Tíminn - 21.02.1954, Blaðsíða 4
' TÍMINN, simnudaginn 21. febrúar 1954.
43. blað.
(PramhalíJ af 3. siðu.)
hans, minni ágætu skólasyst-
ur, Þjóðbjörgu Þórðarúóttur.
Að iokum óska ég aimælis-
barninu og fjölskyldunni allra
heilla á ókomnum árum.
Bjarni Bjarnason.
Nafn Jörundar Brynjóifs-
sonar sá ég fyrst fyrir nál. 40
árum á kennsiubck í reikn-
ingi, sem hann, ásamt cðrum
hafði þá nýlega samið til aí-
nota fyrir alþýðuskóla. 10 ár-
um síðar sá ég hann í.íyrsta
sinn, í söiúm Alþingis. En
fyrstu persónulegu kynni mín
af honum voru þau, að ég var
gestur hans eina sumarnótt á
Skálholtsstað. Eftir það urðu
kynni okkar meiri, og fyrir
tuttugu árum höguðu örlögin
því svo, að við uroúm sam-
starfsmenn á Alþingi og höf-
um verið það lengst af síðan.
Þvi er það, að mig, nú á sjö-
tugsafmseei hans, fýsir a.5
íara nokkrum örðum-um al-
þingismanninn Jcrund Brynj
ólfsson, þótt vera megi, að til
þess verði einnig elnhverjir
aðrir mér færari.
Jörundur var kosinn á þing
í fyrsta sinn fyrir 38 árum
(1916) og hefir setið þar jafn
an síðan, að einu kjörtíma-
bili undanskildu, en þá bauð
hann sig ekki fram. Fýrsta
kjörtímabilið var hann þing-
maður Reykvíkinga. Var
framboð hans, hið fyrsta, í
höfuðstaðnum stutt af hinum
ungu verkalýðssamtökum í
þann tíð svo og af Sjálfstæð-
ismönnum beim, er þá báru
það nafn. Hefi ég heyrt til
þess tekið af þeim, er það
muna, hve skörulega þessi
ungi maður haíi þá gengið
fram í kosningahríðinni, enda
hlaut hann þá fleiri atkvæði
en nokkur frambjóðandi ann
Jörundur Brynjólfsson
ar í Reykjavík. Næst var hann
eftir stofnun Framsóknarfl.,
kosinn á þing í Árnessýslu
árið 1923 og hefir síðan verið
endurkjörinn í því héraði níu
sinnum, jafnan sem fyrri þing
maður kjördæmisins. Hann
er því búinn að vera þing-
maður Árnesinga í 30 ár sam
fleytt. Kosningabarátta þar í
héraði hefir oft verið - hörð á
þessum þrem áratxigum og
fast að Jörundi sótt og án
hlífisemi á ýmsum vettvangi,
svo sem verða vill. Hefir hann
og fátt haít sér til brautar-
gengis, nema mátt sinn og
megin — og málstað góðan —
svo sem auðsætt er, maður
aðkominn í héraði við bú
bundinn. Hefir og iítt leitað
sér liðs í kosningum, en nið-
urstaðan þó sú, er fyrr var
greint. Felst I þessu mannlýs-
ing nokkur óbein, þótt eigi sé
um það íleira sagt. Það munu
þeir sennilega gera, sem bet-
ur þekkja Jörund heima í hér
aði en ég hefi átt kost á.
Ég hygg það ekki ofmælt,
að Jörundur Brynjólfsson sé
einn þeirra manna, sem sett
hafa svip á Alþingi undan-
farna áratugi. Þess má þá
fyrst geta, sem ýmsum þykir
miklu skipta, er stjörnmála-
menn eiga í hlut, að hann
er ræðumaður góður, og mál-
far hans til prýði. Framkom-
an örugg og djarfmannleg, og
maðurinn hinn vaskasti í hví-
vetna, reifur í máli og við-
talsgóður, en vegur þó orð
sín jafnan. Svo sem kunnugt
er var Jörundur varaforseti
og forseti neðri deildar hátt á
anan áratug, en um nokkur
undanfarin ár hefir hann ver
ið varaforseti í sameinuðu
þingi, unz hann nú á síðastl.
hausti var kjörinn forseti Al-
þingis. Hann mun hafa stýrt
fleiri fundum á Alþingi en
nokkur maður annar, sem nú
er á þinginu, og jafnan með
þeim skörungsskap, að vart
er uní deilt. Hann er maður
gerhugull og glöggskyggn á
menn og málefni, og fljótur
að átta sig á hvers konar
hræringum og fyrirbrigðum í
heimi stjórnmálanna, enda
reynsla hans í þeim efnum
svo mikil, að fáir hafa nú
slíka. Að'aláhugamál hans
eru landbúnaðarmálin, svo og
þau mál önnur, er sérstakl.
varða sjálfstæði ísl. og þjóð-
lega menningu. Hann hefir
gott lag á að koma fram mál-
um og hefir hérað hans cft
notið þess. Á þingfundum tek
ur hann fremur sjaldan til
máls núorðið, enda hefir hann
mjög vanizt því í löngu for-
setastarfi, að vera fremur
þögull áheyrandi en þátttak-
andi i umræðum. En á flokks-
fundum í Framsóknarfolkkn
um gefst okkur, nánustu sam
starfsmönnum hans, þess
oft kostur að hlýða á mál
þessa vökula, varfærna og
lífsreynda manns, sem á
lengri þingsögu að baki en
nokkur okkar hinna. Okkur
grunar þá stundum, að hvöss
augu hans sjái sumt skjótar
og betur en okkar augu, þótt
yngri séu og óþreyttari ættu
! að vera. Stundum leikur hann
jþá iþrótt í ræðu, sem aðrir
! kunna misvel, að haga svo
Imáli sínu, að eftirvæntingu
I veki og nokur vafi geti á leik
. ið um niðurstöðu, unz að
henni kemur. En að jafnaði
mælir hann ekki á neinni
tæpitungu um það, sem hon-
um þykir til óþurftar vera.
Eins og nærri má geta, hef
ir Jörundur víöa komið við
sögu á hinum langa þing-
fundi sínum, þótt eigi verði
hér rakið.Á það má þó minna,
að hann var formaður milli-
þinganeíndarinnar j land-
búnaðarmálum, sem skipuð
var eftir fyrstu stjórnar-
myndun Framsóknarflokks-
ins 1927 og leysti af hendi
árangursríkt starf. Einnig
vann hann i milliþinganefnd
um að setningu laxveiðilög-
gjafarinnar og raforkulög-
gjafarinnar, svo að drepið sé
á einhver hinna helzfu stór-
mála, er hann hefir látið til
sín taka. Hann hefir og
mjög lengi verið einn af yf-
irskoðunarmcnnum ríkis-
reikniríganna, til þess kjör-
inn af Alþingi. Þekking hans
á lcggjafarstöríum og; ríkis-
rekstrinum er því að sjálf-
sögðu mjög mikii.
j Margir munu um þessar
mundir verða til þess á ein-
hvern hátt, að tjá Jörundi
Brynjólfssyni virðingu sina
og þökk fyrir langan og anna-
saman starfsdag,. og vænta
þess um leið, að sá: dagur sé
þó enn langt frá því að vera
að kvöldi kominn.
1 G. G.
$5555555S5Í5555$55S5555555555555$5555$5555555Í5S553555555555555555555553I
er til sölu. Skipið er 149 brt., byggt úr stáli níeð; ný-
ísettri ra. 500 ha. diselvél, gangharaði 10—11 sjóm/
Skip og vél í Veritas klassa.
í skipinu er ný togvinda, 2 Lister-diesel hjálparvél-
ar,- miðstöövarhitun og raflýsing.
Eldsneytisgeymar rúma 26 smál, sem er íorði til
3ja—4ra vikna útivistar.
Vegna vélaskipta hefir lestarrými skipsirís áúkizt
um 18—20%.
Upplýsingar gefur
Jón N. Sigurðsson hrl.
Laugaveg 10, Rvík. Sími 4934
i
í
Skriðbelti.
11 h.a. loftkæld dieseldráttarvél
Deutz-dráttarvélar með loítkældum dieselvélum
Áhugi bænda fyrir dráttarvélum með dieselvélum hefir glæðzt mikið með
hækkandi verði á benzini og er það eðlilegt, þar sem olíukostnaður diesel-j
véla er aðeins um fjórði hluti af bensínkostnaði við sömu afköst. Deutz-,
dráttarvélarnar eru með loftkældum diselvélum og hefir loftkælingin í
för með sér einfaldari byggingu vélanna, viðkvæmt kælivatnskerfi hverf
ur, auk þess sem slit og olíueyðsla minnkar. Samkvæmt opinberum skýrsl
um orsakast fimmta hver mótortruflun af bilun í vatnskælikerfi.
Deutz-dráttarvélarnar eru framleiddar í stærðunum 11 h.a., 15 h.a., 30,
h.a., 42 h.a. og 60 h. a.
11 h. a. Deutz-dráttarvélin er ir.jög hentug til heyvinnslustarfa, vi%garð
ræktun og við létta jarðvinnslu.
íltsöluverð er kr. 21.700.00.
15 h.a. Deutz-dráttarvéiin er hentug til allra heyvinnslustarfa, járð-
ræktar og amrara landbúnaðarstaría.
Útsöluverð er kr. 29.800.00.
Leitið upplýsinga um Deutz-drátíarvélarnar með loftkældu dieselvélunum
i a t- u a a it a u c u =>' a a e a a c i
Flutninsskassi með sturtu
amar
í
^/AVVVV^%%VAV.%WVWWWV*.WA,Ark»/AW«WJ,WWyVVAVA,A?."kW^W//WAVWAWA’/W.V.’.,Vi.W.V.V.-AV.V.V.a.W.W.V.V.’JVA