Tíminn - 22.01.1954, Qupperneq 5

Tíminn - 22.01.1954, Qupperneq 5
17. blað. TÍMINN, föstudasinn 22. janúar 1954. 5 Föstml. 22. j«ií. Kosningaþættir Skattalækkun „Siðabót" Þjóð- varnarflokksins Hér í blaðinu var í gær sýnt fram á, að Bárður Dan- íelsson hefði dregið rétta á- lyktun af uppljóstrunum Tímans um starfshætti hans hj'á Raforkumálastofnun- inni. 'Haiin hefði dregið sig til baka og viðurkennt þann- ig sekt sína. Eftir þetta væri engin ástæ'ða til að ræða um hann persónulega. Hann væri horfinn - af sviði ís- lenzkra stjórnmála og ætti ekki þangað afturkvæmt. Hinsvegar væri eftir hlut- •ur flokks' hans og afstaða lians til þessa máls. Það er nú komið i ljós, liver hún er. í Frjálsri þjóð, sem kom út í gær, er reynt að láta líta svo út, að næstum vafasamt sé, hvort Bárður hafi gert sig sekan um vítaverðan verkn- að. Dómstólarnir munu segja til um það á sínum tíma. A. m. k. vilji Þjóðvarnarflokk- urinn ekki leggja neinn dóm á það. Það kemur svo skýrt fram í þessum og öðrum skrif um Frjálsrar þjóðar, að Þjóð varnarflokkurinn hafi ekki gert neina kröfu til þess að Bárður hætti við framboö sitt. Bárður hafi algerlega gert það af sjálfsdáðum og sýnt með því mikinn dreng- skap þg heiðafleika. SannleikMW}n;j..er að vísu sá, að i fyrstu ætlaði hvorki Bárður né flokksstjórnin að hætta við framboðið, en nokkrir flokksmenn hótuðu þá brottgöngu úr flokknum og var það fyrst eftir það, sem Bárður dróg framboðið til baka. En þessi aðdragandij máísins skiptir. hinsvegar ekki máli eftir að flokksblað ið sjálft hefir látið uppi, að það leggi ekki dóm á mál Bárðar og flokkurinn hafi engar kröfur gert til þess, aö hann dragi sig í hlé. Og hvaða verknaður er það þá, sem Þj óðvarnarflokkur- inn leggur ekki dóm á og tel ur a. m. k. ekki þess verðan, að menn dragi sig í hlé? Þessi verknáður er í stuttu máli sá, að opinber starfsmaður, sem á að veíta hlutlausar upplýsing- ar um vélar^ tekur að sér að halda fram ákveðnum vél- um, sem haiin fær sérstak- an hagnað af. Jafnframt gerir hann síma opinberrar stofnunar að viðskiptasíma sínum. Þennan verknað telur Þjóðvarnarflokkurinn sig ekki færan til að dæma um, hvort sé réttmætur eða ekki, og a. m. k. telur hann verkn aðinn ekki slíkan, að viðkom andi maður sé ekki fram- boðshæfur eftir sem áður. Og hann gerir meira. Hann reynir að gera þennan mann að píslarvætti, sem orðið hafi fyrir óréttmætri árás,. og lætur hann vera á- fram hlutgengan í stjórn flokksins og fleiri trúnaðar- stöðym hans. Til þess að draga svo athyglina frá þessu, eru ýmsir menn í öðr- um flokkum ausnir auri og svívirðingum og þó aðallega Ekkert „brotið blað“. í Frjálsri þjóð, sem kom út í gær, er reynt að gera það að eins konar „heiðarleika"- viðburði, að Bárður Daníels- son dró sig til baka af lista Þjóðvarnarflokksins eftir að búið var að birta skjallegar sannanir um misnotkun hans ^ á opinberu trúnaðarstarfi. jMeira að segja er gengið svo jlangt að fullyrða, að hér hafi ^verið „brotið blað í íslenzkri stjórnmálasögu“. j Vitanlega er það hlægilegt að slíku eins og þessu skuli j haldið fram. Ástæðan til þess aö Bárður dregur sig til baka 'stafar ekki af neinni heiðar- leikakennd, heldur eingöngu Jaf því, að framboð hans var talið líklegt til að valda full- komnu hruni flokksins, ef því væri haldið til streitu. Fyrir þessu beygði hann sig og sá meirihluti flokksstjórn arinnar, sem með honum istóð. Bárði var því ekki fórn- ! að í þágu heiðarleikans, held- ur til þess að reyna að bjarga því, s&m bjargað yrði af fylgi flokksins. Hér hefir gerzt nákvæm- lega sami atburðurinn og 1937, þegar einn af þingmönn um Sjálfstæðisflokksins var látinn hætta við framboð vegna þess að skjallegar sann anir voru birtar um það, að hann hefði stundað landhelg- iisnjósnir fyrir veiðiþjófa. | í báðum tilfellum hefir við- I komandi flokkur aðeins verið að reyna að bjarga eigin skinni. Því hefir einum af flokksmönnunum verið fórn- að. En hvorugt hefir verið gert af heiðarleikakennd og því barnalegt að tala um „brotið blað í íslenzkri stjórnmála- sögu“ í því sambandi. Valdimar situr áfram? Það sýnir annars vel, að engin heiðarleikakennd hef- ir stjórnað aðgerðum Þjóð- varnarmanna í þessu sam- bandi, því að enn trónar I Valdimar Jóhannsson í for- mannssætinu, þótt opinber- lega hafi verið bornar þyngri j ásakanir á hann en á Bárð, j bæði í sambandi við sölu-. skattsinnheimtu og skatta-, framtöl. Hvers vegna segir | hann ekki af sér, eins og Bárð , ur, eða heimtar a. m. k. op- | inbera rannsókn til að. hreinsa sig? Veit hann sigj sekan? Og hvernig getur Þjóð varnarflokkurinn sannað heið I arleika sinn meðan formaður hans situr ómótmælt undir slíkri ákæru? Þessum spurningum ætti Frjáls þjóð að svara, áður en hún birtir fleiri greinar um heiðarleika Þjóðvarnarflokks- ins. j Kvartanir Þjóðvarnar- manna. ' Þjóðvarnarmenn kvarta miög undan því í blaði sínu og manna á meðal, að þeir verði fyrir ofsóknum í blöð- um andstæðinganna, ekki sízt í Tímanum. Reyna þeir mjög til þess að gera sig að píslar- vottum á þann hátt. Sjálfir keppast þeir við það í blaði sínu að brígsla andstæðing- unum um landráð og hvers konar siðleysi. Hvernig geta þeir þá búizt við því, að þeir sleppi við svör og að bent sé á þeirra eigin veilur? Fátt sýn ir betur en þetta skinhelgi þessara manna og hvernig þeir ætlast til sérréttinda fyr- ir sjálfa, sig. Þeim á að vera frjálst að svívirða og ófrægja aðra eftir vild, en enginn má blaka við hári á höfði þeirra. Þá er um ofsókn að ræða. Hins vegar er skiljanlegt að forsprökkum Þjóðvarnar- manna sé illa við allar ádeil- ur. Þeir búa flestir í glerhúsi, sem lítið þolir. Nýir farisear. Það er talsvert spaugilegt að lesa Alþýðublaðið og Þjóð- viljann í tilefni af falli Bárð- ar Daníelssonar. Bæði þessi blöð látast vera í því tilefni full vandlætingar yfir hinni opinberu spillingu. Þjóðvilj- inn talar um „spillinguna hjá hernámsflokkunum“ og Al- þýðublaðið talar um „spilling- una hjá stjórnarflokkunum“. Vissulega þrífst ýmis konar spilling í opinberu lífi og þarf að gera gagngskör að því að uppræta hana. Reynslan sýn- ir hins vegar vel, að ekki verð- ur hún upprætt af forsprökk- um kommúnista eða Alþýðu- flokksins fremur en forsprökk um Þjóðvarnarmanna. For- sprakkar kommúnista og Al- þýðuflokksins hafa átt sæti í ríkisstjórn og sýndu þá miklu meiri tilhneygingu til að hreiðra um sig og sína en að vinna gegn spillingu og fjárbruðli. Svo langt hefir þetta gengið hjá Alþýðu- flokknum, að forustumenn hans flestir eru nú hálaunað- ir embættismenn, er njóta fleiri eða færri bitlinga. Þó voru forsprakkar kommún- ista enn gráðugri við ríkisjöt- una. Það er því álíka broslegt, þegar þessir menn koma fram á sjónarsviðið sem sjálf kjörnir baráttumenn gegn spillingunni og þegar Valdi- mar Jóhannsson, Bergur Sig- urbjörnsson og Bárður Dan- íelsson eru að syngja „heið- arleika“-söngva sína. Sjálfstæðismeim hafa cít talað um drápsklyfjar skatta til ríkisins. Ólicflegar skatta álögur séu að draga fram- kvæmdaáhuga úr mönnum. Þeir hafa oft farið um þessi mál hjartnæmum orðum og ekki alls fyrir löngu lýsti for- maður flokksins sök á hendur Sjálfstæðismönnum fyrir að hafa of lengi þclað þessi álög. En það er nokkuð annað falleg orð, lieldur en að efna þau. Nú háttar málum svo, eins og kunnugt er, að Sjálfstæðis- menn hafa um langt árabil ráðið einir öllu um stjórn Reykjavíkur. Þeir hafa einn- ig ráðið öllu um skattaálögur íbúanna til bæjarins. Þar hef ir þeim því gefizt ágætt tæki- færi til að sýna einlægni sína í verki. Hér á eftir verða tekin nokk ur dæmi úr skatískrá Reykja- víkur 1953, valin af handa- hófi, en sem sýna þó nokkuð glögga mynd af heilindum sumra manna. Fyrst er talið í einu lagi samtals, skattar til ríkis, tekju- og eigna, tr y ggingar g j öld, kirkju- og kirkjugarðsgjöld cg náms- bóka, þar sem þau eru. En siðan útsvar til Reykjavíkur, eins og það var s.I. vor. Nöfn- um er sleppt, en getið um stöðu skattborgarans. Skattar Útsvar 1. Skrifstofustúlka 1990.— 5000,— 2. VerkamaÖur 3770.— 7300.— 3. Sjómaður 1320.— 5000.— 4. V er zlunar maður 2430,— 10000.— 5. Leikari 4260.— 15000.— 6. Forstjóri 2710.— 10000.— 7. Sölumaður 2450.— 10000.— 8. Klæðskeri 4210.— 11000.— 9. Loftskeytamaður 2760.— 10000.— 10. Húsfrú 1370.— 6000.— 11. Stórkaupmaður 4780.— 25000.— 12. Sundkennari 1980.— 5000.— 13. Forstjóri 2450.— 20000.— 14. GarÖyrkjumaður 2550.— 5000.— 15. Prestur 2210.— 6000.— 16. Afgreiðslumaður 1830.— 6000,— 17. Læknir 3300.— 19000.— 18. Bílstjóri 3820.— 12000.— 19. Klæðskeri 1960.— 9000.— 20. Bóksali 960.— 9000.— 21. Fulltrúi 1930.— 5000.— 22. Trésmiður 2270.— 7000.— 23. Kaupmaður 1360.— 17000.— 24. Kennari 2440,— 6200.— 25. Gjaldkeri 1450.— 5300.— 26. Bankaritari 2670.— 6000.— 2.7. Rafvirkjameistari 1210.— 22000,— 28. Birgðastjóri 2060.— 6000.— 29. Kennslukona 2470.— 5500.— 30. Barnaskólastjóri 2350,— 5000.— 31. Myndhöggvari 1210.— 7000.— 32. Húsgagnasmiður 2790.— 14000.— 33. Afgreiðslumaður 1860.— 5000.— 34. Lögregluþjónn 2210.— 5500.— 35. Rithöfundur 1720.— 7000.— 36. Bifreiðaeigandi 15230.— 100000.— Hér hafa verið taldar þrenn í ar tylftir skattgreiðenda. Skattarnir eru taldir í heilum tugum, hálfur tugur og meira fyllt upp, en minna sleppt. Hjá þessum 36 skattþegnum, eru skattar samtals kr. 98340. —, en útsvör kr. 428800.00. Nöfnin eru tekin af handa hófi, en úr sem flestum stétt- um. Misinunur á sköttum og Athugasemd Að gefnu tilefni vildi ég láta þess getið, að fyrir nokkr um dögum framkvæmdi lög- giltur rafvirkjameistari athug un á öllu rafkerfi húss Stjörnubíós og var þá ekkert athugavert að finna. Ekki geta loftdælur varnað því að brunalykt finnist í húsinu. í húsinu eru 493 sæti. Hjalti Lýðsson. útsvari er enn meiri sums- staðar. En þó er myndin skýr. Hún talar sínu máli um að Sjálfstæðismönnum verður ekki flökurt af því að leggja skatta á menn. Það virðist skipta þá mestu máli, að þ e i r leggi skattana á og eyði þeim eftir s í n u m geðþótta. B. Einstök biíöa og snjó- ieysi á N.-Austuriandi Björn Kristjánsson, fyrrv. alþingismaður á Kópaskeri, Ieit inn í skrifstofu blaðsins í fyrradag nýkominn að norðan. Sagði hann að þar hefði nú að iLadanförnu verið sú ein- muna veðurblíða, að þess væri ekki dæmi síðustu tuttugu árin. — með því að tyggja upp gam- alt Morgunblaðsníð um þá. | Svo þykist þessi sami flokk ur vera þess umkominn að deila harölega á spillingu hjá öðrum flokkum og vera þess umkominn að leiörétta og bæta allt þaö, sem miður fer! I Vissulega er þörf ýmsra endurbóta í opinberu sið- i ferði. En jafn víst er það líka, að þær umbætur munu ' ekki koma frá flokki, sem byrjar göngu sína áþannveg, aö hann treystir sér ekki til að leggja dóm ál framan- greindan verknað vegna þess, að flokksmaður hans á í hlut. Hafi einhver glæpst til að leggja trúnað á það, þarf hann ekki að vera í vafa leng ur um þá glámskyggni sína. Þeir, sem þekkja til ýmsra forustumanna flokksins og skattamála formanns hans, hafa hinsVegar aldrei gert sér vonir um slíkt. Björn kvaðst hafa farið að heiman á bíl upp yfir Hóls- sand og vestur í Mývatns- sveit og þaðan til Akureyrar á hálfri sjöundu klukkustund og væi'i það eins og bezt gerð ist á sumardegi, enda hefði hvergi verið snjór til trafala á leiðinni. Þá er Reykjaheiði einnig fær jeppum og er það eins- dæmi á þessum tíma árs. Snjólaust hefir verið með | öllu í byggð og sáralítill snjór til heiða og fjalla. Blóm springa út. 1 Á Kópaskeri og í Öxarfirði var veðurbliðan slík í desem ber, aö blóm sprungu út í görðum, en það er sannar- lega ekki á hverjum vetri þar nyrðra. Björn kvaðst muna eftir einum vetri fyrir tutt- ugu ái’um eins snjóléttum og hlýjum fram yfir hátíðar og þessum, en síðan hefði áreið anlega aldrei komið' slíkur vetur þar nyrðra sem þessi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.