Tíminn - 29.11.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1953, Blaðsíða 6
€ TÍMINN, sunnudaginn 29. nóvember 1953. 272. blað. SKlIFil SKRAFAD Drengileg ræða. í útvarpsumræðunum, sem nýlega fóru fram um varnar málin, vakti ræða utanríkis- ráðherrans dr. Kristins Guð mundssonar athygli fyrir það meðal annars, hve hún var hófleg og drengileg. Það var eftirtektarvert, að hann setti ekki fram í ræðu sinni skýrslu um, að þetta og hitt hefði verið í ólagi og óreiðu hjá fyrirrennara sínum. Hann gekk til verks þannig að segja þjóðinni að þessar breytingar, sem hann taldi upp, ætlaði hann að beita sér fyrir að gera. Og hann reyndi að bera blaka af fyrir rennara sínum með því að gefa í skyn, að ekki væri ó- eðlilegt, að breytingar þyrfti að gera eftir fengna reynsiu, sem ekki hefði ver- ið fyrir hendi i byrjun. Kveður við annan tón. Þegar allir höfðu talað, nema þeir Guð.m. í. Guð- mundsson og Bjarni Bene- diktsson, hófst þáttur í út- varpsumræðunum, sem vakti óskifta undrun. Fyrrverandi utanrikisráðherra og einn af varnarnefndarmönnum hans (G. í. G.), sem borið hafa ábyrgð á framkvæmd varnarsamningsins, hófu, að rlegyr rna. ** 8-— Prengskapur Stein- ^0 8923» — Framkoina, sem hefði verlð eðlileg, — Óheppilegar deilur. því * SV auðsætt virtist, fyrir- Ákæra Brov.-nell dómsmálaráSherra á hendur Trumaa heldur áfram að vera eitt helzta, umræðucfni hcims- fram skipulega tilraun til, blaðanna. Yfirheyrziur, sem siðan hafa farið fram á regum amerískra þingnefnda, haaf aukið þetta umtal. að koma af sjálfum sér verk Meðfylgjandi my»d er tekin af fundi öry^gisnefndar öidungadeildar, þegar ein yfirheyrzlan var að hefjast. um, sem þeir hafa unnið, eða Ljósmyndavéium og sjónvarpstækjum hefir verið komið vel fyrir. Lengst til hægri sézt formaður nefnd- átt að vinna og klína þeim á aðra. Hafa þeir félagar hald. ið þessari iðju áfram síðan' sér til lítils vegsauka. Hafa fyrrverandi og núverandi flokksbræður Guðmundar í„ þeir Jónas Guðmundsson og Jón Sigurðsson verið önnum kafnir við að leiðrétta mis- ( sagnir og þvo sjálfa sig af | óhreinindunum. En Guð-1 rnundur er svo óheppinn að' Jónas teflir fram skriflegum gögnum, er sanna að Guð- ■■ mundir fer með rangt mál. En Jónas var lengstum skrif stofustjóri félagsmálaráðu- neysisins á umræddum tíma, en Jón fulltrúi Alþýðusam- bandsins i kaupskrárnefnd. Hin mikla stjarna. Eins og menn vita eru til ztliskonar stjörnur, — þar á meöal pólitískar stjörnur. Sú stjarna, sem skærast hefir skinið á himni Moggans er vafalaust, — næst á eftir sjálfum amtmanninum, — Bjarni Benediktsson, fyrrver andi utanríkisráðherra. Þjóð inr.i hefir verið sagt það oft ar en flest eða allt annað, hvílík gæfa það væri fyrir hana að hafa átt slikan mann til þess að móta stefn una og framkvæmdina í ut- anríkismálum. Nú vita það allir, að ekki mótar íslenzki utanríkisráð- herrann neina stefnu í heimsmálunum. Aðalverk hans hefir veriö og er, að hið stóra vandamál, varnar- málin, fari vel úr hendi. Það er því engum blöðum um það að fletta, að það eru þessi mál, sem Morgunblaðið hefir talið Bjarna eiga svo mikla sæmd og þakklæti fyr ir. Enda hefir blaðið sagt það beinum orðum svo oft, að leiöarljósið í þessum málum hafi verið hin stóra stjarna .— Bjarni Benediktsson. Það var einnig bent á það i Morgunblaðinu, og minnt á arinnar, Jenner, rr.tð appréita hendi, því r.3 tann cr að láta þann, sem á að yfirheyra, lýsa yfir því, hann muni scg-ja frá cannleikanum samkvæmt. það með r.okkru yíirlæti að þáttur annara ílokka og stjórnmálamanna væri ekki stór í þessum verkum og af-, rekum utanríkisráðherr- ans.“ í Flokksþing Framsóknarfiokksir.s, er kom saman í Reykjavíkj s. 1. vetur, reyndist ekki á sama máii. Það gerði sam- þykktir um gjörbreytingu á framkvæmd va.rnarsáttmál- ans. — Ýmsir fufltrúar þings ins höfðu á oi ði að sam- þykkja vantraust á utanríkis ráðherrann fyrir mistök í framkvæmdum vamarsamn- ingsins. Steingrímur Stein- þórsson forsætisráðherra stillti til friðar. Hann kvaðst ráða eindregið frá því að gera utanrikismálin að poli- tisku bitbeini. Flokkarnir þrír hefðu staðið saman um varnarsamninginn og' fram- kværnd hans og þann vegg mætti ekki rjúfa .neð van- trausti 'á utanríkisráöherr- ann. Morgunblaöiö hafði auðvlt að svar á reiðum höndum við aðfinnslum Framsóknarflokks ir.s. Þessar samþykktir voru rógur vondra manna. Allt var auðvitað í bezta lagi, og það svo, aö smámennin öfund uðust yfir hve vel Bjarna hefði tekfet framkvæmdin og forystan og nú átti að reyna að ræna hann sæmd- inn, bjtgj.u hi)ua skæru stjörnu. Sannanir úr öilum áttum. En smátt og smátt hlóðust upp sannanir úr öllum átt- um um það, að mistök höfðu átt sér stað ekki lítil í fram- kvæmdum varnarsamnings- ins. Mistök, sem ekki höfðu heyrzt neínd áður. Lýsing núverandi utanrikisráðherra á þeim breytingum, sem hann teldi nauðsynlegt að gera, sannar þetta áuðvitað, þótt núverandi utanrikisráðherra reyndi að setja hana ekki íram^ í ádeiluformi. — Hi3 mikla stjörnuhrap. Nú urðu líka þau einkenni- legustu veðrabrigði — hið mikla stjörnuhrap. Bjarnl sjálfur gengur fram í því eins og berserkur að fá að hrapa, Bjarni Benediktsson Guðm. í. Guðmundsson fá að hverfa af þeim himni, þar sem hann hafði skinið svo skært og verið hin ör- ugga leiðarstjarna samkv. frásögn Mbl. Hann hefir eig- inlega aldrei verið utanríkis- málaráðherra, eða að minnsta kosti engu ráðið. Allt, sem „talið“ var skipta verulegu máli í framkvæmd varnar- samningsins, var borið und- ir ríkisstjórnina og ákveðið af henni. En ekki getur hann um það, — sennilega vegna þess lítillætis, sem hefir nú gripið hann, — hver það var, sem ákvað hvað „talið“ var skipta „verulégu máli“. Ettir fjóra daga sá líka Mbl. að þetta var nokkuð óljóst, og þá var líka þessum atriðum, sem „talin1 voru skipta verulegu máli og þess vegna rædd á ráðherrafundi, breytt í þaö, að öll mál, sem nokkru skiptu, voru borin upp á ráðherra- fundi. — Af því má hver mað ur sjá, að Bjarni fékk engu að ráða! 111 meðferð á miklum manni. En hrakningasaga Bjarna Benediktssonar var ekki þar með búin. Angar sumra mála, er snerta framkvæmd varn- arsamningsins, heyrðu undir önnur ráðuneyti. Þessi mál voru því send þeim til um- sagnar, eða framkvæmda, auðvitað undir yfirstjórn ut- anríkisráðherra. En viti menn, þessa skækla toguðu meðráðherrar Bjarna til sín með svipaðri áfergju og Glám ur forðum og vegna tillits- semi Bjarna, sem alþekkt er, fór ekki einu sinni svo vel, að húðin færi í sundur í miðju, heldur hrifsuðu meðráðherr- arnir húðina alla. — Allar þessar raunir hefir Bjarni þolað með sinni alþekktú skap stillingu og án þess að segja þjóðinni frá því. Þvert á móti hefir hann, til þess að halda friðnum, sagt þjóðinni, að hann stjórnaði þessu öllu saman. Það mátti sannarlega ekki seinna vera að Bjarni segði þjóðinni allan sannleik- an um það, hvaða meðferð hann hefir orðið að þola. f ■' T ~ ■ Hvað segja menn? Þegar menn skrafa um þetta sín á milli, vekur þetta allt saman, í alvöru talað, eðlilega kátínu. Þótt íslend- ingar séu ekki brosmildir, geta þeir ekki að sér gert að hlægja að þessum skopleik. Ef hér væru grínskáld hafa þau áreiðanlega fengið hér efni, sem ekki hefir átt sinn líka í lengri tíma. Hin eðlilega framkoma hjá Bjarna Benediktssyni var auðvitað að tala eitthvað á þessa leið: „Það féll í minn hiut að hafa yfirumsjón á fram- kvæmd hervarnarsamnings- ins. Vegna þess, hve fram- kvæmd þessi var umfangs- mikil, var ekki unnt að þera undir ráðherrafundi; nema örlítinn hluta málanna. Þótt einstök mál tilheyrðu að formi til öðrum ráðuneytum, bar ég auðvitað höfuðábyrgð- ina. En reynsla um fram- kvæmdir þessara mála var ekki fyrir hendi og þess vegna hlutu að koma í ljós mistök. Vitanlega ber ég, sem æðsti maður þessara mála, ábyrgð á framkvæmdinni, hvað sem nefndum og öðru líður, er störfuðu undir minni “yfir- stjórn. En nú er höfuðatriðið að nota reynsluna af mistök- unum. — Aðal atriðið er að þessi mál fari vel úr hendi framvegis og í því vil ég styðja hinn nýja utanríkismálaráð- herra eftir mætti.“ — Ef Bjarni hefði talað þann- ig, hefði hann vaxið af því. En þannig talaði hann ekki og þaö er leiðinlegt — og leiðinlegast fyrir Bjarna sjálfan. — En þessi aðferð að reyna að sverja af sér störf, sem hafa verið aðalstörf hans, — og mest umtöluð störf hans síðustu fjögur árin, er auð- vitað vonlaust verk. En auk þess gerir þetta Bjarna hlægi legan — og er vægast sagt ekki stórmannlegt. Lítilmannlegust þó er sú framkoma, enda með fádæmum, að framangreind ræða Steingríms Steinþórs- sonar á flokksþinginu, er hvað eftir annað rangfærð og síðan reynt að nota hana sem sönnun þess, að allir og eng- inn hafi borið ábyrgð á fram- kvæmd varnarsamningsins. Það, að Steingrímur bar blak af Bjarna, er notað til að und- ir byggja árásir á Framsókn- arflokkinn. Þvi er hampað í Mbl., að Tíminn hafi á sínum tíma haldið uppi ádeilum á fram kvæmd þessara mála. Það er rétt, enda er nú líka fylli-. lega komið á daginn, að Tím inn hefir haft rétt fyrir sér. í samræmi við þá reynslu, hefir nú verið ákveðið að gera ýmsar breytingar á framkvæmd varnarmál- anna. Æskilegast hefði ver- ið, að meðan unnið væri að framgangi þeirra endubóta, gæti ríkt nokkurt vopnahlé um þessi mál. Þetta virðast viss öfl ekki hafa viljað og því Framhald á 10. S13u.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.