Tíminn - 09.12.1953, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.12.1953, Blaðsíða 2
TIMINN, miðvikudaginn 9. desembcr 1953. 280. blað. Gull dauðra manna er eftirsótt og erfingjana er illt að finna Signor Carlo Palgravetto var mjög óhamingjusamur /tali, því litla veitingastað'num, þar sem hann haföi unnið í þrjátíu ár, hafði ver- ið lokað. Þetta var síðasti dagur- inn hans þar. Og sorgmæddur á avip fór hann að búa sig til ferðar. Hann vafði hvítri eldhúshettu inni inn í erlent blað, sem gestur frá Suður-Ameríku hafði skilið eftir. Þá tók hann eftir nafninu, Palgrav- etto, hans eigin nafni, er stóð prent að með stórum stöfum á fyrstu síðu blaðsins. Hann gat ekki lesið spönsku, en þetta virtist einhvers konar auglýsing og mikil fjárfúlga virtist vera nefnd í sambandi við nafnið. 40 þús. nautgripir. Signor Palgravetto fór með blað- ið til kunningja sins, er var lög- íræðingur og bað hann að afla sér vitneskju um það, er stæði þarna í sambandi við náfnið Palgravetto. Þetta gerðist í september síðast- liðnum. í dag á signor Palgravetto fjörutíu þúsund nautgripi í Svart- árhéraði í Argentínu. Hann á einn- ig þrjú íbúðarhús og fjórar bif- reiðar. Hann ei’fði þetta eftir lang- afa sinn, Jaqumio Palgravetto, en hann dó árið 1942. í efrðaskrá sinni hafði gamli maðurinn kveðið svo á að leitað skyldi í tíu ár að næsta skyldmenni hans. Ef leitin bæri engan árangur, áttu eignir hans að ganga til mannúðarfélaga og sjúkra húsa. Xýndir erfingjar. | Lcgfræðingar jaquimos settu aug lýsingar i blöðin fyrsta dag hvers mánaðar í tíu ár samfleytt. Fyrsta auglýsingin eftir erfingja, birtist1 i janúar 1943. Það var síðasta aug- 1 lýsingin, sem kom fyrir augu Pal- 1 gravetto veitingamanns, hins rétta erfingja, er var í sex þúsund mílna f jarlægð. Og hann geymir ■ •eldhúshettu sína í glex-hylki, því hefði hann ekki þurft að búa um' hana, hefði hann aldrei rekið aug- ] un í auglýsingu lögfræðinganna. Lögfræðingar í mörgum löndum, hafa það að atvinnu að leita týndra ) erfingja. Stundum stendu/ þtessi leit yfir í nokkra mánuði og stund- um svo árum skiptir. Útvarpið tJtvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 18,55 Tómstundaþáttur barna og, unglinga (Jón Pálsson). 20.20 Ei-indi: Blöð úr ævisögu Ger- trude Stein (Hjörleifur Sig- urðsson listmálari). 20,40 Tónleikar (plötur). 21,05 íslenzk málþróun (Halldór Halldórsson dósent). 21.20 Tónleikar (plötur). 21.35 Vettvangur kvenna. — Sam- talsþáttur: Frú Soffía Ing- j varsdóttir ræðir við sjómanns konu, frú Jónínu Jónsdóttur. | 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Útvarpssagan: „Halla“ eftir Jón Trausta; XII (Helgi Hjörvar). 22.35 Dans- og dægurlög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 Ávarp á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna (Bene- dikt Gröndal ritstjóri). 20.30 Kvöldvaka: a) Ólafur Þor- valdsson þingvörður flytur er- indi: A vegum úti. b) Andrés Björnsson flytur hugleiðingu eftir Þorbjörn Björnsson bónda á Geitaskarði: Á Lands spítalanum um síðustu jól. c) Tónlistarfélagskórinn syngur; dr. Victor Urbancic stjórnar. d) Karl Guðmundsson leikari les Ijóðaþýðingar eftir Helga Hálfdanarsou, úr bókinni: „Handan um höf“. e) Broddi Jóhannesson les kafla úr bók inni: „Undir tindum" eftir Böðvar Magnússon bónda á Laugarvatni. 22>00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Sinfóniskir tónleikar (pl.). 23,05 Dagski’árlck. 30 millj. punda biða. í Frakklandi ganga lögfræðingar sérlega hart eftir því, að finna erf- ingja. Stafar það af því, að eignir látinna manna ganga til ríkisins eftir þrjátíu ár, hafi enginn réttur erfingi fundizt. í Bretlandi biða rúmlega þi'játíu milljónir punda eftir því að einhverjir geti sannaö rétt sinn til fjárins. Urn íimmtán milljónir punda eru geymdar í bönkum. Englandsbanki geymir níu milljónir punda af þessu fé, sem enginn hefir krafizt. Eitthvað af þessu fé hefir legið í bönkum í allt að því hundraö og fimmtíu ár. Fölsuð nöfn. Þetta gull dauðra manna, sem ekki hefir gengið út og engir erf- ingjar finnast að, mun liggja í fjár- hirzlum bankanan um nokkurn tíma enn. Ástæðan fyrir að engir erfingjar finnast, er talin vera sú, að einhverju leyti, að það kemur stundum fyrir, að menn opna reikn inga í bönkum undir fölsku nafni, eða leggja fé í sparisjóð. Bíði mað- urinn svo skyndilega bana,, getur enginn nálgast féð. Þrátt fyrir það vantar ekki, að margir gera ki’öfu til þess og skipta þá kröfuhafar stundum hundruðum og þúsundum, án þess að nokkur einstakur reti sannað rétt sinn til fjárins óvé- íengjanlega. 36 þús. „erfingjar". Stundum grípa forlögin einkenni- lega i taumana í þessum málum, sem öðrum, hvað snertir leit iög- fræðinga að hinum réttu erfingj- um. Bandarískur lögfræðingur reyndi mikið til að hafa upp á ein- hverju ættmenni konu nokkurrar, er hafði látið eftir sig um þrjú hundruð þúsund dollara. Á síðasta ári ákvað hann að hætta leitinni, er þegar hafði kostað fyrirtæki hans mikið fé. En í sumar, er hann var í fríi sinu, lenti hann í bif- reiðaárekstri, en bifreiðinni, em ók á, ók ung kona. Þau stigu bæði út. og fóru að rannsaka skemmd- irnar og skiptust á nöfnum og heimilisföngum. Sá hann þá að unga konan bar ættarnafn hinnar látnu konu, er vantaði erfingjana. Kom í ljós að hér var um að æða réttan erfingja, einmitt þann, sem hann hafði leitaö að í langan tíma. Þessi mál hafa þó ekki alltaf jafn góðan endi og þennan, og eins og áður segir vilja erfingjarnir verða nokkuð margir tundum. Met ið mun þó vera 36 þúsund erfingj- ar, er gerð'u kröfu i sama arfinn. Það var auður forrikrar bandarískr- ar konu, er kom þessum ósköpum af stað. Sagan af varðmcnnskunni. Fyrir skönimu gekk ungur maður til kirkjugarðs í París og hélt á lít- illi ferðatösku. Hann bað einn garð- vörðinn að fylgja sér til grafhvelf- ingar bandaríska milljónamærings- ins frú Wright. Vörðurinn fylgdi honum í staðinn til umsjónarmanns ins. Þar var honum skýrt frá því, að hér væri ekki um neina slika grafhvelfingu að ræða, er hefði a? geyma jarðneskar leyfar banda- rísks milljónamærings. í fimmtíu ár hefir sagan af erfðaskrá frúar- innar farið viða og dregið unga og vogaða menn til þessa kirkjugarðs. Sagan er sögð vera hugarfóstur bandarisks blaðamanns og frúin á að hafa „dáið“ í París 1899. Hún arfleiddi þann, konu eða mann, að tíu milljónum dollara, er væri svo vogaður og trúr, aö hann gæti stað- ið stanzlausan vörð við kistu henn- ar í grafhvelfingunnj i eitt ár og einn dag. Og enn segir sagan, að ungur stúdent, er fyrstur stóð' vörð- inn við kistuna, hafi verið leiddur i turtu eftir tvo daga, og varð hann síðan að eyða ævinni í geðveikra- hæli. Fleiri sögur hafa gengið um þessa varðstöðu. Þessar sögur eru ekki sannar. Það er engin gröf til í kirkjugarðinum, þar sem frú Wright hefir verið grafin. í hálfa öld hefir fólk trúað þessari sögu og hefir komið í garðinn í því augna mið'i að standa vörð um kistuna. I Erfðaskrá hershöfð- ingjans - ný skáld- saga eftir Slaughter ] Erfðaskrá hershöfðingians heitir skáldsaga, sem nýkom in er út eftir ameríska lækn- inn og rithöfundinn Frank G. Slaughter, sem kunnur er af vinsælum skáldsögum sín I um hér á landi, svo sem Líf !í læknis hendi og fleiri. Bók in kemur út á vegum Draupn isútgáfunnar og er í skáld- , sagnaflokkinum Draupnis- sögur. Sagan gerist í Banda- rikjunum og lýsir viöburöa- ríku lífi læknis á fyrsta ár- unum eftir frelsisstríö Banda ríkjanna. Andrés Kristjáns- son, blaöama'ður hefir þýtt 1 bókina. Myrti konu og barn 1 Merkúr-töskur AÖ gefnu tilefni viljum vér taka fram, að okkar töskur eru framleiddar aöeins úr sterku plastic, sem hvorki springur né rifnar og er sannast sagt skinnígildi. Tökum ábyrgö á töskum okkar, þaö -] er því Merkúr-taskan, sem er allt í senn: í tízku, falleg og sterk. Fást í 6 litum og yfir 50 tegundir (model). Spyrjið því í verzlunum eftir Merkúr- töskum, þær svíkja yður ekki. Verksm. Merkúr h.f. Ægisgötu 7. Sími 6586 Lífstykhi, Korselet, Magabelti, alls konar .3 > j> Saumum eftir máli. Brjóstahahlarar í miklu úrvali. Sendum f þöstkröfú. i, NTB — Jevnaker, Noregi, 7. des. — Þrítugur vinnumaöur 1 Jevnaker drap síðastliöna nótt konu sína og eins og hálfs árs gamalt barn þeirra hjóna og framdi síðan sjálfs morð. Maðurinn hét Eyvind Braathen. Vegsummerki virð ast benda til, að konan hafi reynt að verja sig. Maðurinn hafði unniö und anfarin 2 ár á sama bónda- býlinu og var vel látinn af húsbændum sínum og sam- starfsfólki. Upp á síðkastið veittu menn því samt at- hygli, að hann var taugaó- styrkur og uppstökkur. Síðast liðinn laugardag fór hann ó- tiikváddur út í skóg. Fór fólk loks að undrast um hann og fór að leita hans og fannst hann a'ð lokum. Var hann þá rólegur og fór af fúsum vilja heim til sín. Taliö er víst, að maðurinn hafi framið verk- ið í auenabliks brjálæði. Bcnzfiiið (Framhald af l. tíðu.) stybba yfir Hlíðarnar og þá hluta bæjarins, sem næstir eru vellinum. Ófært í nokkurn thna. Talið er, að banna verði eða hefta að miklu leyti alla umferð um þetta svæði á næst unni vegna eldhættunnar. Er nú staðinn vörður um benzín svæðið dag og nótt og ekki önnur umferð leyfð en sú, sem ekki veröur komizt hjá á með an svona stendur á, og þess vandlega gætt, að ekki sé far ið með eld eöa rafsuöa og log suða eigi sér stað fyrr en ör- uggt er, að ekki sé framar um eldhættu að ræöa. LÍFSTYKKJABÚÐIN (Sérverzlun). — Skólavörðustíg 3. Áminning um grciðsln blaðgjalda Allir þeir kaupendur, sem enn hafa eigi lokið greiðslu blaðgjalds þessa árs, ljúki henni fyrir áramót. Innheimta Tímans < i <1 < i 11 < i < i ii AugtýAil í Twattm Skagfirðingafélagið í Reykjavík heldur skemmtun í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 10. þ. m. kl. 8,30. Húsið verður opnað kl. 8. Skemmtiatriði; Kvikmyndasýning, þrísöngur (Hanna Helgadóttir, Svava Þorbjarnardóttir og Inga Sigurðardóttir) með undirleik dr. Victor Urbancic. — Dans. Aðgöngumiöar verða seldir í verzluninni Mælifell, Austurstræti 4 á finnntudag og i Sjálfstæðishúsinu eftir kl. 5 sama dag. Stjórnin. ALÚÐARLEGUSTU þakkir færi ég öllum þeim, er minntust mín á sextugsafmæli mínu 2. þ. m., með hlýjum afmæliskveðjum og margskonar sóma. Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu Ív.v.w.vw.v.w.’.v.v.vv.v.vav.v.v.v.v •vvvv, V, 4, ur fiiÁin í s amw wrs u ir m_<i: œ dh œ as1 RfVtCJAVÍK - SÍMI 7080 : ' UM80DSMENN UM LAND ALLT Þökkum sýnda samúö og vinarhug við andlát og jarð- arför bróður okkar og mágs, ÞORSTEINS EIRÍKSSONAR frá Minni-Völlum. Guðríður Eiríksdóttir, Ólína Jónsdóttir, Inga Eiríksdóttir, Guðjón Jónssop, Eiríkur Eiríksson, Élísabet Eyjólfsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.