Tíminn - 05.01.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1954, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriSjudaginn 5. janúar 1954. 2. blaff, Björn Magnásson, prófessor: Hver veit á sig sköramina? Margir virðast vera þeirr- ar skoðunar nú upp á síðkast ið, að einu „raunhæfu" að- gerðirnar' í áfengismálunum sé að stofna drykkjumanna- hæli. Má í því sambandi benda t. d. á stefnuyfirlýs- ingu þá, sem hið nýstofnaða hófdrykkjumannafélag hefir birt. Undir þetta er enn frem ur tekið í stuttri forustugrein í „Vísi“ fyrir nokkru síðan, þar sem undir fyrirsögninni: „Stefnt í rétta átt“, er sagt frá því, að Samband bindind- isfélaga í skólum hafi sam- þykkt að beita sér fyrir því að koma upp drykkjumanna- hæli. „Það hefir gert hið eina rétta“ stendur þar. Jafnframt er komizt svo að orði, að með þessu hafi sambandið „gert hinu opinbera þá skömm, að viija ekki treysta forsjá þess í málinu, og það hefir einn- ig gert góðtemplurum skömm, að enda þótt þeir hljóti að hafa miklar tekjur af skemmt unum sínum — hvers vegna héldu þeir þær ella? — vilja þeir heldur ekki hefjast handa.“ „Hið opinbera” svarar vænt anlega fyrir sig, og vonandi á þann veg, að láta ekki leng- Ur togstreitu um það, hvort heldur ríkissjóður eða Reykja víkurbær eigi að kosta bygg- ingu drykkjumannahælis, tefja framgang þess mikla nauðsynjamáls. En það er vitað, að fé, sem nemur nokkr um milljónum, er fyrir hendi í sjóði, er á að hafa það hlut- verk að reisa og reka drykkju- mannahæli, svo að eins og sakir standa nú, er það ekki fjárskortur sem hamlar því, að hafizt verði handa. Þetta hlýtur ritstjóri Vísis að vita, því að hann hefir lengi átt sæti í áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur og hefir haft góð skilyrði til að fylgjast með á- fengismálunum. En ég vildi mega gefa nokkrar upplýsing ar af hálfu góötemplara til að rökstyðja það, að þeir vita ekki upp á sig neina skömm í því máli. Ég ætla ekki að endurtaka það, sem tekið var fram um forgöngu templara að fyrsta drykkjumannahæli hérlendis í yfirlýsingu frá mér í dag- blöðunum í haust, en vil að- eins minna á það, að frá öll- um gangi þess máls var blaða mönnum skýrt mjög ræki- lega í blaðamannaviðtali á Jaðri fyrir fáum árum, og birtist það þá einnig í öllum dagblöðum bæjarins. En blaða mönnum virðist annað betur gefið en minnið — a. m. k. á þá hluti, er þeir vilja gleyma. Ég vil aðallega snúa mér að spurningunni, sem skotið er inn um. skemmtanir templ- ara: hvers vegna héldu þeir þær ella, ef þær gefa ekki miklar tekjur? Þess er þá fyrst að geta, að skemmtanir templara gefa ekki miklar tekjur — a. m. k. ekki síðustu 3—4 árin. Næstu ár þar á undan voru allgóðar tekjur af dansleikjum S. K. T., en við þær skemmtanir býst ég við að blaðið eigi fyrst og fremst. Þó er það svo, að á síðustu -7 árum, sem ég hef reikninga yfir við höndina, hafa tekjur af dansleikjuri- um samtals ekki numið meiru en um 300 þúsundum króna, þegar frá er dregið viðhald á góðtemplarahúsinu, en engin önnur húsaleiga er S. K. T. reiknuð fyrir afnot sín af hús- inu. Og nú hefir fyrirtækið, sem rekur húseignir reglunn- ar hér í bæ og dansleiki S. K. T., Templarahöll Reykjavíkur, en það er sameiginleg eign allra stúkna í bænum, meö sérstöku reikningshaldi, fest í byggingu, sem keypt var með það fyrir augum að leggja það fram til „hins opinbera" til að hafa þar drykkjumanna hæli, 250 þús. krónur, eða 5 '6 hluta af ágóðanum af dans- leikjum S. K. T. Það var ekki sök Templara, að því tilboði var ekki tekið af hálfu þeirra, er með það mál fóru. En nú geta menn séð, hvar er niður- kominn obbinn af því fé, er templarar hafa grætt á dans- leikjum sínum undanfarið. Nú skal ég snúa mér að spurningunni: Hví halda þá templarar dansleiki, ef þeir gefa þeim ekki miklar tekjur í aðra hönd, eða jafnvel halla, eins og fyrir hefir komið síð- ustu árin? FjárhagsalU'iði koma nokkuð til greina, enda þótt dansleikirnir sýni ekki reikningslegan ágóða. Sum út gjöld væru óhjákvæmileg, þótt þeir væru ekki, eins og viðhald á húsinu, kostnaður við fatavörzlu o. fl. Þá mundi og veitingasalan í húsinu missa í mjög mikils af tekj- um sínum, ef engir væru dans leikirnir. En án þessa er erf- itt að vera, vegna hinnar al- mennu félagsstarfsemi í hús- inu. Jafnvel væri erfitt að vera án hljómsveitar, en hún, ásamt háu auglýsingaverði, einkum hjá rikisútvarpinu, veldur mestu um það, hversu litlar tekjur verða afgangs tilkostnaði við dansleikina. Að öllu þessu athuguðu yrði erfitt að standa undir rekstri húsanna án dansleikjanna, jafnvel þótt þeir gefi ekki af sér miklar beinar tekjur, er verja megi til annarra nota. En það er annað atriði, sem þó ræður mestu um það, að haldið er áfram að halda op- inbera dansleiki í góðtempl- arahúsinu, enda þótt sú starf- semi sé af mörgum litin ó- hýru auga og talin templur- um til ávirðingar. Það er þörf in á því, að sjá ungu fólki fyrir stað, þar sem það geti komið saman og skemmt sér, án þess að vín sé haft um hönd eða þess freistað með því. Æskan þráir skemmtanir, og gegn því, að hún fullnægi þeirri þrá sinni, tjóir ekki að rísa. Hið rétta er að reyna að fullnægja henni á réttan hátt. Það er líka staðreynd, að dans inn er sú skemmtun, sem ungt fólk sækist mest eftir. Gegn því tjóir ekki heldur að rísa, og ber ekki að rísa. Á flestum stööurn, þar sem fólk á kost á að koma saman á dansleiki, hefir til skamms tíma verið veitt vín, og þótt nú sé fyrir það tekið í bili, er þess ekki að vænta, að allir láti vera að neyta þar víns né bjóða það félögum sínum, eftir að búið er að ala fólk upp í þeirri óvenju að neyta víns á flestum samkomustöð- um. Þetta hafa forráðamenn skólanna skilið, og þess vegna leyfa þeir nemendum að hafa danssamkomur út af fyrir sig, með því skilyrði, að þar sé ekki haft vín um hönd. Regl- an vill koma hér móti þörf æskunnar. Hún vildi vera þess megnug að gera það í miklu stærri stíl, ef hún væri þess megnug. Templarar á Akur- eyri hafa keypt og rekið stærsta gistihús bæjarins, og hafa þar tækifæri til að bjóða æskunni upp á fjölbreyttari (Framhald á 6. siðu.) Gamall sveitabóndi hefir kvatt sér hljóðs og tekur til máls: „Sæll og- blessaður, Starkaður minn. Ég lít hér inn í baðstofuna til þín til þess að segja þér frá því, að það gladdi mig mikið og aðra i dreifbýlinu, þegar dagblöðin og útvarpið sögðu þær góðu fréttir, að nú væri ákveðið að kaupa nýja og vandaða sjúkraflugvél og að hinn góðkunni flugmaður, Björn Pálsson, sem annazt hefir sjúkra- flutninga á undanförnum árum, væri á förum vestur um haf til þess aö gera þessi kaup. Ekki er hægt að hugsa sér öm- urlegra ástand en þegar slys ber að höndum, eða hastarleg sjúk- dómstilfelli um hávetur, þegar ill- fært er bæði á sjó og landi og löng leið til iæknis, en lífsspurs- mál að sjúklingurinn fái læknis- hjálp tafarlaust. Er enginn vafi á því, að tugum mannslífa hefir ver ið bjargað, þegar þannig hefir ver- ið ástatt, eftir að flutningur sjúk- linga loftleiðis hófust. En sjúkra- flugvélin, Sem notuð hefir verið t'il þessara flutninga, hefir reynzt aUt of lítil og ekki rúmað nema einn sjúkling og ekki hægt að koma fyrir sjúkrakörfu, svo sjúklingnum gæti liðið þolanlega. Var þess eng- inn kostur að aðstoðarmaður æti verið meö i förinni til þess að hag- ræða og hjúkra sjúklingnum á , leiðinni, því aö sjálfsögðu á flug- maðurinn um annað að hugsa en sinna þeim störfum að ráði. I Ráðgert mun vera, að sjúkraflug- vél sú, sem nú á að kaupa, geti Sagan aí Sólrúnu Mér hefir borizt skáldsaga, sem heitir Sagan af Sólrúnu. Höfuxidurinn er Dagbjört Dagsdóttir,- en útgefandi út- gáfufélagið Leiftur. Ekki kann ég nein skil á -höfund- inum, en heyrt hef ég aö Dagbjört Dagsdóttir sé dul- nefni. Sagan af Sólrúnu er all- stór bók, rúmar tuttugu ark- ir. Hún gerist í Grænuvík á Norðurlandi. Þar eru í upp- hafi tólf kot, auk höfuðbóls- ins Víkur. En þarna koma Dani og Svíi og taka aö verka síld, og á tiltölulega skömm- um tíma er Grænuvík orðin allfjölmennt þorp, þar sem menn starfa að síldarsöítun tvo til þrjá mánuöi ársins, en hafa annars litla atvinnu og reytingssama. Málið á þessari bók er yfir leitt hreint og gott alþýðu- mál — með nokkrum veilum hér og þar. Stíllinn er aldrei svipmikill, en oftast viöfelld inn og gæðist stunduin lífi og lit. Um gerð sögunnar er það að segja, að á henni er allmikill og áberandi van- kantur. Sólrún sú, sem sag- an dregur nafn af, er ekki aðeins litdauf og lítt minnis- stæð, eins og t. d. Indriði og Sigríður og Þórarinn og Sig- rún hjá Jóni Thoroddsen, heldur kemur lengstmn alls ekki við sögu, nema hvað öðruhverju er á hana minnzt, og þá er henni loks skýtur upp á ný, hefir hún engin áhrif til úrslita og er ærið þokukennd. Svo mætti þá ætla, að þetta væri galli, sem riði sögunni að fullu sem 1 skáldriti, en sú veröur alls ekki raunin. Það er sannur blær virkra daga yfir lýsing- j um skáldkonunnar - á lífi (fólksins í Grænuvík — og jafnvel þegar hún bregður sér í fátæklega íbúð suður í Reykjavík, finnum við and- | blæ hins raunrierulega lífs leika um okkur, — já, henni farnast meira aö segja alls ekki illa, þegar hún fer með okkur út á sjó. Og þó að Sól- rún, þrátt fyrir margendur- teknar yfirlýsingar um af- brigöa glæsimennsku, verði litdauf og til óþurftar í sög- lunni meö öllu sínu fólki, tekst skáldkonunni mætavel að kynna okkur margt ann- arra karla og kvenna.. Þar vil ég nefna fyrst til af eldra fólkinu mæögurnar í Val- gerðarbæ, en af því yngra hinar raunverulegu aðalper- sónur sögunnar, Magnús Hansson og Ásdísi Hafliða- dóttur. Sagan er sem sé augljóst vitni um skáldgáfu höfundar ins. Þrátt fyrir galla sína er hún full af náttúrlegu og minnisstæðu lífi, og hún mun mörgum manninum skemmta. Guðm. Gíslason Hagalín borið tvo menn, auk flugmannsins, og nægilegt rúm verði einnig fyrir sjúkrakörfu. Áætlað er, að þessi nýja sjúkra- flugvél muni kosta allt að fjögur hundruð þúsurid íslenzkar krónur. Það er mikið fé og ekki hægðar- leikur að hrista það fram úr erm- inni í einni svipan. En vel hefir verið af stað farið. Nú þegar hafa slysavarnadeildirnar í Reykjavík og nágrenni heitið sextíu þúsund kr. til þessara kaupa, og hafa þær þó í mörg horn aö líta, kennari í Borg- arfirði hefir gefið fimm þúsund kr. og Hið íslenzka steinolíufélag hefir drengilega hlaupió undir bagga og lagt fram fjörutíu þúsund krónur til viðbótar. Ætti þetta fordæmi íélagsins að verá öðrum fjársterk- um félögum í höfuðstaðnum og við- ar á landinu hvöt til myndarlegs stuðnings. En hlutur sveitanna mætti ekki heldur eftir liggja, því að í dreifbýlinu er þörfin mest. Er þess að vænta, að félagssamtök þar og einstaklingar, láti eitthvað af hendi rakna eftir efnum og ástæð- um. Verði þátttakan almenn, er málinu vel borgið. Nú ætla ég að biðja þig, Stark- aður minn, að koma til skila fá- einum krónum, sem kynnu að nægja fyrir einni fjöður í væng. Treysti ég því, að viljitin verði met- inn meira en verkið.“ Suðurnesjamaður tekur til máls: „Sú var tíðin, að við ísléndingar vorum kotþjóð, á yzta hala verald- ar, fáir, fátækir, smáir. Nú er vissu- lega af sú tíö. Við erum sko engir smákarlar lengur, íslendingar. Það er í samfélagi þjóðanna litiö upp til okkar, íylgst með öllu, sem við höfum til mála að leggja, enda hef- ir verið stungið upp á því, að Sam- einuðu þjóðirnar reistu útvarpsstöð á hæsta fjalli íslands, til þess að þjóðir heimsins geti betur crðið aðnjótandi einhverra mola af and- legum nægtaborðum okkar. Auðvitað gcrir forsætisráðherra slíkrar þjóðar sér ljóst hið rnikla alheimspund, sem honum hefir fallið í skaut til ávöxtunar. Um það bar áramótaboöskapur hans í út- varpinu ánægjulegt vitni. Meðal þeirra, sem hann vék þar prðum til og árnaðaróskum, var „gjörvöll mannkind', eins og hann komst að orði. Má það vera hrjáðu mann- kyni mikill léttir og raunabót, að heyra sín minnzt af sjáifum for- sætisráöherra íslands, Ólafi Thórs. Páfinn i Rómaborg hefir víst aldrei treyst sér lengra en að ávarpa in- ungis hið „kristna mannkyn", en Ólafur Thórs á það meira undir sér, aö hann þarf ekki að vera að setja heiðingjaþjóðirnar lijá. Þaö er verst, að Vatnsendastangirnar eru allt of iágar og litilmótlegar við slíkt tækifæri, og er þess að vænta, að búið verði aö reisa útvarpsstöð- ina á Öræfajökli áður en Ólafi þóknast næst að ávarpa mannkyn- ið’ af litillæti sínu.“ Baðstofuspjallinu í dag er lokið. Starkaður. Jörðtilsölu \ i» u Jörffin Mýrar í Villingaholtsbreppi í Árnessýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum 1954. Á jörðinni er timburhús, járnklætt. — Heyhlöður fyrir 1400 hesta. Fjós fyrir 20 nautgripi. Fjárhús fyrir 140 fjár. Tún 350— 400 hesta, véltækt. Mikið af engjum véltækt. Eitthvað af áhöfn getur 'fylgt, ef óskað er. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar, Þor- geir Jónsson. Sauðfjárböðun Samkvæmt fyrirmælum laga nr. 58, 30. nóv. 1914, ber að framkvæma þrifaböðun á öllu sauðfé hér í lögsagnar- umdæminu. Út af þessu ber öllurn sauðfjáreigendum hér í bænum að snúa sér nú þegar til eftirlitsmannsins með sauðfjárböðunum, herra lögregluþjóns Stefátís Thorarensen. Simar 5374 og 5651. Borgarstjórinn I Reykjavík, 4. jauúar 1954, Guunar Tlioroddsen. o O o é.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.