að sjálf sögðu hefðu þeir heldur kosið, að fyrir valinu hefði orðið einhver maður úr þeirra hópi. Hinir frjáls- lyndari fepublikanar eru hins veg- ar vel ánægðir og einnig velílestir i demokratar. Meðal þeirra, sem 1 hafa farið viðurkenningarorðum um Warren eftir að Eisenhower skipaði hann forseta hæstaréttar er Stevenson, forsetaefni demo- krata í seinustu forsetakosningum. I Skandinavi í báðar ættir. I Sumir. blaðamenn, er rakið hafa æviferil hins nýja hæstaréttarfor- seta nýlega, hafa komizt svo að orði, að saga hans hefjist, þegar Norðmáðurinn Mathias Warren og sænska stúlkan Chrystal Hedlund hittust fyrir 70 árum síðan og stofnuðu með sér hjónaband. Bæði voru þau fædd á Norðurlöndum, Mathias í Noregi og Chrystal í Sví- þjóð, og því norræn í báðar ættir. Faðir Mathiasar var Halvar Varr- an, er flúttist frá Noregi með fjöl- . skyldu sína og tók sér bólfestu í [ Kaliforníu. Þar stundaði hann smíðar, en Mathias varð verkstjóri hjá járnbrautarfélaginu Southern Pacific. I Earl Warren er fæddui' 19. marz 1891. Hahn byrjaði ungur að vinria fyrir sér sem blaðsöludrengur, sendisvéinn, afgreiðslumaður, o. s. frv. Fyrir áeggjan foreldra sinna gekk hann menntaveginn. Hann lauk fyrst gagnfræðaskólanámi og síðan laganámi við ríkisháskólann ; í Kalifoi'úiu. Hann þótti skemmti- legur skólafélagi, en var ekki nema í meöallagi iðinn við námið. Hann var íþróttamaður góðui' og tók þátt í áfiihörgum opinberum knatt- leikjum.rí skólahljómsveitinni lék hann á- klarinet. f Að laganáminu loknu, starfaði hann á málflutningsskrifstofu í San Francisco um þriggja ára skeið. Honum fannst málflutning- urinn leiðinlegur í fyrstu. Árið 1917 var hann skráðui' sem óbreyttur hermaður í herinn, en brautski'áð- ur sem liðsforingi tveimur árum seinna. Hann gerðist þá starfsmað ur laganefndar fylkisþingsins í Kaliforníu og hefir verið í opin- berri þjónustu alla tíð síðan. Ötull saksóknari. | Árið 1925 varð Warren saksókn- ari í Alamedahéraðinu, en það nær m. a. yfir borgirnar Oakland, Berke' ley og Alameda. Því starfi gegndi hann til ársins 1939. Hann vann sér mikið frægðarorð í því starfi. Honum tókst að fá upplýst nær öll morðmál, sem áttu sér stað í umdæmi hans, auk þess sem hann ! afhjúpaði margvíslega fjárbralls- stai'fsemi og fékk allmarga hátt- setta opinbera starfsmenn dæmda fyrir mútur og sviksemi. Meðal þeirra var borgarstjórinn í Ala- meda. Fyrir þetta starf sitt varð Warren frægur um alla Kaliforn- íu og raunar víðar. Sjálfur segist hann enga ánægju hafa haft af starfinu, heldur hafi honum jafn- vel þótt miður að eiga þátt í því að menn væru dæmdir, þótt hann vissi að það væri rétt og nauðsyn- legt. Skaplyndi sitt sé þannig, að hann vilji helzt engum mein gera, en hjá slíku verði hins vegar ekki komizt, ef halda eigi uppi lögum og reglum og fyrir þeirri skyldu verði menn að beygja sig. Þótt Warren væri sigursæll í baráttu sinni við glæpamennina, fór það á annan veg fyrir föður | hans. Hann var rændur og myrtur j á heimili sínu í Los Angeles 1938 ; og hefir það morðmál ekki verið 1 upplýst. Vinsæll ríkisstjóri. Árið 1938 var Warren kosinn rík- issaksóknari í Kaliforníu og tók hann við því starfi næsta ár. Árið 1942 völdu republikanir hann sem ríkisstjóraefni sitt, en ríkisstjóri var þá-demokratinn Culbert Olson. Warreh vann kosninguna. Árið 1946 ýar hann endurkjörinn ríkis- stjóiií og var þá studdur bæði af republikönum og demckrötum. Hef ir það ekki komið áður fyrir í Kali- forníú, að báðir flokkarnir hafi stuttjjsama ríkisstjóraefnið. Árið 1950 jýar Warren kosinn ríkisstjóri í þriðja sinn og var þá James. Rosé- velt, .sonur Roosevelt forseta, að- alkepþinautur hans. Warren vann glæsílegan sigur, fékk rösklega einni" milljón atkvæða meira en James! War'ren hefir þótt ágætur ríkis- stjóri, eins og kosningasigrar hans benda til. Hann hefir þótt heið- arlegitv og röggsamur stjórnandi, kært yfir skattálagningunni, þar sein húseign, sem niö- urrifsskylda hvíldi á, hefði verið metin of hátt. Hvorki- skattsjóri eða ríkis- skattanefnd vildu þó fallast á að lækka þetta mat. Fyrir tækið .svaraöi þá með því að láta þann hluta eignarinn- ar, sem mesta niöurrifskvöð in hvíldi á, upp í skattinn. Samkvæmt framangreindum ákvæðum stóreignaskatts- laganna bar ríkissjóði að taka við henni, þótt verð- leysi hennar væri fyrirsjá- anlegt.- Var þetta sammála álit þeirra lögfræðinga, sem til var leitað. Nokkru eftir, að ríkið tók við eigninni, fyrir- skipaði Reykjavíkurbær nið- urrif á „eigninni. Kostnaður ríkisins: við niðurrifið nam 22 þús. kr., en ríkið var búið að hafa af henni 17 þús. kr. tekjur. Raunverulegt tap þess var þvi öll viðkomandi skattupphæð og 5 þús. kr. að aukií Þáð-sézt glöggt'á þvf, -sem hér liefir verið talið, að fjár- málaráðherra ber ekki sök á því, hvernig hér hefir tiltek- ist. Sé um sök að ræöa,er hún hjá öðrum aðilum og þá sennilega fyrst og fremst hjá löggjafanum, sem ekki hefir sett nauðsynlegan varnar- garð gegn því, að umrædd á- kvæði yrðu ekki misnotuð. Það sást líka bezt á fram- komu „Þj óðvarnar- manna“ á þingi í gær, hve ómögulegt er að halda uppi ádeilum á fjármálaráðherra í þessu máli. Bergur Sigur- björnsson gafst upp eftir að hafa lialdið eina ræöu og ráöherrann hafði afhjúpað firrur hans, en sá þingmaður flokksins, sem vitrari er, Gils Guðmundsson, forðað- ist að láta nokkuð til sín heyra. EARL WARREN er hefir bætt stjórnarfarið á ýms- | an hátt. Hann hefir reynzt frjáls- [ lyndur í skoðunum og beitt sér i fyrir mörgum félagslegum umbót- um, t. d. auknum tryggingum, 1 bættu skólahaldi, bættri aðbúð j verkamanna o. s. frv. Hann hefir reynt að koma á sjúkratryggingum, en ekki fengið því framgengt. I Árið 1944 átti Warren kost á því ' að vera varaforsetaefni republik- ' ana, en hafnaði því. Hins vegar ’ tók hann því boði 1948, en repu- blikanir biöu þá ósigur, eins og kunnugt er. Á síðastl. ári gaf hann kost á sér sem forsetaefni, en mun þó sennilega ekki hafa hugsað sér meira en að verða varaforsetaefni með Eisenhower. Félagi hans frá j Kaliforníu, Nixon, reyndist hon- um hins vegar hlutskarpari og mun Warren ekki hafa verið neitt ánægður yfir því. Hann tók sára- iítinn þátt í kosningabaráttunni, : en bæði Truman og Stevenson kepptust um að hæla honum. M.a. sagði Truman á kosningafundi í Kaliforníu, að Warren væri vinur ! sinn og Nixon væri ekki einu sinni þess verður að leysa skóþveng * hans, þótt republikanar teldu hann j betra varaforsetaefni. Ýmislegt um Warren. j Hæfileikum Earls Warrens er venjulega þannig lýst, að hann sé drengur góður, réttsýnn og sam- vizkusamur, frjálslyndur og góð- viljaður, einbeittur og ötull og laus við alia öfga. Hins vegar sé hann enginn afburða gáfumaður. Kost- ir hans hafi hjálpazt til um að gera hann að einum bezta ríkisstjóra í Band^ríkjunum á síðari árum. Benda megi að vísu á ríkisstjóra, er séu að visu leyti mikilhæfari en hann, en engan, sem samræmi bet- ur þá hæfileika, er gera menn að farsælum stjórnendum. í framkomu sinni er Warren sagður góöur íulltrúi hins venju- lega Bandaríkjamanns. Hann er glaðvær í viðmóti og vingjarnleg- ur. Hann er óspar á bros og hlát- ur. Hann er hár vexti og samsvar- ar sér vel og hefir mikið og karl- mannlegt andlitsfall. Hann er fjöl- skyldumaður mikill. Hann giftist ekkju af sænskum ættum fyrir 28 árum síðan og á með henni tvo CFramh. a 6. siðut. Aðalfundur Guð- spekifélags íslands Var haldinn dagan 4. og 5. þ. m. Fyrri daginn voru kosn ingar og önnur aðalfundar- störf. Tveir menn áttu að ganga úr stjórninni, þeir Ingólfur Bjarnason og Guð- jón Baldvinsson, en voru báð ir endurkosnir. Stj órnina skipa þvi nú Grétar Fells, sem var endurkosinn forseti, Þorlákur Ófeigsson, Guðrún Indriðad., Ing. Bjarnason og Guðjón Baldvinsson. Að kvöldi mánudags, 5. þ. m., var minningarfundur um C. Jinarajadassa, en hann var einu sinni forseti allheimfé- lagsskapar Guðspekisinna. Gretar Fells flutti erindi um hann, en frú Anna Magnús- dóttir lék á slaghörpu og Ingvar Jónasson á fiðlu. Fundurinn var fjölsóttur. Enn um kartöflu- innflutning Vegna endurtekinna ádeilna Mbl. út af innflutningi á kart öflum tók undirritaður sam- an stutta grein og dró fram sjónarmið þess, sem á var deilt. En jafnhliða var minnzt á kartöfluinnflutning á ann- arra vegum en Grænmetis- verzlunarinnar og enda fleiri vörur, sem varða hag garð- ræktarmanna. Enn var talið, að ástæða væri að líta nánar á innflutning á fleiri vörum en kartöflum og ekki myndi færzt undan því, er stundir líða, ef Mbl. óskar þess. Mbl. hefir reiðst þessum at hugasemdum og skrifar skæt ing um höfund þeirra í sunnu dagsspjalli sínu 11. þ. m. Er það raunar alþekkt, að þegar rökin þrjóta, er gripið til ljótra crða um andstæðinginn. Er Mbl. látið óáreitt með þessa fjólurækt sína. Hitt má oft deila um á eft ir, hvort eitt og annað hefði mátt betur fara. Við, sem vinnum við Grænmetisverzl- unina, erum því miður ekki gæddir þeim hæfileikum, að sjá óorðna hluti langt fram í tímann. Ekki heldur hvern ig tíðarfar verður næstu vik urnar. Það skal fúslega játað, að ekki væri ónýtt að hafa þessa gáfu. Það má einnig játa, að hægt hefði verið að spara stór fé í áburðarkaupum s. 1. vor, ef menn hefðu séð fyrir, hversu ágætt sumar var í vændum. — Hver vill deila á bændur fyrir að bera mikið á, þótt ýmsir þeirra hafi beint skaðast á því, — og fengið verri hey? Vill Mbl. hefja ádeiluna? Ritstjóri Mbl. leiðir hjá sér að ræða um innflutning á kartöflum til neyzlu á Kefla- víkurflugvelli og til veiði- og kaupskipaflotans. Er kannske brotalöm í áhuga blaðsins? Fullyrða má þó, að allir kart öfluframleiðendur myndu fagna því, ef þetta stóra blað beitti áhrifum sínum til að allir íslendingar borðuðu ís- lenzkar kartöflur. Enn síður vill Mbl. ræða um innflutning á öðru, sem á var minnzt, svo sem appelsínum, banönum, vínberjum o. fl. Er það skiljanleg hógværð og blaðinu virt til vorkunnar. Hitt er því vorkunnarlaust, að skilja síðustu málsgreinina um athugun á ýmsum inn- flutningi öðrum en kartöfl- um. Þetta boð stendur enn og er einkennileg blaðamennska, að látast ekki skilja mælt mál. Björn Guðmundsson. ABmennur kirkjufundur Sá 10. í röðinni verður hald inn í Reyjavík, hefst föstu-* dagskvöldið 16. október og stendur til mánudagskvöld. 19. okt. n. k. Fyrsta málið verður ríki og kirkja, málshefjendur þar Gísli Sveinsson fyrrv. sendi- herra og Árni Árnason hér-> aðslæknir, Akranesi. Annað málið verður krist- indómur og kennslumál. Verða þar málshefjendur Jónas Jónsson fyrv. ráðherra, Ástráður Sigursteindórsson gagnfræðjaskólakennari og (Framn. á 6. bS5u.) ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.