Tíminn - 23.12.1953, Page 4

Tíminn - 23.12.1953, Page 4
6 TÍMINN, miffvikudaginn 23. desember 1953. 292. blað. Ljóðaþýðingar eru lífsundur Handan uin 3iöf, — SjógaþýSingar eftir Hclga Ilálfdánarson Islenzkar bókmenntir eiga mikið að þakka þýðendum er- lendra ljóða. Hin frábæfra snilli, sem kemur fram hjá séra Jóni Þorlákssyni í þýð- ingum á rismiklum stórvirkj- um skáldanna Miltons og Klopstocks, hafði bein og blessunarrík áhrif á óviðjafn- anlega formsnilli Jónasar Hallgrímssonar, og bein áhrif frá þýðingum séra Jóns verða séð á ljóðum fleiri hinna beztu íslenzkra skálda á 19. öld. Þýðingar Steingríms Thor steinssonar og Matthíasar Jochumssonar urðu og unaðs brunnur upprennandi skáld- um og öðrum bókelskum ís- lendingum, og Ijóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar hafa orðið íslenzkum skáldum sein ustu áratuga drjúgar til happasælla áhrifa og átt sinn rika þátt í að viðhalda hylli Ijóðlistarinanr hjá íslenzkri alþýðu á óskáldlegri skark- öld jassins og kynsósaðra slagara. En auk þessara þýð- enda eru hér margir ónefndir sem hafa frjóvgað íslenzkar bókmenntir og unnið að vexti og viðgangi Ijóðhyllinnar meðal æsku íslands, fyrr og síðar. Nú er komin bók frá ljóða- þýðanda, sem þegar verður að skipa á bekk með þeim, sem mest og bezt hafa að þvi unnið í urtagarði ís- lenzkra bókmennta, að gróð- ursetja erlend lífgrös. Sá heit ir Helgi Hálfdánarson, pró- fasts á Sauðárkróki, Guðjóns- sonar, prests, Hálfdánarson- ar. Er Helgi lyfjasali og lyfja- byrlari norður í Húsavík. Bók Helga heitir Handan um höf, og hefir Mál og menning gefið hana út. Bókin er rúmar hundrað blaðsíður og síðurnar stórar og þéttietraðar Ijóðum. Fremst í bókinni er efnisyfir- lit, þar sem greint er frá nöfn um höfunda og heitum kvæða, en aftast eru athuga- semdir og skýringar á sjö smáleturssíðum. En þarna á milli eru níutíu síður snilld- arljóða frá ýmsum löndum heims. Og það er fljótsagt, þó að seinlegt mundi að gera grein fyrir þeirri snilli, sem felst í kvæðum þessarar bók- ar, að á flestum blaðsíðun- um eru ljóð, sem að fágun og anda sanna lesandanum, að ljóðperlur eru lífsundur, 0 * Helgi Ilálfdánarson svo sem blómið, er allt í einu skýtur upp kolli, þá er sólin glitrar vorfölva jörð á mild- um maídegi. Flest eru kvæð- in frá Englandi og Austur- löndum. Þarna eru margar af hinum ódauðlegu sonnett- um Shakespears, auk nokk- urra anharra ljóða eftir þenn an undramann, sem var jafn dásamlegur snillingur á smá- jljóð viðkvæmustu geðhrifa og ,á hina tröllauknustu drama- , tík, og þarna eru mörg kvæði eftir þrjá hina óforgengileg- ustu töframenn 19. aldarinn- ar í enskum ljóðheimi, Keats, Shelley og Wordsworth, og við lestur þeirra kvæða minn ist ég þess, þegar við tveir sveinsstaular, fákunnandi í enskri tungu, sátum fyrir tuttugu og fimm árum með litlar úrvalsútgáfur á ljóðum þessara meistara og reyndum að stafa okkur fram úr þeim, fullir lotningar fyrir þeirri snilli og andagift, sem van- þekking okkar huldi okkur ávallt annað veifið.— svo sem þá er ský dregur fyrir sólu. Meðal hinna austrænu líf- grasa þessarar bókar, ber mestan ilm og ljóma af Ru- bajat Ómars Kajams, en þau glitra líka og anga hin smærri blómin. Sjá Hafiz: ,,Ég er ei lengur. Líf mitt hvarf í logum ástar minnar burt, og askan hjómlétt út í bláinn sveif og féll — svo íöl og mjúk að fótum þér. Ó, stígðu hægt — mitt hjarta lifir enn.“ Eða hin órímuðu japönsku ljóðabrot frá miðöldum: „Sífelld von um að hitta þig í draumi hélt fyrir mér vöku næturlangt.' Og ennfremur: „Ef ekki væri rödd næturgalans, hvernig ætti fjalla-þorpiö, sem enn er undir snjó, að þekkja vorið?" ! Já, hvernig ætti heimur- inn — á þessum tímum uggs og aðvífandi ógna — að þekkja vorið — að trúa á vorið — ef ekki væri til nátt- úrleg, auðmjúk og undursam- leg list, þar sem rödd hins eilífa vorboða kveður við og gefur fyrirheit um að lífsins undur skuli enn gerast ár frá ári og öld eftir öld? j Þessi fáu orð mín eru eng- inn rökstuddur ritdómur, en (Framhald á 6. síðu.) t Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Ljóðabók barnanna Minnisbókin 1954 er komin í bóka- og ritfangaverzlanir í hent- ugu vasabroti. — í bókinni er ýmis fróðleikur og upplýsingar, svo sem um: Póst- og símagjöld — Gistihús á íslandi Einkennisstafi bifreiða og flugvéla hér- lendis og erlendis — íbúatala á íslalidi Ljósatími ökutækja — Bifreiðaeign ís- lendinga — Veðalengdir á Íslandi — Mál og vog — Mynt ýmissa landa — Kaup verkafólks — Strætisvagnaferðir — Útsvars- og skattastiga — Veldi, kvaðrat, kúbik — Farþegaflutninga — Sjúkrahúsin — Úrslit Alþingiskosninga — og er þá fátt eitt talið. Auk þess er í bókinni Almanak fyrir 1954 og götukort af Hlíðunum, Holtunum, Melunum, Skjólunum, Smáíbúðahverfinu, Teigunum, Túnunum og Vogunum. HENTUG GJÖF FYRIR UNGA SEM GAMLA Munið minnisbókina 1954 með dvergnum á kápunni. Tekið á móti pöntunum í síma 82913 kl. 12—2 og 4—5 daglega. Bókaútgáfan FJÖLVÍS NÝ BUÐ Rúmgóð og skemmtileg. Leggjum áherzlu á fljóta og góða afgreiðslu MUNIÐ AÐ SÆKJA NÝJU FÉLAGS- BÓKINA OG TÍMARITSHEFTIÐ. Auk állra fáanlegra íslenzkra bóka höfum við mikið úrvál af álls konar jólavörum: Kort í miklu úr- vali, jólapappír, jólaservíettur, diskaservíettur, jólalöberar, jólalöberar úr plasti (gullfallegir), krep- pappír, jólalímbönd.-Litakassar, litabækur, dúkkulísubækur, vatnslitakassar, skrúfblýantar, bolt- ar o. m. m fl. Opið til kl. 12 í kvöld. Bókabúð Mdls og menningar Skólavörðustíg 21, sími 5055. APPELSÍNUR með sól í hverjum dropa fást í hverri búð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.