Tíminn - 11.12.1953, Síða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 11. desember 1953.
252. blaff.
t tOHKS
Þorvaldur Skúlason
fyrr og nú
í fyrrahaust féllu blöðin af
greinum trjánna og stofnarn
ir stóðu auðir vetrarlangt. Nú
blómgaðist skógurinn
snemma og laufið barst mikið
á: sterkgræn blöð fyrst en
brún og rauð, er hallaði mót
vetri. Síðan visnuðu þau
smátt og smátt. Og að ári
gerist hinn sami leikur — nýtt
lauf, nýtt yfirbragð, en sömu
gömlu stofnarnir.
Þannig hefir listin líka vax
ið. Állar góðar myndir hvíla
á sömu stofnum, bæði gamál-
harðnaðar og nýþornaðar.
Tímabil og skólar listsögunn-
ar eru eins og laufbreiöur,
sem þjóta upp að liðnum
vetri, ein eftir aðra í rás tím-
ans.
Á íslandi hefir lítið verið
málaö, ef miðað er við stærri
þjóðir og ríkari lönd. Samt er
svo kcrnið, að nú grillir í
hæstu toppana á lítilli spildu:
Arngrím Gíslason og hans
máta — raunsæismanninn
Þórarin B. Þorláksson —
landslagsdýrkendurna Ás-
grím, Jón, Kjarval, Gunnlaug
Scheving, — og málarana
Svavar Guðnason og Þorvald
Skúlason.
Þeir öftustu eru komnir yfir
múr, sem löngum var talinn
skilja að listina og tómið.
Þangað hafa þeir dregið sér
vistir úr gamla forðabúrinu.
Svavar er bundinn landi sinu
og náttúran er honum stöð-
ugur aflgjafi, þótt hann hafi
stigið óhikað inn í plastískan
heim. Þorvaldur aftur á móti
hafnar afdráttarlaust bæði
mótífi og stemningu, í nýj-
ustu myndunum. Fróðlegt er
að rekja slóð hans úr skóla
fram að þessum degi.
Elztu myndir bera þess
merki, að mótífið hefir aldrei
verið honum sérlegá hjart-
fólgið, heldur bakhjarl til að
hafa einhvern. Og mér er ekki
grunlaust um, að snertingin
við sál moldarinnar hafi verið
honum jafn lítils virði þá og
hún er nú. Er þetta hugsan-
legt? Getur það verið, að ung-
ur maður, sem snýr sér í al-
vöru að listini, vaxandi upp í
þessu stórskorna landi, skríði
ekki inn í jarðvegsglufurnar
áður en hann fer að hugsa aö
ráði um vandamál lístarinn-
ar? Margt bendir til þess. Ef
við skoðum myndir Þorvald-
ar frá fyrstu árum og það bet-
ur en með einu augnakasti,
er engin löngun fjær okkur
en sú að þjóta út og minnast
við náttúruna, gjóta augun-
um til fjallanna og teyga
hreina loftið eftir regnskúr
um haust. Litla skógarmynd-
in í Listasafninu beinir ekki
huganum til annarra landa
og „guli skúrinn" í Markúsar-
deildinni er engin lýsing á lífi
við höfn, hvorki nú né nokk-
urn tíma fyrr. Hann er þrótt-
mikil bygging í litum, reist
af einstakri alúð og djúpri til-
finningu fyrir þessum hlut,
sem kallaður er: málverk.
Samt eru þær náttúruverk
á einn hátt. Þær eru gerðar
af manni, sem vinnur án mik-
ils lærdóms og þekkingar og
spretta fram úr iðrum eins og
heitur hver, sem eftir er að
beizla og beygja undir veldi
hugans. Fyrst eftir að Þorvald
ur er kominn suður í lönd,
fer hann að gera sér verulega
grein fyrir því, hvern hlut
hugsunin á í málverkinu. Sú
uppgötvun leiðir af sér margs
konar rannsóknir og hugdect-
ur. Málarinn tínir fram hvert
korn, reynir þol þess og styrk,
veltir því fyrir sér og tengir
það öðrum eindum á ýmsa
vegu. Síðai^fer hann aftur að'
horfa á heildina í alvöru, ekki
1 einungis í einni mynd, sem
hann er að skapa, heldur öllu
’ er hann snertir á framvegis.
Hann grefur sér göng per-
sónulegrar reynslu.
i Á lcreppuárunum og allt
fram til gullglýjunnar miklu
’ drupu úr pensli Þorvaldar
| margar myndir, sem byggð-
ust á þessum vinnubrögðum.
Sumar litlar og indælar, aðrar
1 rismiklar, þungar og stórar í
broti. Allar með óyggjandi
merkj um skaparans. Svona
liðu þessi ár í frjóu starfi. Lit-
urinn varð fyllri og dýpri og
sprengdi af sér ótal höít unz
hámarki var náð ---------------- eða,
þar til nýtt líf kviknaði.
Ég dreg ekki dul á það, að
kóbraskeiðið er magrasti bit-
inn í list Þorvaldar. Ekki
vegna þess, að hann hafi ekki
gert góðar og uppbyggilegar
myndir á þeim tíma — „Vor“
er t. d. skínandi listaverk —
heldur af hinu, að sú hneigð
er varla annað en stundarleit
í striti hvers dugandi lista-
manns. Það liggur í eðli henn-
ar að vera vaxtarskeið og til-
rauna einkum fyrir þá, sem
staöið hafa föstum fótum í
heimi ytri fyrirmynda.
Og nú er hann kominn út
úr hreinsunareldinum inn í
nýja veröld, sem er full af
gömlum sannindum: hina
plastísku, búinn að hefja sig
upp á sama svið og áður var
ríki hans. Kyrröin er orðin á-
berandi, stillingin yfirgnæf-
andi. Líklega hlýtur hann
ekki miklar vinsældir fyrir
þessi verk. Það virðist löngum
hafa verið örlög nýbyggja í
listum að hljóta lof eftir dauð
ann, en tæplega nokkra upp-
örfun í lífi. Um slíkt er ekki
að fást. Ef til vill er venju-
legum áhorfanda ofvaxið að
fylgjast með sveiflum og
hreyfingum, þótt ekki sé
nema einnar persónu, sjá
gamla hluti fá nýja merkingu,
þegar þeir stínga upp koll-
inum úr jarðvegi, er áður lá
handan við sjóndeildarhring-
inn. í höndum Þorvaldar og
annarra afbragðsmálara
breytast hyrningar í stærð-
fræðibókum, hringir í vélum
í lifandi form og beinu strik-
in í vinnuteikningunum þenj -
ast út og mýkjast upp fyrir
áhrif gróandi litar. Éindirn-
ar renna saman og þjóta upp
eins og planta, sem rís hærra
og hærra yfir sléttuna.
H.
MiatllHllllllllllllllll IIII llllllllllllllUllffllMUllllf 1111111»
3 s
! Orðsending |
| til þeirra sem eru að f
Ibyggja hús. Samstæður |
|þýzkur rafbúnaður:
1 Eofar
| Tenglar
| Samrofar
| Krónurofar
: Rör og dósir f. flestum |
Istærðum og gerðum.
| Véla og raftækjaverzlunin |
1 Tryggvag. 23 — Sími 81279 I
Miiiiiiiiiiiiiitiiiimiiimtiifiiiiiiiiiiiiiin'ifiiiiiifiiiiiiiiii
NlllllllllllÍllltlllllllllinillllllfllllllllllllllllllMIIIIIMIIIII
I Ungt kærustupar
| dálítið vant sveitastörf-
í um, óskar eftir góðri vist
1 ú sveitabæ. Ráðningar-
| tími og kaup eftir sam-
| komulagi. Tilboðum sé
1 skilað fyrir áramót á af-
I greiðslu blaðsins, merkt:
I Samvizkusemi.
NYIAR NORÐRA
Ævisöguþættir og sagnir Eöffvars Magnússonar á Laugarvatni
Jafnframt því að vera merk ævisaga hins umsvifamikla
stórbónda, er gaf jörð sína til þess að hrinda fram stórú
máli, þá er þetta samfara því saga þess mesta framfara-
tímabils, sem birzt hefir í íslenzku þjóðlífi til sjávar og
sveitar. Verður mörgum hugJeikið að fá tækifæri til að
ganga undir hönd Böðvars á Laugarvatni, sjá og heyra
umrót heillar aldar líða yfir jörðina hans, heimasveitina,
héraðið, landið og þjóðlíf þess.
Hetjur hversdagslífsins
Skrásett hefir Hannes J. Magnússon skólastjóri.
Sérstæð bók. Eins konar myndasafn úr lífi alþýðunnar.
Þú heyrir raddir mannanna, sem plægja, sá og uppskera,
sem leggja stein viö stein í byggingu framtíðarinnar, sem
ryðja vegina og byggja brýrnar, sem fæða og ala nýjar
kynslóðir handa framtíðinni.' Upp af svitadropum þessa
fólks hafa vaxið þau lífsgrös menningar, tækni og þæg-
inda. sem við búum við í dag.
Vegur var yfir
eftir Sigurð Magnússon kennara
Höfundur þessarar bókar er fyrir löngu þjóðkunnur
vegna ágætra útvarpserinda og snjallra greina. Hér segir
hann m. a. frá hópferðum Islendinga til Norðurlanda,
kynnum af veiðimönnum á austurströnd Grænlands. Hann
lýsir bardaga í Bangkok, hann strandar norður í ísháfi,
er handtekinn í Síam, stendur við dauðans dyr í Kína, fer
til selja í Noregi o. m. fl.
Bóiidirsn á SfóruvölSum
Ævisöguþættir Páls H. Jónssonar, Stóruvöllum skráðir
eftir sögn hans sjálfs og öðrum heimildum af Jóni Sigurðs-
syni i Yztafelii. Páll H. Jónsson, sem nú er orðinn 93 ára
að aldri, lýsir í bók þessari viöburðaríkri ævi og segir
merka sögu nærri heillar aldar, sem er í senn sérstæð og
athyglisverð og lýsir, baráttu og þreki þess fólks, sem byggt
hefir einn sérstæðasta dal þessa lands, Bárðardal, í jaðri
Ódáðahrauns, þar sem tröll og útilegumenn hafa lifað sitt
fegursta í bióotrú íslendinga.
Prek í
Guðmundur G. Hagalín skrásetti
í þessari bók birtast sannar sögur af konum og körlum,
sem lent hafa í miklum þrautum og þrekraunum. Hjá þeim
koma fram þeir eðliskostir íslendinga, sem um aldir hafa
reynzt þeim vopn og verjur í striði við haroa háttúrú og
við öfl erlendrar og innlendrar kúgunar. Þessir kostir eru
óbilandi þrek og þrautsegja, óbilug túmennska og trú á
hulin máttarvöld. Þetta er efnismikil bók, þrungin hrífandi
atburðum og átakanlegum, sem seint munu e-leymast.
Hrakningar og heiðavegír, 3.
Skráð hafa Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson
Þrátt fyrir marglofaða tækni nútímans fara menn sér’
enn að voða á heiðarvegum og öræfum þessa lands. Bókin'
flytur fjölmarga örlagaþrungna þætti af fangbrögðum ís- !!
lendinga viö hina harðráðu og svipulu náttúru landsins.j!
Kjarni hinna þjóöiegu spakmæla að „enginn ræður sínum;
næturstað“ gengur sem rauður þráður gegnum bókina.!,
Þetta er þj óðleg bók í beztu merkingu þeirra orða.
Bemii í skóða
Ýmsir þeirra, sem lesið hafa Benna-bækurnar hafa látið
í ljós þá ósk við höfundinn, W. E. Johns, höfuðsmann, að
hann segði eitthvað frá unglingsárum Benna. Hefir höf.
orðiö við þeirri beiöni og segir í bók þessari frá skólaárum
Benna. Ævintýrin elta hann á röndum þá eins og síðar á
lífsleiðinni. Það gerast alltaf óvæntir atburðir og spenn-
andi í návist Benna.
Merkttr foœkur og athiiglisverðar
Sérstœðar bœhur oy skemmtilegar
• < *■
KÓLA
Göngur og réttir, 5. b!nöi
Bragi Sigurjónsson bjó til prentunar
Með þessu bindi lýkur stærsta og sérstæðasta heimiiöar-
ritinu um íslenzka þjóðhætti. Alls er ritsafnio orðið 1.432
bls. að stærð. Göngur og réttir njóta sívaxandi vinsælda
enda geymir ritið merkar heimildir um einn hugstæðasta
þátt í búskaparsögu þjóðarinnar um aldaraðir, hætti og
siði feðra vorra, örnefni á afréttum og lýsingar á ýihsúltt
landsvæðum, auk fjölda mynda hvaðanæva, af lándinu.
VINSÆLUSTU BÆKUR ARSINS